Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1982, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1982, Blaðsíða 6
DV. FIMMTUDAGUR14. OKTOBER1982. 6 XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX X X X X X X X X X X X X X X X xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx X X X X X X X X »4 X X X X X X X FOSTRUR Viljum ráða hressa fóstru frá 1. nóv. á skóladag- heimilið Langholt. Upplýsingar í síma 31105. Forstöðumaður. FLOTT ÚRVAL rRÚLOFUNAR- HRINGA munstraðir og sléttir í öllum breiddum. Sendum litmyndalista. Við smíðum hringana. OG ÓSKAR LAUGAVEGI 70. S. 24910. ENDURFÆÐING Námskeið með Lenu Tuulse, PhD Dagana 15.—17. október heldur sænski sálfræöingurinn Lena Tuulse þriggja daga námskeið. Hámarksfjöldi er 16 manns. Á námskeiðinu verða kenndar áhrifaríkar iökunarleiöir til eigin þroska: a. Endurfæöingaraðferðin (Rebirthing). b. Jákvæðar staöhæfingar (Positive affirmations). c. „Hér og nú"-meövitund (Gestalt). í kjölfar námskeiösins fylgja vikulegir iðkunartímar, til að þátttakendum gefist færi á að auka færni sína. Námskeiðið verður haldið aö Bárugötu 11. Nánari upplýsingar og skráning í síma 75495 á kvöldin. gÐOÐoooDoooooaoaBDDoaaoÐPagoÐooongopooPDOopoo a tGftjQTulmBBFm aDDDDDDDDDDDODDDDDnDflDDBDDDaDDBSDDHHDI I Framleiðum nælonhúðaðar a æ’ 900000000000000000000000000000000000000000000 Neytendur Neytendur Neytendur Matvælakönnun Verðlagsstof nunar: Sykur og kartöflur hækkuðu langmest Frá því vísitala framfærslukostn- aðar var síðast reiknuð út í ágúst hafa miklar verðhækkanir átt sér stað í þjóöfélaginu. Aö beiðni Alþýðusam- bands Islands hefur Verðlagsstofnun kannaö þá hækkun og sýnir könnunin að matvæli hafa hækkað yfir 18% frá 1. ágúst til loka september. Verð var kannað á nokkrum vöru- tegundum og þjónustu sem vega samtals um fjórðung í vísitölu fram- færslukostnaðar. Orsakir hækkana eru margvís- legar, við skulum lita hér á nokkrar matvörur sem verðathugunin náði yfir: Matvörur Landbúnaðarvörur: mjólk 25,6% kindakjöt 33,2% nautakjöt 18,0% Samkvæmt veröákvöröum Fram- leiðsluráös landbúnaðarins: verðlags- grundvöllur landbúnaðarafurða hækkaði um 14,71% en auk þess hækkaði slátrunarkostnaður og dreifingarkostnaður. svínakjöt 19,0% Svínabændur hækkuðu framleiöslu sína um 19% vegna hækkunar á fóður- vörum og öðrum rekstrarþáttum. kindahakk 0,4% kjúklingar 9,7% svinakótelettur 8,5% svið 4,5% kartöflur 80,1% I ágúst var verð á erlendum kartöflum í vísitölunni en þá voru þær innlendu aö koma á markað. I septemberlok var aðeins eitt verð á kartöflum. Brauð og kex: brauð 16,5% krem- og matarkex 23,8% Brauð: Launahækkun, ca 15% hækkun erlendra hráefna, 20% hækkun á smjörlíki. Krem- og matarkex: Launahækkun, kókósfeiti 27,9%, hveiti, sykur, orka og fleira. Mjölvara, sykur og fleira: hveiti 23,9% Dæmi: 2,7% hækkun innkaupsverðs 29,0% hækkun á gengi CAD strásykur 45,4% molasykur 25,6% Hækkun á erlendum gjaldmiðli (20,7% á DKK). 32% vörugjald var lagt á í ágúst. Dæmi eru um allt að 16,7% hærra innkaupsverð. Svo sem sjá má á dæmunum hér að ofan er margt sem hefur áhrif á verðhækkanir í landinu þessa dagana. Hækkun á verðlags- grundvelli landbúnaðarafurða, hærri dreifingarkostnaður, hækkun erlendra hráefna, gengisbreyting, hækkun vöru- gjalds og launahækkanir svo eitthvað sétalið. Á verð utan Reykjavíkur hefur flutningskostnaöur einnig áhrif. Flutningsgjöld með Ríkisskip hækkuðu um 20% í lok júlí og aftur um 15% í lok september. Flutningskostnaöur með bílum hækkaði um 10% frá 23. ágúst sl. I þessari verðathugun Verðlags- stofnunar var athugað verö á fatnaði, en breytingar reyndust í flestiun tilvikum óverulegar. Á tímabilinu ágúst — nóvember er ekki gert ráð fyrir meiri hækkun vísitölu fram- færslukostnaðar en sem svarar 17%. En samkvæmt verðathugun þessari er vegin hækkun vöru og þjónustu sem kannaövar 18,9%. -ÞG. BARNINGUR FYRIR VESTAN Neytendafélag ísafjarðar og ná- grennis hefur ráðist í útgáfu frétta- bréfs, sem hlotið hefur nafnið Bam- ingur. í formála fyrsta tölublaðsins segir: — Neytendafélag Isafjarðar og nágrennis er nýstofnað félag. Það er aðili að Landssamtökum neytenda- félaga. Starfsemi þess er enn í mótun, en ekki þarf að óttast verk- efnaskort, því aö oft er hallaö á neyt- endur hér um slóðir. Megin takmark neytendafélaga er að vinna aö hagsmunamálum neytenda í víðasta skilningi þess orðs. Blaöaútgáfa er einn þáttur í starfsemi neytendasamtaka og þetta blað er frumraun okkar í þá átt. — I þessu fyrsta fréttabréfi barnings- manna fyrir vestan eru mörg heU- ræði og ráðleggingar fyrir neyt- endur. Stutt grein er þar um mjólk og mjólkurafurðir og segir að nokkuð sé kvartað yfir skemmdri mjólk og m jólk með rýrt geymsluþol á þessum slóöum. Segir að úrval af ostum sé af skornum skammti, stundum vanti kotasælu vikum saman í verslanir og sýrður rjómi sé sjaldgæfur þar. Nokkur heUræði til neytenda við kaup á niðursöguðu kindakjöti úr frystikistum verslana eru í Bamingi. Að kaupa köttinn í sekknum Þegar þið kaupiö framhryggs- sneiðar, á kr. 66,30 hvert kíló, aðgætið þá að ekki fljóti með bitar sem ekki tilheyra þeim verðflokki, heldur öðrum miklu lægri, svo sem bitinn fremst af framhrygg með til- heyrandi fitu og kirtlum. Einnig er ástæða til að athuga vel sinn gang þegar keyptar eru lærissneiöar á kr. 67,90 hvert kíló — það verð er miðað við lærissneiðar úr miðlæri. Niður- sagaða súpukjötiö, sem hér er á boðstólum, er heldur ólystugt og oft vandséð hvaöan af skepnunni bit- arnir eru, en verðið kr. 46,15 er miðað við að í hverju kílói séu 80% frampartar og 20% læri og hryggir. Bringur og hálsar, sem æði oft vilja slæðast með, kosta hins vegar aðeins kr. 19,20 kílóið. Kaupið því ekki köttinn í sekknum, heldur leitið vel og verið viss um að þið fáið það sem þið borgið fyrir. Ef þið finnið engan poka eða bakka sem inniheldur það kjöt sem verðið er miðað við, hvort sem um er að ræða súpukjöt, fram- hryggs- eöa lærissneiðar, þá kaupið það ekki. Farið annað og leitið þar líka þótt það sé ekki víst að þér munuð finna, því miður. Stöndum öll saman og gætum réttar okkar, kaupum aðeins það sem feliur undir þann verðflokk sem við greiöum fyrir hver ju sinni, annað ekki. Það er eina leiðin til úrbóta. — Með útgáfu fréttabréfsins hafa neytendur á Isafiröi og nágrenni hafið róður gegn vindi — það er barningi — en með samstööu og þátttöku allra neytenda þar um slóðir kemur aðmeðbyr. -ÞG. Snyrtistofa í Skeifunni Fönsun nefnist snyrtistofa sem nýlega var opnuð í Skeifunni 3C. Eig- andi hennar er Eiríka Sigurhannes- dóttir snyrtifræðingur. Á snyrtistof- unni er aðstaða til aö komast í sólar- lampa og gufubað, einnig verður þar sett upp vatnsnudd. Franskar ofnæmisprófaðar snyrtivörur eru þar einungis notaðar og er kennd snyrting á námskeiöum þar á kvöldin. Nám- skeiðin eru haldin tvisvar í viku, þau eru öllum opin og kosta um 150 krónur fyrir tvö kvöld. Fyrra kvöldiö er þá farið yfir hreinsun og meðferð húðar, en síðara kvöldið kennir Jón Karl Helgason snyrtifræöingur andlits- förðun. Húsnæðiö er einnig leigt út fyrir námskeið, sé þess óskað. Boðið er upp á meðferðarkúra fyrir bólótta húð. Viðkomandi kemur í átta skipti í húð- hreinsun, en heldur síðan áfram notkun réttra meðferðarefna að lokinni frekari tilsögn. -rr. Fönsun nefnlst snyrtlstofa sem nýlega var opnuð í Skeifunni 3C. Eigandi hennar er Eiríka Sigurhannesdóttir. Með hennl á myndinni er Lilja Bóra Griiber snyrtifræðingur, sem starfar þareinnig. DV-mynd: GVA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.