Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1982, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1982, Blaðsíða 7
DV. FIMMTUDAGUR14. OKT0BER1982. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Þegar ég eldist — bók sem varöar aldraða og aðstandendur þeirra Allir sem orðnir eru 67 ára og hafa átt lögheimili hér á landi aö minnsta kosti 3 almanaksár á aldur- skeiöinu 16—67 ára geta sótt um ellilíf- eyri. Hann er óháður öðrum tekjum. Lífeyrir hjóna sem bæöi fá lífeyri skal nema 90% af lífeyri tveggja einstakl- inga. Heimilt er aö fresta töku lífeyris og hækkkar þá upphæðin meö hverju ári sem liöur fram að 72 ára aldri. Andist sá sem frestað hefur töku lífeyris á eftirlifandi maki rétt á þeirri hækkun að honum látnum þegar hann byrjar töku lífeyris. Þegar sótt er um lífeyri þarf f æöingarvottorö að fylg ja meö. Tekjutrygging Njóti sá sem lífeyri tekur engra annarra tekna en lífeyris frá Tryggingastofnun á hann rétt á fullri tekjutryggingu. Hafi viökomandi hins vegar tekjur úr lifeyrissjóði, leigu- tekjur og aörar tekjur, skerðist tekju- trygging aö ákveðinni upphæð. Rétt er aö kynna sér reglur Tryggingastofn- unar og veitir upplýsingafulltrúi stofn- unarinnar og starfsfólk hennar allar nánari upplýsingar. Sama gildir'um hjónalífeyri eftir því sem við á. Ef sótt er um tekjutryggingu skal ljósrit af skattskýrslu fylgja með. / Heimilisuppbót Einhleypir lífeyrisþegar sem búa einir og njóta tekjutryggingar fá greidda heimilisuppbót sem skeröist í sama hlutfalli og tekjutrygging. Sækja skal um heimilisuppbót á sérstöku eyðublaði stofnunarinnar. Undanþága frá greiðslu afnotagjalda Þeir lífeyrisþegar sem njóta uppbótar á lífeyri geta fengið undan- þágu frá greiðslu afnotagjalda af útvarpi og sjónvarpi sem þeir einir hafa afnot af. Vottorð um uppbótar- greiðslur fást hjá lífeyrisdeild Tryggingastofnunar ríkisins eða í umboðum stofnunarinnar utan .Reykjavíkur og skulu sendast inn- heimtudeild útvarps og sjónvarps, Laugavegi 176, Reykjavík. Svipaðar reglur gilda um undanþágur frá greiðslu afriotagjalda síma og geta lífeyrisþegar snúiö sér til Pósts óg síma á viðkomandi stað. „Þegar ég eldist” er nýútkomin bók eftir Þóri S. Guðbergsson. t bókinni eru tekin fyrir trygginga- og húsnæðis- mál svo og allt sem ellinni viðvikur, hún kostar 120 krónur. Fasteignagjöld Sveitarstjómum er heimilt aö lækka fasteignaskatt sem efnalitlum lífeyris- þegum er gert að greiða. Þá ber aö sækja um slíka lækkun eða niður- fellingu til viðkomandi sveitarstjóma. Einnig má sækja um lækkun þegar tekjur falla niður á miðju ári. Þessar upplýsingar og fleiri fyrir ellilífeyrisþega er aö finna í bæklingi Tryggingastofnunar ríkisins. „Þegar ég eldist” er fræðslu- og upplýsingarit um líkamlegar og félagslegar breytingar sem mæta okkur á efri árum. Ritið er skrifað fyrir almenning, ekki síður fyrir veröandi lífeyrisþega en þá sem nú þegar em lífeyrisþegar. Það er og eftir Þórir S. Guðbergsson. Bókin hentar einnig vel fyrir starfsfólk í öldrunarþjónustu, aðstandendur aldraðra og alla þá sem hafa áhuga á þessum málaflokki. Helstu þættir sem teknir eru fyrir í ritinu em þessir: Eðlilegar breyt- ingar í liðum og líffærakerfum. Þá segir meðal annars í bókinni: „Roskiö fólk þarf mun meiri birtu en ungt fólk til að sjá skýrt.” Þetta er brot úr kafla Guðmundar Bjöms- sonar prófessors um heilbrigðismál. Hollusta — næring — hreyfing, nefriist annar kafli bókarinnar. Þar kemur fram sú staðreynd að starfsemi likamans vinnur hægar með hækkandi aldri og líkams- áreynslan minnkar. Þar af leiðandi þarf fólk á efri árum ekki að að borða eins mikið og það gerði áður. Engu aö síður þarf það á næringarefnum að halda. — „Hreyfing er gulls ígildi” er heiti á einum kafla bókar- innar. Þá er haft eftir Ársæli Jóns- syni lækni að líkamsrækt geti haft mjög mikil áhrif til þess að koma í veg fyrir hrörnun. Ymsar einfaldar æfingar eru sýndar í myndum og máli. Slys í heimahúsum em tekin fyrir í einum kafla bókarinnar, þar eru einnig gefin heilræði um meðferð lyfja. Astvinamissi og einmana- leika er þar einnig ritað um, síðan kemur grein um arf og erf ðaskrár. — Margir aldraöir stunda launavinnu utan heimilis. Áriö 1974—75 vom 74% útivinnandi af aldursflokknum 60—69 ára. 70—79 ára vom 28% úti- vinnandi og af landsmönnum 80 ára og eldri störfuðu 18% utan heimilis. Margt fleira er tekið fyrir í bókinni og fæsthún hjá útgefanda, sími 13525, Selbraut 11, einnig í Kirkjuhúsinu Klapparstíg 25, sími 12236. -RR. VERKTAKAR - SVEIT ARFÉLÖG - EINSTAKLINGAR Höfum til leigu í lítil og stór verk veghefla, valtara, traktorsgröfur og fleiri tæki. Upplýs-j ingar í síma 46266 og 41822. Hegranes hf. ÍSL Landssamtökin Þroskahjálp halda ráðstefnu 16. október nk. að Hótel Heklu í Reykjavík og hefst hún kl. 10 f.h. Fjallað verður um: Framtíðarhlutverk só/arhríngsstofnana. 'Ráðstefnan er öllum opin. roskahjálp NÓA TÚN117. 105 REYKJA V/K. S/M! 29901 Mikið úrvalaf VASATÖLVUM TÖLVUÚRUM ATH. Nýtt heimilisfang — Þingholtsstræti 1 BANKASTRÆTISMEGIN. -UMBOÐIÐ, SÍMI 27510. Félagssamtökl Lukkuspil — betri fjárhagur — Myndabœklingar og sýnishorn. Auðveld og örugg fjáröflun. Einkaumboð a íslandi Kristján L. Moller SICLUFIROI, SÍMI96-71133. SÖLUUMBOD REYKJA VÍK KARL H. SIGURDSSON, SÍMI405S5. !! LANGAR ÞIG AÐ ii í! gera !! J! EITTHVAÐ FYR/R \\ !! SJÁLFA ÞIG? !! \ \ Opið laugardaga kl. 9—13 \\ SS SS ss ss ss ss ss ss ss ss ss ss i'hárgreiðslustofai! jjHELGU JÓAKIMS jj REYNIMEL 34, SÍMI21732 Mini Table fyrir heimahús Family Roller.......... Stiga Privato.......... Privat Roller.......... Elite Roller. keppmsboró. Mikið úrva/af Stiga spöðum og kúlum. PÓSTSENDUM /’TIGPk BORDTENN/S VÖRUR UTILIF SÍMI 82922

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.