Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1982, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1982, Blaðsíða 12
12 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÚRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjóri: H’ÁUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugérð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Préntun: ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI 1». Áskriftarverð á mánuði 130 kr. Verö í lausasölu 10 kr. Helqarblað 12 kr. __________DV. FIMMTUDAGUR14. OKTOBER1982. ÚTIER ÆVINTÝRI „Mjög fáar nýjar stööur"! „Mjög fáar nýjar stöður bætast við,” segir með bama- legu stolti í athugasemdum með fjárlagafmmvarpinu nýja. Þessi orð segja í raun, að fjármálaráðherra og ríkisstjóm hefur ekki tekizt að draga saman seglin í ríkisgeiranum. Um þessar mundir rýrna þjóðartekjurnar um meira en 5% á hverjuári. Við svo hrikalegar aðstæður dugir engan veginn að ráðast eingöngu að fjárhag heimilanna með því að höggva skörð í verðbótavísitöluna, sem reiknuð er á laun manna. Um leið og dregið er úr einkaneyzlunni þarf einnig að minnka samneyzluna. Það má gera sumpart með því að ráða ekki opinbera starfsmenn í stöður, sem losna í eðli- legri hringrás lífsins. Þannig má fækka án mikils sárs- auka. Einnig er nauösynlegt að stöðva sóknina í átt til velferðarþjóðfélagsins. Eftir áratuga, hraða útþenslu „góðu” málaflokkanna er kominn tími til að staldra við um stund og bíða þess, að efnahagslega óveðrið gangi niður. Samneyzlan jókst um 2% í hittifyrra, 1% í fyrra og mun sennilega aukast um 2% í ár. Þessi síðustu tvö stig koma þvert ofan í öra tekjurýrnun þjóðarinnar. Og því miður bendir fjárlagafrumvarpið ekki til minni samneyzlu á næsta ári. Gallinn er, að stjómvöld gera svo litlar kröfur til sín, aö þeim finnst vera afrek að halda samneyzlunni niðri í nærri engum vexti. En alltaf hafa þótt linir þeir höfð- ingjar, sem gera minni kröfur til sjálfs sín en almenn- ings. Eina jákvæða við fjárlagafrumvarpið er, að minnka á fjárfestingar þess um 8% í viðbót við 6% samdrátt á þessu ári. Þetta er þó ekki eins hörkulegt og atvinnu- vegirnir hafa mátt þola, 8% samdrátt í fyrra og 9% sam- drátt í ár. Þessi samdráttur opinberra framkvæmda segir svo ekki nema hluta sögunnar, því að flestar dýrustu framkvæmdir hins opinbera eru ekki á f járlögum, heldur á lánsfjáráætlun, sem ekki kemur í ljós fyrr en eftir nokkrar vikur. Samkvæmt fyrri reynslu má búast við, að lánsfjár- áætlunin fyrir næsta ár geri ráð fyrir mikilli söfnun skulda í útlöndum. Hún verður svo afsökuð með, að lánin fari til arðbærra framkvæmda í orkumálum og öðru slíku. Ráðamenn þjóðarinnar munu þá gæta þess að nefna ekki, að erlenda lánaþörfin til orkumála byggist á, að of mikill hluti innlenda sparnaðarins hefur verið tekinn til gæluverkefna, annarra óarðbærra mála og jafnvel þjóð- hættulegra. Á næsta ári hyggst ríkið til dæmis nota tíundu hverja krónu til útflutningsuppbóta, niðurgreiðslna og beinna styrkja til landbúnaðarins. Þetta verða rúmlega 1.200 milljónir króna, sem varið er til að búa til enn frekari vandamál. Þannig eiga heilögu kýmar áfram að sliga þjóðina. Þær vaða í fóðrinu meðan landslýður verður sjálfur aö herða sultarólina. Fjárlagaframvarpið nýja markar enga stefnubreytingu í þessu, þótt samdráttur þjóðartekna krefjist þess. I heild má segja, að fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár sé í svipuðum og jafnvel heldur drýgri sparnaðaranda en það frumvarp, sem lagt var fram fyrir ári. En þessi sparaaðarandi endurspeglar aðeins hluta nauðsynjarinn- ar. Frá miðju síðasta ári hefur þjóðarhagur verið á hraðri niðurleið. Einn mikilvægasti þáttur vamarstríðs fælist í róttækum niðurskurði ríkisútgjalda. Slíks kjarks sér engin merki í frumvarpinu. Þess vegna er það aumlegt. Jónas Kristjánsson Þá sér líklega fljótlega fyrir end- ann á pólska ævintýrinu, eöa eigum viö kannski heldur að segja frum- hlaupinu. Ríkisvaldiö virðist vera búiö að ná undirtökunum í viöureign- inni viö upphlaupsliöið í Samstööu. Þótt verkamenn í nokkrum verksmiöjum láti ófriðlega verða þaö tæplega nema dauðateygjur hinna svokölluöu frjálsu verka- lýösfélaga. I versta falli verða nokkrir verkamannanna skotnir í þágu sósíalisma og f riöar, enda vafa- laust hægur vandi aö sanna að þeir séu útsendarar bandarísku leyni- þjónustunnar. Aö því loknu veröur unnt að snúa sér aö því af fyrri krafti aö efla friöarmarsa hinna kúguðu og arörændu öreiga Vestur-Evrópu gegn árásar og útþensluste&iu heimsvaldasinnanna, sem enn hafa ekki getað reitt til reiöi hina friöelsk- andi alþýðuvemdara og heimsbjarg- vætti innan Kremlarmúra. Lítid var en lokið er Þaö hefur á ýmsan hátt verið mjög lærdómsríkt aö fylgjast meö viöbrögöum heimsbyggöarinnar viö þróun mála í Póllandi, allt frá því A FIMMTUDEGI Magnús Bjarnfreðsson Samstaöa varö til, þegar herinn tók völdin, og svo nú, þegar legsteinninn er lagöur á leiöi Samstööu. Þaö virtist svo sem ótrúlegur fjöldi manna, sem betur mátti vita, tryði því í raun og veru aö Samstaða fengi aö þróast í þá átt, sem forystumenn hennar boöuðu, aö kommúnista- stjórn léti þegjandi og hljóðalaust af hendi völd sín til vinnandi fólks í landinu og stóri bróöir í austri myndi hrifinn kinka kolli í viðurkenningar- skyni fyrir ánægjulega þróun sósía- lismans. Þegar svo Jarúselski hers- höföingi lét herinn taka völdin til þess að koma í veg fyrir sovéska innrás og allsherjar blóöbaö í landinu úthrópuöu þessir sömu menn hann sem hinn mesta valdníöing og föðurlandssvikara. Nú, þegar hann rekur smiðshöggiö á verk sitt meö því að setja nýja vinnulöggjöf, sem kemur í veg fyrir óæskilegt verka- lýösbrölt í framtíöinni, telja þessir sömu menn það hina mestu óhæfu og skilja ekkert í því að Samstaða skuU ekki fá aö starfa áfram. Nú held ég aö ekki séu nú allir þeir menn, sem svona láta, eins skyni skroppnir og viðbrögö þeirra gefa til kynna. Margir þeirra telja þessa afstööu vafalítið heppiiega í pólitísku tafli, enda vonh'tiö aö koma al- menningi á Vesturlöndum í skilning um hiö rétta eöh hlutanna austan járntjaldsins. Kommúnistum á Vesturlöndum og fylgisveinum þeirra lætur hka ákaflega vel aö vera aldeihs hissa og skilja ekkert í lögmæti ákvörð- unarínnar um stöðvun fiski- skipaflotans Þann 28. september sl. birtist í DV grein eftir Ammund Bachman lög- fræöing, sem bar heitið ,,Var stöövun flotans ólögleg? ”. Grein Ammundar má í raun skipta í tvo kafla. Annars vegar eru þaö hugleiöingar, sem endurspegla póli- tískar skoöanir og viöhorf greinar- höfundar, sem alþýöubandalags- manns. Hins vegar fjallar hluti greinarinnar um lögfræðilegar vangaveltur varðandi lögmæti eöa ólögmæti áðurnefndrar stöðvunarað- geröar. Er oft erfitt aö greina þetta í sundur viö lestur greinarinnar. Ég hef áhuga á að reyna aö svara Am- mundi varðandi hvort tveggja. Fyrst allaballanum Arnmundi, þá lögfræðingnum Arnmundi. Grein sína byrjar Arnmundur með því aö aövara atvinnurekendur, vondu mennina greinilega, aö þeir hafi ekki ótakmarkaöa heimild til þess aö stööva atvinnurekstur sinn. Reyndar beinir Ammundur oröum sínum aö steypuframleiöendum, smjörlíkisgeröarmönnum og út- gerðarmönnum. Má ætla að hann sé aö beina máli sínu til Víglundar Þor- steinssonar, Davíös Sch. Thorsteins- sonar og Kristjáns Ragnarssonar og má Arnmundur mín vegna gera þessa menn aö persónugervingum atvinnurekendaauðvaldsins, sem kúga hinn arörænda launþega. Arnmundur hrósar verkalýðs- hreyfingunni fyrir aö hafa lagt kapp á samræmingu í kröfugerö og vinnu- brögöum viö gerð kjarasamnninga á sama tíma og atvinnurekendur eiga að hafa veriö aö tröllríða at- vinnulífinu á síöustu þrem til fjórum árum í glímunni viö ríkisvaldiö. Hvaö fyrra atriöiö snertir þá get ég fyllilega tekiö undir þaö aö samræming og vinnubrögö hjá verkalýðshreyfingunni viö gerö kjarasamninga hefur stórlagast á undanfömum ámm, sérstaklega ef maöur ber saman vinnubrögðin nú og áður fyrr, þegar þau voru slík oft ogtíöumaöengutalitók. Hvaö seinna atriöiö snertir aö at- vinnurekendur hafi beitt stjórnvöld takmarkalausum þvingunum til aö ná fram vilja sínum meö hótunum um stöövun atvinnurekstrar og framkvæmt þær, veröur Ammundur aö skýra nánar, hvað hann á viö. Þaö kemur fram hjá Ammundi aö hann telur að ákvöröun atvinnurek- enda um stöövun heillar atvinnu- greinar sé ævintýri sem skapi neyðarástand fyrir mikinn fjölda launafólks. Er þaö ævintýramennska hjá atvinnurekendum heillar atvinnu- greinar, útgeröarmönnum í þessu tilviki, sem sjá fram á hrun þessa höfuðatvinnuvegar þjóðarinnar, aö þeir leiti til stjómvalda og hóti aö stöðva atvinnureksturinn og fram- kvæmi það síðan, eftir aö stjórnvöld hafa um langan tíma daufheyrst viö öllum umleitunum varöandi liösinni? Er þaö skoðun manna aö atvinnu- rekendum beri lagaleg og/eða siöferðileg skylda gagnvart laun- þegum að halda rekstri fyrirtækja sinna áfram meöan þeir geta meö einhverju móti greitt vinnulaunin, enda þótt fyrirtæki í greininni standi engan veginn undir sér lengur og tap er á rekstrinum? Á þaö má benda í þessu sambandi, að launþegar geta lagt niöur vinnu og hafa gert hjá þeim atvinnurek- endum, sem ekki hafa getaö greitt starfsmönnum sínum vinnulaunin á réttum tíma. Veit ég nokkur dæmi þess, aö skipverjar á togurum hafi neitað aö fara út í veiðiferð þar sem útgeröin var ekki búin aö greiða vinnulaunin að fullu nokkrum dögum eftir að þau átti að greiða. Vilja menn aö markalínan sé dregin neöar? Á aö miöa við að óheimilt sé aö stööva atvinnu- reksturinn fyrr en hann er sjálf- stoppaður, þ.e. gjaldþrota, þar sem launþegum eru tryggð innunnin vinnulaun meö lögum nr. 31/1974 um

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.