Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1982, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1982, Blaðsíða 34
34 DV. FIMMTUDAGUR14. OKTOBER1982. Sviðsljósið_____________ \ Sviðsljósið________________________Sviðsljósið „ÉG ER EKKIEINS UÚF OG PAM” — segir Victoria Principal leikkona í Dallas „Mér þykir gaman aö leika þessa góðu, sætu stelpu, Pam Ewing, en ég er alls ekki eins góö og Pam. Eg veit aö ég er ekki eins ljúf og hún, ég er helvítis frekja í rauninni, þaö er ekkert leyndarmál aö ég er mjög skap- mikil.” Það er að sjálfsögöu stjarnan úr Dallas þáttunum umdeildu, þokka- í raun virðist jafn stormasamt utan myndatöku sem innan við gerð Dallasþáttanna. dísin Victoria Principal, sem þetta mælir. Framkoma Principal viö hina leik- arana í Dallas hefur verið nokkuö til umræðu. Til dæmis vildi hún ekki búa með hinum leikurunum, hvaö þá nálægt tökustaönum á meðan á tökum stóð. Var henni legiö á hálsi fyrir aö vera merkileg með sig. Hún svarar þessum gagnrýnisröddum meö því aö segja aö hún leiki konu sem er nokkuð utangarös í þáttunum og því hafi hún vilja haga sér eins viö gerö þáttanna aö vera svolítið út úr. Principal viöurkennir aö flestir sjái engan mun á henni og hlutverkinu sem hún leikur. Til dæmis nefnir hún af ef einhver karlmaður reyni við Pam í þáttunum, talaði fólk alvarlega viö hana eftir sýningu þáttarins og skoraöi á hana aö láta ekki glepjast. Þó hann væri sætur væri hjónaband Pam og Bobby miklu mikilvægara. tennisinn númer tvö — segir Bjöm Borg og þau vilja nú eignast bam Freknóttasta bam Bandaríkja Norður Ameríku Eitt af því al-ameriskasta af öllu amerísku eru hinar undaríegu keppnir sem þeir halda. Til dæmis má nefna freknusamkeppnina miklu sem timaritið Nationa! Enquirer gekkst fyrir fyrr i sumar. Freknóttasta barn Bandarikj- anna reynist vera Lisa Bedsole, tiu ára barn frá Mansfield i Louis- iana. Viðbrögð hennar við tiðind- unum voru eftirfarandi: „Vann óg? Ég trúi því ekki. Ég er svo hamingjusöm. Hún hlaut 200 dali i verðlaun en rúmlega 300 ungmenni tókuþátt. Lisa litla er ákaflega hreykin af freknunum og kallar þær „engla- kossa". Það er oft horft mikið á mig en mór likarvelvið freknurnar þvi óg er ekki eins og allir aðrir fyrir bragðið. Að vinna sam- keppnina er æðislegt, óg verð enn hreyknari af freknunum hór eftir en óður. Þessi urðu í öðru og þriðja sæti. Þokkadísin Victoria Principal betur þekkt sem Pamela Ewing í Dallas- þáttunum. Marina er Áriö 1982 hefur ekki veriö gott ár fyrir Bjöm Borg, tennisleikarann heimskunna. Hann tók sér um tíma hvíld frá tennisiðkunum, tók t.d. ekki þátt í Wimbledon hvar hann á fimm glæsta sigra að baki. Og gengi hans á tennisvellinum hefur ekki verið eins og viðvarbúist. Sögusagnir gengu um aö þetta væri vegna þess aö hann og hin rúmenska eiginkona hans, Marina, væru aö skilja. Ekki síst eftir aö óprúttinn ljós- myndari tók mynd af Bimi dansandi vangadans viö býsna fagurt fljóð er Marina var víðsf jarri. Bjöm hefur aldrei farið dult meö skömm sína á slúörurum ýmissa blaöa og því gert sem minnst aö því að veita blaðamönnum áheym til aö ræöa um einkamálefni sín. En vegna sögu- sagna um erfiðleika í hjónabandi sá hann sig um hönd í þessum efnum til aö drepa sögusagnirnar. I viðtali viö einn slíkan blaðamann sagöi Bjöm Borg aö pressan heföi rangfaal. margt um hann síðan hann varð frægur en sárast tæki hann fregnir af hjónabandsmálum hans og Marinu í sumar sem heföu verið ýmist rangar eöa mjög ýktar. Hann sagöi aö besta svarið viö skilnaðarhugleið- ingum blaðamanna væri það aö hann og Marina ætluðu aö eignast saman bam. Hann segir einnig í viðtali: ,Eg byrjaði aö spila tennis sem atvinnu- maöur er ég var fimmtán ára gamall og var ekki einu sinni búinn aö klára skóla. Ég hef nú ferðast um heiminn í 10 ár. Aö mestu leyti hef ég bara spilaö tennis og einungis hugsaö um að sigra. En nú er þaö allt breytt. Ég er oröinn eldri. Ég er giftur maður og tennis er ekki lengur það almikilvægasta í lífinu. Mér er enn ofarlega í huga aö vera sá besti en eftir aö Marina kom til sögunnar hefur tennisinn færst niður í annaö sætið. Ég trúi á ástina. Maöur finnur þá sem maður elskar, giftist og vonast til aö eignast fjölskyldu. Þaö er þaö mikilvægasta í lífinu og þannig h’tum við Marina á hlutina nú í dag. Þetta höfum viö gert upp viö okkur í fríinu sem ég hef tekið mér frá tennis aö meira og minna leyti af frjálsiun vilja. I fyrsta skipti fann ég aö þaö var meira í hfiö spunnið en bara tennis. I fyrsta skipti gátum viö Marina einbeitt okkur hvert að öðru. Höfum tíma til aö gera eitthvaö saman. Hitta vini, fara á diskótek, i bíó. Allt það sem ég get ekki gert þegar ég er á fullu í tennis.” Aö lokum viöurkennir Borg að hann hreinlega skilji ekki hvemig Marina hafi þolaö lífsmáta tennisstjömu. En nú er sem sagt efst á blaöi hjá Borg, eiginkonan og bamið sem þau vhja eignast. númer eitt, Þott hamingjan se mikil i einkalifinu á medan a frá frá tennis stendur, segir Bjorn Borg að hann muni aftur verda hesti tennis leikari heims ádur en langt um liður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.