Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1982, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1982, Blaðsíða 37
DV. FIMMTUDAGUR14. OKTÖBER1982. 37 DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL írskir Setterar þykja þýðir i skapi og fyrirtaks heimilisdýr. Hór er Björg litla með tvo i takinu — Súsí og Petru. „Það er betra aðhafa tvo hunda en einn” „Þetta gengur ágætlega núna,” sagöi Svanhildur, ,,mér fannst miklu verra aö hafa bara einn hund, því hann veröur svo háður manni og þarf svo á okkar félagsskap aö halda. Þegar þeir eru tveir saman, þá er miklu frekar hægt aö loka þá einhvers staðar af með góöri samvisku, ef þannig stendur á. Þeir hafa félagsskap hvor af öörum og allt veröur miklu auðveldara, sérstak- lega í sambandi viö mat. Þegar maður er bara með einn hund þá getur hann orðið svo hræðilega matvandur, hann boröar ekki hvað sem er. En svo þegar komnir eru tveir — þá verður kappát. Þá er hægt að bjóða hundunum næst- um hvaö sem er. Hundar eru hópdýr og maöur veröur aö taka tillit til þess.” — Gerir þaö ekki skuggalegt strik í HUNDAR Umsjón: Baldur Hermannsson heimilisreikninginn aö hafa tvo táp- mikla hunda á fóðrum? „Ekki þegar maður er meö hunda- fóður. Áöur varð ég aö kaupa læris- sneiö aukalega handa Súsí, en nú gef ég þeim þurrfóöur sem kallað er og helli út á til dæmis kjötsoði, súpuaf- göngum, mjólk, súrmjólk og ýmsu ööru. Svo helli ég alltaf út á lýsi annað veifiö, því þaö er sérstaklega gott fyrir feldinn. En yfirleitt fara þær lítiö úr hárum, þaö er þá helst þegar Súsí er á lóöaríi.” — Tekurðu þátt í veiöiskapnum? „Svona stundum. En ég skýt samt ekki. Maöurinn minn á eftir aö kaupa létta byssu handa mér, því þegar ég hef skotið hef ég fengið fallega mar- bletti hérna á öxlina. Veiöiskapur er ekki einkamál veiðimannsins, heldur snertir hann alla f jölskylduna. Eg varð svo heilluö af þessu þegar við vorum úti í Noregi fyrir nokkrum árum. Þá sá ég aö þaö var ekki bara maðurinn sem lagði af stað í veiðiferö, heldur konan og börnin og allt meö. Þá fór ég aö hafa áhuga á aö fara með manninum mín- um. Þessir hundar eru líka mjög þægi- legir á heimili. Þeir eru góöir viö Björgu og þaö eru engin óþrif aö þeim. Eg ieyfi þeim að vera frammi á gangi og koma inn í stofuna, en í eldhús og svefnherbergi fara þeir aldrei.” ,,Ég er meö einn hund, Patta,” segir Jón Gunnarsson, einn af félög- um írsk-Setter klúbbsins. „Þetta er ákaflega gott heimilisdýr og viö för- um öll meö hann út, bæði hingað upp í Bláfjallasvæðiö og svo göngum viö mikið í Heiðmörkinni á haustin. Hundurinn fær geysilega hreyfingu og þaö fáum viö líka. Eg hreyfi hann yfirleitt ekki undir 15 tímum á viku, stundum aöeins hálftíma í senn en svo aftur kannski 4—5 tíma göngu- ferö um helgar. Hundur sem fær þetta mikla hreyfingu er ákaflega geöprúöur og elskulegur á heimili. Annars finnur maöur þaö á hónum hvaö hann þarfnast mikillar hreyfingar. Ef Patta finnst ég ekki nógu duglegur aö hreyfa hann, þá fer hann aö stjaka viö mér og nöldra, en ef ég fer meö hann í drjúga dagsferð er hann kannski svo þreyttur á eftir aö hann er vís til aö sofa 2—3 daga til aðsafnakröftum. ■ Eg hef verið mikið úti í náttúrunni og stundað mikið veiöiskap, en Patti hefur fengiö mig til þess að líta allt öðruvísi á þetta. Ég er farinn að sjá svo margt sem ég varð ekki var viö áður í sambandi við dýralífiö. Hund- urinn er svo vakandi og ósjálfrátt vaknar maöur fyrir ýmsum hlutum sem áöur fóru fyrir ofan garö og neðan hjá manni. Það er ekki aðeins ég sem er að ala upp Patta, heldur er hann líka aö ala mig upp. Það sem gerist h já veiöimanni sem verður sér úti um hund, er það aö veiði hans breytist. Hann fær allt aöra innsýn í þaö sem hann er aö fást viö. Markmiðiö er ekki lengur aö koma heim meö sem allra mestan feng. 1 rauninni er þaö Patti sem tek- ur mig með sér út aö veiða, ég fylgist meö honum og skynja þaö samband sem hann hefur viö náttúruna. Ég sé þegar hann stendur fuglinn og þaö er mér unun aö s já hvemig hann heldur 'fuglinum niöri, og þaö getur maður eins gert þótt maður hafi enga byssu meö sér. Siðan lætur maöur hundinn reisa fuglinn og þakkar honum fyrir góða f rammistöðu.’ ’ (Ath. Sagt er aö veiðihundur standi fugl þegar hann aftrar honum frá því aö fljúga upp með návist sinni einni saman. Þaö er svo kallað að reisa fuglinn, þegar hann fælir hann upp.) Hundurinn elur upp eigandann svo um hnútana aö hægt verði aö auka innflutning stórlega án þess að eiga á hættu að flytja inn sjúkdóma í leiðinni. í þessari opnu hlýöum við á frásögn nokkurra Frónbúa sem hafa valiö sér írskan Setter; hann er enn býsna fá- gætur hér á landi hvað sem síðar verður. trski Setterinn er dökkrauður á feldinn, brúneygður og sérlega góð- legur ásýndum, grannholda og táp- mikill og vel þjálfaður, hleypur hann hæglega 150 kilómetra á einum degi og jafnvel mun lengra. Það gefur auga leið, að þessi hundur hentar ekki dagfarslötu fólki, sem fyrst og fremst er á höttunum eftir gæludýri á heimilið. Súsí, Petra og Patti og aðrir hundar þessarar tegundar rekja ættir sínar til írskra veiðihunda á 15. öld og auð- vitaö miklu lengra aftur, en lengra ná ekki ættarskrárnar. trar ræktuðu Setterinn til þess að leita fugla í fjöll- um og á mýrum, og til þess varð hann að vera þolinn og sterkur. Moddur Rhu hét hann á máli heima- manna og naut mikillar hylli öldum saman. Vegna þess hve indæll og fríður hann er fóru meun að rækta hann meir tll sýninga og heimilisprýði, og það leiddi smám saman til þess að hann fór að týna niður veiðieðlinu. En síðustu áratugina hafa ötulir hunda- ræktarmenn lagt kapp á aö endur- rækta veiðieiginleikana, sem blunduðu í stofnbium og hefur þeim orðið vcl ágengt. Á Norðurlöndum og Bret- landseyjum er hann einkum notaöur til rjúpnaveiða. Framboð á hvolpum er mjög við nögl skorið á tsiandi enn sem komið cr og tormerki á innflutningi, en ætlunin mun sú að rækta isleuska stofninn fyrst og fremst til veiða. Við hæfi væri aö máihagir hunda- ræktarmenn legðu hausinn í bleyti og fyndu viðeígandi islenskt nafn á þenn- an geðþekka landnema, því að „irsk- ur Setter” er bæði óþjálft og óþjóð- legt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.