Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1982, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1982, Blaðsíða 40
ÓDÝRARI FILMA SEM FÆST ALLS STAÐAR NÝJA OGNÆM FYRIR LITUM PIERPOOT Svissnesk quartz gæða-úr. Fást hjá flestum1 úrsmiðum. AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33 AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11 Frjálst, óháð dagblað FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1982. Haukdal felldur Enginn vafi var á því að Friöjón Þórðarson dómsmálaráðherra var vinsælasti þingmaðurinn þegar kosið var í fastanefndir sameinaðs Alþingis. Hann var kosinn í fjárveitinganefnd með atkvæðum stjómarandstöðunnar en varamaður í utanríkismálanefnd með atkvæðum sjálfstæðismanna í stjómarandstöðu. Við kosningu í fjárveitinganefnd voru 10 þingmenn bomir fram á þrem listum í 9 sæti. Var ljóst aö velja yrði milli Friöjóns Þórðarsonar af lista stjórnarliða og Eggerts Haukdals af lista sjálfstæöismanna. Listi stjórnarliða fékk 31 atkvæði, listi sjálfstæðismanna 19 og listi alþýðuflokksmanna 10. Það varð því Friðjón sem hreppti sætið. Með honum vom kosnir Þórarinn Sigurjónsson, Geir Gunnarsson, Alexander Stefáns- son og Guðmundur Bjarnason. Af lista sjálfstæðismanna vom kosnir Láms Jónsson, Friðrik Sophusson og Egill Jónsson. Og loks var Karvel Pálmason kosinn af lista alþýðuflokksmanna. HERB „Iðnaðarrannsóknir” Nýtt ríkis- fyrírtæki fær 7 milljónir I frumvarpi að fjárlögum ríkisins 1983 er skýrt frá stofnun nýs ríkisfyrir- tækis, Iönaðarrannsókna, og því ætlað- ar fjórar milljónir úr ríkissjóði og þrjár milljónir aö láni með ríkisábyrgö á næsta ári. Fyrirtækið á eftir að hljóta eldskím í reglugerð en því mun ætluð ýmist for- ganga eða aðstoð í leit að nýjum og endurbættum tækifæmm í iönaöi. Tryggja á að „jákvæðar niðurstöður rannsókna verði framseldar áhugaað- ilum”. HERB ÍKVEIKJA í BREIÐHOLTI Kveikt var í öskutunnugeymslu verslunarmiöstöðvarinnar við Arnar- bakka 2 í Breiðholti klukkan eitt í nótt. Fjórar tunnur voru í geymslunni og logaði í þeim öllum er slökkviliðið kom á vettvang. Voru þær dregnar út úr geymslunni og slökkt í þeim. Ekkert tjón hlaust af þessari íkveik ju. Þá var slökkviliðið kvatt að Hafnar- braut 10 í Kópavoginum um klukkan hálffimm í gærdag. Logaði þar í gömlum geymsluskúr. Greiðlega tókst að slökkva eldinn og voru skemmdir litlar á skúmum. -JGH LOKI Gerist nú ríkisstjórn vor ær/eg. Vængir krefja Iscargo um 500 þúsund krónur Málaferli eru nú í gangi fyrir borg- ardómi vegna kaupa Iscargo á eign- um Vængja haustið 1979. Eigendur Vængja krefjast 500 þúsund króna af Iscargo sem þeir telja að enn séu ógreiddar af umsömdu kaupverði. Telja þeir aö Iscargo hafi ekki staðið í skilum. Iscargo keypti flugvélar Vængja. Hugðist félagið halda áfram áætlun- arflugi því sem Vængir höfðu með höndum á innanlandsleiöum. Mál þróuðust á annan veg en stjómendur Iscargo höfðu ætlað. Iscargo fékk ekki sérleyfi á innanlandsleiðum heldur veitti samgönguráðherra Arnarflugi leyfin. Neyddist Iscargo til aö selja Vængjavélarnar. Kristinn Finnbogason, fram- kvæmdastjóri Iscargo,vildi í morgun ekkert tjá sig um kröfu Vængja. Vængir hf. em nú í höndum skila- nefndar. Bíður félagið þess að verða slitið. -KMU. Eins og krumpaðir poningaseðlar liggurrauttog gult laufið á gangstéttum bæjarins en trón teygja naktar og blankar greinar út í haustkaidan himin Maður kærður fyrir að leita á ungling Sautján ára piltur hefur kært mann fyrir að leita á sig. Rannsókn- arlögregla ríkisins hefur málið til meðferðar. Málsatvik em þau aö pilturinn var að koma af dansleik hjá framhalds- skóla. Hann fékk far hjá manni nokkrum en í stað þess að aka piltin- um heim ók maðurinn út á Seltjam- arnes. Þar leitaði hann á piltinn. Til rysk- ingakom endrengurinnkomstútúr bílnum. Hann kærði síðan málið til rannsóknarlögreglunnar. Amar Guðmundsson, deildarstjóri í rannsóknarlögreglunni, var spurð- ur hvort hinn kærði væri lögreglu- maður. Hann kvaöst ekki vilja tjá sig um málið, það væri á viðkvæmu stigi. ás. Alþýðuflokksmenn: Vilja fiska við Ameríku og Afríku ,,Alþingi ályktar að fela ríkisstjóm- inni að kanna möguleika á kaupum veiðileyfa og öflun veiðiaðstöðu fyrir íslensk fiskiskip í fiskveiðilögsögu ríkja í Norður-Ameríku og Vestur- Afríku.” Þetta er þingsályktunartillaga sem Eiður Guðnason og fimm aðrir alþýðuflokksmenn flytja í sameinuðu Alþingi. Samhljóða tillaga var flutt í fyrra en dagaði uppi. Flutningsmenn vísa til vandans sem við blasi vegna ofvaxtar fiskiflotans og ástands fiskistofna á íslenskum haf- svæðum. Þá rekja þeir ýmis dæmi um úrræði annarra þjóða og möguleika til veiða á þeim slóðum sem getið er í til- lögunni. Tilgang tillögunnar segja flutningsmenn vera þann að gengið verði úr skugga um möguleika okkar til nýtingar íslenskra fiskiskipa á fjar- lægum miðum. HERB Beit f imm ára stúlku Stór Labradorhundur beit fimm ára telpu á svínabúinu Minni-Vatnsleysu á þriöjudag í síðustu viku. Hún var flutt á slysadeild og þurfti aö sauma fjórtán spor í lófa og handarbak hennar auk þess sem hún var sprautuð. Telpan sem býr á svínabúinu var að leika sér fyrir utan búið. Var hún með bein og ætlaöi að rétta hvutta það en hann beit þá í hönd hennar. JGH Mjólkurfræð- ingarfengu ellefu prósent „Hækkunin til okkar var svipuð og aðrir iðnaðarmenn fengu,” segir Guð- mundur Sigurgeirsson, formaður Mjólkurfræðingafélags Islands. „Vinnuveitendur láta hafa eftir sér aö þetta sé um 11 1/2% hækkun og ég get svo sem fallist á það. Þetta er ASI samningurinn og riflega það. Við fáum flokkahækkanir aukalega og aldurs- hækkuneftir 7ár.” I kvöld fæst úr því skorið hvort mjólkurfræðingar fallast á samkomu- lagið eða ekki. Þeir höfðu fund á Akur- eyri í gærkvöldi og í kvöld verður fund- ur á Selfossi. Eftir þann fund verða at- kvæði talin. JBH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.