Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1982, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1982, Blaðsíða 11
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. OKTOBER1982. 11 Á bænum Hrauni viö Reyðarfjörð býr Hávaröur Bergþórsson, ásamt konu sinni Þórunni Magnúsdóttur. Hæi, en því nafni gengur hann ætíö undir, er að því leyti merkilegur að hann er alltaf svoóvenju b'fsglaður og ánægður með tilveruna að eftirtektar- vert er. En þeim fer fækkandi sem í dag una glaðir sínu hlutskipti. Nú á tímum er kjörorðiö: viö heimtum, við krefjumst, við boöum verkfall. Hæi á aö baki litskrúöugan lífsferil þótt hann sé ekki nema 62 ára. Mest- alla ævina hefur hann stundaö sjóinn, ýmist hjá öörum eða rekið sína eigin útgerö. Hann var fyrsti maðurinn á síðari tímum sem lagði þorskanet í Norðfjarðarflóa með góðum árangri. Sjálfsbjargarviðleitni hans á sér vart takmörk. Hann hefur rekið vörubif- reiö, stundað búskap, og nú síðast saltar hann síld og heitir söltunarstöðin Hraun. Auk þessa málar hann í frístundum. Eins og hjá svo mörgum öörum hefur líf þessa manns ekki verið neinn dans á rósum en samt sem áöur hafa þau hjónin komið upp 8 börnum sem öll eru góðir og gegnir þegnar í þjóðfélaginu. Það má ljóst vera af þessari stuttu mannlýsingu að sitt hvað er í manninn spunniö. Sú reynsla sem aö baki er hefur kennt honum að vera ekki hræddur við að hafa skoðanir á hlutun- um, enda er Hæi ómyrkur í máli þegar svo ber undir. Fréttaritari DV hitti Há- varð nú um helgina þar sem hann var að dytta að síldartunnum en síldar- söltun er að sjálfsögöu hafin hjá hon- umeinsogöðrum. Betra að eiga Labrador-tík Hvemig er aö vera smábóndi á ís- landií dag? — Það er hábölvaö. Sannleikurinn er sá að verið er aö útrýma bændum af minni stærðargráðu. Eg hef veriö beð- inn um að hætta mínu sauðfjárhaldi. En hvaö skyldu nú vandamál land- búnaðarins lagast þótt bóndi meö 50— 60 ær hætti búi? Þaö fæ ég ekki skibð. Eg tel að það sé búið að ganga þannig frá sauðf járhaldi í þessu landi í dag aö ástandið hefur varla veriö aumara hjá þessari þjóö. Tökum til að mynda bónda með um 50 ær. Hann hefur tví- mælalaust meira upp úr því að eiga eina Labrador-tík og láta hana gjóta tvisvar á ári, en búast má við allt að 6 hvolpum í hverju goti. En vel að merkja, hér þarf vissulega að vera um hreinræktaöa tík að ræða. En þetta er því miöur sannleikur, það er ekki leng- urspuming hvort er hagkvæmara. Bændur þessa lands hafa verið þolin- móðir í gegnum árin. Hver hefur heyrt þá kvarta þótt þeir þurfi að bíða í allt að eitt og hálft til tvö ár eftir að fá fullnaðaruppgjör frá kaupfélögunum á innleggi? Og hver hefur heyrt þá tala um verðbætur? Þetta ættu menn að at- huga. Vinstri mönnum að kenna Áður fyrr var vandamál þjóðfé- lagsins það aö þá komust bara þeir til mennta sem voru af ríku fólki komnir. En í dag komast albr sem vilja og það er stórt vandamál. Þetta stóra vanda- mál þjóðarinnar er vinstrimönnum aö kenna. Þeir hafa breytt þjóðfélaginu til hins verra. Nú sitja menn á skólabekk bara til að sleppa við að vinna í fiski en ekki vegna fróðleiksfíknar. Þetta er stærsta efnahagsvandamál okkar Is- lendinga, þ.e. of fáar hendur vinna fyrir of marga sem ekkert gera. Reykjavík er að drepa þjóðfélagið. Allt menntafólkiö sest þar aö. Reykjavík er þjónustumiöstöð, en þeir sem vinna viö undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar búa úti á landi og það er oft litiö niður á það fólk af menntafólkinu í Reykjavík. Mér er sagt aö hérlendis séu um 40.000 manns í skólum. Ég spyr: Hverjir eiga að halda þjóöfélaginu gangandi? Svo er þetta menntafólk svo einhæft. Það má Ukja því við mann, sem kann aðeins að nýta einn fingur af 10. Og viö sjáum hve slæm nýting það er. Þaö sem þjóöfélagið þarfnast er fólk sem hefur reynt sem flest. Auk þess gefur það lífinu gildi að prufa margt. 0 Nú sitja menn á skólabekk bara til að sieppa við að vinna í fiski, en ekki vegna fróðleiksfiknar. . . Þetta stóra vandamál er vinstri mönnum að kenna. Menntahroki og valdníðsla Annars fáum við einn og einn menntamann út á land, og reynslan af þeim er misjöfn. Eg get sagt frá einu dæmi sem sýnir hve menntahrokinn og valdníöslan er mikU hjá þessum köll- um. Hér á næsta bæ viö mig býr fatlaður bóndi, Jón Vigfússon á Hólm- um. Hann hefur gegnum árin hugsaö um æðarvarpið í hólmunum hér við Reyöarf jörö. En bærinn aö Hólmum er gamalt og frægt prestssetur, þótt eng- inn prestur sitji þar núna. Presturinn Hefur ekki verið oft erfitt hjá þér í gegnum árin? — Jú, vissulega hefur það verið. En þaö er nú svo að þegar ég hef verið hvað blankastur hef ég fengið hvað mesta athafnaþrána og það hefur bjargað mér. Nú er ég að salta þriðja árið í röð. I fyrra saltaöi ég í 130 tunn- ur. Nú hef ég bætt aðstöðuna mikið og ég vonast til að geta saltaö talsvert meira. Eg er bjartsýnn á framtíðina, það þýðir ekkert annað. Emil Eskifiröi. „Reykjavík erað drepa þjóðfólagið." Hábölvað að vera smábóndi í dag - verið að útrýma bændum af minni stærðargráðu segir Hæi, Hávarður Bergþórsson bóndi á Hrauni við Reyðarf jörð býr á Eskifirði. En svo við víkjum aft- ur aö Jóni bónda, þá hugsar hann um varpið og hlúir að því eins og hann hef- ur mátt og getu til. Það var svo í kring- um 1970 að á Eskifirði sat prestur, séra Kolbeinn Þorleifsson. Hann gerði sér lít- ið fyrir og sölsaði undir sig varpið, þ.e.a.s. Jón leggur fram ómælda vinnu í sambandi við varpið en presturinn á Eskifiröi tekur stóran hlut af dúntekj- unum og þaö af fötluðum manninum. Þetta sýnir nú mannkærleika presta- stéttarinnar. Og presturinn, sem er á Eskifirði í dag, séra Davíö Baldursson er enginn eftirbátur Kolbeins, sem þótti nú af mörgum sýna hinn mesta hroka gagnvart öryrkjanum, sem býr að Hólmum. Eg vil nú segja það, þar sem nú er verið að tala um að skera niður bændastéttina, að ég tel fulla ástæðu til að skera niður prestastétt- ina. Það er alveg nóg að hafa fjóra presta í landinu einn í hverjum fjórö- ungi. En þaö þarf jafnframt að vera skilyröi að þessir fjórir prestar hafi þyrlupróf og þyrlu til afnota. Einnig eiga þeir aö flytja sinn boðskap í fjöl- miðlum og á kassettum. Ráðandi menn í þjóðfélaginu ættu að íhuga þetta og ekki einblina bara á bændastéttina. Þeir finna enga lausn á efnahags- vandanum þótt þeir fækki bændum og sauðfé í landinu. Bylting í starfsaðstöðu skurðstofu sjúkrahússins á Akureyri: HÚSNÆHÐ FIMMFALDAST „Nýja húsnæðið veldur gjörbyltingu í starfsaðstöðu skurðstofunnar og gjör- gæslunnar,” sagði Ásgeir Höskulds- son, framkvæmdastjóri Fjóröungs- sjúkrahússins á Akureyri, í samtali við DV. Um sl. helgi flutti gjörgæsludeild og skurðstofa sjúkrahússins í nýja þjón- ustubyggingu, sem hefur verið í bygg- ingu á undanfömum árum. Formlega veröur nýja byggingin tekin í notkun á 109 ára afmæli sjúkrahússins 11. nóvember nk. Þjónustubyggingin er á tveim hæðum. Á neðri hæöinni hefur skrif- stofu sjúkrahússins verið komið fyrir til bráðabirgða, en í framtíðinni eiga að vera þar röntgendeild, slysadeild, skiptistofa og göngudeild. Stefnt er aö því að göngudeildin og slysadeildin verði tilbúnar á næsta ári en að öðru leyti verður unnið að innréttingu hæðarinnar eftir því sem fjárveitingar leyfa á næstu3 árum, aö sögn Ásgeirs. Á efri hæðinni er skurðstofan og gjörgæsludeildin, en einnig eru þar 6— 7 rúm fyrir sjúklinga augnlækna og háls-, nef- og eyrnarlæknis. Skurðstofa sjúkrahússins var áður til húsa á 2. hæð gömlu byggingarinnar þar sem hún hafði búið við svipaöan húsakost allt síðan 1954. Viðbrigöin verða því mikil, því nýja húsnæðið er fimmfalt stærra. I það pláss sem losn- ar kemur bæklunardeild með 15 rúm- um og 10 rúma viðbót við kvensjúk- dómadeild. -GS/Akureyri. Hárskeri áEsju Sigurlaug Bragadóttir hárskeri tók nýlega til starfa á Hótel Esju. Rakarastofa hennar starfar í nánum tengslum viö Hárgreiðslustofu Dúdda og Matta. Þá er einnig snyrti- stofa á sama staö. Auk herra- og dömuklippinga býður Sigurlaug upp á permanent, skol, djúpnæringu og fleira sem viðvikur hársny rtingu. Hár- og snyrtiaöstaðan á Hótel Esju er í húsnæði á jarðhæð hótelsins, sem nýlega hefur verið Sigurlaug Bragadóttir hárskeri afl tekið í notkun. störf um í Hótel Esju.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.