Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1982, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1982, Blaðsíða 12
12 DV. MIÐVIKUDAGUR 20. OKTOBER1982. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN~HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjórí og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoöarritstjóri: HAUKUR HELÆASON. - ’ Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNUSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Símí ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugérö: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Préntun: ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI 19. Áskríftarverö á mánuöi 130 kr. Verð í lausasölu 10 kr. Helgarblaö 12 kr. Staða flokkanna Margt kemur fram í skoðanakönnun DV um fylgi flokk- anna. Hún sýnir, hvaða flokkar standa vel að vígi og hverjir illa um þessar mundir. Hún sýnir, að yfir 40 af hundraði kjósenda eru óákveðnir í, hvaða flokk þeir kysu, ef kosið yrði nú. Övissan í stjórnmálum hefur sjaldan verið meiri. Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknar- flokksins sagði í DV í gær: „Það kemur ýmislegt athyglisvert fram í þessari skoðanakönnun og fyrst og fremst það, hversu margir eru óákveðnir. Það hlýtur að lýsa óvissunni í stjórnmálunum í dag.” Friðrik Sophus- son varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagði í DV í gær, að hið háa hlutfall óákveðinna hlyti að vera umhugsunar- efni fyrir stjórnmálamenn og væri eflaust afleiðing þeirrar upplausnar, sem nú ríkti í stjórnmálum. Fjöldi hinna óákveðnu gerir mat á hlutföllum flokk- anna örðugra. Engu að síður má í þau ráða. Breytingar eru ekki ýkja miklar frá því aö DV gerði sams konar könnun í febrúar síðastliðnum. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mikils fylgis og vafalaust miklu meira en hann hlaut í síðustu þingkosningum, í desember fyrir þremur árum. Sjálfstæðisflokkurinn vann mikinn sigur í sveitarstjórnarkosningunum í maí síðast- liðnum. Hann stendur samkvæmt könnuninni nú ekki verr en þá. Að öðru jöfnu mætti gera ráð fyrir sigri Sjálf- stæðisflokks, verði þingkosningar innan skamms. En málið er ekki svona einfalt. Sjálfstæðisflokkurinn er illa klofinn. Skoöanakannanir DV nú staðfesta, að stjómarsinnar eiga talsvert fylgi í röðum óbreyttra sjálfstæðismanna, þótt mikill meirihluti þingflokksins sé í stjórnarandstöðu. Tiltölulega auðvelt er fyrir ýmsa kjósendur að segjast styöja Sjálfstæðisflokkinn og láta fylgja með, að þeir séu „með Gunnari” eða á „móti Gunnari” eftir atvikum. I sveitarstjómarkosningunum tókst Sjálfstæðisflokknum nokkuð vel að halda utan um þennan margvíslega hóp. En hvað um þingkosningar? Eldurinn hefur brunnið í þjóðmálunum. Þar verður vafalaust örðugra að sameina hópinn um lista í hinum ýmsu kjördæmum, þannig að hver uni vel við. Svo gæti farið, aö stór kjósendahópur skilaði sér ekki til flokksins í þingkosningum, þótt hann segist styðja flokkinn í skoðanakönnunum. Ennfremur hefur komið fram í kosningum að undan- förnu, aö Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið minna fylgi en skoðanakannanir hafa gefið til kynna, þótt þær hafi sýnt stöðuna í stórum dráttum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki náð sama hlutfalli úr rööum hinna óákveðnu og hann hefur haft meðal hinna ákveðnu í skoðanakönn- unum. Engu að síður gefur könnunin nú til kynna, aö fylgi Sjálfstæðisflokksins sé til muna meira en var í síöustu þingkosningum. A-flokkarnir hafa tapað fylgi frá þingkosningunum fyrir þremur árum, samkvæmt þessari skoðanakönn- un og öðrum, sem á undan hafa farið. Þetta gildir, þótt haft sé í huga, að Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur kunna mætavel að fá stærri hlut meðal þeirra, sem nú eru óákveðnir, en þeir hafa meðal hinna ákveðnu. Fylgistap þeirra kom fram í sveitarstjórnar- kosningunum og var í samræmi við niðurstöður skoðana- kannana. Framsókn er eini flokkurinn sem virðist hafa nokkuð óbreytt fylgi, þótt úr því hafi dregiö síðan 1979. En næstu vikur og mánuði mun spilamennska stjórnmálamanna verða í algleymingi og vafalaust koma fram í fylgis- breytingum. Haukur Helgason. UNDARLEGAR FRÉTTIR Aö undanfömu hefur margar und- arlegar fréttir boriö fyrir augu okkar háaloftsbúa og viröist nú agúrkutíö sú sem staöið hefur f rá því snemma í vor vera liðin enda er hún eins og lög sem ríkisstjórnir setja, aðeins til bráðabirgöa. Utan úr heimi bárust okkur þær fréttir að rússneskur kafbátur væri aö angra vini okkar Svía og sendu þeir af þessu tilefni allan flota sinn af staö til aö sprengja Átlantshafið í loft upp og voru á góöri leið meö þaö þeg- ar einhver var svo vinsamlegur aö segja þeim að Rússamir væm famir fyrir löngu heim til sín þar sem þeir heföu ekki mátt vera aö því aö bíöa eftir að sænski flotinn sprengdi þá í loftupplíka. Þótt ég hafi manna minnst vit á sprengikúlum efast ég ekki um aö „Okkar sprengingasérfræðingum dettur aldrei í hug að berjast við vatn...” FJOLMÆU OG GAGNRÝNI Á DÓMSTÓLA Herra ritstjóri. Nýlega birtist í blaöi yöar fullkomlega tilhæfulaus og tilefnis- laus frásögn af óþinglegri hegðun dómara í réttarsal; dómarinn var nafngreindur og birt af honum mynd. Frétt þessi hefur nú verið borin til baka og veriö beðist velvirðingar af hálfu ritstjórnar. * Dómari á hvolfi? Ekki skal dregiö í efa aö einhverj- um af lesendum blaösins hafi þótt sagan nokkuö spaugileg, én jafnvíst er aö ef dómari heföi viðhaft þá hátt- semi, sem lýst er í frásögninni viö þær aðstæður sem þar greinir, yrði þaö viröingu hans til hnekkis. Þaö er vissulega góöra gjalda vert aö koma fólki til aö brosa á þessum alvömtímum en ætla má aö til þess hafi nú gefist nægilegt tóm og að tímabært sé aö huga að öömm hlið- um málsins. Er gagn að virðingu? Spyrja má hvort yfir höfuö sé nokkur ástæöa til aö menn njóti virðingar samborgara sinna og hvort dómarar eigi þá aö njóta einhverrar sérstöðuíþvíefni. Á tímum almenns virðingarleysis mætti vissulega búast viö neikvæðum svömm við báðum liðum spumingarinnar, en þaö munu þó vera gömul sannindi aö meðal þeirra þarfa sem næst koma frumþörfum mannsins er þörfin fyrir viröingu félagsbræöra sinna og, þótt ótrúlegt megi virðast, þörf á að bera virðingu fyrir öörum. Þegar grannt er skoöaö verður ljóst aö gagnsemi dómstóla lýsir sér einkum í aö starfsemi þeirra er fallin Kjallarinn Steingrímur Gautur Kristjánsson til aö stuðla aö varöveislu friðar í samfélaginu og aö því að tryggja aö menn fái notið réttlætis. Eitt af grandvallarskilyröum þess aö dóm- stólar fái gegnt þessu þjóöfélagshlut- verki er aö þeir og þeir menn, sem aö þessum störfum vinna, njóti trausts og viröingar borgaranna. Þaö er því nokkur ábyrgðarhluti að gera sér leik aö því aö grafa undan þessu trausti og þess mætti því vænta aö málflytjendur, stjómmálamenn og blaðamenn geröu sér þessi sannindi ljós. Svo er vissulega, og þaö eru einungis örfáir menn í þessum stétt- um sem viö er aö sakast en til þeirra má raunar rekja fjölmargar blaöa- greinar, fréttir og frásagnir dóm- stólum og dómurum til óvirðingar og ámælis á nokkmm undanfömum ámm. Hér ér auövitaö ekki veriö aö biðjast undan málefnalegri gagnrýni eða aðfinnslum út af raunvemlegum áviröingum. Hins vegar er þaö svo aö í hinum stóra hópi málflytjenda leynist einn og einn sem á við hegðunarvandamál aö stríða, hef- ur e.t.v. ekki náö að vaxa frá prakkaraskap unglingsáranna. Aö því leyti sem þessi vandkvæöi koma fram í réttarhöldum búa dómarar yfir nægum úrræöum til aö halda í hemilinn á þessum piltum en þeim er ómögulegt aö fylgjast með framferði þeirra utan dómstólanna og hindra t.d. aö þeir skrökvi ótuktarsögum um dómendur í trúgjarna blaðamenn. Eiga dómarar að njóta sérstakrar f riðhelgi? Hér má staldra viö og spyrja: Eiga dómarar aö njóta einhverrar sérstakrar friöhelgi? Er þeim t.d. vandara um en stjómmálamönnum sem eru harðlega leiknir af and- stæðingum sínum og alls konar spaugurum og prökkurum í dag- blöðum? Það mun mála sannast að ef leitað væri álits dómstóla um öll álitaefni á sviði æruverndar, sem dagblööin gefa tilefni til nánast dag hvem, yröi Utið ráörúm til að sinna öömm málum, og ef viö bættist allur sá rógur og svigurmæli sem viöhöfö eru um stjómmálamenn og aöra, án þess aö dagblöö eigi hlut aö máli, yröi málafjöldinn meö öllu óviö- ráöanlegur. I raun em þessi mál aö jafnaöi leyst utan réttar. Stjórn- málamenn hafa flestir þá reglu aö láta ærumeiöingar eins og vind um eyra þjóta. Aðrir svara fyrir sig full- um hálsi á opinbemm vettvangi. Einn og einn fylgir svo kannski forn- um landssið og veitir rógberanum ærlega ráöningu, sem vitanlega er ekkisíður refsivert. J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.