Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1982, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1982, Blaðsíða 15
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. OKTOBER1982. Víruspestin á Landspítaianum: Engin ný tilfelli hafa komið upp stað GABRIELs kemur tölvukerfið ALEX. ALEX hefur þjónað innanlands- flugi í eitt ár. Búið er aö tengja ALEX við skrifstofur Flugleiða í Vestmannaeyjum, á Akureyri, Húsa- vík og Egilsstööum og brátt mun Isafjörður bætast við. Þá eru nokkr- ar ferðaskrifstofur tengdar ALEX. Nú hefur ALEX veriö tengdur sölu- skrifstofumFlugleiðaíátta löndum. Fyrir utan tölvuskráningu þessa hafa Flugleiðir aðgang aö tölvu- skráningum sjötíu erlendra flug- félaga. Þýðir þetta að hægt er að veita skjóta afgreiðslu á far- skráningu og hótelpöntun hjá flug- félögum og hótelum um allan heim. Þannig getur viðskiptavinur á Húsa- vík gengiö inn á söluskrifstofu Flugleiða þar I bæ og fengið upp- lýsingar um flugferöir og hótel vítt og breitt um veröldina á örfáum sekúndum. Upplýsingarnar myndu birtast á tölvuskjá á Húsavík. Til marks um hraðann má geta þess að það tekur aöeins tvær sekúndur fyrir boð að berast frá New York til Reykjavíkur. Stór og mikil IBM-tvölva, staðsett í aðalbyggingu Flugléiða á Reykja- víkurflugvelli, er grundvöllur kerfisins. Flugleiðir leigja tölvuna fyrir um 15 þúsund dollara á mánuði, um 230 þúsund íslenskar krónur. Við hana eru tengdir um 150 tölvuskjáir á skrifstofum Flugleiða. „Þetta er langstærsta einstaka tölvukerfið sem keyrt er í landinu,” sagði Jakob Sigurðsson, forstöðu- maður tölvudeildar Flugleiða. -KMU. „Það hafa engin ný tilfelli komið fram hér á spitalanum. I síðustu viku fengu tvö börn sýkingu en þeim vegnar nú vel. Viö teljum aö með þeim aðgeröum sem við höfum grip- iö til hér á stofnuninni vegna þessa séum við að takmarka útbreiösluna og það er ekki annað að sjá en okkur hafi orðið ágengt þar,” sagði Atli Dagbjartson bamalæknir á Land- spítaianum. Á fæðingardeildinni hefur orðið vart víruspestar sem valdið getur veikindum með einkennum heila- bólgu og heilahimnubólgu hjá ung- börnum. Hjá fullorðnum eru ein- kennin aftur á móti kvef og háls- bólga. „Við höfum beint þeim tilmælum til fólks aö sé þaö með kvef, háls- bólgu eða aðra sýkingu þá komi það ekki í heimsókn hingað. Auk þess höfum við veitt fræðslu og leiö- beiningar um vamir gegn sýkingu. Einnig höfum við reynt að stöðva heimsóknir barna sem er mjög mikilvægur liöur í vömunum. Fyrir nokkrum ámm fórum viö út í meira frjálslyndi hvaö varðar tengsl fjöl- skyldunnar við hina nýfæddu fjöl- skyldumeðlimi en nú sjáum viö fram ánauðsynþess að hverfa frá þessari stefnu vegna sýkingarhættu,” sagði Atli ennfremur. Hann kvað fólk hafa tekið vel í tilmæli læknanna um takmarkanir á heimsóknum og hefðu nær allir skilning á nauðsyn þess að við hætt- unni yrði brugðist á réttan hátt. „Viö reiknum með því aö þessi sýking takmarki sig sjálf. Þá á ég við að þegar hún hefur gengið yfir í sam- félaginu í ákveöinn tima þá séu verðandi mæöur komnar með mót- efni gegn sýkingu og þá einnig þau böm sem fæðast. Þannig mun nátt- úran sjálf sjá um að takmarka sýkinguna,” sagði Atli Dagbjartsson lækniraðlokum. -GSG. Hafið býr yfir hundrað hættum ... Önnur spuming sem mig hefði langað til að spyrja er sú að þótt við gætum fengið samþykki stórveld- anna fyrir því að hér yrði tryggt kjarnorkuvopnalaust svæði í ofan- greindum skilningi, hefði þessi breyting í för með sér aukið öryggi fyrir okkur? Á Noröur-Atlantshafinu er vítisvélunum komið fyrir í kaf- bátum og á herskipum en stöðvar á landi sjá um að senda út nauðsynleg- ar upplýsingar til þess að hægt sé að skjóta sprengjunum. Þýddi krafan um bann við geymslu eða upp- setningu kjarnorkusprengja á landi þá ekki í raun eflingu kafbátaflotans, uppbyggingu strandstöðvar (eins og ætlast er til með Helguvík, t.d.) og styrkingu fjarskipta- og stjórnkerfis með gervihnattamóttökustöðva (í sprengjuheldum flugskýlum, eins og ætlað er líka að reisa suður frá)? Erum við Islendingar nokkuö betur settir þegar búið er að ýta þessum ófögnuði út í hafiö kringum okkur og gera okkur að stjórnarmiðstöð þess? Keneva Kunz Verðum við ekki að fylgja kröfunni eftir til að tryggja a.m.k. að land- helgi okkar og fiskimið verði laus við kjarnorkuvopn og til að losna við allan tækjabúnað sem fylgir þeim? En þrátt fyrir annmarka sem krafan um kjarnorkuvopnalaust svæði felur í sér verður hún að teljast a.m.k. spor í rétta átt. Einhvers staðar verður víst að byrja. Raun- hæfast er að takast á við slíkan risa- vaxinn vanda, sem vígbúnaðar- ógnunin er, í viðráðanlegum áföng- um. En við verðum að sjá um að áhrif þessara radda sem krefjast friðar og sá ávinningur sem þeir kunna að ná verði í raun til að draga úr ófriðarhættunni en ekki aðeins til þess að herveldin færi víghreiður sín til og efli þau í leiðinni. Mér finnst það mikil framför að alþýðuflokks- konumar skyldu hafa með þessu boöi aukið umræður innan síns flokks (og vonandi líka utan) um þessa kröfu. Síðasta spuming mín er einfaldlega sú, hvort Alþýðuflokkurinn ætlar að gera þessa kröfu að sinni og taka höndum saman með friðarsinnum úr öllum áttum að vinna að stofnun kjarnorkuvopnalauss svæðis? Hafnarfirði. Keneva Kunz. 15 J.H. PARKET auglýsir: Er parketið orðið ljótt? Pússum upp og lökkum PARKET Einnig pússumvið upp og lökkum hverskyns viðargólf. Uppl. i sima 12114 Geymið auglýsinguna. MOTOROLA Altcrnatorar Haukur og Ólafur Ármúla 32 - Sími 37700. Heildsalar — smása/ar Öska eftir að kaupa eða selja í umboössölu um fram fatabirgðir. Uppl. í síma 79900 eða 36251. 1 x 2 - 1 x 2 - 1 x 2 8. leikvika — leikir 16. október 1982 Vinningsröð: 111— x x x — x x 1 — 121 8. leikvika — leikir 16. október 1982 Vinningsröð: 111— x x x — x x 1 — 121 1. vinningur: 12 réttir — kr. 222.895,00 97314(1/12,6/11)+ 2. vinningur: 11 réttir — kr. 3.294,00 1880 11786 62339 97104+ 90219+ 97317 + 1188(3111) 7194 15446 63921 + 97110+ 90246+ 97320+ 71971(2/11) 10047 19339 92152+ 90218+ 97303+ 97806+ Kærufrestur er til 8. nóvember kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykja- vík. Vinningsupphæðir geta lækkaö, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða að fram- vísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýs- ingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. 7. leikvika — leiðrétting I síðustu auglýsingu um vinningsnúmer féll niöur að geta um nafnleysi við þessi númer: 15339+ 59669+ 74985+ 76961+ 80291 + Handhafar ofanritaðra vinningsnúmera úr 7. leik- viku verða að framvísa stofni eða senda fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir 1. nóvember nk. GETRAUISIIR - íþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.