Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1982, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1982, Blaðsíða 17
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. OKTOBER1982. 17 Lesendur Lesendur Lesendur Siguröur Elíasson sendi okkur myndir þessar, máli sinu til stuðnings. Á miöa með þeim segir: „Meðfylgjandi myndir sýna greinilega aftanákeyrslu; hægra afturbretti dældað og afturhöggvari undinn. Síðan ristir útstandandi framöxull meðfram hliðinni á R-71883.” Um tryggingafélögin: Verölauna menn fyrir óheiðarieika ? taka sér sjálfdæmi í skaðabótamálum Sigurður Eliasson, 7851—0943, skrifar: öll viðskipti og þjónusta byggist upp á gagnkvæmu trausti. Þá á þetta sér- staklega við um allar tegundir trygg- inga. I trausti þess aö eölilegar og sjálfsagöar bætur séu greiddar, tryggja menn sig fyrir óvæntum tjón- um. Viðkomandi tryggingafélagi ætti aö mega treysta fyrir refjalausum og eðlilegum bótagreiöslum. Ein er þó sú tegund trygginga, sem er lögboðin, þ.e. ábyrgðartrygging bif- reiða gagnvart tjóni því, sem trygg- ingarhafi kann aö valda. Iögjöld þess- ara trygginga hafa hækkaö frá ári til árs umfram aörar hækkanir og vísi- tölu, og verða aö skoðast sem opinber gjöld þótt þau séu ekki greidd ríkinu, heldur einkaaöilum, sem viröast þrífast vel þó ekki sé hægt aö marka á öðru en glæstum húskynnum þeirra. Eg hef þurft aö inna af hendi mér að nauösynjalausu, gegnum 40 ár, þessar tryggingar. En um tjónabætur gegnir ööru máli. Ýmist hafa þær verið illa af hendi leystar eöa reynt að komast hjá því aö greiöa þær með prettum, í trausti þess aö seinlegt og kostnaðar- samt er aö reka slík mál fyrir dómstól- um. Enda láta flestir slikt niöur falla ogerþaö miöur. „Verðlauna menn fyrir lygi" Fyrir nokkrum árum fundu trygg- ingafélögin upp þaö snjallræöi að verð- launa menn fyrir lygi. þ.e. meö bónus- greiðslum, og gera tjónavald aö nokkru greiðsluskyldan fyrir tjóni því er hann hafði valdið. Þetta mun hafa fært tryggingafélögum drjúgan pen- ing, þ.e. tjónavaldar stungu nú af eftir að hafa valdiö tjóni á mannlausum bif- reiöum, eöa lugu sig frá sök. Auðvitað tók viökomandi tryggingafélag þessari lygi fegins hendi, sem sér algerlega vilhallan framburö.Þau tóku sér algert sjálfdæmi, sem er einsdæmi í skaða- bótamálum. Þann 4. þessa mánaðar las ég snjallt lesendabréf DV skrifaö af Kristjáni Guðmundssyni. Sjálfsagt getur fjöldi fólks sagt frá svipuðum atburöum, þ.á m. ég. Föstudaginn 16.4. í vor var ekið aftan á og utan í bílinn minn á Laugaveginum. Sá sem á mig ók sveifst ekki þess aö fullyrða aö ég heföi sveigt fyrir hann. Tryggingafélagið greip þetta fegins hendi. Eftir framangreint tjón, fékk ég bréf frá tryggingafélagi tjónavalds, svar- bréf viö bréfi, sem ég haföi áöur skrif- aö með póststimpli á: „Sjóvátryggt er vel tryggt” (!!!?). Ekki var ég svo gersneyddur „húmor” aö ég gæti ekki hlegið. Ég strikaöi yfir „er vel tryggt” og skrifaði „svik og prettir”. Slagorð í auglýsingum miðast við þroska barna og lýsa því viðhorfi, sem að baki er. Bótakröfum hafnað að athuguðu máli Hjá Sjóvátryggingafélagi Islands hf. var sá kostur valinn að svara bréfi Sig- uröarmeö birtingu eftirfarandi bréfs: „Hr. Sigurður Elíasson, Áshamri 30, Vestmannaeyjum. Reykjavík, 24. maí 1982. Eg hef móttekið bréf yðar dags. 12. maí 1982 varðandi árekstur milli bif- reiðar yöar, R-71883, og bifreiðarinnar R-43581 á Laugavegi hinn 16. apríl 1982. 1 framhaldi af þessu hefi ég kynnt mér lögregluskýrs'u um áreksturinn og rætt við deildarstjóra bifreiöadeild- ar og lögmann félagsins. Athugun þessi hefur ekki breytt viöhorfi okkar og er bótakröfum yöar hafnaö. Viröingarfyllst, Sjóvátryggingarfélag Islands hf. Siguröur Jónsson framkvæmdastjóri. -FG. Vegna útvarpsgagnrýni: Það dregur hver dám af sínum sessunaut Pétur Pétursson, þulur, skrifar: Ungur „fjölmiölafræöingur” sem hefir þambað einhver ókjör af írsku kaffi meö opinberum tilstyrk viö Ballarbrú í Dýflinni, jafnframt því aö sérhæfa sig í aö segja frá hvers- kyns hermdarverkum og ólyktar- bombum á bjórkrám, opnar hug sinn í DV sl. föstudag. Jón Baldvin Hall- dórsson heitir ungi maðurinn og lýsir með einkar „smekklegum” oröum hugrenningum sínum og tillögum um breytta útvarpsdagskrá. Hér talar einn hinna skriftlærðu „fjölmiðla- fræðinga” hins nýja testamentis. Hann hefir tekiö aö sér aö veita út- varpsmönnum aöhald meö útvarps- gagnrýni DV. Tillaga siðbótamanns- ins unga er þannig oröuö í grein hans: „Ég fór aö velta því fyrir mér hvort hljóövarpiö blessað ætti ekki að starta upplestri á mergjuöum draugasögum meö allskyns kynja- hljóöum, ropi og freti, til aö fá svit- ann út á fólki. Þaö hefði ábyggilega ekkertámótiþví.” Þaö dregur hver dám af sínum sessunaut, segir máltækiö. Fjölvitringurinn ungi virðist hafa fellt hug til ólyktarbombanna í Dýfl- inni og vill nú opinbera tilhugalífiö og veita öörum hlutdeild í gleöi sinni. Fræg eru einkunnar- og hvatningarorð er skörungar ýmsir hafa valiö í því skyni aö fylkja liði á opinberum vettvangi. Þau koma í hugann hvert af öðru: „Eigi víkja”,, „Fyrir Guð og fööurlandið”, „Islandi allt”. Vonandi ber ekki aö líta á fyrirsögn „fjölmiölafræöingsins” unga sem framtíöarkjörorö hans á blaðamennskuferli. Svar Jóns Baldvins Halldórssonar Það er sumra siður aö svara lausu skoti meö mörgum og f östum skotum persónuníðsins. Eg vorkenni þessu fólki og hef f ulla samúö meö því. JBH. LEIRLJÓS HESTUR, ómarkaður í óski/um hjá Guðmundi l Sigurðssyni Möðruvölium Kjós. Sími um Eyrarkot. HÚSINÆÐI KRÍSUVfKUR- SKÚIANS er laust til umsól<nar fyrir féla^asamtök eóa aóra sem vijja nýta sér aöstöóuna Húsið er óinnréttað, en býður upp á fjölbreytta nýtingar- möguleika t.d. hótelrekstur, heilsuhæli, vistheimili, heimavistarskóla, vísindastarfserrti og margt fleira. í húsinu er gert ráð fyrir eftirfarandi aðstöðu: 1. ÍBÚÐARHÚSNÆÐI: 2ja herb. íbúð 4 herbergja íbúð 5 herbergja íbúð 19 herbergi 12 m2 hvert 4 herbergi 10 m2 hvert sameiginleg stofa með svölum. 2. SALUR: Fjölnýtisalur með setkrók 164 m2 stofa 29 m2 salur 77 m2 salur 60 m2 salur 37 m2 tómstundaaðstaða 84 m2 (skiptist í nokkur herb.) 3. ELDHÚSAÐSTAÐA: eldhús 45 m2 geymsla 22 m2 kæli- og frystigeymslur 7 m2 4. ANNAÐ HÚSRÝMI: Snyrtingar fylgja (búðum. Auk þess eru sameiginlegar snyrtingar fyrir einstaklingsherbergi. Þvottahús og geymslur fylgja (búðum. Auk þess er stórt þvottahús og aðstaða til þvotta á snyrtingum. Geymslur, verkstæði og bílskúr eru samtals u.þ.b. 200 m2. Húsnæðið er samtals rösklega 2000 m2. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 1982. Umsóknir sendist til stjórnar Samtaka sveitarfélaga í Reykjaneskjördæmi, SASÍR Pósthólf 400, 270-Varmá. Upplýsingar veitir formaður SASlR, Salome Þorkelsdóttir alþingismaður, á skrifstofu samtakanna, föstudaginn 22. okt. frá kl. 10-12, sími 66922 eða eftir nánara samkomulagi. S^SÍR - Samtök sveitarfélaga ( Reykjanesumdæmi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.