Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1982, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1982, Blaðsíða 18
18 DV. MIÐVIKUDAGUR 20. OKTOBER1982. Interpolis skákmótið íTilburg: Karpov varð efstur Heimsmeistarinn í skák, Anatoly Karpov, varö efstur á Interpolis- skákmótinu í Tilburg í Hollandi, sem lauk um síöustu helgi. Karpov tryggöi sér sigurinn meö jafntefli í síöustu umferö við Svíann Ulf Andersson og hlaut 7 1/2 v. af 11 mögulegum. Jan Timman, Hollandi, varö 2. með 7 v. og í 3.-4. sæti komu Sosonko og Andersson meö 6 1/2 v. Timman og Sosonko skildu einnig jafnir í síðustu umferö sem var meö friðsamasta móti. Öllum skákunum lauk meö jafntefli snemma tafls, nema skák Larsens og Portisch sem böröust um neösta sætiö. Larsen varð aö vinna, en allt kom fyrir ekki, og hann varð aö sættast á enn einn ósigur sinn á mótinu. Staða næstu manna varö þessi: 5.-6. Smyslov, Petrosjan (báöir Sovét), 6 v. 7.-9. Browne (Bandar.), Nunn (Englandi) og Portisch (Ungverjalandi), 5 v. 10.—11. Torre (Filippseyjum) og Hiibner (V-Þýskal.), 4 1/2 v. 12. Larsen (Danmörku), 21/2 v. Karpov sýndi enn á ný aö hann er verðugur heimsmeistari og var sigur hans á mótinu aldrei í hættu. Enginn heimsmeistari getur státaö af svo mörgum sigrum og glæsilegum og Karpov, ekki einu sinni Aljekín. Timman veitti honum haröa keppni og viröist hafa náð sér aftur eftir fremur slaka frammistööu á milli- svæöamótinu í Mexíkó. En hann vann aðeins þrjár skákir, hinar uröu jafntefli. Andersson var einnig tap- laus, meö 9 jafntefli og tvo vinninga. Larsen tókst hins vegar ekki aö vinna skák en hann er mistækur. Á næsta móti gæti hann allt eins orðiö langefstur. I DV á laugardag birtist glæsileg sigurskák Karpovs gegn Hiibner sem tefld var í 1. umferö. Hér er hin hUöin á Karpov sem sést ekki oft því tap- skákir hans eru sárafáar. I Tilburg tapaði hann aðeins þessari skák gegn Portisch sem bjargaöi sér úr erfiöari stööu og náði höggi á heimsmeist- arann eftirmargra ára baráttu. Hvítt: Anatoly Karpov Lajos Portisch Petrovs-vörn l.e4 e5 2.RÍ3 Rf6 3.Rxe5 d6 4.Rf3 Rxe4 5.d4 d5 6.Bd3 Be7 7.0-0 Rc6 8.Hel Bf5 9.c4 Rb4 lO.Bfl. — en Larsen neðstur Karpov — öruggur sigurvegari. Þessásömu stöðu fengu Karpov og Portisch á stórmótinu í Turin í vor, þá lék Portisch 10,—0—0 en fékk lakara tafl eftir ll.a3 Rc6 12.Rc3 Rxc3 13.bxc3 dxc4 14.Bxc4. Portisch er einmitt þekktur fyrir vandlegan undirbúning sinn og nú breytir hann útaf. 10,—dxc4 ll.Rc3 Rf6. Ekki 11,—Rxc3 12.bxc3 Rc2? vegna 13.He5! Rxal 14.Hxf5 og ridd- arinn á al sleppur ekki út úr prís- undinni. 12.Bxc4 0—0 13.a3 Rc6 14.d5! Ra5 15. Ba2c5. Þvingaö vegna hótunarinnar 16.b4. Endurbót Portisch hefur greinUega ekki borið tilætlaöan árangur — svartur stendur höUum fæti. 16. Bg5 He8 17.Da4 Bd7 18.Dc2 h6 19.Bh4!Rxd5. Leiöir til erfiörar stöðu en svartur átti úr vöndu aö ráða.Hótanir hvíts voru margvíslegar, t.d. 20.Re5, og einnig Hadl ásamt d6. 20. Rxd5! Auövitaö ekki 20.Bxe7 Rxe7 21. Bxf7+? Kxf7 22.Re5+ Kg8 23.Hedl vegna 23.—Ff5! og svartur vinnur. 20,—Bxh4 21.Hxe8+ Bxe8 22.De4 Bf6 23.Bbl?? Nú hefur eitthvaö ruglast í koU- inum á heimsmeistaranum. Marg- falt sterkara er 23. Hdl! og svartur á afar erfitt uppdráttar, einmitt vegna Skák Jón L Árnason hótunarinnar 24.Bbl g6 25.Dxe8+! Dxe8 26.Rxf6+ og síðan 27.Rxe8 og vinnur mann. 23 — Bc6 má svara meö 24.b4! og riddarinn feUur. Hér sannast því enn á ný hiö fom- kveöna: „Hótunin er sterkari en leUc- urinn.” Portisch finnur einfalda vöm gegn textaleiknum. 23. —Kf8! 23.—g6? ? er aö sjálfsögðu svarað meö 24.Dxe8+ Dxe8 25.Rxf6, eins og í athugasemdinni hér aö framan. En eftir kóngsleikinn er hvíta sóknin strönduö því hrókurinn tekur engan þátt í leilmum. Karpov afræður aö fóma... 24. Dh7? Best er 24.Ba2 en oft er erfitt aö viöurkenna mistök sín. 24.—Dxd5 25.be4 Dd6 26.Dh8+ Ke7 27.Bc2 Rc6 28.Ba4 Rd4 29.Rxd4 Bxd4 30.Hel+ Kf6 31.Bxe8 Df4 32.Hfl De5. Og Karpov lýsti sig sigraðan. Sennilega var hann Ula upplagöur þennan dag. Á mótinu tefldu fjórir stór- meistarar úr áskorendahópnum, þeir Hubner, Portisch, Torre og Smyslov, en aöeins einn þeirra stóð fyrir sínu. Þaö var aldursforseti mótsins, Vassily Smyslov. Eins og svo oft áður tefldi Smyslov árejmslu- laust og lét andstæöingana um aö reUma út afbrigðin. Og oftast tók innsæi Smyslovs og stööumat reikni- vélunum fram. Jafnvel enski stærö- fræöidoktorinn John Nunn varö aö beygja sig á endanum. Hvítt: VassUy Smyslov Svart: JohnNimn Drottningarpeösbyrjun. I.d4 Rf6 2.RÍ3 g6 3.Bg5 Bg5 Bg7 4.Rbd2 0—0 5.e4 d6 6.c3h6 7.Bh4 Rc6 8.Bb5!? Reynir aö spoma viö fram- rásinni —e7—e5 og býöur svörtum jafnframt upp á aö veikja peöastööu sína meö a7—a6. Smyslov vinnur skákina á þessum leik! 8.—Bd7 9.0—0 a6 10.Bc4 e5 U.dxe5 dxe5 12.Hel De8 13.a4 Rh5 14.Rb3 g5?! 15.Bg3 Hd8 16.Rfd2 Rxg3 17.hxg3 Kh8 18.De2 De7 19.Rfl Df6 20.Rc5 Bc8 21.Re3 Re7 22.a5 Dg6 23.g4! Þaö dylst varla nokkrum sem lítur á stööuna að Smyslov hefur yfir- spUaö andstæöinginn eftir öUum kúnstarinnar reglum. I slæmu stöð- unum þarf ekki að bíöa lengi eftir mistökum. Nú misreiknar stærð- fræöidoktorinn sig og missir peö. 23. —b6? 24.RÍ5! Laglegur mUliieikur. Eftir 24.axb6 cxb6 25.Rxa6 tapar hvítur e-peðinu. 24, —Rxf5 25.gxf5 Dc6 26.Rxa6 Bxa6 27.Bxa6 bxa5 28.Hxa5 Ha8 29.Heal Hfd8 30.Bc4 Hxa5 31.Hxa5 Kg8 32.Ha6 Dd7 33.Bd5 De7 34.Dh5 Hd6 35.Hxd6 cxd6 36. b4! OgNunn gafstupp. íslenskir úrsmiðir fyigjast með K. Sakakibara frá Seiko-verksmiðjunum gera við kvartsúr. Námskeið í viðgerð- um á kvartsúrum Þýsk-íslenska verslunarfélagiö og Seiko-verksmiöjumar héldu dagana 9. og 10. október námskeiö fyrir úr- smiði að Hótel Loftleiðum. Yfirumsjón meö námskeiöinu höföu þeir K. Sakakibara og Andy Steels frá Seiko. Formaöur úrsmiöa- félagsins, Garöar Olafsson úrsmiö- ur, þakkaöi í ræöu á námskeiðinu fyrir þetta tækifæri sem íslenskum úrsmiöum gæfist til aö endurmennta sig í viðgerðum og viöhaldi á kvarts- úram. VERA komin út: Blað um baráttu og áhugamál kvenna Kvennaframboðið í Reykjavík er nú aö hefja útgáfu á nýju blaði sem ber nafnið Vera. Eins og að líkum lætur er efni blaðsins helgaö áhuga- og baráttu- málum kvenna og tekur miö af viðhorf- um þeirra. Aöstandendur Veru vonast til að blaðið geti oröiö langþráöur vett- vangur kvenna í íslenskri fjölmiðlun og veröi þeún til halds og trausts sem vilja raunveralegt jafnrétti kynjanna. Vera veröur málgagn Kvennafram- boösins í borgarstjóm Reykjavíkur og flytur fréttir af starfi og stefnumiðum á þeim vettvangi. Blaöinu verður dreift um allt land en þaö kemur út níu sinnum á ári. Blaðið kostar 315 krónur á ári og áskriftarsíminn er 21500, eftir hádegi. -SKJ Forsiða fyrsta eintaks Veru erprýdd Ijósmynd af Mónu Lisu með þvotta- efnispakka i fögrum höndum sin- um. AUGLÝSlNGAR SÍÐUNIÚLA 33 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.