Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1982, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1982, Blaðsíða 20
íþróttir DV. MIÐVIKUDAGUR 20. OKTOBER 1982 íþróttir 20 íþróttir fþróttir íþróttir Leik Vals og FH frestað — vegna Evrópuleiks FH Leik Vals og FH í 1. deildmni í handknattleik karla, sem vera átti á fimmtudagskvöld í Laugardalshöll- inni, hefur veriö frestað til miðvikudagsins 27. októ- ber. Það er gert vegna hinnar erfiðu ferðar FH til Sovétríkjanna í Evrópuleikinn. Jafnframt hefur leik Fram og FH í 1. deild kvenna, sem vera átti annað kvöld, veriö frestað til 27. októ- ber. Leikur Vals og FH þá hefst kl. 20 en kvennaleikur Fram og FH kl. 21.15. Forráðamenn Lokeren: Fengu lögreglu- fylgd í Lissabon — Frá Kristjáni Bernburg — fréttamanni DV í Belgiu. Aiois Derycker, framkvæmdastjóri Lokeren og Robert Wasseige, þjálfari félagsins, fóru tii Lissabon um sl. helgi til aö „njósna” um Benfica sem leikur gegn Lokeren í UEFA-bikarkeppninni — fyrst í Lissa- bon í kvöld. Derycker var mjög ánægöur með móttökumar sem hann fékk í Lissabon. Það munaði ekki miklu að þeir félagar misstu af leik Benfica og Varzin því að flug- vélinni sem þeir fóru með seinkaöi. Þeir flugu yfir knattspyrnuvöll Benfica 45 mín. áður en leikurinn átti að hefjast og lentu á flugvellinum kl. 13.30 eða hálftíma fyrir leik. Voru þeir þá búnir að afskrifa að sjá leikinn. Þeir voru ekki fyrr komnir út úr flugvélinni en nöfn þeirra voru kölluð upp. Á flugvöllinn var mættur sér- legur sendimaöur Benfica, sem haföi til umráða glæsilegan amerískan bU. Þeir snöruðu sér strax inn í bUinn sem brunaði á mikUli ferð að leikveUi Benfica. Tveir lögreglumenn á mótorhjólum voru í farar- broddi með blikkandi ljós og sírenuvæl. — „Það var eins og kóngurinn væri mættur en ekki tveir menn frá Lokeren,” sagði Derycker í viðtaU við belgískt blað hér í gær og átti hann varla orð til aö lýsa hrifningu sinni á móttökum þeim sem þeir fengu hjá Benfica. Þeir voru mættir í heiöursstúkuna rétt áöur en leikurinn hófst og fengu að sjá leikmenn Benfica skora átta mörk. —KB/SOS Aðalfundur ■ a ■_ r hjá Þrótti Aðalfundur handknattleiksdeUdar Þróttar í Reykja- vík verður haldinn í kvöld í félagsheimUinu, Þrótt- heimum. Hefst kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Kambaboðhlaup ÍR og HSK Kambaboðhlaup ÍR og HSK fer, fram nk. sunnu- dag, 24. okt., og hefst á Kambabrún kl. 12. I hverri sveit eru 4 hlauparar sem hver hleypur 10 km. Hlaupinu lýkur við ÍR-húsið við Túngötu. Þátttaka tU- kynnist tU Guðmundar Þórarinssonar ÍR og eru kepp- endur áminntir um að mæta tímanlega. Lárus Karl Ingason skorar faUega af linu fyrir Þrótt í gærkvöld. DV-mynd Friðþjófur. Fjórði Stjömusigur- inn í röð í 1. deildinni Stjarnan vann verðskuldaðan sigur, 22-19, á Þrótti í gærkvöld í Laugardalshöll Stjarnan i Garðabæ vann sinn f jórða sigur í röð í 1. deUd handknattleiksins í gærkvöld, þegar Uðið sigraöi hið sveiflu- kennda lið Þróttar, 22—19, í Laugar- dalshöUinni. Það var verðskuldaður sigur, jafnvel í minnsta lagi því fyrir mikinn klaufaskap fengu Stjörnumenn á sig þriggja marka sveiflu á lokamín- útu fyrri hálfleiksins. í stað þess að ná tveggja marka forustu fór aUt i baklás og Þróttur komst yfir, 11—10. Það er annað hvort í ökkla eða eyra hjá Þrótti. Furðulegar sveiflur í leik liðsins. Að vísu voru Konráð Jónsson og Oli Ben. ekki með og munar um minna en leikmenn sem höfðu leikið mjög fyrir nokkrum dögum voru bein- línis slakir. Einkum þó Sigurður mark- vörður Ragnarsson og Guðmundur Sveinsson. Guömundur átti varla skot á mark, hins vegar nokkrar faUegar línusendingar. Stjömuleikmennirnir þurftu ekki aö sýna neinn stjömuleik tU að sigra Þrótt, síður en svo. En liðið á þann leik- marm sem sýnt hefur best tilþrif á Is- landsmótinu, Brynjar Kvaran mark- vörð. Hann átti enn einn stórleikinn. Þurfti þess líka tU að hð hans sigraði því öörum leikmönnumurðu oft á mikl- ar vUlur. Leikurinn var yfirleitt mjög spennandi og þess vegna hin besta skemmtun fyrir nokkur hundruð áhorfendur, sem studdu vel viö bakið á leikmönnum Stjömunnar. Lengstum lítill munur á liðunum. Stjaman lagði grunn aö sigri sínum á síðustu átta mínútunum. Oli Lár. var atkvæðamikill í liði Stjömunnar framan af — skoraði þrjú fyrstu mörk liðsins. I liöi Þróttar bar mest á linumönnum lengi vel því stór- skyttiu-nar höfðu sig lítt í frammi. Jafnt upp í 3—3. Þróttur komst í 5—3. Stjaman jafnaöi. Þróttur komst aftur tveim mörkum yfir en svo harðlæsti Brynjar marki sínu lengi vel. Stjarnan skoraði f jögur mörk í röð og hefði átt að geta gert enn betur. I stað þess tókst Þrótti að jafna í 9—9. Aftur komst Stjarnan yfir, 10—9, fékk knöttinn aft- ur. Tæpar 50 sek. eftir og í stað þess að leika yfirvegað glataði Stjaman knett- inum. Þróttur jafnaði þegar 36 sek. voru eftir og komst yfir með marki úr víti í lok hálfleiksins. I síðari hálfleiknum var Þróttur yfir framan af Stjaman jafnaði 14—14 og síðan jafnt upp í 17—17. En svo fóru Garöbæingar að síga fram úr og sigur þeirra var ansi öruggur. 21—18 þega tvær mín. voru eftir og þó að Stjamai missti mann útaf kom það ekki aö sök Mörk Þróttar í leiknum skoruðu Gisl Oskarsson 6/4, Páll Olafsson 5, Láru Karl Ingason 2, Láms Lámsson 2 Magnús Margeirsson 2, Olafur H. 1 oj Guöm. Sveinsson 1. Mörk Stjörnunnar skoruðu Magnú: Teitsson 5, Guömundur Þórðarsoi 5/3 , Eyjólfur Bragson 4/1, Olafui Lámsson 4, Heimir Karlsson 2 of Magnús Andrésson 2. Dómarar Grétar Vilmundarson o{ Ævar Sigurðsson. Bæði liö fengu fimn víti. Eitt misnotað hjá hvoru. Þremui ieikmönnum Þróttar vikið af velli : tvær mín. hverjum, Lámsi Karli, Pál og Magnúsi. Tveimur úr Stjömunn Ola Lár. og Guömundi Oskarssyni.hsír BÆINN MEÐ BETLISTAF íþróttasíðu DV barst í gær eftirfar- andi bréf frá nokkrum landsliðskon- um íslands í handknattleik. Aðundanförnu hafa nokkur skrif verið í blöðum um landslið kvenna í handknattleik. Þar sem liðið saman- stendur af okkur sem þetta ritum vildum við fá að leggja örlítið til um- ræðunnar. Handknattleikssamband tslands er samtök þeirra þúsunda karla og kvenna sem íþróttina iðka hérlendis. Samkvæmt upplýsingum iþróttasam- bands tslands lætur nærri að 4 af hverjum 10 meðlimum HSÍ séu kon- ur. í sameiginlegri fjárhagsáætlun þessara samtaka fyrir veturinn 1982/83 er gert ráð fyrir útgjöldum að upphæð kr. 2.465.000. Af þessu fé er ráðgert að veita kr. 1.405.000 til karla- landsliðs þar sem 27 landsleikir eru fyrirhugaðir. Eins og upphæðin ber með sér er þátttaka í karlalandsliði leikmönnum að kostnaðarlausu. I framhaldi þessa viljum við undir- ritaðar vekja athygli á að í vetrar- áætlun kvennalandsliðs er gert ráð fyrir hvorki meira né minna en einni keppnisferð og að sjálfsögðu ekki neinum landsleik hér heima. Nú kynni einhver aö spyrja: En hvað í ósköpunum gerir kvenfólkið þá við peningana? Því er til að svara að í 2,5 milljón króna fjárhagsáætlun HSl er ekki krónu varið til kvennalandsliðs- ins. Liðsins er ekki getið í áætluninni frekar en það sé ekki tU. Það er því al- gjörlega að okkar frumkvæði sem reynt verður að fjármagná og fara þessa einu ferð sem að framan er getið. Virðuleg forysta HSI hefur ekki þurft að óhreinka sig við að aðstoða okkur í skipulagningu hennar. Á 26. ársþingi HSI sl. vor gerðist Jón Kr. Öskarsson svo ósvífinn að stinga upp á því að kvennalandsliðið yrði með í f járhagsáætlun sinna eigin samtaka og fengi það litlar 100 þús- und krónur til að sinna lágmarks- starfsemi. Upphæðin sem Jón stakk upp á nemur aðeins 7% af f járveiting- unni til karlaliðsins. Ekki hafði Jón fyrr lokið máli sínu en tveir vaskir og upprennandi athafnamenn úr forystu HSl, þeir Árni Árnason og Júlíus Haf- stein, kvöddu sér hljóðs og var báðum mikið niðri fyrir. Gerðu þeir þing-i heimi ljóst hvílík skálmöld myndi af hljótast ef hugmyndir Jóns næðu fram að ganga. Var góður rómur gerður að ígrundaðri orðræðu þeirra tvímenninga og mál manna að ekki heföu þeir í annan tíma mælt af meiri ábyrgð og ihygli. Það sem forystumenn HSI eru bæði raunsæir og reikningsglöggir benda þeir jafnan á að karlalandsliðið þéni meira en kvennalandsliðið. Þessari staðreynd er ætlað að skýra hlutföllin milljón á móti engu í fjárveitingu til liðanna. Séu hins vegar reikningar HSI skoðaðir kemur í ljós að þetta er tóm hundalógík. I fjárhagsáætlun sambandsins er gert ráð fyrir kr. 800.000 í tekjur af landsleikjum en kr. 1.405.000 í útgjöld til karlalandsliös. En jafnvel þótt rétt væri að landslið karla væri rekið hallalaust kynni ýmsum að þykja það fremur óíþrótta- mannleg samtök sem settu meölimi sína þannig á uppboö að stór hluti þeirra lenti utangarös fyrir fátæktar- sakir. Ljóst er að hallinn á rekstri karla- landsliðsins í vetur verður greiddur úr sameiginlegum sjóðum okkar í HSl en meðal tekna sambandsins eru gjafir og styrkir sem ekki eru ætluð körium fremur en konum. Sumir þessara styrkja eru veittir með hlið- sjón af meðlimafjölda, þannig að karlaveldið í HSl beinlínis nærist á veru okkar kvenfólksins þar. Til að vega upp á móti réttlæti þeirra framsæknu heiðursmanna sem stjóma HSI hefur landslið kvenna neyðst til að eyða sínum stopulu frístundum í alls kyns auka- vinnu; allt frá rækjusölu á kvöldin til byggingavinnu um helgar. Á meðan þessu fer fram fá leikmenn karlaliðs- ins greitt svokallað vinnutap. Og þeirj sem ekki verða fyrir vinnutapi fá þetta fé (alls kr. 100.000) sem hreina vasapeninga. Til að forysta HSI geti barið sér á brjóst og veitt af slíkri rausn er okkur kvenfólkinu gert að ganga um bæinn með betlistaf í hendi. Ef til vill finna forystumenn HSI hjá sér hvöt til að amast við bréfkorni þessu og benda á einhvern„misskiln- ing” af okkar hálfu. Takist þeim vel upp mun stórmannleg ásjóna þeirra halda áfram að ljóma sem sól og ylja okkur á þessum unaðslegu haustdög- um. Ema Lúðvíksdóttir, Val Guðríður Guðjónsdóttir, Fram Ingunn Bemótusdóttir, ÍR Jóhanna B. Pálsdóttir, Val Jóhanna Guðjónsdóttir, Víkingi Katrín Danivalsdóttir, FH Magnea Friðriksdóttir, Val Margrét Theodórsdóttir, FH Oddný Sigsteinsdóttir, Fram DV. MIÐVflKUDAGUR 20. OKTOBER1982. íþróttir íþrótt 21 íþróttir íþróttir LIVERPOOL LAIHELSINKI Taf ir á flugi f rá Sovétríkjunum: FH-leikmenn fest- ust í Kaupmannahöfn Leikmenn FH, sem tóku þátt í Evrópuleiknum í handknattleiknum í Sovétríkjunum á sunnudag, eru nú strandaglópar í Kaupmannahöfn. Þeir áttu að koma heim um miðjan dag í gær. Tafir urðu hins vegar á flugi þeirra frá Sovétríkjunum þannig að þegar þeir komu til Kaupmannahafnar í gær var flugvél Flugleiða farin til Is- lands. Flug hefur verið fellt niður í dag frá Kaupmannahöfn með Flug- leiðiun en FH-ingar eru að athuga hvort þeir komist heim í dag með flugvél Amarflugs. Ef það verður ekki koma þeir á fimmtudag og för þeirra í Evrópuleikinn verður orðin ansi löng og ströng. Gunnar Einarsson. Rómverjar á toppnum Brasilíumaðurinn Roberto Falca og ítalinn Bruno Conti áttu snilldarleik með Roma á ítaliu þegar félagið vann sigur, 1—0, yfir Cesena og skaust þar með upp á toppinn í ítölsku 1. deildar- keppninni. Roberto Pruzzo skoraði sigurmarkið. önnur HM-stjama — Paolo Rossi, var rekinn af leikvelli þegar 10 mín. voru til leiksloka á leik Juventus og Udinese, sem lauk með jafntefli, 0—0. Trevor Francis lék ekki með Sampdoria, sem tapaöi, 0—3, fyrir Torino. Rome er með 10 stig, en síðan koma þrjú félög með átta stig- „Erum enn að berjast fyrir tilveru okkar í deildinni” — segir Gunnar Einarsson, eftir að Stjarnan sigraði Þrótt „Ég vil taka það fram að þó við í Stjöraunni höfum nú unnið Val og Þrótt, lið, sem eru talin betri en við, þá tel ég að við séum enn að berjast fyrir tilveru okkar í 1. deild,” sagði Gunnar Einarsson, þjálfari og leik- Einhver óvæntustu úrsiit sem orðið hafa í Evrópubikaraum í knattspyrau áttu sér stað i gær, þegar finnska liðið JK Helsinki sigraði Englandsmeistara Liverpool 1—0 í fyrri leik liðanna í 2. umferð. Öliklegt er þó að Liverpool, sem þrívegis hefur sigrað í keppninni síðustu sex árin — orðið Evrópumeist- ari — sé í hættu að komast ekki áfram. Hlýtur að vinna með meiri mun á Anfield eftir hálfan mánuð. Aðeins 5772 áhorfendur horfðu á leik- inn í frosti og kulda á ólympíuleikvang- inum. En þeir fóru glaöir heim því mið- herji JK, Atik Ismail, skoraði eina mark leiksins á 44. min. Lítið sást til sóknarmanna Liverpool i fyrri hálf- Þau stóðu sig vel í Antwerpen Liö Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur, sem náði ágætum árangri í Evrópukeppni félagsliða í Antwerpen í Belgíu um síðustu helgi. Fremri röð frá vinstri: Inga Kjart- ansdóttir, Þorsteinn Páll Hængsson, Kristin B. Kristjánsdóttir, Haraldur Koraelíusson og Þórdís Edwald. Efri röð: Daníel Stefánsson, formaður TBR, Sigfús Ægir Áraa- son, Guðmundur Adolfsson, Broddi Kristjánsson, Kristin Magnúsdóttir, Elísabet Þórðardóttir og You Zuor- ong, þjálfari. Frá árangri þeirra var sagt í DV á mánudag. leiknum en í þeim síðari sótti enska liðið nær stanslaust. Jeff Wood, enskur markvörður i Helsinki, varði þá frá- bærlega vel og var maðurinn bak við sigurinn. Hann lék áður með Col- chester og Charlton. Markaskorarinn Ismail er markahæsti leikmaðurinn i 1. deildinni í Finnlandi með 17 mörk. Liverpool var með alla sína bestu menn nema Mark Lawrensen. David Hodgson lék í hans stað. -hsím. maður Stjörnunnar í Garðabæ í gær- kvöld. Gunnar á enn við meiðsli að stríða. Getur ekki byrjað að leika fyrr en í desember. „Ég er stoltur af strákunum. Við höfum nú unnið fjóra leiki í röð og árangur af miklum æfingum er aö skila sér. Viö höfum æft síðan í júní. Þetta var sanngjam sigur í kvöld en reynsluleysið setti nokkur mörk á leik leikmanna Stjömunnar. Þetta var lið í 3. deild fyrir tveimur árum svo breytingin er mikil að leika nú í 1. deild,” sagði Gunnar. -hsím. tnt fiH Derby nældi sér í stig Einn leikur var háður í 2. deild- inni ensku í knattspyraunui í gær. Bamsley og Derby gerðu jafntefli, 1—1. Onnur úrslit í gær urðu þessi. 3. deild Bristol Rov — Millwall 4—0 Cardiff — Bradford 1—0 Doncaster—Wrexham 1—1 Gillingham — Orient 4-0 Huddersf ield — Southend 2—1 Plymouth — Bouruemouth 2-0 Preston — Newport 0-0 Sheff. Utd. — Reading 1—1 Walsall — Chesterfield 0-1 Wigan — Portsmouth 0-1 4. deild Aldershot — Crewe 2—1 Blackpool — York 1—1 Bury — Stockport 3-2 Halifax — Bristol City 2—2 Northampton — Colchester 2—1 Wimbledon — Rochdale 3-0 Þrjú heimsmet r i lyftingum Þrjú heimsmset í lyftingum vora sett í Lathi í Finnlandi nýlega af sovéskum lyftingamönnum. í 110 kg fiokki snaraði Juri Satjarevisj 195 kg. Nýtt heimsmet og hann sett einnig heimsmet samanlagt, 430 kg. í 90 kg flokki setti Adam Sajdu- lajev nýtt heimsmet í jafnhöttun, lyfti 228,5 kg. -hsim. Kaupmannahöfn OTCOIVTMC FERÐASKRIFSTOFA, Iðnaöarhúsinu Hallveigarstigl. Símar 28388 og 28580 HELGARFERÐIR Verðfrá 5.550,- pr. mann í tveggja manna herbergi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.