Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1982, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1982, Blaðsíða 33
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. OKTDBER1982. 33 Sandkorn Sandkorn Sandkorn SkólastyrjöSd Ekkl er enn lokið styrjöld- inni í Þelamerkurskóla í Hörgárdal, sem DV sagði frá á dögunum, þrátt fyrir vopnahlé af og tO. StríðsaðU- ar eru Sturla Kristjánsson skólastjóri og hluti kennara- liðsins, með Kjartan Heið- berg og Ormar Snæbjömsson í fylkingarbrjósti. í síðasta bardaga, sem var i byrjun mánaðarins, var deUt um fyrirkomulag baraakennslu. Menntamálaráðuneytið skarst i ieikinn og náði sátt- um, en Sturla Kristjánsson sagði samt upp stöðu sinni með 3ja mánaða fyrirvara. Næsti bardagi Ekki var skólahald nema nýbyrjað þegar aftur var blásið tU bardaga. Nú var deUt um gæslutíma kennara en þeir fá aukagreiðslur fyrir eftirlit með nemendum utan kennslutíma. Telja Kjartan og félagar að Sturla hafi hald- ið þeim frá gæslustörfum og þar með hafi þeir orðið af launum. Hafa þeir kært Sturlu tU menntamálaráðu- neytisins fyrir þetta athæfi. Sturla dró hins vegar upp- sögn sína tU baka. • Einskis virði Þó þessi sandkora séu að norðan, þá er ekki úr vegi að byrja með eitt að norðaustan. Austfirðingar búa á tveim svæðum, samkvæmt mál- venju þar eystra. Fjarða- menn búa „í neðra”, en Hér- aösbúar „i efra”. Grun hef ég um að þeir „í efra” hafi kom- ið þessu inn í málið, því aUa tíð hefur þeim þótt heldur lít- ið tU þeirra „í neðra” koma. Minnast þeir þá gjarnau visu Páls Ölafssonar, sem hann orti á búskaparárum sinum i Loðmundarfirði: Það er ekki þorska að fá úrþessum firði; þurru landi eru þeir á og einskis virði. Banakstjóri Út- vegsbankans Nú hefur bankaráö, eða öUu heldur meirUiluti bankaráðs (Jtvegsbankans, ráðið Ás- grim HUmisson bankastjóra við útvegsbankann á Akur- eyri i stað Matthiasar Guð- mundssonar. Hlaut Ásgrímur atkvæði sjálfstæðismanna og alþýðubandalagsmannsins í ráðinu; þ. e. Alberts Guðmundssonar, Guðmund- ar Karlssonar og Garðars Sigurðssonar. Annar um- sækjandi, Jóhann Sigurösson, fékk stuðning framsóknar- mannsins Alexanders Stefánssonar og kratans Ara- björas Kristinssonar. Hart barist Það var hart barist á bak við tjöldin um þessa stöðu. Jóhann Sigurðsson hefur starfað hjá Útvegsbankanum á Akureyri hátt í 20 ár, sið- ustu árin sem fuUtrúi banka- stjóra. Ásgrimur hefur starf- að skemur hjá Útvegsbank- anum, en hann hefur gegnt „hærri” stöðum en Jóhann. Ásgrímur var m.a. banka- stjóri Útvegsbankans á Seyðisfirði í nokkur ár, eða þar tU útibúið var lagt niður. Síðan hefur hann stjóraað úti- búinu í Glæsibæ í Reykjavík. AUt starfsfólk útibúsins á Akureyri skrifaði undir stuðningsyfirlýsingu við Jóhann en ekki er þó reiknað með aö það geri uppsteyt vegna ráðningar Asgrims. Þriðji umsækjandinn var um stöðuna og óskaði hann nafnleyndar. Þar mun hafa verið á ferðinni Gunnar Hjartarson, sparisjóðsstjóri og bæjarfuUtrúi á Dalvik. • Kosningaskjálfti Þegar er kominn kosninga- skjálfti í flokkana. í Norður- landskjördæmi eystra má bú- ast við sömu frambjóðendum hjá flestum flokkum og voru við síðustu kosningar. Stefán Jónsson mun gefa kost á sér áfram hjá Alþýðubandalag- inu, en hvort Soffia Guðmundsdóttir eða Helgi Guðmundsson reyna aö velta honum úr sessi er ekki vitað. Lárus Jónsson og HaUdór Blöndai koma til með að verma áfram efstu sætin hjá íhaldinu, en búist er við að Gunnar Ragnars reyni að hasla sér þar völl meðal efstu manna. Kunnugir telja ólík- legt að tU prófkjörs komi i þeim herbúðum. Ekki er búist við miklum breytingum hjá Framsókn, þrátt fyrir flókna prófkjörs- nefnu innan kjördæmisráðs- ins. Ekki er reiknað með að Stefáni Valgeirssyni, Ingvari Gislasyni eða Guðmundi Bjaraasyni verði hnikað tii, jafnvel þó ákveðin ölf vilji ýta við Stefáni og Ingvari. Sá eini sem talinn er hafa afl tU þess er Valur Araþórsson kaupfé- lagsstjóri, en hann mun ekki gefa kost á sér. Það er helst að vænta breytinga hjá Alþýðuflokkn- um. Árai' Gunnarsson hefur verið tregur tU að gefa kost á sér aftur, en Jón Ármann Héðinsson hefur þegar til- kynnt að hann keppi að efstu sætunum í væntanlegu próf- kjöri, og Jósep Guðbjartsson, ungur Akureyringar, hefur tekið hUðstæða ákvörðun. Nöfn Braga Sigurjónssonar, Sigbjöras Gunnarssonar og Bárðar Halldórssonar hafa einnig verið nefnd, en enginn þeirra mun hafa gefið kost á sér í prófkjör enn sem komið er. Umsjón: GísU Sigurgeirsson Kvikmyndir Kvikmyndir Tónabíó—Hellisbúinn: Forsöguleg fyndni Tónabíó. Hollisbúinn (Caveman): Stjórn: Carl Gottlieb. Handrit: Rudy DeLuca £t Carl Gottlieb. Aðalhlutverk: Ringo Starr, Barbara Bach, Dennis Quaid, Shelley Long, John Matuszak. Tónlist: Lalo Shifrin. Framleiðandi: Lawrence Turman & David Foster. Áhugi nútimamannsins á for- feðrum sínum og forsögu er ærið mikill og virðist fara vaxandi ef eitthvað er. I rauninni er ekkert við þennan áhuga fólks að athuga, fátt er manninum jafn eðUlegt og að leita uppruna síns, grafast fyrir um líf á jörðinni eins og það var í öndverðu. Það er því varla ástæðulaust aö kvikmyndaframleiðendur sjái sér hag í því að búa til myndir um þetta efni, myndir um forsögulegan tíma, vitandi að áhugi fólks er gríðarlegur á þessu efni. Framleiðendur HelUsbúans — eða Cavemans á enska vísu — hafa gert sér grein fyrir þessu. Og það er ekki nóg meö aö þeir færi áhorfendur aftur til fomaldar og sýni þeim líf fólksins eins og þeir áætla að það hafi gengið fyrir sig á þeim dögum, held- ur vilja þeir einnig að áhorfendur hlæi að flestum atriðum myndarinn- ar. Þeir hafa sem sagt samið farsa sem gerist um það leyti þegar maöurinn er að rétta úr bakinu. Hvort mynd þessi gefur rétta mynd af þróun mannsins. skal ósagt látiö, ótal kenningar hafa verið settar á blað um það efni, þessi kvikmynd kann að vera ein. Fátt verður af- sannaö í þessu sambandi. Við fylgjumst með ættbálki og daglegu striti hans fyrir Ufs- nauðsynjum svo sem mat (og kon- um, eins og kvikmyndahandritið lætur í veðri vaka). Foringi hópsins, vöðvaþéttur og mikiU á veUi, er í tygjum við föngulegustu konu ætt- bálksins, sem margir aðrir en höfðinginn Uta hýru auga til. Einn þeirra er mannaumingi nokkur sem er það ræfilslegur aö hann getur varla unnið sér fyrir fæðu. Fyrrver- andi slagverksmaður Bítla, Ringo Starr, leikur þessa aumu persónu. Hans æðsta ósk er aö næla í konu höfðingjans og til þess neytir hann aUra bragða. Svo fer að upp kemst um tUraunir kauöa og hann verður að flýja á náðir fjalla og firninda. Brátt fer þó svo aö hann kemur sér upp sínum eigin ættbáUci, og eðUlega heyja þessir tveir ættbálkar stríð síðar meir og svo framvegis og f ram- vegis. Þetta er að sönnu ekki beysinn söguþráður en sem farsi er hann þó ekki alvondur. Kvikmyndin er byggð upp á mörgum smáatvikum, sem hvert og eitt eiga aö vekja hlátur í huga áhorfenda. Flest þeirra bera árangur og þó myndin sé í heild sinni bölvuð hringavitleysa þá er ekki annað hægt að segja en að nokkuð sæmUega hafi tekist tU hvað fyndni snertir. Leikur, kvUtmyndun og leikstjórn er undir meðaUagi góð. Sérstaklega er neyðarlegt að kvikmyndavélinni hafi ekki verið beitt á fagmannlegri hátt í sumum atriða myndarinnar. Þau buðu mörg svo sannarlega upp á það. Þá er helsti gaUi myndarinnar óupptaUnn en það er klipping. Hún er hörmuleg. En hvaö sem þessum tæknifeUum við kemur þá er þaö dauður maöur sem brosú- ekki breitt að tilbúningn- um. Og þrátt fyrir að handrit hennar verði seint taUö eftirminnUegt eða sannfærandi þá á það sína ljósu punkta, svo sem þegar fyrsta hljóm- sveit manna kom saman, eldurinn var uppgötvaður, menn komust í tæri við ný tungumál, fyrsta eggið var steikt og svo framvegis. Sem sagt bölvuö hringavitleysa sem hægt er aö brosa aö. -Sigmundur Erair Rúnarsson. —.............— -.... Ringo Starr í hlutverki sínu í forsögulegumyndinni, Hellisbúinn. Kvikmyndir Kvikmyndir 3 Rafsuðuvélar og vír Haukur og Ólafur Ármúla 32 - Sími 37700. SANDGERÐI Blaðbera vantar í hluta af Norðurbæ. Þóra Kjartansdóttir Simi 92-7684 DELMA QUARTZ Spáðu í DELMA quartz þau eru í sérflokki. Svissnesk gæði. Póstsendum. Jón og Óskar Laugavegi 70, simi 24910. / \ Frístundasala... eða?? Við getum boðið þér upp á spennandi og skemmtilega samvinnu. Viðskiptamannahópur: smávörukaupmenn, öll fyrirtæki, sölumenn, veitingastaðir, arkitektar, lögfræðingar o.s.frv., o.s.frv. Salan byggist á pöntunarkerfi. Um er að ræða neysluvöru í verðflokknum dkr. 300—1000. Fjárfesting þín er í lágmarki, u.þ.b. 15.000 danskar krónur. Ath. Hafið samband við okkur bréflega, gjarnan á íslensku, útflutningsstjóri okkar er íslenskur, og við sendum ókeypis vörusýni þannig að þið getið prófað markaðinn. Ef prófun ykkar reynist fullnægjandi getum viö hist í Reykjavík í lok nóvembermánaðar. Við höfum u.þ.b. 4000 fulltrúa um allan heim. Vinsamlegast sendið svar ykkar til hins íslenska útflutningsstjóra okkar sem býr í Svíþjóð: Herra Steingrímur Steingrímsson, Box 4004, S—42104 Vástra Frölunda, Sverige. Með kærri kveðju, I. Bratt (Scandinavia) ApS, Dragör, Danmark.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.