Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1982, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1982, Blaðsíða 34
34 DV. MIÐVIKUDAGUR 20. OKTOBER1982. '4' Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Nýbók um hina litlu lesti kónga fólksins — Díanaeróö í jórturgúmog Karlíkampavín Bretar eru sérlega áhugasamir um allt sem snýr að kóngafjölskyldu þeirra. Nýlega kom út bók þar sem ljóstrað er upp ýmsu í einkalífi konungsfjölskyldunnar. Méöal þess sem fram kemur í bókinni er aö þetta fræga fólk sem flestir Bretar og margir Islendingar dá, þótt ótrúlegt megi virðast, hef ur ýmsa lesti. Dæmi um þetta eru mýmörg. Til aö mynda er Díana prinsessa svo sólgin 1 jórturgúmmí aö hún lætur oft og tíðum bílstjóra sinn stansa gagn- gert til að hún geti skotist inn í smá- söluverslun og fest kaup á gúmmíi til að japla á. Og ekki nóg með það. Dí- ana er forfallinn aðdáandi kross- gátna og horfir meira að segja á Prúöuleikarana! Prinsinn af Wales er litlu skárri í sjónvarpsglápi og er Monty Python grínflokkurinn í miklu uppáhaldi hjá honum. Af þessari bók að dæma er Elísa- bet Englandsdrottningalls ekki eins þurr manneskja og halda mætti. Hún er sögð vera afskaplega barngóð og skemmtileg kona. Til dæmis er hún danskona góð og hefur prýðilegt vald bæði á stepp- og tvistdönsum. Og raunar kemur hún enn á óvart með því að vera eftirherma ágæt og verða stjómmálamenn stundum fyrir baröinu á henni í góöra vina hópi. Af öörum litlum löstum má nefna kampavínsdrykkju Karls prins. Enda þótt hann teljist ekki drykk- felldur í venjulegum skilningi hefur hann þó þann ósið að vera sífellt að sulla með kampavín og þá á furöu- legustu tímum, t.d. rétt fyrir matinn eða aðmorgnitil. En á meðan Karl sullar með kampavín af bestu tegund, er Anna systir hans alþýðlegri og lætur sér alþýðudrykkinn kóka-kóla nægja. En raunar kvartar enginn yfir því enda hefur hún meiri áhuga á hestum en karlmönnum. KarI og Di: Sjónvarpið, tyggigúmmi, krossgátur, kampavin, aiit erþetta i miklu uppáhaidi hjá þeim eins og okkur. Britt Ekland er orðin fertug, hversu ótrúlegt sem þaö kann aö virðast. Hún segist öngvar áhyggjur hafa af því. Orðrómi um að hún sækist eftir félags- skap ungra manna vegna þess aö hún sé alltaf að sanna fyrir sjálfri sér að hún sé enn ung, svarar hún á eftirfar- andi hátt: „Það sér enginn neitt merki- legt við það að fertugir karlar haldi við tvítugar stelpur, en samt er ég rægð. .. . Ég er í fullu f jöri og hef nóg af sexúellum krafti. Og ungu mennirn- irhaldamérungri.. .” Um að halda línunum á fimmtugs- aldrinum segir hún: „Ég var lengi í þeirri trú aö það væri ekki hægt að vera falleg nema að vera um leið þvengmjó, en það er ekki rétt. Að vera of grönn er hreinlega hvorki fallegtnésexí.” Samband Britt Ekland og hins 17 ára gamla Jaime Ostos vakti mikla athygú á sínum tíma, en ekki eins mikiö hefur farið fyrir fréttum af sambandi hennar og David Morris, 30 ára gamals Breta sem staðið hefur yfir í tæpt ár. En eftir að bók hennar „True Britt” malaði henni gull þarf hún ekki að hafa miklar áhyggjur af karlmönnum peninganna vegna. I bókinni segir hún sannleikann um sambönd sín við f ræga menn eins og Peter Seúers, Rod Stew- art og Lou Adler, en um þá alla segir Britt að hún hafi veriö þeim bamfóstra og móðir. Britt segir aö á fertugu sé hún laus og úðug. Hún er fjárhagslega sjálfstæð og börnin eru að komast upp og segir Britt að hún þurfi litlar sem engar áhyggjur af þeim að hafa — þau hafi góða bamapíu. Britt með börnunum sinum, Nicoiai, 8 ára og Viktoriu, 16 ára, og með er kærastinn, kvikmyndaframieiðandinn David Morris. Britt Ekland oröin fertug ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.