Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1982, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1982, Blaðsíða 36
36 DV. MIÐVIKUDAGUR 20. OKTOBER1982. DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL UM KÖTTINNOG ÆÐSTU SKEPNU JARDARINNAR — samtal við formann Kattavinafélagsins Flestir hlæja dátt að viðureign Tomma og Jenna, enda myndirnar afburðavel gerðar og fyndnar en hefði almenningur tekið því með þegj- andi þögninni ef Tommi hefði verið hundur en ekki köttur? Það er ekki gott að segja því svo virðist sem kettir sæti að jafnaði hrottalegri meðferð af hálfu manna en önnur húsdýr, hvernig svo sem á því stendur. Kattamisþyrmingar eru algengar í Reykjavík en hver minnist þess að hafa lesið um hundamisþyrmingu í blöðunum? En kettirnir eiga sinn hauk í horni sem kallast Kattavinafélagiö. Félagar þess eru nú liðlega 600 talsins, flestir á Reykjavíkursvæðinu og 40 á Akureyri. Formaöur þess og frumkvöðull er Svanlaug Löve. Hún rekur líknar- og gistiheimili fyrir ketti vestur á Reynimel og hún er jafnan boðin og búin til að lið- sinna hrjáðum köttum, hvar og hvenær sem er. „Maöurinn hefur sjálfur tekiö sér þaö hlutverk aö vera æösta skepna jarðarinnar og þaö er ekkert vafamál aö þaö felur í sér miklar skyldur gagn- vart öðrum dýrum,” segir Svanlaug. „Þaö er skylda hans aö vernda aörar lífverur eftir fremsta megni. Þaö er hins vegar náttúrulögmál aö menn- irnir boröa dýr og þaö er allt annaö mál því aö náttúran býr yfir þeim leyndardómi aö þau lifa hvert á ööru. Þaö er þess vegna frámunalega heimskulegt þegar menn eru að saka köttinn um veiöináttúru. En þaö er alveg voöalegt þegar mennimir fara illa meö dýr. Nýlega lenti lítil kisa í klónum á strákum uppi í Fellaskóla. Þeir voru aö taka hana upp á rófunni og henda henni á milli sín en þá kom lítil stúlka og bjargaöi henni frá þeim. Svo var þaö föstudagskvöld eitt fyrir skömmu aö lögreglan hringdi til mín klukkan hálftíu og tilkynnti aö hún væri á leiðinni til okkar meö kött, og hún segir mér síöan þessa hörmungar- sögu: skipverjar á sandskipinu Perl- unni sjá pappakassa í sjónum, þaö er bundiö fyrir hann og þeir heyra hljóð úr honum. Þeir fóru aö athuga hvaö þetta væri og þá er þetta lifandi köttur, ortinnholdvotur upp í háls og trylltur af hræðslu. Þessi köttur er ennþá dauð- skelkaöur og hann jafnar sig aldrei, þaö er alveg útilokaö. Þetta er vansæmd fyrir mannkyniö, ég álít þaö hreint út sagt aö menn sem fara illa með dýr séu smánarblettur á mannkyninu. Eg get ekki séö dýr illa haldið, sama hvaöa dýr þaö er. Mér veröur illt þegar ég veit aö dýri liöur illa. Eg fór aö taka aö Svanlaug Löve með kött sinu Runólf og dömuna Lady sem hún hefur í pössun. DV-mynd Bj. Bj. mér ketti sem voru hér eins og reköld á geröi viö þá eins og ég lifandi gat. Nú götunum, ég veitti þeim húsaskjól og er ég meö fjóra ketti sjálf auk þeirra sem ég hef í geymslu fyrir aðra. Kettir eru alltaf húsbændur hvar sem þeir eru. Þaö hefur aldrei nokkur maöur tamiö kött, þeir eru alltaf sjálfs sín herra. Kötturinn lýtur sínum sjálf- stæða vilja en hann er ákaflega tillits- samur og ef maöur kann aö fara með kött þá vill hann allt fyrir mann gera. En þú mátt aldrei reyna aö beygja kött, þú veröur aö komast aö sam- komulagi viö hann og þá verðið þiö afskaplega miklir vinir.” — Hvernig tekur bóndi þinn því aö vera númer tvö á heimilinu? „Hann Gunnar er afskaplega mikill dýravinur og ég segi nú stundum sem svo aö guö vissi vel hvaö viö átti aö gefa mér svona mann. Mér heföi veriö þaö lifsins ómögulegt aö taka heimiliö undir þessa starfsemi ef hann heföi ekki verið mér samstiga í þessu.” KETTÍR Umsjón Baldur Hermannsson — Það var eins gott aö þú þurftir ekki aö velja milli mannsins og kattarins! „Já, þaö hefði oröið ansi erfitt en ég hugsa aö kötturinn heföi unniö. Eg heföi ekki þolað mann sem væri vondur viö dýr. Eg ér kannski enginn sérstak- ur mannvinur en ég er dýravinur. Og ég held það megi segja eitt um mig í líkræðu: hún var dýravinur og haföi sérstakar mætur á köttum.” HJÁ DÝRALÆKNINUM Hjá Brynjólfi Sandholt héraðs- dýralækni var biðröð af fólki með misjafnlega þjakaða ketti til lækninga. Hann var einmitt að spúla innan eyrun á Kisa, tveggja ára gömlum, og myndin sýnir hvílíka rósemi sá stutti sýnir og það gera reyndar flest- öll dýr við þessar aðstæður. Helga Rún Pálsdóttir heitir stúlkan sem á Kisa. Hún sagði að Kisi hefði fengið eyrnamaur- inn að erfðum frá móður sinni, hann veldur kettinum kláða og óþægindum en það er víst erfitt að uppræta hann, þótt hægt sé að halda honum í skefjum með reglubundnum hreinsunarað- gerðum. Brynjólfur sagði að aöeins einn sjúkdómur hér væri skæður köttum en þaö er hið svokallaða kattafár, veirusjúkdómur sem lýsir sér meö uppköstum, niður- gangi, matleiða og átleysi. 60% þeirra sem sýkjast týna lífinu en það má koma í veg fyrir þennan sjúkdóm með bólusetningu. Æ fleiri leita til dýralækna með IfÍÍÍiæ isBmBm''"fwp r'. A MP J' « gæludýrin sín þegar eitthvað bjátar á og kemur þar ýmislegt til, ekki síst starfsemi Katta- vinafélagsins og annarra dýra- vinasamtaka. Ásamt bólusetn- ingum þurfa dýralæknar oft að hlynna að köttum eftir slagsmál og vígaferli, og svo er ýmislegt í sambandi við fæðingarhjálp hjá læðunum, ófrjósemisaðgeröir og eyrnamerkingar. Það er mikil- vægt að eymamerkja kettina svo þeir komist til skila ef þeir láta glepjast af sollinum og rata ekki leiðina heim eftir góða næt- urstund. Örtröö hjá dýralækninum. Kettirnir eru furðulega rósamir og hvorki dettur af þeim né drýpur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.