Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1982, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1982, Blaðsíða 40
NÝJA AGFAFILMAN ÓTRÚLEGA SKÖRP OG NÆM FYRIR LITUM ÓDÝRARI FILMASEM FÆST ALLS STAÐAR PIERPOOT Svissnesk quartz gæða-úr. Fást hjá flestum' úrsmiðum. AUGLÝSINGAR ÞVERHOLTI 11 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1982. ^ELDUR IHVAL7 Slökkviliöinu var tilkynnt um eld í hvalbátnum Hval 7 um klukkan fimm í nótt. Er slökkvilið kom á staðinn reyndist vera eldur í ruslafötu, sem var á dekki bátsins. Ekkert tjón hlaust afeldinum. Þá var slökkviliö kvatt að þvottahúsi ríkisspítalanna í Síðumúla 12 í gærdag. Þar haföi orðiö útleiðsla í rafmagns- töflu. Skemmdir urðu mjög litlar. -JGH. Sautján árekstrar ígær Sautján árekstrar urðu í Reykjavík í gær og reyndist í tveimur tilvikum um meiðslaöræða. I fy rra tilvikinu lentu saman tveir fólksbílar við Nesti á Miklubraut klukkan hálf s jö í gærkvöld. Farþegi úr öðrum bílnum og ökumaður úr hinum voru fluttir á slysadeild, en ekki er vit- að hve alvarleg meiðsli þeirra voru. Þá slasaðist maður á bifhjóli um klukkan hálf níu í gærkvöld. Ok hann suður Kalkofnsveg en skall á bifreið er kom austur Hafnarstræti. Biðskylda er viö þessi gatnamót en sá er kom eftir Hafnarstrætinu virti hana ekki. Öku- maður bifhjólsins meiddist á fótum, en ekki er vitaö hversu alvarlega. —JGH Smygl í ms. Eddu Tollgæslan í Reykjavík fann um áttatíu lítra af 96 prósent spíra, nítján flöskur af sterku áfengi og átta vindlingalengjur við leit í flutninga- skipinu Eddu síödegis í fyrradag. Skipið var aö koma frá Suður- Evrópu með viðkomu á Bretlands- eyjum. Tollverðir fóru um borð til venjulegrar leitar. Fundu þeir allt smyglið í sérútbúnum hólfum í vélar- rúminu. Síðast þegar Edda var í Reykjavík fannst í henni eitt stærsta smygl sem um getur á seinni árum, eða 748 lítrar af sterku áfengi. -JGH. Kindakjötssala til Póllands út um þúfur: „Kaupa ekki það sem þeir fá gefið” — segir f ramkvæmdast jóri Vélaborgar „Pólverjar voru aö ræða við okkur um kaup á kindakjöti. Þeir voru áhugasamir og samningar voru komnir nokkuð á veg. Síðastliðinn mánudag var svo hringt i okkur frá Póllandi og spurt hvað það ætti að þýða að reyna að selja þeim vöru sem aðrir byöust til að gefa þeim,” sagði Þorsteinn Baldursson, fram- kvæmdastjóri Vélaborgar, í samtali við DV. Ríkisstjómin hefur, sem kunnugt er,ákveðið að senda Pól- verjum umtalsvert magn af kinda- kjötiaðgjöf. Fyrirtækið Vélaborg hefur mikil viðskipti viö Pólland og kaupir þaðan dráttarvélar. „Þetta voru ekki bein vöruskipti,” sagði Þorsteinn. „Okkur þótti ekki óeðlilegt aö reyna að selja kindakjöt þar sem ástandið er slæmt í sölu þessara landbúnaöar- afurða. Nú hafa Pólverjar auðvitað engan áhuga á kaupunum þar sem þeir geta búist við gjöfum. Eg býst ekki við að þeir fái áhuga á kjöt- kaupum í framtíðinni.” Þorsteinn sagði að ástandið í Pól- landi hefði aldrei bitnað á viöskipt- um Vélaborgar við landiö. Fram- leiðslan virtist ganga eðlilega og Vélaborg hefði fengið allar vélar og varahluti sem fyrirtækið hefði pantað. -SKJ. Æðstu menn lögreglunnar, þar 6 meðal Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri, ásamt starfsmönnum Reykjavikurflugvallar mældu i gær út staðinn þar sem forsetaþotan á að leggja. Á innfelldu myndinni er Mauno Koivisto forseti Finnlands. D V-mynd S. Mælt fyrir rauða dreglin- um fyrir Finnlands- forseta Mauno Koivisto Finnlandsforseti og Tellervo, kona hans, koma til Islands í dag í þriggja daga opinbera heimsókn í boði forseta Islands. Flugvél Finn- landsforseta átti að lenda á Reykja- víkurflugvelli í þann mund sem fyrstu eintök þessa blaðs voru aö koma úr prentvélunum laust fyrir hádegi. Finnski utanríkisráðherrann, Per Stenbáck, er í föruneyti forsetans. Þá koma hingað hvorki fleiri né færri en 45 finnskir fréttamenn til að fylgjast með heimsókninni. Finnlandsforseti mun meðal annars skoða handrit, heimsækja Isbjöminn, Þjóðminjasafnið, Listasafn Islands, fara í skoðunarferð um landbúnaðar- héruö á Suðurlandi, til Vestmannaeyja og til ÞingvaUa. Hann heldur heim á leið á laugardagsmorgun. Æðstu menn lögreglunnar skoðuðu í gær aðstæður á Reykjavíkurflugvelli og mældu fyrir rauða dreglinum. Vakt var höfð á flugvellinum í alla nótt og í morgun. -KMU. ÍSAFOLD VILDIGEFA BÓK GUDMUNDAR ÚT LOKI Oft hefur maður heyrt um undirboð, en rollu- gjöf rikisins slær þó öll met. „Jú, það er rétt að Leó Löve hjá bókaforlaginu Isafold hafði samband við mig og bauðst til að aðstoða rnig við útgáfu bókarinnar. Eg gat ekki þegið það þar sem ég hafði þá ákveð- ið að gefa hana út sjálfur, auk þess sem ég hafði gengið frá samningum viö aöra aðila um ýmsa þætti útgáf- unnar.” Þetta sagði Guðmundur Sæmunds- son á Akureyri er hann var inntur eftir því hvort honum hefði borist til- boð í útgáfu bókarinnar O.það er dýr- legt að drottna. En eins og kunnugt er hætti bókaforlagið öm og örlygur viðútgáfu bókarinnar. Guðmundur kvaðst vera mjög þakklátur fyrir þetta boð frá Isafold og einnig sagðist hann þakka þeim fjölda manna sem hringt heföi i sig og boöið f ram aðstoð sína og gefið sér góð ráð. „Prenthúsið í Reykjavík mun sjá um dreifingu bókarinnar á öllu land- inu nema á Akureyri, en þar mun ég sjálfur annast þaö verk. Og Prent- stofa G. Benediktssonar í Reykjavík sér um prentunina,” sagði Guð- mundur ennfremur. Hann sagði að bókin kæmi væntan- lega út í byrjun næstu viku og færi þá þegar í dreifingu. Guðmundur kvaðst vona að bókin fengi miklar viðtökur, á hvom veginn sem þær yrðu. —GSG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.