Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1982, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1982, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ-VÍSIR 240. TBL. — 72. og 8. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1982. Víljiyfirgnæfandimeirihluta landsmanna: Atkvædisréttur jafnaöur án fjölgunar þingmanna Yfirgnæfandi meirihluti lands- manna vill að atkvæðisréttur á landinu verði jafnaður án þess að alþingismönnum verði fjölgað. Þetta kom fram i skoð- anakönnun DV. í könnuninni sögðust 61,7 af hundraði vilja að atkvæðis- samkvæmt skoðanakönmm DV rétturinn yrði jafnaður. 13,2% voru því andvíg, 20,5% óákveðn- ir og 4,7% svöruðu ekki. Þetta þýðir að 82,4% þeirra sem tóku afstöðu vildu að atkvæðisréttur- inn yrðí jaf naður. Hvernig vilja menn að það verði gert? Þeir sem voru fylgj- andi jöfnun atkvæðisréttar voru spurðir hvort þeir vildu gera það með því að fjölga þingmönnum eða með því að færa þingsæti til milli kjördæma. 74,1% þeirra sögðust vilja gera það með tilfærslu á þingsætum. Aðeins 11,4% þeirra vildu jafna atkvæðisréttinn meö fjölgun þingmanna, 13,8% voru óákveðnir og 0,8% vildu ekki svara. Þetta þýöir að 86,7% þeirra sem tóku afstöðu af þess- um hópi vildu jöfnun með tilfærslu. -HH. — sjá bls.4—-5 Nektarmyndir afDallaskonum — sjá Sviðsljós bls.34og35 Loforðefnd — sjá forystugrein bls.12 Það var lótt yfír forráðamönnum Islendinga og Finna i morgun. Koivisto I Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra kl. 9. Utanrikisráóherrar þjóðanna Finnlandsforseti heimsótti Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Íslands, og \ voru einnig viðstaddir. DV-myrid GVA. KOIVISTO FINNLANDSFORSETI í STJORNARRÁÐINU í MORGUN Forseti Finnlands, Mauno Kovisto, gekk í morgun á fund forseta Islands, Vigdísar Finnbogadóttur, og forsætis- ráöherra, dr. Gunnars Thoroddsen, í Stjórnarráoshúsinu viö Lækjartorg. Hófst fundur klukkan níu. Viöstaddir voru einnig utanrikisráöherrar land- anna. Að viðræðum loknum var Finnlands- forseta og föruneyti sýnd fiskvinnslu- stöð Isbjarnarins í örfirisey. Þjóð- minjasafnið og Listasafn Islands voru ennfremur heimsótt áður en hádegis- verður í Ráðherrabústaðnum, í boði forsætisráðherra og konu hans, hófst. I dag verður haldið til Suöurlands, komið aö borholu í Hveragerði, Brúna- staðir í Hraungerðishreppi heimsóttir svo og Mjólkurbú Flóamanna á Sel- fossi. -KMU. sjá nánar um hina opinberu heimsókn á bls. 2—3 Hjörleífur skokkar — sjá Dægradvöl bls.36og37 Skilnaðafaraldur í Moskvu -^ Utlönd bls. 10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.