Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1982, Blaðsíða 4
4 DV. FIMMTUDAGUR 21. OKTOBER1982. Vilji yfirgnæfandi meiríhluta landsmanna: Atkvæðisrétturinn jafnaður án þess að þingmönnum fjölgi samkvæmt skoðanakönnun DV Mikill meirihluti landsmanna vill jafna atkvæöisréttinn á landinu. Yfir- gnæfandi meirihluti er andvígur því, aö þaö veröi gert meö því að fjölga þingmönnum. Fólk vill, aö atkvæðis- rétturinn veröi jafnaöur meö því aö færa til þingsæti, fækka þingsætum í sumum kjördæmum en f jölga í öörum. Þetta sýnir skoðanakönnun, sem DV gerði um málið fyrir rúmri viku. Stjórnarskrárnefnd hefur mikiö fjallaö um þetta. Það er eitt helsta ágreiningsmáliö meöal þeirra, sem meö fara. Beöiö er með spenningi eftir niöurstöðum, fyrst nefndarinnar og síðan Alþingis, í þessu „kjördæma- máli”. Því er mjög athyglisvert aö heyra álit þjóðarinnar eins og þaö kemur fram í þessari skoöanakönnun. Á aö jafna atkvæðisréttinn milli kjördæma ? Um þaö eru skoðanir skipt- Stjórnarskrárnefnd getur nú skoöað vilja almennings. ar meöal ráðamanna. Nú þarf fjórum til fimm sinnum fleiri atkvæöi til aö IMiðurstöður skoðanakönnunarinnar: Á að jafna atkvæðisréttinn? 370 eða 79 eða 123 eða 28 eða Fylgjandi Andvígir Óákveðnir Svara ekki Ef aðeins eru teknir þeir, sem tóku afstöðu, niðurstöðurnar þessar: Fylgjandi Andvígir Á að fjölga þingmönnum eða færa til þingsæti? Vilja fjölga þingmönnum Vilja færa til þingsæti Óákveðnir Svara ekki Ef aðeins eru teknir þeir, sem niðurstöðurnar þessar: Fjölgun þingmanna Tilfærsla þingsæta 61,7% 13,2% 20,5% 4,7% verða 82,4% 17,6% 42 eða 11,4% 274 eða 74,1% 51 eða 13,8% 3 eða 0,8% j afstöðu. verða 13,3% 86,7% koma manni á þing í Reykjavík og á Rqykjanesi en á Vestf jörðum og Norö- urlandi vestra. Atkvæöisrétturinn er því mjög ójafn. Sumum finnst eölilegt og sjálfsagt, aö þessu veröi breytt. En aörir hafa sagt aö ójafint atkvæðisrétt- ur sé aðeins sárabót tii aö bæta dreif- býlinu óhagræöiö, sem felst í því aö búa langt frá höfuöborginni og hennar kostum. Meö þessari skoöanakönnun vitum viö, hvað almenningur vill í þessumáli. 61,7 af hundraði af heildinnivill jafna atkvæðisréttinn, en aöeins 13,2% eru því andvígir. 20,5% eru áákveönir og 4,7% vildu ekki svara. Þetta þýöir, aö af þeim, sem taka afstööu, vilja 82,4% jafna atkvæðisréttinn, en 17,6% eru á móti því. Þetta er mikill og afgerandi meirihluti. Yfirgnæfandi meirihluti fólks á höf- uöborgarsvæðinu sagðist í könnuninni vilja jafna atkvæðisréttinn. Á lands- byggöinni var einnig mikill meirihluti fylgjandi jöfnun atkvæöisréttar, jafn- vel í sveitum. Hinir óákveðnu í þessari könnun voru einkum konur. Fáir vilja fleiri þingmenn 1 skoöanakönnuninni voru þeir, sem sögöust vilja jafna atkvæðisréttinn spurðir, hvort þeir vildu gera þaö meö því aö fjölga þingmönnum eða færa þingsæti til milli kjördæma. Um þetta er mikið deilt. Meö tilfærslu þingsæta er átt viö, aö þingmönnum dreifbýlis- kjördæma yröi fækkaö en fjölgað í Reykjavík og á Reykjanesi. Þetta mætti gera meö beinum breytingum á þingmannafjölda hvers kjördæmis eða/og meö breyttum reglum um upp- bótarsæti. Oft er sagt, aö fjölga veröi þing- mönnum, eigi að jafna atkvæöisrétt- inn. Ekki veröi stætt á aö þingmönnum einstakra kjördæma fækki. En hvaö finnst almenningi? Skoðanakönnunin segir okkur þaö. Af þeim hópi, sem vill jafna atkvæö- isréttinn, sögðust 74,1%, um þrír af hverjum fjórum, vilja gera þaö meö því aö færa til þingsæti. Aðeins 11,4% sögöust vilja jafna atkvæöisréttinn meö því aö fjölga þingmönnum. 13,8% voru áákveðnir og 0,8% vildu ekki svara. Áberandi var, aö konur voru sérstak- lega andvígar fjölgun þingmanna. Mikill meirihluti karla var líka andvíg- ur því. Meöal kvenna var meirihlutinn yfirgnæfandi bæöi á höfuðborgarsvæð- inu og landsbyggöinni. Meðal karla naut fjölgun þingmanna fremur stuön- ings úti á landsbyggðinni, þótt einnig þar væri aöeins um lítinn minnihluta aöræöa. Urtakið í könnuninni voru 600 manns, helmingur á höfuöborgarsvæö- inu og helmingur utan þess. Helmingur úrtaksins voru karlar og því helmingur konur. Spurt var, hvort fólk væri fylgjandi eöa andvígt því, aö atkvæðisréttur á landinu veröi jafnaður. Væru menn fylgjandi því, voru þeir spuröir, hvort þeir vildu jafna atkvæöisréttinn meö því aö fjölga þingmönnum eöa færa til þingsæti milli kjördæma. -HH Nógað hafa 30 þingmenn — segir Sigurður Gizurarson sýslumaður „Mér finnst þetta ósköp eðlileg svör hjá almenningi og úrslit könnunar- innar koma mér ekkert á óvart. Hitt er svo annað mál hvaö er pólitískt mögulegt,” sagöi Siguröur Gizurar- son, sýslumaöur á Húsavík, en hann á sæti í stjórnarskrámefnd. „Þeir þingmennsemeiga áhættuaö þingsæti þeirra verði felld niöur viö tilfærslu á milli kjördæma geta vita- skuld ekki fellt sig við það. En þjóðar- hagur er vissulega sá aö þingmönnum veröi ekki fjölgað. Ég býst við aö nóg væri fyrir svo litla þjóö sem viö erum aö hafa 30 þingmenn. Þaö er bara ekki vilji fyrir slíku á þinginu. Þannig að ef það á að hafa alla góða þá held ég aö fjölgun þingmanna sé eini kosturinn sem fyrir hendi er til aö jafna at- kvæðavægið,” sagöi Sigurður ennfremur. -GSG. Sigurður Gizurarson: „ Þjóðarhagur er vissulega sá að þingmönnum verði ekki fjölgað". Svo mælir Svarthöf ði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Sannur sonur þjóðar í heimsókn Ágætur maður, Mauno Koivisto, forsætisráöherra Finna, er að koma hingað í opinbera heimsókn og er aö því töluveröur fengur fyrir okkur íslendinga. Minniháttar fólk meö háa titla fer blaðrandi um löndin og til lítils ávinnings, en Finnlandsfor- seti hefur völd, sem eru þeim mun vandmeðfarnari, sem hann situr hið næsta stórveldi, sem er áfjáö í að frelsa heiminn. Sjálfur hefur forset- inn lýst yfir óánægju sinni í viðtali við Elías Snæland Jónsson á Tíman- um út af þeirri nafngift, sem fylgir miklu nábýli og sáttavist við stór- veldi, og dregin er af föðurlandi Koivisto. Þetta heiti, „Finnlandiser- ing”, er notað yfir hugtak, sem orðið hefur til eftir scinna stríð, en fyrir- fannst ekki á tungu manna þar áður. Nafngiftin sjálf, hversu óþægileg sem hún kann að vera fyrir Finna, sem oftast og síðastir noröurþjóða þurfa að standa í hetjubaráttu til að vernda sjálfstæði sitt og vitundar- rétt, nær til allra staða á jaröar- kringiunni, þar sem hinn áfjáði heimsfrelsari er aö störfum. Þótt þessi nafngift verði ekki um- flúin héðan af sem fræðiheiti á yfir- gangi, mega sannir synir föðurlands síns, eins og Koivisto, ekki taka nafn- ið of alvarlega. Það kemur Finnum ekki meira við en öðrum þjóðum, sem búa við ákveðna hættu af grönn- um sínum, og mætti jafnvel nota nafnið yfir ágang og áhrifasókn ann- arra þjóða en Sovétríkjanna. Heitið „Finnlandisering” hefur enn ekki verið notað yfir ástand á Noröurlönd- um utan Finnlands, en þó er Ijóst að Svíar nálgast nú óðum það ákveðna ástand, sem felst í nafngiftinni. Þótt þeir bregðist vasklega við, þegar ókenndir kafbátar sigla upp undir mynni flotastöðvar þeirra, er hitt óskráð og ósagt hver hætta þeim er búin, fyrst þeir hafa kosið sér að standa utan við varnarbandalög og eru því auðveld bráð hverjum þeim, sem telur sig hafa hagsmuna að gæta með óbeinni valdbeitingu, bæði hvað snertir siglingarétt til Atlantshafs og það skjól, sem hafa má af skerja- görðum. Finnland og Svíþjóð eru þau tvö Norðurlanda, sem hafa ekki gerst þátttakendur í varnarbandalagi vestrænna þjóða. Ástæður Finniands eru augljósar, en ástæður Svia miður ljósar og munu felast í þeim metnaði að geta ögrað öðrum einn og óstudd- ur, einnig þeirri fullvissu aö aldrei verði ráðist á þjóð, sem hafi lýst yfir og fáni í hálfa stöng yfir frjálsum þjóðum og er því tengdara hryggð en ávirðingum. Og virðing sú, sem Finnland hefur aflað sér i hugum allra sæmilegra manna, stendur i hlutfalli við árangursrikt sjálfstæði landsins en ekki í hlutfalli við óvirðingu strengbrúðunnar, hver heiti sem slíkri morgunleikfimi kunna að vera gefin. hlutleysi sínu. Hlutleysi Póllands í september 1939 er enn í minnum haft. Líklega má skilja viðhorf Mauno Koivisto svo í viötalinu við Tímann að hann líti á orðið „Finnlandiser- ing” eins og skammaryrði. Þetta er ekki rétt skoðun. Orðið hangir eins Finnar eru um margt sagðir líkir íslendingum, einkum á gleðistundum. Þeir eru það líka í út- liti margir hverjir. Koivisto gæti þess vegna verið bóndi af Jökul- dalnum. En hann er það nú ekki, heldur forseti lands, sem við metum mikils og finnum til með á örlaga- stundum. Aldrei hefur hitnað eins í kolunum á íslandi og í Finnlands- stríðinu. Það er ekki ástæða til að rifja upp orð þeirra, er þá töldu það stríð réttlætanlegt. En þeir eru enn við lýði. Og komi orðið „Finnlandisering” illa við forsetann, mætti spyrja hverjir það eru, sem smíðað hafa slfkt hugtak. Það voru ekki þeir, sem gerðu það sem þeir gátu Finnum til hjálpar, staddir enn í miðjum draumi hlutleysisins. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.