Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1982, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1982, Blaðsíða 17
DV. FIMMTUDAGUR 21. OKTOBER1982. 17 Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur DV OG ÚTVARPIÐ Á FARSÆLLIBRAUT — samkvæmt aðdáanda beggja „Sérstaklega fannst mér ágætt hjá ykkur (sl. föstudag) að hafa tal af heimavinnandi húsmóður sem reyn- ir að afla sér tekna án þess að fara frá böraunum sínum.” Myndin er af Heidi Kristiansen sem spjallað var við í umræddu viðtali. Anna Kristjánsdóttir hringdi: Ég er reglulega ánægð með blaöið ykkar. Sérstaklega fannst mér ágætt hjá ykkur (sl. föstudag) að hafa tal af heimavinnandi húsmóður, sem reynir að afla sér tekna án þess að fara frá börnunum sínum. Þykir mér það vera eftirbreytnivert. Fyrst ég læt nú heyra í mér á annað borð, þá vil ég líka endilega geta þess hversu útvarpsdagskráin hefur farið batnandi núna upp á síðkastiö. Hún hefur verið reglulega ánægjuleg und- anfarnar vikur. Þó finnst mér aö betur megi vanda til fimmtudagsefnisins. í umferðinni: réttinn, ener jafn- dauður fyrirþað” Björn Gunnarsson hringdi: Ég minnist oft all-sérstakrar bandarískrar auglýsingar um gætni í umferðinni. Lauslega þýdd var hún svona: „Hann átti réttinn, en er jafn dauðurfyrirþað.” I umferðinni hefur þessum orðum oft skotið ipp í huga mér — ddd sist í sambandi við strætisvagna. Mér finnst það vera sjálfsagt að þeir, al- menningsvagnamir, njóti forrétt- inda í umferðinni. Á hinn bóginn má of mikið af öllu gera. Sumir vagn- stjórarnir misnota þennan rétt, oft þannig að hætta stafar af. Nýlega varð ég vitni að því að strætisvagn tók óhikaö af stað, án þess að gefa stefnuljós, og sveigði af stöö út á akbrautina — beint í veg fyrir bíl sem var viö hlið hans. Það var ekki ökumanni strætisvagnsins aö þakka að ekki fór illa. Eg var í næsta bíl á eftir og þótti þessar að- ferðir heldur Ijótar. Að auki hefði þetta háttalag verið skiljanlegra ef um þétta umferð hefði verið að ræða, en ekki var því að skipta. Þess hefur áöur verið getiö að strætisvagnar og stórir bílar aki oft allt of nálægt börnum á reiðhjólum. Þaö er hverju orðí sannara og má bæta því við að sömu sögu má segja af akstri fram hjá gangandi vegfar- endum. Þessi stóru farartæki verða að sýna meiri gætni en jafnvel smærri bifreiðar. Viðvíkjandi því að vera jafn dauð- ur þrátt fyrir að hafa átt réttinn þá má útfæra þessi orð á annan veg og segja: Hann átti réttinn en er jafn sekur fyrir þaö. Við berum öll ábyrgð og þótt t.d. strætisvagnar njóti forréttinda þá ber þeim samt að fara eftir umferðarlögum eins og öðrum. Maður á að gefa ljósmerki og það í tæka tíð áður en maður heldur út í umferðina. FRÆG AiMDLÁTSORÐ BILLJARÐURINN m A AKUREYRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.