Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1982, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1982, Blaðsíða 30
30 DV. FIMMTUDAGUR 21. OKTOBER1982. Andlát Anna Jónsdóttír Bjamason er látin. Hún fæddist í Otradal 8. nóvember áriö 1900. Anna læröi hjúkrun í Danmörku. Að námi loknu réöst hún sem hjúkrun- arkona á bamadeild Vífilsstaöahælis og síöar til Hjúkrunarfélags Islands. Eftirlifandi eiginmaöur hennar er Gunnar Bjamason. Þeim varö tveggja bama auðið. Utför Önnu veröur gerö frá Fossvogskapellu í dag kl. 15. Guðmundur Pétur Guðmundsson er látinn. Hann fæddist 29. september 1914 í Reykjavík. Sonur hjónanna Mar- grétar Ámadóttur og Guömundar Kr. Guömundssonar. Guðmundur læröi skógræktarfræði í Noregi. Hann kvæntist Vilborgu Jónsdóttur en hún lést áriö 1979. Utför Guðmundar verður gerö frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Ámý Ágústsdóttir, Kambsvegi 2 Reykjavík, lést í Bandaríkjunum hinn 4. október. Minningarathöfn veröur haldin í Laugarneskirkju föstudaginn 22. október, kl. 13.30. Anna Sigrún Jónsdóttir, Hátúni 10 b, veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. október kl. 15. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugaröi. Kara Briem verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 22. okt. kl. 15. Guðríöur Guðmundsdóttir, Skólastíg 22 Stykkishólmi, sem lést 15. þ.m., veröur jarösungin laugardaginn 23. okt. kl. 14. Guðjón Jónsson, Vík í Mýrdal, veröur jarðsunginn frá Víkurkirkju laugar- daginn 23. okt. kl. 14. Guðlaug Pálsdóttir, Brúarflöt 4 Garða- bæ, verður jarösungin frá Fossvogs- kirkju á morgun, föstudaginn 22. okt., kl. 10.30. Skafti Magnússon frá Sauöárkróki, Hlégeröi 29 Kópavogi, veröur jarðsett- ur frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. okt. kl. 13.30. Einar Kristleifsson, Runnum, veröur jarösunginn frá Reykholtskirkju laug- ardaginn 23. okt. kl. 14. Sigurgeir Gíslason, Björk Sandvíkur- hreppi, er látinn. Útför hans hefur f ariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Kristinn Jónsson fv. meöhjálpari, Sól- vallagötu 14 Keflavík, veröur jarö- sunginn frá Keflavíkurkirkju, föstu- daginn 22. október kl. 14. Gyða Guðmundsdóttir, Hjaröarhaga 28 Reykjavík, lést í Landspítalanum aö morgni 20. október. Frú Lovise Skaug-Steinholt, Tásen Aldershjem, Vinkeivejen 7 Osló 8, lést þriðjudaginn 19. október. Theódór B. Theódórsson mótasmiöur, Kaplaskjólsvegi 56, lést 1 Hátúni 10 b þann 19. október. Marteinn Marteinsson, Hverfisgötu 29 Siglufiröi, lést í Borgarspítalanum laugardaginn 16. október. I gærkvöldi í gærkvöldi Með yfirfullan disk af vandamálum! Þaö var oröiö þröngt í búi, þegar hann kom eftir dúk og disk meö yfir- fullan disk af vandamálum! Hversu oft rekur ekki á fjörur okk- ar oröskrípi eöa misskilningur af þessu tagi. Málshættir og máltæki vitlaust notuð, svo útkoman veröur hrein hörmung. Eöa þýöing sem þýdd er frá oröi til orös. Um þetta fjallaði meöal annars þáttur Olafs Oddssonar, Daglegt mál, í gær- kvöldi. Hann tók þessi dæmi sín úr fréttaskrifum dagblaðanna. Þaö veröur aö segjast þeim til varnar aö þar er hraðinn og flýtirinn oft á tíö- um slíkur aö viðkomandi blaöa- manni gefst vart tækifæri til aö lesa yfir. Hvað um þaö, góö vísa er aldrei of oft kveöin. Og Olafur Oddsson hefur í þessum þáttum sínum bent okkur blaðamönnum á ýmislegt er betur má fara. Á hann þakkir skildar fyrir þaö, ekki síst þar sem hann tilkynnti í gærkvöldi aö þetta væri sinn síöasti þáttur. Verður sjónarsviptir aö Olafi á þeim vettvangi. Nýi stíllinn á fréttum útvarps þyk- ir mér dulítið einkennilegur. Ekki fréttir sem slíkar heldur upphafiö á þeim. Það hefst meö því aö tveir fréttamenn lesa upp, aö því er maður heldur, þaö sem.er í fréttum. Þar til annar þeirra segir svo allt í einu: En nú er komiö aö fréttunum, þulur í kvöld er.. . Kvöld eftir kvöld hef ég alltaf orðiö jafnhissa. Af hverju má ekki segja: En nú tekur fréttaþulur viö, sem í kvöld er.. . eða eitthvaö í þeim dúr? Er þaö ekki þaö sem átt er viö? Eitt aö íokum: Er ekki tími til kominn aö Ewingamir fái hvíldina? Kristín Þorsteinsdóttir. Tónleikar í Nýlistasafninu Fimmtudaginn, 21. október kl. 21.00, munu hljómsveitimar Vonbrigði og Hin konunglega rokksveit halda tónleika í Nýlistasafninu Vatnstíg 3b. Tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands Aörir áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Islands verða í Háskólabíói fimmtudaginn 21.10 kl. 20.30 Á efnisskrá em eftirfarandi verk: Svendsen: Kamival í París, Liszt: Píanókonsert nr. 1, Shostakowiteh: Píanókonsert nr. 1, Schumann: Sinfónía nr. 4. Stjórnandi tónleikanna er aðalhljómsveitar- stjóri hljómsveitarinnar, Jean-Pierre Jacquillat. Einleikari á trompet í píanó- konsert Shostakowitchs er Lárus Sveinsson, fyrsti trompetleikari í Sinfóníuhljómsveit Is- lands. Afmælistónleikar Mezzoforte á Broadway Um þessar mundir á hljómsveitin Mezzo- forte 5 ára starfsafmæli. Af því tilefni verða haldnir afmælistónleikar á Broadway fimmtudagskvöldið 21. okt. Ætlunin er að vanda sem mest til þessara tónleika og verður hljóðstjórn m.a. í höndum Geoff Caiver sem getið hefur sér gott orð fyrir upp- tökustjórn á hljómplötum Mezzoforte, Þú og égo.fl. Þá er einnig væntanlegur til landsins brasil- íanski slagverksleikarinn, Louis Jardim, sem leikið hefur á þrem seinustu hljómplötum Mezzoforte. Hann hefur komið víða við á tón- listarferii sínum og m.a. leikið með Tinu Charles, Leo Sayer, ABC og Crusaiders svo nokkrir séu nefndir. Að auki munu Ellen Kristjánsdóttir, Ema Þórarinsdóttir, Jóhann Helgason og Hjörtur Howser aöstoða Mezzoforte á þessum tón- leikum. I kjölfar tónleikanna munu Mezzoforte og Louis Jardin leika á nokkrum tónleikum út um landsbyggöina, sem hér segir. föstudag 22. okt. Fjölbrautaskólinn Flensborg Hafnar- firði, laugard. 23. á Bifröst í Borgarfirði, sunnud. 24. Sjallinn Akureyri, mánud. 25. i Félagsstofnun Stúdenta. Þessa dagana er væntanleg á markaðinn 4. hljómplata Mezzoforte. Hún ber heitið „Mezzoforte 4” og var hljóðrituð í London í júlí og ágúst sl. Hljómplatan veröur gefin út samtimis í Englandi og á Islandi. Tónleikar á Selfossi 1 dag, fimmtudagmn 21. okt., verða haldnir tónleikar Musica Antiqua í Sélfosskirkju. Leikin veröur barokktónlist á eftirlíkingar hljóðfæra frá barokktímabilinu. Verkin á efnisskránni eru eftir Corelli, Marais, Hotte- terre, Quantz o.fl. Flytjendur á þessum tónleikum eru kana- díski travers- og blökkflautuleikarinn Alison Melville, Camilla Söderberg, sem leikur á blokkflautur, Helga Ingólfsdóttir, á sembal og Ölöf Sesselja Öskarsdóttir, á viola da gamba. Tónleikamir sem hefjast kl. 20.30 eru á vegum áhugaaöila á Selfossi. 70 ára afmæli á í dag 21. október Alfreð W. Þórðarsson frá Vesturhúsum, Vest- mannaeyjum, nú til heimilis aö Eyja- seli 3, Stokkseyri. Hann tekur á móti gestum á heimili dóttur sinnar, Breið- vangi 10 Hafnarfirði, laugardaginn 23. október milli kl. 15 og 19. Skaftfellingar Haustfagnaður Skaftfellingafélagsins verður haldin í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178, iaugardaginn 23. október kl. 21.00. Omar Ragnarsson skemmtir og tríó Þorvaldar leikur fyrir dansi. Félagsvist í Langholtskirkju Spiluð verður félagsvist i félagsheimili Lang- holtskirkju í kvöld (fimmtudag) kl. 20.30 og verða slík spilakvöld í vetur öll fimmtudags- kvöld. Væntanlegur ágóði rennur í kirkju- byggingarsjóð. Jöklarannsókna- félag íslands Haustfundur verður haldinn að Hótel Heklu fimmtudaginn 21. október 1982, kl. 20.30. Fundarefni: 1. Dr. Þór Jakobsson veðurfræðmgur flytur erindi: Norður í ísinn með Rússum. 2. Kaffidrykkja. Kvennaréttinda- félag íslands heldur rabbfund um I.A.W. í dag, fimmtudag, kl. 17.15 að Hallveigarstööum. Félagar eru hvattir til að mæta. Kvenfélag Kópavogs Fundur í félagsheimilinu fimmtudaginn 21. okt. kl. 20.30. Dagskrá: Kynning á notkun snyrtivara. Rætt um undirbúning vinnuvök- unnar. Mígrensamtökin halda almennan félags- og fræðslufund aö hótel Heklu fimmtudaginn, 21. okt. kl. 20.30. Hulda Jensdóttir talar um slökun. Stjórnin. Bókakynning í Nýja kökuhúsinu I kvöld er fyrsta bókakynning vetrarins í Nýja kökuhúsinu við Austurvöll. Einar Laxness les úr bókinni Jakob Hálfdánarson, sjálfsævisaga, bernskuár Kaupfélags Þing- eyinga. Upplesturinn hefst ki. 20.30 og er öllum heimUl aðgangur. Inngangur í Nýja kökuhúsið er frá Austur- velli en einnig verður Bókaverslun Isafoldar opin að Austurstræti. Jólakortaútgáfa Gigtarfélags íslands Gigtarfélag tslands hefur gefið út jólakort tii ágóða fyrir Gigtlækningastöð félagsins. Innrétting á húsnæðinu er nú aUvel á veg komin en síðasti áfanginn mun þó verða fjár- frekur. Þessi útgáfa er aöeins einn liður í að ráöa við þann áfanga og væntir félagiö stuðnings sem flestra við að ljúka þessu verkefni. Athugasemd r Isafoldarprentsmiðju: Dreifing en ekki útgáfa I tilefni fréttar í DV í dag (þ.e. miö- vikudag) um útgáfu bókar Guðmundar Sæmundssonar, óskar Isafoldarprent- smiöja h.f. eftir aö eftirfarandi veröi birtíDV: Þegar undirritaöur haföi samband við Guðmund Sæmundsson, var erind- iö aö bjóöa honum að annast dreifingu bókarinnar, en slíks eru mörg dæmi aö bókaútgáfur dreifi bókum sem ein- staklingar gefa út. Guðmundur upplýsti aö hann heföi þegar gert slíkan samning viö annan dreifingaraöila. Utgáfa bókarinnar kom aldrei til tals og er frétt DV því á misskilningi byggð. Hins vegar ræddum viö Guðmundur um samvinnu við kynningu bókarinnar sem fram gæti farið fimmtudagskvöld- iö 28. október í Bókaverslun ísafoldar og Nýja kökuhúsinu við Austurvöll, á bókakynningarkvöldum sem þar veröa í vetur. 20. október 1982. tsafoldarprentsmiöja h.f. Leó Löve Þórshafnartog- Kerlingarfjallahátíð Haustskemmtun Skíðaskólans í Kerlingar- fjöllum verður haldin annað kvöld (föstudag 22. okt) í Súlnasal Hótel Sögu. Þar koma saman gamlir og nýir nemendur skólans til þess að rifja upp gömul kynni og skemmta sér á KerUngarfjaUavísu. Má búast við miklu fjöri með söng og dansi fram eftir nóttu. Húsið verður opnað kl. 7 fyrir matargesti og lagið að sjálfsögöu tekið undir borðum. Aðal- fjörið hefst svo um hálf tíu tii tíu og aUir drifnir í kokkinn. Þá verður fjöldasöngur með Kerlingarfjallasöngvum og einnig sýnd kvik- mynd frá námskeiðunum í sumar. Einn af vinsælustu nemendum skólans, Kjartan Ragnarsson leikari, kemur svo beint af leiksýningu einhvern tíma um miðnættið og flytur hedmUcla skíðadrápu, sem sló í gegn í „Fjöllunum” ísumar. Lúdó og Stefán eru enn í fuUu fjöri eftir áralanga þjónustu í skemmtibransanum. Þeir hafa að vísu ekki Og standist allt áætlun kemur Helmut Maier, einn af vinsælustu kennurum skólans, beint til landsins frá Austurríki til þess að vera á kvöldvökunni og hitta vini og nemendur og skemmta sér með þeim. Til þess að tryggja sér borð og miða ættu menn að koma í dag mUli kl. 5 og 7 á Hótel Sögu í anddyri Súlnasalarins. Allir nemendur skólans sem aldur hafa til og gestir þeirra eru velkomnir. Sérstök skemmtun verður fyrir 17 ára og yngri á sama stað, Súinasal Hótel Sögu, á sunnudagskvöldið (24. okt.). Verður hún meö svipuðu sniði að slepptum kvöldmat og er meiningin að byrja strax kl. 8 með dansi. KerlingarfjaUahljómsveitin „Skíðabrot” með Eyva og Einari sér um fjörið og Kerlingar- fjaUasöngvana. Kvikmyndin verður sýnd um kl. 9 og svo dansað áfram tU miðnættis. skemmt mikiö opinberlega upp á síðkastið en þeim mun meira í einkasamkvæmum. Á myndinni eru þeir félagamir, Elfar, Stefán, Artur og Már. arinn Stakfell Þórshafnartogarinn, seni aflað hefur svo vel sem frá var sagt í blaðinu í gær, heitir Stakfell en ekki ArnarfeU eins og skrifað var. Það leiðréttist hér með. —AA,Þórshöfn/JBH Frá skrifstofu forseta íslands Nýskipaður sendUierra Finnlands, hr. Martin Isaksson, afhenti forseta Islands trúnaðar- bréf sitt í dag aö Bessastööum að viðstöddum Olafl Jóhannessyni utanríkLsráðherra. Síðdegis þáði sendiherrann boð forseta að Bessastöðum ásamt fleiri gestum. Sendiherra Finnlands hefur aðsetur í Reykjavík. Tilkynningar Afrnæli Tónleikar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.