Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1982, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1982, Blaðsíða 34
Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið DV. FIMMTUDAGUR 21. OKTOBER1982. Einlífið er allra best Hver man ekki eftir henni Jean Marsh sem yljaði fólki um hjarta- ræturnar með hugljúfum leik sínum í sjónvarpsþáttunum Húsbændur og hjú? Síöan þá er heilmikið vatn runnið til sjávar og hefur Jean búið sl. 5 ár í New York, leikið á Broadway og í bandarískum sjónvarpsþáttum. En nú er hún aftur flutt heim til Englands og hefur keypt sér lítið hús úti á landi þar sem hún hyggst njóta ómengaðs lofts og annarrar náttúru- feguröar sem stórborgir eru svo sorglega fátækar af. Þar býr hún ein og ætlar ekki að láta neinn leiðinda karldrjóla eyðileggja friðinn fyrir sér. — Ég er ein, en ég er hamingju- söm, segir Jean Marsh. — Á ungpíu- árunum dreymdi mig auövitað um mann og barn. Ég gifti mig tvítug en þaö hjónaband stóð stutt. Síðan hef ég ekki hitt neinn sem ég hef viljað hætta á h jónaband með. Hún viðurkennir þó að hafa ein- staka sinnum búið meö og að hún þurfi svo sem ekki að kvarta yfir sambýlinu. A.m.k. var enginn sam- býlismannanna neitt tiltakanlega vondur við hana. En hún er nú orðin 46 ára og löng reynsla hefur kennt henni að henni hentar samt sem áður bestaðbúa ein. Jean Marsh: sveitinni sinni. Hamingjusöm Romina Power: Nektarmyndir af Dallas-leikkonum ■<------------------m. Romina Power: Er líka vinsæl söngkona. I Ameríkunni er Kristín auðvitað löngu dottin upp fyrir og J.R. búinn að skipta á henni og nýjum ást- meyjum. Sú næsta var leikin af Audrey Landers en nú hefur Joanna Cassidy (33 ára) fengið samning upp á að mega verma bóliö hans J .R. í að minnsta kosti fimm þáttum. SKRIFAR BÓK UM PABBA Það er allsendis óvíst aö samning- urinn viö hana veröi framlengdur því aumingja Joanna hefur fengið óvænt vandamál að stríða viö. Amerískum klámblööum hefur nefnilega tekist aö krækja í nektarmyndir af henni sem teknar voru í sambandi við myndina Næturleikir, en þar lék Joanna undir stjóm Rogers Vadims. Eru myndirnar svo krassandi að Vadim, sem ekki kallar allt ömmu sína í þessum efnum, þorði ekki einu sinni að nota þær í myndinni. Þetta getur bundið snöggan endi á framavonir Joönnu í Dallas þar sem framleiðendur óttast ekkert meira en aö falla í ónáð hjá hinni öflugu siö- gæöishreyfingu í Bandaríkjunum sem tókst meira að segja að komá banni á Löður fyrir minni sakir en þærað ráða „klámleikkonur” í aðal- hlutverkin. Við þetta bætist að Linda Gray, sem leikur Sue Ellen, hefur heldur ekki alveg hreinan skjöld í þessum málum þar sem hún lét freistast til að leyfa af sér nektar- myndatökur áður en hún fékk hlut- hjálplegur meö nauösynlegar upplýsingar frá glanstímabili beggja í Hollywood. Þetta er ekki fyrsta bókin sem kemur út um Tyrone. Mamma Rominu, Linda Christian, hefur áður gefiö út endurminningar sínar og seldust þær eins og heitar lummur þar sem þær gáfu góða innsýn í fjöl- breytt ástalíf hinnar látnu kvik- myndahetju. Annars er Romina söngkona að atvinnu og gift ítalska söngvaranum A1 Bano. Syngja þau gjarnan saman og hafa plötur með þeim hjónum selst mjög vel svo Romina er svo sem ekki á neinu nástrái. Þau eiga tvær dætur saman og er von á þriðja barninu innan skamms. Tómstund- unum eyða þau á búgaröi sem þau eiga en þar rækta þau grænmeti og vínber til vínframleiöslu. Sagan segir að nú sé aðeins ein leið vís til frægöar og frama fyrir kvenkyns nýstirni í Hollywood: Aö fá að leika ástkonu J.R. Ewings í Dallas. Viö Islendingar erum að vísu svo aftarlega á merinni með Dallas- þættina aö J.R. er ekki einu sinni farinn að halda almennilega við hana Kristínu, litlu systur eigin- konunnar Sue Ellen, en sú er leikin af Mary Crosby, dóttur Bings heitins. verk sitt í Dallas og komst á þá undirstaða fyrir aukna siðgæðis- grænu grein sem virðist nauösynleg vitundHollywood-leikkvenna. Romina Power var aðeins 7 ára er hún missti fööur sinn, kvikmynda- leikarann Tyrone Power. Hún hefur nú tekiö sér fyrir hendur að skrifa bók um hann og segir hún að Henry Fonda sálugi hafi verið sér mjög Linda Gray: Ekki aiveg laus við nektarmyndir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.