Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1982, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1982, Blaðsíða 36
36 DV. FIMMTUDAGUR 21. OKTOBER1982. DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL MIGLANGAR SJÚKLEGA AÐSKREPPA ÍSKOKKÍDAG Komið þið sælir dægradvalar góðir. Þá er Dægra- dvölin komin í skokkið. Hlaupa, hoppa, beygja, teygja og sveigja, allt gert til að fjarlægja björgunarhringina, sem hafa ágerst í seinni tíð. Nú, svitinn er löngu byrjaður að gægjast út um svita- holurnar á okkur. Við öndum mjög hratt og erum farnir að finna fyrir þreytu í fótunum. Og ekki laust við að stingur, er kallast hlaupastingur, sé farinn að gera vart við sig. Hvað er það á milli vina þegar búið er að hlaupa fimm kílómetra og aðeins tveir eftir. Ahha, ahúhú, nei, við gefumst sko ekki upp úr þessu. Afram, áfram. Hvilik dásemd að komast í heita og hressandi sturtu á eftir. Og nú rennum við í mark. Þetta var bara ekki svo erfitt eftir allt saman. Hefðum við stoppað, þegar við vorum sem þreyttastir og sveittastir, það hefði verið meirí vitleysan. Menn fá heldur ekki úthald nema taka á. Það er líka gaman að hlaupa og við erum gjör- samlega nýir menn á eftir. Já, skokkið er hressandi og það má líka sjá áhrif þess á viðmælendur okkar í Dægradvölinni í dag. Við förum á Melavöllinn og sjáum skokkara í starfi. Ræðum við hana Lilju Þorleifsdóttur, sem hleypur um holt og hæðir reglulega og síðan tökum við Hjörleif Guttormsson tali en hann er kunnur skokkari og útivistarmaður. Jæja, þar gall startskotiö við og Dægradvölin sprettir nú úr spori. SKOKKARISEM NÆR SÉR Á STRIK HANN HLEYPUR SKO EKKI í SPIK — segja hressir, útiteknir, sveittir og syngjandi sælir Melaskokkarar Hljómsveitin Tappi tíkarass vakti mikla athygli nýlega á hinu svokall- aða Melarokki. En fyrir þá, sem ekki vita það, þá er ekki bara rokkað á gamla Melavelhnum, þar er líka skokkaö. Og rokkararnir og skokkar- arnir eiga reyndar það sameiginlegt að báðir þurf a aö nota s veif luna. Við Einar Olason ljósmyndari skruppum á Melavöllinn í hádeginu einn daginn og sáum nokkra skokk- ara taka hina einu sönnu sveiflu, við Spegill, spegill, herm þú mér, hver á landi frá- astur er, segja þeir Halldór Guðbjarnarson og Guð- mundur Vigfússon um leið og þeir taka hringinn á Melavellinum við spegilslétta pollana. Og pollarnir eru ekki í vandræðum með svarið. „Við hlaupum eftir Suðurgötunni inn aðafgreiöslu Flugleiða og förum svo gamla tívolíveginn til baka. Þaðan er síðan haldið inn í Hljómskálagarðinn og sumir hlaupa að Iðnó.” Það er Einar Isfeld sem út- skýrir leiðina sem hann og fleiri hlaupa i hádeginu þrisvar í viku. Einar er hér sæll og glaður eftir hlaupið og slappar af í stúkunni. Þcssar tóku „hanahoppið” fyrir okkur í stúkunni. Eru þær kannski að „blöffa”? Við sjáum ekki betur en búið sé að festa talíu í þær og þeim siðan vippað upp. Þetta kallar maður nú ekta sveiflu. Sturturaar á Melavellinum eru sagðar þær bestu norðan Alpa og sunnan Skarðsheiðar. Það er Bald- ur Kristjánsson, sannur Melaskokkari, sem nýkom- inn er undan bununni. Og hvilík vellíðan fylgir þessu. Birgir Ólafsson endurskoðandi á bekknum í bún- ingsklefanum á Melavellinum. Búkurinn beygður og bolnum sveiflað. Þær gerast ekki öllu betri bol- sveiflurnar. Birgir Ólafsson og Ásgelr Asgeirsson á útkikkinu á Melavellinum. Búnir að koma nær daglega í ein þrettán ár á Melavöllinn, enda skin hressleikinn úr andliti þeirra. MYNDIR: Einar Ólason og Sveinn Þormóðsson góðan undirleik veöurguðanna. Þeir hlupu léttilega nokkra hringi með- fram bárujárninu, hoppuðu og iðuðu í stúkunni, gengu rólega í afslöppun- inni, teygðu sig og beygðu í búnings- herberginu og sungu sturtulagið í sturtunni. Og á fagurpolluöum fótboltavellin- um mátti heyra hljóð eins og : „Jón Emil, Steini er frír. Kalli, láttu bolt- ann ganga út á kantinn.” Já, þeir Luch Júnæted menn voru nefnilega í sparkinu og drápu boltann á lærinu og afgreiddu hann síðan í netið með þrumuskotum. Og allt þetta og helmingi meira var myndefni Einars. Viö vonum aö myndirnar af skokkurunum séu ekki hreyfðar, en við skulum láta þær segja frá Melaskokkinu. „Alveg brjálæð- islegt” „Þetta er alveg brjálæðislegt,” sögöu þær raunvísindakonur, Auður Einarsdóttir, Guðrún Skarphéöins- dóttir og Kristín Sigurbjömsdóttir, er við stoppuöum þær af sem sannir löggæslumenn, enda hlupu þær hringinn öfugan. Þær eru allar í Há- skólanum og eru að læra verkfræði, stærðfræði og eðlisfræði. SKOKK TEXTI: Jón G. Hauksson „Þaö er alveg nauðsynlegt að skokka, enda sitjum við á rassinum allan guðslangan daginn,” sögöu þær og bættu við að þær hlypu fjórum sinnum í viku og væru komnar i fimm hringi á Melavellinum. Þær luku allar stúdentsprófi frá MR síðastliðiö vor og sögöu að skokkiö hefði byrjað er skyldu- leikfiminni lauk. Og skokkiö byrjaöi hjá þeim í algjöru „djóki” eins og þær nefndu það. „Jú, við finnum mikinn mun á okkur,” sögðu þær glaðlegar á svipinn að lokum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.