Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1982, Page 7
DV. MIÐVKUDAGUR 27. OKTOBER1982.
7
Neytendamál í kennaramenntun var
umræðuefni á fundi fulltrúa frá
norrænum neytendastofnunum og
kennaraháskólum í Hasselbyhöll í
Stokkhólmi dagana 4.-6. október
síðastliðinn. Anna Guðmundsdóttir
hússtjórnarkennari var fulltrúi
Kennaraháskóla Islands á f undinum.
Norræn embættismannanefnd um
neytendamál sá um fundinn og var
hann Uður í norrænni könnun á því
hver væri staða neytendamála í
kennaramenntuninni á Norðurlöndum.
Könnun var gerð í samvinnu kennara-
háskóla og neytendastofnana og stóð
yfir frá 1979 til 1982.
TaUð er áríðandi að ala upp
þjóöfélagsþegna sem kunna aö skipu-
leggja neyslu sína, þar sem fram-
leiðsla og neysla verða að haldast í
hendur. Hvort tveggja hefur áhrif á
afkomu og lífshamingju þeirra.
Markmið fundarins var að gera sér
grein fyrir hvernig mætti koma þessu
máli inn í menntun grunnskóla- og
framhaldsskólakennara. Umræður um
neytendamál þurfa því að fara fram á
Neytendur Neytendur Neytendur
Neytendamál snerta
flestar námsgreinar
öllum skólastigum, aUt frá forskóla.
Þær umræður eiga að vera eðUlegur
þáttur í kennslunni, enda snerta neyt-
endamál aUar námsgreinar að heita
má. Kennarar verða því að hafa undir-
stöðuþekkingu á sviði neytendamála.
MikU þörf virðist vera á góðu
kennsluefni svo unnt sé að efla
umræður um neysluna.
Á undanförnum árum hefur verið
mikU samvinna miUi Norðurlandanna
varöandi neytendafræöslu í skólum og
var það mál manna á fundinum í
Hasselby höU að þetta norræna sam-
starf sé mikilvægt tU að unnt verði að
koma á þeirri hugarfarsbreytingu sem
með þarf.
-ÞG.
Raddirneytenda
Fékk snitchel f stað rif ja
Kona í Innri-Njarðvík (Nnr. 3924—
2338) hafði samband við neytendasíð-
una og vUdi koma á framfæri þakklæti
til kaupmannsins í VUcurbæ, Keflavík.
„Eg keypti lambarif fyrir nokkru í
Víkurbæ. Þegar ég kom heim og ætlaði
að matreiöa lambarifin sá ég aö það
var farið að slá í þau. Hringdi ég þá í
kaupmanninn og kvartaði undan því að
ég hefði fengið lélegt hráefni í verslun-
inni. Hann brást vel við kvörtun minni
og vildi senda mér eitthvað annað í
kvöldmatinn, sem ég afþakkaði. Næst
þegar leiö mín lá í verslunina gaf ég
mig fram við kaupmanninn og hann
leiddi mig að kjötborðinu og bauð mér
að velja kjötmeti í staðinn fyrir lamba-
rifin. Á endanum valdi ég lamba-
snitchelsem varmUtludýrara en rifin.
ÖU framkoma kaupmannsins, og
reyndar alls starfsfólksins í verslun-
inni, var alveg sérstaklega jákvæð. Vil
ég þakka þessu ágæta fólki fyrir góða
og lipra þjónustu.”
-ÞG.
IELDHUSINU:
PYLSUR í VATNSDEIGI
Vatnsdeig
2dlvatn
100 g smjörlíki
100 g hveiti
1/2 tsk. lyftiduft
4egg
salt.
Vatn og smjörlíki látið í pott.
Þegar suðan kemur upp er hveitið
látið saman við og hrært vel þar tU
deigið loðir ekki við pottinn. Deigið
er kælt svolítið og eggjum blandað
saman við, eitt í einu. Deigið er hrært
vel, það má ekki vera mjög lint.
Deigið er flatt út og skorið í stykki
sem unnt er að rúUa utanum pylsur.
pylsur
sinnep
skinka
ostur
egg
Sinnepi er smurt á deigið, hálf
skinkusneið og ein ostsneið lögð á
hvert stykki, sem síðan er vafið utan
um pylsu. Deigið dugði utanum 6—8
pylsur. Það á að hylja pylsuniar
alveg, loka vel fyrir endana, raða á
ofnplötu og pensla með eggi. Bakað í tUbúnar þegar þær eru farnar aö
225 gráöa heitum ofni og ofnplatan brúnast. Boriö fram með hrærðum
höfð í miöju. PylsurúUumar eru kartöflumoghrásalati.ef viU.
Danmörk
NOTAÐAR
JÁRNSMÍÐA-
VÉLAR
OG
VERKFÆRI
BR0DREIME HANSEN A/S
STRANDSKADEVEJ 14
RENNIBEKKIR
FRÆSIVÉLAR
BORVÉLAR
BEYGJUVÉLAR
P. HANSEN
VÆRKTOJMASKINER
CARLJAKOBSENS VEJ 16
KANTPRESSUR
RADIALBORVÉLAR
SÖX
PLÖTUSKURÐARVÉLAR
ROBERT PETERSEN
VERKTOJMASKINER
CARLJAKOBSENS VEJ 16
PRESSUR
SAGIR
SUÐUVÉLAR
SLÍPIVÉLAR
AXEL ERIKSEN A/S
MILEPAREN 29
STÆRSTI VERKFÆRALAGER
NORÐURLANDA
EINNIG NOTAÐAR OG
NÝJAR VÉLAR
UNITRUK
RUGVÆNGET 22 TÁSTRUP
ALLAR STÆRÐIR LYFTARA
DÍSIL, BENSÍN OG
RAFKNÚNIR.
MITSUBISHI
CLIMAX
ADLI
Fyrirhuguð er skoðunar-
og verslunarferð ofannefndra
fyrirtækja, sunnudaginn 14.
nóvember nk. Ferðir milli
fyrirtækja ókeypis.
ÍSLENSKUR
LEIÐSÖGUMAÐUR.
Ekkert atriði að menn geri
kaup I ferðinni.
ALLUR KOSTNAÐUR
Í LÁGMARKI
Upplýsingar milli kl. 9 og 12
EINKAUMBOÐ:
IVPTARPOG
vctAÞJónuiTiin
Ármúla 8. — Sími 84858.