Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1982, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1982, Blaðsíða 2
2 Lögreglumenn koma i land eftir að hafa bjargað hryssu i Viðey úr nauðum. Var hún búin að vera föst i girðingu þar i nokkra daga. Hryssuna sakaði okki. DV-mynd S. Hryssu bjargað úr nauðum úti í Viðey Hryssu var bjargað úr nauöum í Viðey um hálffjögurleytið í gær. Lögreglunni var tilkynnt um hryss- una þar sem hún var föst í girðingu og gat sig hvergi hreyft. Var hún losuð og mun hana ekkihafasakaö. Að sögn lögreglunnar tilkynnti maður á Kleppsvegi um hryssuna. Gerir hann sér það til dundurs að fylgjast með hrossunum í Viðey. Sá hann í sjónauka hvar hryssan var föst í girðingu við svonefnt Virki sem er á eyjunni. Lögreglan kvað ennfremur mjög líklegt aö hryssan hefði verið föst í girðingunni í nokkra daga. Lögreglan fór í eyjuna með lóðs- bátnum og hafði jafnframt gúmmí- bát sinn með í förinni. Þess má geta aö um fjörutíu hestar munuaðjafnaðiveraíViöey. -JGH. LEIT AÐ FLUGVÉLINNIHÆTT Fyrsta daginn leituöu skip á svæðinu og flugvélar frá Flugmálastjórn, Landhelgisgæslu og Vamarliði, samtals um sextán flugstundir. 27. október var ekki unnt að leita vegna veðuns. Þann 28. október var leitað úr lofti og fínkembt allt hafsvæðið út af Vestfjörðum, allir firðir og fjöll á vesturhluta Vestfjarða- kjálkans, og flognar samtals um tólf flugstundir. Leitin hefur engan árangur borið og ekkert hefur heyrst í neyðarsendi flug- vélarinnar. Flugmenn, sjómenn og aðrir á þessum slóðum eru beðnir að gera viðvart verði þeir einhvere óvenjulegs varir.” -JGH. Skipulagðri leit að flugvélinni TF- að morgni 26. október sl.,umþaðleyti MAO, sem síðast sást til yfir hafi um sem eldsneyti hennar var talið á þrjátíu sjómílur vestur af Arnarfirði þrotum, hefur nú veriö hætt. Nú hugsum við um LÍNURNAR og notum Chicken of the Se túnfisk í salatið. Frábær túnfiskur í VATIMI. NOTAÐIR BILAR upw i aag — laugardag kl. 10—18. KOMDU OG SKOÐAÐU ÚRVÁLIÐ ogláttu verðið á notuð SAAB-bílunun koma þér þægilega á óvart. TOGGURHF. SMB UMBOÐIO BILDSHÖFÐA 16. SÍMI 81530 DV. LAUGARDAGUR 30. OKTOBER1982 „Ný tæki í sjónvarpssal” efst á blaði inn- kaupalistans’' segir Pétur Guðf innsson, framkvæmdastjéri sjónvarpsins „Við gengum nokkum veginn frá lista yfir tæki sem við hyggjumst festa kaup á fyrir f járveitingu ársins 1983 í gær,” sagði Pétur Guðfinns- son, framkvæmdastjóri sjónvarpsins, í samtali við DV. „Stúdiótæki okkar eru tvímæla- laust veikasti hlekkurinn í tækja- búnaði okkar þannig að ný upptöku- tæki í stúdíó em efst á blaði hjá okkur.” Pétur sagði að stúdiótæki sjón- varpsins hefðu upphaflega verið keypt til bráðabirgða við litvæöingu, en síðan heföi átt aö flytja þau i upp- tökubil og fá ný upptökutæki. Er sjónvarpiö var svipt tolltekjum af innflutningi sjónvarpstækja, sem sjónvarpið haföi treyst á við lit- væðingu, var þetta ekki hægt. Bráða- birgðastúdíótækin hafa því veriö í notkunífimmár. „Við erum sem sé búnir að ganga frá tækjakaupalistanum í höfuð- atriðum, en ekld enn formlega, en ég áekki vonáaðþetta breytist.” Pétur kvað líklegt að vélamar þrjár sem nota á í sjónvarpssali komi í febrúar nk. Hann sagði að myndgæði myndu aukast og meiri möguleikar yrðu til stúdíóvinnslu meðtilkomunýjutækjanna. -ás. Kaupum þúsund bíla á mánuði Til septemberloka var búið að toll- afgreiða 9.361 bíl, til nýrra nota í land- inu eða 1.040 bíla á mánuði, 1.459 bílum fleira en á sama tímabili í fyrra. Af þessari kös eru 8.844 bílar splunkunýir, 379 innfluttir notaðir og 138 fluttir aí Keflavíkurflugvelli notaöir af vamarliðinu og vamarliös- mönnum. Þessi boðskapur kemur frá Hagstof- unni. Ur honum má ennfremur lesa, að af þessum 9361 bíl til nýnota í eigu þjóöarinnar era 4.299 frá Japan, 45,9% flotans. Japanir era því aö búa sig í stakk til þess að hremma meirihluta íslenska bílamarkaöarins. Vestur-Þjóðverjar seldu okkur 1.429 bíla þessa niu mánuði, Svíar 1.319 og Sovétmenn 741 bíl. En aðrir mun færri. Af þessari níu mánaða viðbót við bílaflotann voru 8.088 venjulegir fólks- bílar, 457 sendibílar, 746 vörubílar af ýmsum stærðum og 70 annars konar bílar. I allt voru kaupin í 8.527 bensín- bflum og 834 disilbflum. Hagstofan getur raunar um einn rafmagnsbfl frá Bandaríkjunum en flokkar hann að lokum annaöhvort á bensín eöa disfl. Þrjár bflategundir skera sig nokkuð úr í bílakaupunum undanfarið. A þessum níu fyrstu mánuöum ársins voru nýskráðir hér 1.009 Mazda-bflar, eftir því sem næst verður komist, 911 Volvo-bílar og 870 Toyota-bttar. Næsta 685 Lada-bílar. Fleiri tegundir náðu ekki 500 nýskráningum. ^átíðfjteasScoðal 1 fyrir 1. nóvember| (Eftir þann tíma má búast við sekt)! 1 OPIÐ LAUGARDAG | BIFREIÐA SKEMMUVEGI 4 KOPAVOGI SIMI 7 78 40 UIVERKSTÆI knastc 310 3S I árebyrjun vora bílar á skrá orðnir næstum 100.000 samtals. Ekki er vitað hve margir hafa verið afskráðir síðan. En ljóst er að eftir þessi miklu nýbfla- kaup undanfarið er tala skráöra bíla í landinu komin upp í 105—107.000. -HERB. „Mótmælum þessum hermangs- fram- kvæmdum” — segir Svavar Gestsson félagsmálaráðherra um samþykkt Helgurvíkur- framkvæmda „Það er ljóst, ef þetta er rétt, að við erum ekki ánægðir og mótmælum þessum hermangsfr amkv æmdum, ’' sagði Svavar Gestsson ráðherra. Hann var spurður um afstöðu alþýðubanda- lagsmanna til ákvörðunar utanríkis- ráðherra, sem heimilað hefur fram- kvæmdir við 23.000 tonna olíugeyma með öllum umbúnaði í Helguvík. „Ég hef ekki fengið upplýsingar um þetta frá Olafi sjálfum og get þess vegna lítið um þetta sagt,” sagði Svavar Gestsson ennfremur, „ég mun ræða þetta við hann.” Má búast við frekari viöbrögðum ykkar en að þið mótmælið? „Eins og hverjum? Áttu við að sprengja geymana eða eitthvað þvíumlíkt?” Nei, viðbrögð innan ríkisstjórnar- innar. „Eg mun ræða við Olaf áður en égsvara þessu.” Utanríkisráðherra hefur sem fyrr segir heimilað bandaríska sjóhernum að hefja framkvæmdir við olíu- geymana. Þó ekki fyrr en i október að ári, en þangað til verður unnið að ýmsumundirbúningi og efniskaupum. Þama verða byggðir tveir geymar, 15.000 rúmmetrar hvor. I 30.000 rúm- metra geymum má koma fyrir 23.000 tonnum af olíu og bensíni. Þeir fimm geymar sem varnarliðið hefur nú til afnota í Keflavík taka um 50.000 tonn. •HERB.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.