Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1982, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1982, Blaðsíða 6
6 DV. LAUGARDAGUR 30. OKTOBER1982 Ferðaþjónusta veitir 250 þiisund Lundiínabiíum beina atvinnu: i Tekjur af ferðtmumnum stdptu núUjörðum punda Skodanakönnun meöal feröamanna í London: listanum „Hér í London munu um 250 þús- und manns hafa beina atvinnu af ferðaþjónustu af ýmsu tagi. Auk þess er ótölulegur fjöldi sem hefur hluta- starf í þessari atvinnugrein fyrir ut- an alla þá sem hafa óbeinar tekjur af komum feröamanna. Á þessu ári er reiknað meö að ferðamenn eyði lið- lega 2,4 milljörðum punda í London. ” Þetta sagði Ylva French, blaða- fulltrúi Feröamálaráös Lundúna- borgar, meðal annars í spjalli við feröasíðuna á dögunum. London er alltaf jafnvinsæl meðal ferðamanna hvaöanæva úr heiminum. Ibúar borgarinnar munu vera um sjö millj- ónir, en á þessu ári munu iiðlega 20 milljónir feröamanna koma til London og dvelja þar í samtals 86 milljónir gistinætur. Meirihluti þess skara sem heimsækir London áriega er breskir þegnar, en liölega sjö milljónir erlendra ferðamanna eru í þessum hópi. Milljarðatekjur „Þótt útlendingar séu í miklum minnihluta af ferðamönnum þá eru það þeir sem skilja mest eftir af pen- ingum. Tekjur af þeim munu nema hátt í tvo milljarða sterlingspunda á þessu ári. Bretar sem heimsækja London eyða hér tæplega hálfri millj- ón punda þótt þeir séu nærri helm- ingi fleiri en hinir. En þess ber að gæta aö mjög margt utanbæjarfólk gistir hjá vinum og ættingjum en ekki á hótelum,” segir Ylva French ennfremur. Því má skjóta hér inn að eftir að hafa lagt í hinar ótrúlegustu reikn- ingskúnstir telur ferðasíðan sig hafa , komist að þeirri niöurstöðu að í ís- lenskum krónum talið nemi tekjur Lundúnabúa af ferðamönnum á þessu ári um sjö til átta milljörðum króna. (I þessu sambandi má geta að fjárlög íslenska ríkisins fyrir næsta ár eru ekki, ,nema” um tólf milljarð- ar!) En í hvað fara allir þessir pen- ingar? „Samkvæmt okkar könnunum var meöaleyðsla erlendra feröamanna í fyrra um 24 steriingspund á dag. Eyðslan skiptist þannig að 36% fara í mat og drykk, 27% í innkaup, 23% í gistingu, 9% í að ferðast um borgina og loks er 5 % eytt í skemmtanir. Þeir sem gista á hótelum dvelja aö meöal- tali þrjá daga í borginni en þeir sem eru hjá ættingjum eða vinum eru 11—13 daga. Þetta misræmi er ofur skiljanlegt þegar haft er í huga að út- lendingar ferðast oft um England en eru ekki bara í London. Þó er það áberandi að ferðamenn frá f jariæg- ari löndum virðast oft vera mestan hiuta dvalartímans í London. Hinir sem búa nær Englandi og koma því oftar til London viröast hins vegar ferðast meira út á land,” sagði Ylva French. Tíuþúsund áráðstefnu Nú er það auðvitað svo aö ekki koma allir erlendu ferðamennirnir til þess eins að njóta lífsins og skoða borgina. Mjög margir koma í við- skiptaerindum eöa til að sitja fundi og ráðstefnur. „London er ásamt París mesta ráðstefnuborg í Evrópu. Nú er til dæmis veriö að undirbúa ráöstefnu sem hér verður haldin árið 1985 með / Covent Garden er að fínna skammtilagar smiverslanir og ágæt veitingahús. Sjónvarpsstöðin THAMES lét gera skoðanakönnun meðal erlendra og innlendra ferðamanna um London og einnig meðal íbúa borgarinnar um álit þeirra á ferðamönnum. Könnun- in var framkvæmd af stofnun sem nefnist Opinion Research Centre. Þessi könnun var mjög ítarleg og verður aðeins drepið á nokkur atriði hér. I ljós kom að flestir ferðamann- anna jafnt innlendra sem erlendra höföu mest gaman af því að skoöa borgina. Næstflestir lögðu mest upp úr því að skoða söfn og merkisstaöi. Síðan kom verslun, íbúarnir og leik- hús. Forráðamenn safna glöddust mjög við þessa niðurstööu og sögöu að vonandi gerðu stjórnmálamenn sér nú grein fyrir þýðingu safna fyrir aukinn straum ferðamanna til borgarinnar. Af aðspurðum sögðu 55% að dvölin í London væri mjög ánægjuleg en að- eins 1 % lét í ljós óánægju. Þegar spurt var hvað helst ylli vandræðum fyrir ferðamenn í Lond- on nefndu flestir hátt verðlag, eða 26%, en 25% sögðu ekki hafa orðið fyrir neinum vandræðum. Allmargir sögðust þó eiga í erfiðleikum með að rata. Nær 83% sögöu að íbúar Lund- úna væru vingjarnlegir og 89% að þeir væru hjálpsamir. Lundúnabúar voru spurðir hvort þeir teldu borgina hafa hag af ferða- mönnum eða hvort þeir yllu vand- ræðum. Niðurstaðan var mjög afger- andi þar sem 92% sögðu borgina hafa hag af ferðamönnum og 50% töldu að þangað ætti að laða fleiri ferðamenn. Þá voru það 73% sem bentu á aö feröamenn eyddu peningum í Lond- on og 59% að þeir veittu heimamönn- um mikla atvinnu. Margt fleira fróðlegt kom fram í þessari könnun. Kannanir sem þess- ar hafa rriikið gildi og væri óskandi að hægt væri að koma á slíkum rann- sóknum hérlendis. Nú þrengir að í þjóðarbúinu og við megum ekki láta hjá líða að gera það sem hægt er til að laöa að fleiri erlenda ferðamenn og auka þar með gjaldeyristekjur. Skoöanakannanir meðal ferða- manna mundu verða mikil hjálp við að ákveða leiðir og markmið í þeim efnum. -SG tíu þúsund þátttakendum. Það gæti oröiö strembið að fá inni á hótelum á þeim tíma sem hún stendur yfir. Flest borgarhverfin leyfa ekki bygg- ingu fleiri hótela og City er nánast eini staðurinn sem hægt er að byggja fleiri hótel á,” sagði Ylva. Hún sagði aö verð á hótelgistingu í London væri að mestu hætt að stíga. Hins vegar gerði það hóteleigendum erfitt fyrir að skattur á hótelrekstur hefði hækkað meira en næmi verö- bólgunni, sem að vísu væri orðin mjög lítil í Bretlandi. Það væri hægt að velja um aragrúa hóteia, allt frá átta sterlingspundum á sólarhring og uppúr. En hvaðan koma flestir hinna útlendu ferðamanna? „Þeir bandarisku eru flestir, eða um 20%. Siðan eru það Þjóðverjar, Frakkar og Italir en þar næst Norðurlandabúar. Við erum núna að vinna ákveðið að markaösmálum í Suðaustur-Asíu og gerum okkur von- ir um aö fá þaöan stóraukinn f jölda ferðamanna á næstu árum. Miklir erfiðleikar hafa steöjaö að atvinnu- rekstri i Bretlandi siðustu árin en ferðaþjónusta er sá atvinnuvegur sem hefur skilað hvað bestum árangri. Sterk staða pundsins hefur þó gert landið dýrara fyrir erienda feröamenn, ef miðað er við það sem var fyrir nokkrum árum er pundiö stóö mjög veikt. Þá komu Norður- landabúar á skipum í stórum hópum og keyptu heilu búslóðimar hér og fluttu með sér heim. En það er leikur einn aö dvelja hér í London án þess að eyða miklum peningum. Það kost- ar ekkert að skoða fjölmörg söfn, flugfélög og ferðaskrifstofur bjóða ódýrar pakkaferðir sem lækka kostn- aðinn verulega og þeir sem koma á eigin vegum geta valið milli ódýrra en góðra hótela. Matur á pöbbunum kostar sáralitið og það er meira að segja hægt að snæða þríréttaða mál- tíð á næturklúbbi fyrir 12—14 sterlingspund á mann. Við erum því ekki hrædd um að það dragi úr ferða- mannastraumi til London. Það má líka minna á aö allar leiðir liggja til og frá London. Þaðan er flogið til yfir 200 áfangastaöa um allan heim á degi hverjum og hingað sækir fólk aftur og aftur. London er borg sem sinnir þörfum allra, jafnt barna sem fullorðinna,” sagði Ylva French og er greinilegt að hún þreytist seint á að lýsa dásemdum borgarinnar. Ferðamál Umsjón: Sæmundur Gudvinsson Dennis Waterman og Mauríce Lane i hlutverkum sínum i Windy City. Peter O’Toole á sviði í London Ekki er hægt að skrifa um London án þess að minnast aðeins á leikhús- in. Meðal verka sem eru á f jölunum má nefna bráðskemmtilegan söng- leik sem nefnist „Windy City”, byggður á ameríska leikritinu „The Front Page”. Glenda Jackson og Georgina Hale fara hamförum í leik- ritinu „Summit Conference”. Þessar tvær frægu leikkonur fara þar meö hlutverk hjákvenna Hitlers og Mussolini. Farsi eftir Dario Fo, „Can’t Pay? Won’t Pay”, er alltaf jafnvinsæll og sama má segja um söngleikinn Evítu. „Macbeth” er að sjálfsögðu í sýningu og þar er Sarah Miles meðal leikenda. Vinur okkar, Gordon Jackson (þjónninn Hudson), leikur stórt hiut- verk í „Mass Appeal”. Þá má ekki gleyma „Children of a Lesser God” néheldur„Cats”. Sá frægi leikari, Peter O’Toole, stígur á fjalirnar í London í leikriti Bemard Shaw, „Man and Superman”. Sýningar á því hefjast 18. nóvember og standa yfir fram yfir jól. „Camelot” með Richard Harris í aðalhlutverki verður frum- sýnt 12. nóvember. Loks má ekki gleyma að geta þess að Músagildran hefur verið á f jölun- um í 30 ár samfleytt þann 25. nóvem- ber, en þá verður 12.483. sýning á þessu verki. Yfir fimm milljónir gesta hafa séð Músagildruna í London á þessum 30 árum og tekjur af aðgöngumiðasölu nema sjö milljónum sterlingspunda. —SG Borgin sjálf og söf iftin efst á vinsælda-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.