Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1982, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1982, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR 30. OKTOBER1982 9 Fallegt fó? En hafa menn hugleitt, hvað vitlaus fjárfesting hefur kostað i tapaðri velferð? \itleystm í fjórfestinyunni — ein versta meinsemdin Viö höfum sótt fram og viljað festa fé. En vitleysur höfum við 'gert margar. Þær eru einhverjar hinar dýrustu, af því, sem við höfum gert síðustu ár og áratugi. Nú greiðum viö stöðugt fyrir þær villur. Margir tala um kreppu um þessar mundir. Kannski virtist þaö ekki svo voöalegt í augum þeirra, sem sáu, þegar villurnar voru gerðar. Nú þegar að kreppir svíður okkur sárar. Þessi mál voru efni ráðstefnu fyrir viku. Þar kom margt fram, sem skýrði málin. „Hefur okkur tekizt vel við val fjárfestinga?” spurði einn ræðumanna. „Svar mitt við þessari spumingu er nei. Við höfum í ríkum mæli vikið arðsemissjónarmiðum til hliðar við val fjárfestinga og þess vegna hafa afköst heildarfjárfesting- ar okkar verið of lítil og reyndar svo lítil á löngum tímabilum, að fá eða engin dæmi eru um annað eins.” Halldór Ásgrímsson, þingmaður Framsóknar, er fulltrúi dreifbýlis- kjördæmis á Alþingi. Er hann ánægður með, hvemig fjárfestingin hefur verið? Nei. Handaupprétting undir þrýstingi Halldór segir: ,,Saga áætlunar- gerðar á Islandi er orðin alllöng en ekki að sama skapi uppörvandi. ,ji undanförnum árum hefur myndazt mikill þrýstingur á Alþingi, að keypt- ir verði hlutar í ýmsum fyrirtækjum um land allt. Hefur það jafnvel geng- iö svo langt, aö menn hafa þurft að ganga til atkvæðagreiðslu um það, hvort fyrirtæki skuli reist á Suður- landi eða Norðurlandi. Vinnubrögð sem þessi era stórhættuleg og því er nauösynlegt að gera róttækar breyt- ingar í sambandi við form slíkra ákvarðana. Fyrirtæki verða ekki stofnuö með handauppréttingu á Alþingi undir þrýstingi frá aðilum með litla eða enga fjármálalega ábyrgö. Halldór Ásgrimsson vill, að stofnað verði sérstakt fjárfestingar- fyrirtæki með fjárhagslegri ábyrgð, fyrir þennan þátt ríkisafskipta. Hall- dór þekkir, að slíkt fjárfestingar- félag er til, og kannski ætti ríkið að snúa sér til þess, þegar greiða þarf úr likum flækjum. Vafalaust er Hall- dóri ljóst, að það þarf ekki að segja mikið um mat á arðsemi steinullar- verksmiðju í Þorlákshöfn og á Sauð- árkróki, hvemig hendumar á lofti teljast á Alþingi. Þar ráða önnur sjónarmið ríkjum. Þótt Halldór Ásgrímsson viöur- kenni margt, sem aflaga hefur farið, og er honum sómi að, hefur hann ekki flýtt sér að viðurkenna óráðsí- una í þeim fjárveitingum, sem gengið hafa til lanbúnaðar, til að halda uppi off ramleiðslu. Deift um lyftara Einn ræðumanna á ráðstefnunni nefndi það sem dæmi um öfugt kerfi, að kísilmálmverksmiðja hefði verið ákveðin á Raufarhöfn (eftir öllum sólarmerkjum að dæma) með tiltölu- lega litlum vangaveltum ráða- manna. Vafalaust yrði hins vegar meira velt vöngum, þegar ákveða skyldi, hvaða tegund af lyfturum yrði notuð í verksmið junni. Og Halldór Ásgrimsson sagði um Kröfluvirkjun: „Þótt nákvæmt kostnaðareftiriit við byggingu Kröfluvirkjunar hafi verið mikil- vægt, var hin upphaflega ákvörðun mistök.semaldreiverða bætt.” Fyrmefndur framsóknarþing- maður hefur viðurkennt hluta vand- ans, en er honum jafiieinfalt að skrifa undir ýmsa aðra réttmæta gagnrýni á það, hvernig f jármunum okkar hefur verið varið? Hvað um baráttu flokksbræðra hans úr dreif- býlinu fyrir hverju fiskiskipinu af öðm, í hvert plássið af öðm, þótt fiski- skipin væm of mörg? Er þingmann- inum ljóst, þegar hann skopazt að að- ferð handauppréttinganna á Álþingi, að svipað gUdir um þá fjárfestingu, sem verður tU fyrir þrýsting á þing- menn af einstökum hagsmunahópum og „gæðingum”? Auðvitað gUdir hið sama. Hinir póUtisku fuUtrúar flokk- anna á Alþingi em ekkert færari um að setja fiskiskip á hina ýmsu staði' en þeir era um að meta arðsemi steinullarverksmiðja. Það, sem skort hefur, er, að sjónarmiö arðsémi hafi ráðið ferð- inni, í stað einhverra annarlegra sjónarmiða alþingismanna. Að því leyti gæti f járfestingarfélag Halldórs Laugardaqs- pistill Haukur Helgason orðið tU bóta, en viö efumst um, aö það yrði annað en ný Framkvæmda- stofnun, þar sem pólitískir loddarar réðu ákvörðunum. Samdauna Dr. Gylfi Þ. Gíslason er horfinn af þingi. DeUa má um, að hve miklu leyti hann hafi sem þingmaður tekið þátt í þeim loddaraleik, sem tíökast jafnan á Alþingi. En nú er hann, svipað ýmsum öðrum, sem vikið hafa úr baráttunni, farinn að benda á margt, sem réttsýnir menn aUra flokka og utan flokka geta samþykkt. Dr. Gylfi sagði fyrir rúmum fjórum árum og var þá enn talinn meöal stjórnmálamanna, sitthvað, sem við getum íhugað enn í dag: ,,Á síðustu ámm hefur sá hugsunarháttur, sem einkennt hefur stefnuna í landbúnaðarmálum í áratugi, það er það aö láta arðsemissjónarmið lúta í lægra haldi fyrir svo köUuðu byggða- sjónarmiði, færst yfir á svið sjávar- útvegs og orkumála. Á sviði orku- mála, þar sem um hefur verið að ræða mikla fjarfestingu, sem Utinn arð mun geta borið, hefur það fýrst og fremst verið byggðasjónarmið, sem ýtt hefur arðsemissjónarmiðinu tU hliðar. Á sviði sjávarútvegs, þar sem um hefur veriö að ræða gífur- lega umframfjárfestingu í fiskiskip- um, en einnig að nokkm leyti í fisk- vinnslustöðvum, miðað við þann afla, sem fiskifræðingar telja óhætt að veiða á íslandsmiðum, hefur ekki einungis byggðasjónarmiö ráðið ferðinni, heldur ekki síður og kannski öllu heldur einkahagsmuna- sjónarmiðið. Þegar einstaklingar eða einstök byggðarlög hafa talið sig geta hagnazt á skipakaupum eða byggingu fiskvinnslustööva, hefur það sjónarmið verið látiö ráöa, þótt menn hefðu átt að gera sér ljóst, að hagsmunir þjóðarheildarinnar geröu aðra stefnu æskUegri.” Menn allra flokka segja eitthvað þessu líkt, þegar við þá er rætt „prívat”. En opinberlega halda þeir áfram að vera „samdauna” í því að eyða stóram hluta fjármuna okkar í óarö- bæra fjárfestingu, sem skUar okkur í engu því, sem til er stofnað, þótt litið sé einnig tU annarra þátta en arðs af f jármagninu eingöngu. Ráðherrar koma fram og svara gagnrýni á óráösíuna í fjárfestingu með því að spyrja, hvort menn vUdu þá, aö dregið yrði úr fjármagni til skóla og s júkrahúsa! Þetta er „biUega” sloppið. Sumir stjómarandstæðingar ganga fram fyrir skjöldu þessa daga og segjast hafa reiknað, hve miklu meira við ÖU greiöum í skatta vegna rangrar fjárfestingar síðustu ára, í landbúnaöi, í fiskiskipum, í Kröflu. En hvar hafa þessir menn verið? Hafa þeh ekki veriö samábyrgir fyrir slíkri stefnu síöustu ár og ára- tugi? Sjávarútvegur er og verður gmnd- vaUaratvinnugrein okkar, sú grein, sem lífskjör okkar byggjast á að mestu. Enginn hefur ráðizt á sjávar- útveg í þeirri stöðu. En hagur þeirr- ar útgerðar, sem fyrir er og rekin með dugnaði og þekkingu, verður auðvitað skertur, þegar flutt em stöðugt inn fleiri skip til að keppa viö þá, sem fyrir em, um takmarkaðan aflann. Auk sjávarútvegs verður orkunýt- ing og iönaður að halda uppi lifskjör- um okkar í náinni f ramtíð. Viö getum hugsanlega aukið tekjur okkar af sjávarútvegi. En við getum ekki búizt við að auka afla frá því, sem hann var, tU dæmis í fyrra. Hvaö um iðnaðinn? Atvinnuleysi 1938 Iðnaöurinn hefur ekki notið jafn- ræðis. Á framangreindri ráðstefnu kom fram, að þær sveiflur á gengi og verðlagi, sem iðnaðurinn hefur þurft að búa við, hafa oftar en hitt haft neikvæð áhrif á afkomu iðnaðarins og leitt tU taprekstrar og skuldasöfn- unar, sem síðar hefur gert innlend- um iönaöi erfiðara og keppa viö inn- fluttar vörur og kostað þjóðarbúiö drjúgt. „Mín spá er sú, aö árið 1983 uppUf- um viö í fyrsta sinn það atvinnuleysi, sem er óhjá1 væmUeg afleiðing” þeirrar verðbólgu og áhrifa sveiflna, sem verið hafa, sagði formaður Félags íslenzkra iðnrekenda, Víglundur Þorsteinsson. „Svo virðist sem aUir hafi gleymt þeim gömlu og nýju sannindum, að atvinnulífið þarf stöðugt efnahagslíf tU að dafna og efnahagssveiflur og óðaverðbólga eru skilyrði, sem framleiðslufyrirtæki, eins og iðnfyrú-tæki, geta Ula starfað við til langframa.” Spár margra um atvinnuleysi á komandi ári eru ákveðnari en þær hafa verið í 15 ár. Að vísu hafa ein- hverjir alltaf spáð atvinnuleysi, þegar haustar, en það hefur verið til- tölulega lítiö, þegar á aUt landið er litið. Verði eitthvert atvinnuleysi, kemur í ljós, að við greiöum ekki aöeins fyrir vitlausa fjárfestingu með sköttum okkar, við getum líka orðið að greiða hana með atvinnu- missi, sumir hverjir. Ánægjulegt er að heyra þingmenn ýmissa flokka segja sannleikann um meinlokumar í því kerfi, aö þing- menn ákveði, án fjárhagslegrar ábyrgðar, hvar verksmiðjur skuU settar og hvaða verksmiðjur, án tU- Uts tU arðsemi. Þeir hafa einnig beint og óbeint greitt atkvæði sín um skipakaup og framlög til offram- leiöslu í landbúnaði. ÞeU- hafa, beint eða óbeint, viðhaldið því kerfi, að iðnaðurinn hefur veriö olnbogabam. Þetta hefur nú þegar komið okkur í koU. Haukur Helgason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.