Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1982, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1982, Blaðsíða 12
12 DV. LAUGARDAGUR 30. OKTOBER1982 Konur Reykjavík! Kynningarfundur verður haldinn að Hótel Borg laugar- daginn 30. október nk. kl. 15. Komið og kynnið ykkur uppbyggjandi félagsskap sem á erindi til allra kvenna. Allar velkomnar! MÁLFREYJUSAMTÖKIN Á ÍSLANDI BMW 520 BMW518 BMW 518 BMW 323i BMW 320 BMW 316 BMW 320 BMW 320 autom. Renault 20TL Renault 20TL Renault 18TS Renault 18TL árg. 1980 árg. 1980 árg. 1977 árg. 1981 árg. 1980 árg. 1980 árg. 1981 árg. 1980 árg. 1978 árg. 1977 árg. 1980 árg. 1979 Renault 14TL Renault 14TL Renault 12TS Renault 12 station Renault 12TL Renault 5TL Renault 4 Van Renault 4 Van Renault 4TL árg. 1978 árg. 1977 árg. 1978 árg. 1979 árg. 1977 árg. 1973 árg. 1977 árg. 1978 árg. 1980 Opið: laugardaga kl. 1—6. KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI 86633 ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboöum í eftirfarandi RARIK-82054 Þverslár. Opnunardagur: Miðvikudagur 1. desember 1982 kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma, og veröa þau opnuö á sama staö aö viöstöddum þeim bjóöendum er þess óska. Útboösgögn veröa seld á skrifstofu Ráfmagns- veitna rikisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, frá og meö þriðjudegi 2. nóvember 1982 og kosta kr. 50,- hvert eintak. Reykjavík 28.10. '82. Rafmagnsveitur ríkisins ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK-82048. 132 kV Suðurlína. Stálsmíöi. Opnunardagur: Mánudagur 15. nóvember 1982 kl. 14.00. Verkiö felst í smíði zinkhúðaöra stálhluta ásamt flutningi á þeim til birgðastöövar í Reykja- vík. Verkiö skiptist í verkhluta 1,2 og 3. Verkkaupi leggur til smíðaefni í verkhluta 3 og aö hluta til í verkhluta 1. Bjóöa má í hvern verkhluta fyrir sig eöa alla. Verkhlutum 1 og 2 skal ljúka 1. júní 1983 en verk- hluta 3 skal ljúka 1. maí 1983. Tilboðum skaí skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma, og veröa þau opnuð á sama staö aö viðstöddum þeim bjóöendum er þess óska. Útboðsgögn veröa seld á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, frá og meö mánudeginum 1. nóvember 1982 og kosta kr. 200,- hvert eintak. 2S. >M2. Rafmagnsveitur ríkisins. Ágúst Einarsson með gamla grammófóninn sinn. Tii allrar óhamingju vantar reglu- tórsfjaðrirnar í fóninn, en samt erþetta dýrgripur hinn mesti. Hefurdu séð graf- folann hans Einars?” • spjallað við Ágiíst Einarsson, sfldarmatsmann á Ésaf irði í gömlu húsi við Fjarðarstræti á ísa- firði býr Ágúst Einarsson sildarmats- maður. Kvöld eitt fyrir nokkru bönk- uðu blaðamenn DV upp á hjá honum og trufluðu hann frá sjónvarpsfréttunum. Ágúst tók því sannarlega ekki illa, þó ekki leyndi sér að fréttir lætur hann yfirleitt ekki framhjá sér fara. Góðlát- lega bauð hann okkur að ganga til stofu og tylia okkur. Var það þegið með þökkum. Ekki var íbúðin stór enda þarf Ágúst ekki mikið í kringum sig. Allt bar snyrtimennsku hans fagurt vitni. En það var apparatið á stofu- borðinu sem mesta athygli vakti svona í upphafi og minnti á fyrstu daga hljómplötunnar. „Já, faðir minn keypti þetta 1916 þegar ég var ungur strákur. Þetta var fyrsti grammófónninn í mínum hreppi og alveg sérstakur gripur enda komu menn til að sjá hann. Gömul kona spurði ferðamann sem kom á bæ hennar hvort hann hefði séð graffolann hansEinars!” — Hvaða hreppur var það sem þú nefndir? „Pabbi hét Einar Bæringsson og bjó þar sem ég er fæddur og uppalinn, á Dynjanda í Jökulfjörðum í Grunna- víkurhreppi. Hreppurinn nær frá Bjamamúpi austur að Geirhólmi og út að Homi. Þama var blómlegast svona um 1915 og fram á þriðja ára- tuginn, ætli hafi þá ekki verið þar 300— 400 manns. Ég var á Dynjanda til 1931 þegar ég flutti til Sæbóls í Aðalvík, konan mín var þaðan. Hún hét Þórunn Magnús- dóttirog lést 1973.” — Byrjaðirðu snemma á sjónum? „Eg keypti mótorbát árið 1929, þriggja tonna og vélarlausan en þó nýjan, á 2000 krónur. Vélin í hann kostaði svo sömu upphæö. Peninginn átti ég vegna þess aö ég var á togara og þénaði dálítið. Báturinn hefur lán- ast mér alveg prýðilega. Ég hef róið á honum á hverju ári, frá vori til hausts síöan ég eignaöist hann, þar til í fyrra.” Það var ágætt að róa úr Aðal- víkinni. A vorin kom „hann” og gekk alveg inn að sandi. Fiskurinn var allur saltaður og það var móttaka á Sæbóli; karl þar sem tók við fiskinum.” — Hvað varstu lengi þarna? „Ég bjó á Sæbóli í 11 ár og var með dálítið hokurbú þar en mest var þetta sjórinn. Þaðan var svo farið á Hesteyri þar sem ég var í 4 ár og á reyndar enn hús og jörð sem ég hef fyrir sumar- bústaö.” — Þú nefndir aðeins togara, varstu togarajaxl? „Ég var á togaranum Þórólfi 5 DV. LAUGARDAGUR 30. OKTOBER1982 . íSíl sumur á síld. Kolbeinn skipstjóri var perla, engill flotans! ” — Á togara og vélbáti, hvað um ára- bátana, svo farið sé til baka? „Jú, hérna áður fyrr voru þetta mikið árabátar og þá voru erfiðir dagar, við unnum eins og skepnur. Það þurfti að plóga til að beita en á vorin fékk maður kannski nýja síld. Heima í föðurhúsunum var róið til fiskjar frá Staðareyrum undir miðri Staðarhlíðinni. Allir karlar sem bjuggu þama áttu litla báta, þetta var enginn búskapur til aö lifa af. Jarð- irnar voru svo litlar, bara kot, en fólkið margt.” — Hvað tók svo við af Hesteyri? „Þaðan flutti ég 1937 til Isafjarðar og hef verið hér síöan. Ég var nú hérna á togaranum Isborgu. Hún endaöi víst fyrir sunnan þar sem henni var breytt og seinna seld úr landi. Árið 1953 byrjaði ég sem síidarmats- maður. Ég vann sem slikur tvö ár í söltuninni á isborgu. Thorsaramir fréttu af því og fengu mig til sín á Þórólf sem var í eigu þeirra. Ur þessu fór ég frá einum stað til annars. Þegar ég hætti á Þórólfi til Einars í Bolungarvík og vann fyrir hann þar, á Siglufirði og Seyðisfirði.” — Hvert er hlutverk síldarmats- manns? „Það er að skoða og meta síldina, að hún sé söltunarhæf og þegar hún er búin að standa í tunnum að hún sé hæf til útflutnings.” — En í síldarleysinu, hvað er þá gert? „Þetta hefur nú veriö bæði síldar- og fiskmat. Núna er ég alltaf í skreiðar- mati.” — Heldurðu að fiskurinn sé að veröa búinn, eins og sagt er? Maður er nú svo vitlaus aö geta ekki sagt um það fyrir víst. En mér finnst alltaf nógur fiskur og hálfvitlaust að segja að hann sé búinn. Þeir sögöu reyndar þaö sama 1928.” — En hvaö um nýtinguna á aflanum? „Mér finnst alveg hroðalegt og ekki eyðandi orðum að því að lifrinni og jafnvel gotunni skuli vera fleygt. Hérna áður fyrr var lifrin aðalkaupiö okkar og hún brædd um borö. Utgerðin keypti lýsið. Kaupið var sáralitiö en lifrarpeningamir gáfu tekjurnar.” — Hvað finnst þér þá um alla nýju togarana? „Þetta eru bara borgir núna, ekkert sambærilegt við samvinnubátana gömlu til dæmis. Mig hefur oft langaö til að skreppa með þessum skipum og átt þess kost en ekkert orðið úr því. Þetta er alveg lúxus, allt undir þiljum og þeir hafa það líka ágætt á tog- urunum. Alveg óþarfi fyrir þá að vera að kvarta þetta.” — Hvað þá um kvartanir útgeröar- manna? „Það á bara að lofa þeim að fara á hausinn sem standa sig ekki. Við eigumþessi skip.” — Ertu pólitískur? „Nei, ekkert að ráði og sem betur fer. Pólitíkin er að fara með allt til fjandans. Ég hef alla tíð verið jafnaðarmaður. Þá skoðun myndaði ég mér þegar verkalýðsfélagiö var stofnað í Hnífsdal. Það gerðist upp úr þvi að fiskkaupandi vildi lækka verö á fiskinum til sjómannanna en það var hraustlega staðið gegn því. — Hvernig líkar þér við stjómmála- mennina okkar? „Pólitíkin núna er búin að gera þá vitlausa. Viö erum að kjósa menn sem eiga að ráöa en svo eru þaö bara flokk- arnir sem gera það. Ég er stórhrifinn af Gunnari Thoroddsen og þekki engan annan mann sem heföi getað haldið þessari stjórn saman. Við fáum ekki betri stjórn en þessa.” — Hér uppi á vegg er stór mynd af Vigdísi forseta, studdir þú hana? „Já, ég gerði þaö. Það er ekki frítt við að ég sé dálitiö hrifinn af Vigdísi og ég á margar myndir af henni. Ég held að ég hafi klippt út allar myndir af henni síöan úr kosningaslagnum. Þetta er myndarkona og hressileg. Fyrir kosningarnar hét maður einn á mig aö ef Vigdís kæmist að fengi ég þriggja stjörnu koníak. Hann stóð við orð sín.” — Þú vinnur enn eins og berserkur ekki satt? „Jú, ég vinn alltaf í Norðurtangahús- inu. Ég kalla mig nú strák ennþá, er ungur í anda, léttlyndur og hef haft góða heilsu.” -JBH m r- r-> 13 (r. Allt a einum stað Komdu með bílinn á staðinn og þeir á verkstæðinu sjá um sð setja nýtt pústkerfi undir. PÚSTKERF/Ð FÆRÐU HJÁ OKKUR Verkstæðið er opið alla virka daga frá kl. 8.00 til 18.00, nema föstudaga frá kl. 8.00 til 16.00. Lokað laugardaga _ Síminn er 83466 ^ 0 0 D D D D D íV Ath.: Verkstæðið fæst eingöngu við isetningar pústkerfa D D D D D D Bílavörubúbin Skeifunni 2 FJÖÐRIN 82944 Púströraverkstæði 83466 Ný, sportbif reið, f rá, Skoda á, bílasýningu, um, helgina Þú ættirað líta inn í sýningarsalinn að Nýbýlavegi 2 um helgina og kynnast nýja, glæsilega Skodanum okkar, - Skoda Rapid. Þar færðu svar við öllum spurningum varðandi þennan athyglisverða bíl og að auki kynnistu „gömlu góðu“ Skodunum sem að sjálfsögðu standa fyrir sínu við hlið nýja félagans. Sýningin er opin kl. 13.00 til 17.00 laugardag og sunnudag. Ath! Jón Spæjó ætlar að læðast inn milli kl. 14.00 og 15.00 báða sýningardagana og árita myndir af sér með <t alvörusvip. Og nú er bara að drífa sig! m JÖFUR hf. Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.