Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1982, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1982, Blaðsíða 24
24 DV. LAUGARDAGUR 30. OKTOBER1982 Nauðungaruppboð sem auglýst var i 105., 108.1981 og 2. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Miðvangur 85 Hafnarfirði, þingl. eign Árna Óskarssonar, fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar og innheimtu ríkissjóðs á eign- inni sjálfri miðvikudaginn 3. nóvember 1982 kl. 14.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 105., 108.1981 og 2. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Grenilundur 5 Garðakaupstað, þingl. eign Sonju M. Granz, fer fram eftir kröfu Garðakaupstaðar og Veðdeildar Landsbanka Is- lands á eigninni sjálfri miðvikudaginn 3. nóvember 1982 kl. 14.30. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Heiðarhraun 15 í Grindavík, þingl. eign Guðmundar Haraldssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Gísla Baldurs Garðarssonar hdl., Ammundar Backman hdl., Vilhjáims H. Vilhjálmssonar hdl., Veðdeildar Landsbanka tslands og innheimt- umanns ríkissjóðs f östudaginn 5. nóv. 1982, kl. 15. Bæjarfógetinn í Grindavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Vesturgata 13, neðri hæð í Keflavík, þingl. eign Gunnars Guðmundssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Hafsteins Sigurðssonar hrl., Vilhjálms Þórhallssonar hrl., Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl., Veðdeildar Landsbanka íslands og Gunnars Guðmundssonar hdl., föstudaginn 5. nóv. 1982, kl. 11. Bæjarfógetinn í Keflavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Sunnubraut 30 í Garði, þingl. eign Arnar Eyjólfssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Gests Jónsson- ar brl., Árna Guðjónssonar hrl., og Veðdeildar Landsbanka islands fimmtudaginn 4. nóv. 1982, kl. 16.30. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni fiskverkunarhús á lóð úr landi Rafn- kelsstaða II í Garði, þingl. eign fiskvinnslunnar Suðurnes hf., fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Gests Jónssonar hrl. og Fiskveiðasjóðs Íslands fimmtudaginn 4. nóv. 1982, kl. 16.15. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Garðbraut 81 í Garði, þingl. eign Torfa Steinssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Guðjóns Steingríms- sonar hrl. og Gísla Baldurs Garðarssonar hdl. fimmtudaginn 4. nóv. 1982, kl. 16. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Kirkjubraut 7 í Njarðvík, þingl. eign Vilhjálms Eyjólf ssonar, fer fram ó eigninni sjálfri að kröfu Veðdeildar Landsbanka íslands, Jóns Kr. Sólnes hdl., Magnúsar Þórðarsonar hdl., Ólafs Axelssonar hdl. og Hafsteins Sigurðssonar hrl. fimmtudag- inn 4. nóv. 1982, kl. 14.30. Bæjarfógetinn í Njarðvík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Faxabraut 33B í Keflavík, þingl. eign Sæmundar Péturssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl. og Veðdeildar Landsbanka islands fimmtudag- inn 4. nóv. 1982, kl. 13.30. Bæjarfógetinn i Keflavík. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á mb. Særós KE—207 þingl. eign Preben Nielsen, fer fram við bátinn sjálfan í Keflavíkur- höfn að kröfu Jóns Kr. Sólnes hdl. f immtudaginn 4. nóv. 1982, kl. 11.30. Bæjarfógetinn í Keflavík. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á Fiskverkunarhúsi á lóð úr landi Gerða í Garði, þingl. eign Ásgeirs hf., fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Fiskveiðisjóðs islands, miðvikudaginn 3. nóv. 1982, kl. 15. Sýslumaðurinn íGullbringusýslu. Menning Menning Menning FLAUTAN TÖFRA lýsing líka. Texti virðist eðlilega söng- hæfur og með þýska textann á bak við eyrað finnst manni hann eins og annað í þessari sýningu — ósköp eðlilegur. Að sínu leyti er það galli að íslenski text- inn skuli ekki hafa verið gefinn út í sér- prentun og er það til ósamræmis við hina sérlega vönduðu efnisskrá. Burðarás En víkjum nú að frammistöðu flytj- enda. Asviðinu eru burðarásar þessar- ar uppfærslu tveir. Guðmundur Jóns- son í hlutverki Sarastrós, sem vinnur annan eftirminnilegan óperusigur sinn á árinu, og Ólöf Kolbrún Harðardóttir í hlutverki Pamínu. Slíkir söngvarar, sem borið geta upp heila sýningu án þess að gera það á kostnaö annarra söngvara, heldur styrkja liösheildina með snilli sinni, eru hverri óperusýn- ingu ómetanlegir. I hlutverki Næturdrottningarinnar er komung söngkona frá Vínarborg. Næturdrottningin mun vera hennar fyrsta óperuhlutverk. Það leynir sér ekki að hún er ekki fullmótuð söng- kona. En hvílíkt efni. Ég held að óhætt sé að veðja á glæsta óperuframtíð til handa stúlku með þvílíka rödd. Kannski verður Islenska óperan þekkt seinna meir fyrir að hafa orðið fyrst til að bjóða henni óperuhlutverk. íslenska óperan. Frumsýning 28. október. Verkefni: Töfraflautan, ópera eftir Wolfgang Amadeus Mozart, við texta Emanuels Schikandeders. íslensk þýðing: Böðvar Guðmundsson, Þor- steinn Gylfason og Þrándur Thoroddsen. Hljómsveitarstjóri: Gilbert Levine. Leikstjóri: Þórhildur ÞorleHsdóttir. Leikmynd og búningar: Jón Þórisson. Lýsing: Ámi Baldvinsson. Æfingastjóri: Marc Tardue. Konsertmeistari: Rut IngóHsdóttir. Hlutverk: Sarastro: Guðmundur Jónsson. Tamínó: Garðar Cortes. Þulur: Halldór Vilhelms- son. Prestur: Sigurður Pótur Bragason. Nœtur- drottningin: Lydia RUcklinger. Pamina: Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Hirflmeyjar: Sieglinde Kahmann, Elín Sigurvinsdóttir og Anna Júlíana Sveinsdóttir. Papagenó: Steinþór Þráinsson. Papagena: Katrín Sigurflardóttir. Mónóstatos: Júlfus Vrfill Ingvarsson. Andar: Sigríður P. Gröndal, Kristín S. Tryggvadóttir og Matthildur Matthiasdóttir. Musterisverðir: Sigurður Bjöms- son og Hjálmar Kjartansson. Sendiboflar og dýr: Anna Sóley Þorsteinsdóttir. Kristján Eld- járn Þórarinsson, Guflmundur Ingólfsson, Guðrún Elín Sigurðardóttir, Ingibjörg Agnes Jónsdóttir, Jóra Jóhannsdóttir og ÚHur Eldjárn. Kór og hljómsveit fslensku óperunnar. Töfraflautan er að líkindum ástsæl- asta ópera sem samin hefur veriö. Vart er til það óperuhús í heiminum sem ekki reynir að skarta henni á fastadagskrá sinni. Af vinsældum hennar leiðir að tæpast hef ur verið leit- að fleiri leiða í uppsetningu annarrar óperu. Aðalsmerki velflestra stjórn- enda hefur jafnan verið að fara „sína leið” í meðferð viðfangsefnisins. Margir kjósa að segja að engin ópera hafi verið jafnoft tekin slíkum fanta- tökum sem Töfraflautan. Nú er Töfraflautan sett upp í annaö sinn hér á landi. Enginn tónlistarvið- burður hafði jafndjúp áhrif á mig í æsku og Töfraflautan í uppfærslu Þjóð- leikhússins. Þar með varð ég einn af milljónum aðdáenda þessa stórkost- lega meistaraverks. Því fleiri sýning- ar sem ég hefi séð og heyrt af þessu uppáhaldi mínu og annarra þeim mun ákveðnari andstæðingur ofhleðsluupp- færslna hef ég orðið. Margur uppsetj- arinn hefur nefnilega orðið til þess að dramatisera öll möguleg og ómöguleg atriði óperunnar til þess að finna „sína leið”, í stað þess að leyfa Schikaneder og Mozart að njóta sín óáreittum. Umfram allt eðlileg Því segi ég aðstandendum öllum til hins mesta hróss að í uppfærslu Islensku óperunnar fær verkið að njóta sín eðlilega eins og manni finnst að höfundamir hafi frá því gengið. Leikurinn rennur áfram með jöfnum eðlilegum rytma án þess að lögð sé áhersla á ímynduð sérstök tákngildi einstakra atriða. Umhverfi og búning- ar eru í fullu samræmi við inntak leik- stjórnarinnar, plásslausnir snjallar og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.