Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1982, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1982, Blaðsíða 2
DV. MIÐVIKUDAGUR17. NOVEMBER1982. j Djúpalægðinveldurofsaveðri: jr /r GIFURLEGT TJON A HðFNUM NORDANLANDS Gífurlegt tjón hefur oröiö á hafnarmannvirkjum á NorðurlandU, vegna óveöursins. Engin leið er aö átta sig á því hve míkið tjónið er fyrr en veðriö hef ur gengiö niður. í flestum höfnum á Norðurlandi, nema þeim allra skjólbestu, virðist hafa oröiö tjón. Brimvamargarðar hafa melra og minna skemmst, sums staöaralveg horfiö. Sauöárkrókur, Siglufjöröur og Hrísey viröast hafa orðiö einna verst úti. Á þeim stöðum hefur ekki aöeins oröiö umtalsvert tjón á höfnum, heldur einnig á húsum og öörum mannvirkjum. Ennfremur hafa sjávarafurðir skemmst. Lægö sem dýpkaöi mjög fyrir vestan land á mánudag hefur valdið þessu ofsaveðri. Lægöin gekk síöan meö Norðurlandi austur yfir landiö. Síödegis í gær var þegar fariö aö draga úr áhrifum hennar en þá var hún stödd 250 kflómetra fyrir norðaustan Langanes. Vindhraöinn af hennar völdum var níu til tíu vind- stig, lengst af, á Norðurlandi í gær. Mestur hefur vindhraðinn mælst tólf vindstig, 73 hnútar. J>aö var á Hveravöflum. -KMU.* MENN FARNIR AÐ FARA Á MILLI HÚSAÁ BÁTUM Lýsing fréttaritara DV í Hrisey, Valdisar Þorsteinsdóttur, kluk<can 11:20 ígærmorgun: Fyrirsjáanlegt er mjög mikiö tjón í Hrísey sökum sjógangs af völdum óveðursins. Hér gengur á með noröan stórhríöaréljum og skyggni er lítið. Eg man ekki eftir ööru eins brimi hér. Skörð eru komin í s jóvarnargaröinn. Rétt í þessu sá ég aö menn eru famir aö fara á milli húsa á bátum. Hluti þorpsins er orðinn umflotinn sjó. I f ry stihúsinu flæðir inn um aliar gáttir og inn í frystiklefa. I trésmíðaverk- stæðinu er allt á floti. Fiskvinnslu- stööin Borg er einnig umflotin sjó, bæði úti og inni. Inni er aö minnsta kosti 50 sentimetra djúpt vatn. Saltfiskur fyrir hundruö þúsunda liggur undir skemmdum. Búið er aö taka rafmagn af flestum vinnustöðum. Einnig flæðir hér inn í bensínaf- greiöslu, sömuleiðis samkomuhúsiö. Frétt hef ég af því aö farið sé að flæða inn í íbúðarhús sem stendui viö sjóinn. Þáersímstöðin umflotin áþrjávegu. -KMU. Milljónatjón á Sauðárkróki —annar sjóvamargarðurinn að mestu horfinn, hinn mikið skemmdur ÁGÚST EINARSSON útgerðarmaður. 'Baráttumaöur ábyrgöar og skynsemi í atvinnumálum. Ágúst á erindi á Alþingi. Styðjum Ágúst íprófkjörinu. Sími 18977. Stuðningsmenn. OPIÐ PRÓFKJÖR ALÞÝÐUFLOKKSINS 27. 0G 28. Þ.M. , Tjón á Sauöárkróki hefur reynst miklu meira en fyrstu fregnir bentu til. Fyrir utan þrjá báta, sem sukku í höfninni, hefur orðiö milljónatjón á sjóvamargörðum. Tveir sjóvarnargarðar eru á Sauðárkróki. Annar þeirra er aö mestu horfinn og hinn er mikið skemmdur. Stórgrýti úr görðunum er komið upp á brygg jur. Gífurlegt tjón hefur oröið hjá skreiöarverkendum. Skreiöarhjallar, sem á var skreið, fuku og skemmdust. Þá skemmdust veiðarfæraskúrar sjómanna mikið. Strandvegurinn, vegurinn meöfram sjónum, er stórskemmdur eftir óveðrið. Litlu munaði að þak íbúöarhúss við Suöurgötu fyki af. B jörgunarmenn komu þar til hjálpar. Versta veðriö á Sauðárkróki var milli klukkan þrjú og sex í gærmorgun. Háflæði var mflli klukkan 10 og 11. Ekki er vitað um nein sly s á mönnum. -KMU/Gunnar Guðjónsson, Sauðárkróki. Mesti sjógangur og brim í manna minnum á Sigluf irði: Stá//ð níllaðist upp eins og gúmmí „Hér hefur greinilega orðiö milljónatjón. Þaö er enginn vafi á því,” sagöi fréttaritari DV á Siglu- firði, Kristján Möller. „Þetta er einn mesti sjógangur og brim sem menn muna eftir í háaa herrans tið. Einhverja rámaði í að svipað hefði gerst áriö 1934. Þá reru menn um götur á bátum,” sagði Kristján ennfremur. Stórtjón hefur orðið á öldu- brjótnum á Siglufiröi. Þar voru meöal annars oliuleiðslur úr stáli sem rúlluöust upp eins og gúmmíslöngur. Dæluskúr þar er horfinn. Vörugeymsluhús Skeljungs hreinlega hrundi þegar sjór gekk undir það og mölvaði undir- stööumar. Flætt hefur inn í mörg íbúöarhús á eyrinni, sérstaklega neðst í bænum. Hús við Aðalgötu, Gránugötu, Túngötu, Noröurgötu og Eyrargötu hafa mörg hver orðið fyrir tjóni. Til dæmis eru öll teppi og gólfdúkar ónýt í tveimur húsum við Túngötu. Neöst á Aðalgötu var hnédjúpt vatn. Allt fór á flot í vörugeymslu við Hafnarbryggju. Þar er vafalaust mikið tjón. Einnig flæddi mikið inn í Slippinn. Margir smábátaeigendur hafa orðið fyrir miklu tjóni. Flætt hefur inn í veiöarfærageymslur þeirra og fiskverkunarhús við sjávar- ströndina. > Geysimikið msl hefur borist á land. Við iðngarða mætti til dæmis ætla að útibú frá þömngavinnslunni væri starfrækt, svo mikiö var um þara. Menn á Siglufirði telja það lán í óláni að vindátt var tiltölulega hag- stæð. -KMU/Kristján Möller, Sigiufirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.