Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1982, Blaðsíða 4
4 DV. MIÐVIKUDAGUR17. NOVEMBER1982. Sigrún Jónsdóttir myndlistarkona opnaði þann 13. nóvember sl. mynd- listarsýningu í anddyri rfáskólabíós. Hún sýnir þar 40-50 verk, batikmynd- ir, vefnað, steindar myndir og kirkju- muni. Flest verkanna eru ný og hafa ekki verið sýnd áður. Að sögn Sigrúnar var það hugmynd Guömundar Magnússonar háskóla- rektors að hún fengi anddyri bíósins undir myndlistarsýningu. Sigrún sagði að það hentaði vel til sýninga, batik- myndir sem hengdar væru á gluggana, mætti t.d. skoða jafnt utan frá sem inn- an. Friðbert Pálsson, forstjóri Háskóla- bíós, sagði að með þessari sýningu Sig- rúnar væri brotið blað í sögu bíósins og væri hugmynd forráöamanna þess að gefa listamönnum tækifæri á að kynna verk sín í anddyrinu. Sigrún Jónsdóttir er löngu þjóðkunn fyrir verk sín, svo sem skreytingar fyrir opinberar byggingar hökla fyrir f jölda kirkna og ekki síst fyrir batik- verk sín. Sýning Sigrúnar er opin dag- lega frá kl. 16—22 fram til mánaða- móta. Allar myndimar eru til sölu og aðgangur er ókeypis. -PÁ. SIGRÚN JÓNSDÓTTIR SÝNIR í ANDDYRIHÁSKÓLABÍÓS ENGAR HUGMYNDIR UM AÐ HÆTTA VIÐ VERKSMIÐJUNA segir ífrétt frá Kfsilmálmvinnslunni hf. ,,Stjóm Kísilmálmvinnslunnar hf. hefur athugað rekstrargrundvöll kisilmálmvinnslu .á Reyöarfiröi,” segir í frétt frá Kísilmálmvinnslunni vegna skrifa í DV15. nóvember. „Til að kanna framtíðarþróun markaðs fyrir kísilmálm fékk hún m.a. banda- ríska fyrirtækið Chase Econo- metrics. Fyrirtæki þetta er ásamt Commodities Research Unit Ltd. sem áður hefur gert hliðstæða athug- un meöal virtustu fyrirtækja á sviði markaðsráögjafar fyrir orkufrekar iðnaðarvörur. Athugun Chase Econometrics gefur til kynna aö arð- semi kísilmálmframleiðslu á Islandi sé nokkuö meiri en fyrri áætlanir sýndu en á þeim byggði Alþingi ákvörðun um stofnun Kísilmálm- vinnslunnarhf. Á fundi stjómar Kísilmálmvinnsl- unnar, 14. nóvember, var samþykkt að allan undirbúning næstu misseri beri að miða við að fyrsti ofn hennar taki til starfa 1986. Það er því ekki rétt í frétt DV að fram hafi komið hugmyndir í stjórninni að leggja til aðhættyrðiviðverksmiðjuna.” JBH Stofnfundur Sögufélags Mosfellssveitar Stofnfundur Sögufélags Mosfells- sveitar verður haldinn í samkomusal Varmárskóla í Mosfellssveit 18. októ- berklukkan 20.30. Hlutverk sögufélagsins á m.a. að vera að efla áhuga almennings og ráöamanna á varðveislu heimilda og min ja og vinna aö söfnun og varðveislu örnefna, mynda, fomminja, skjala og annars sögulega fróðleiks. Einnig mun félagið stuðla að því að sveitarfélagið eignist byggðasafn og héraðsskjala- safn og hlutast til um útgáfu á efni sem tengist sögu héraðsins. Á stofnfundinum mun séra Bjami Sigurðsson frá Mosfelli flytja erindi sem hann nefnir Um gamla legsteina í Mosfellskirkjugarði. ÖEF Drætti frestaðí ólympíu- Vegna vanskila og ítrekaðra óska um frestun, hefur ólympíunefndin ákveöiö að fresta drætti i happdrætti sinu til 4. desember nk. Ekki verður um frekari frestun að ræða. I ljós hefur komið að margir hafa glatað heimsendum miðum. Unnt er aöpanta nýja miða í síma 82008. Lausir miðar verða seldir úr vinn- ingsbifreið í Austurstræti. Vinningar í ólympíuhappdrættinu eru 12 skattfrjálsar bifreiðar, að verðmæti samtals 2,8 milljónir króna. PÁ SATT ogTónabær: Efna til músíktil- rauna ’82 8. nóv. standa Tónabær og SATT fyrir fyrsta kvöldinu í hljómleika- röðinni Músíktilraunir ’82. Verður það haldið í Tónabæ. Ætlunin er síðan aö halda slík kvöld á hver jum fimmtudegi fram til 12. desember. Þessi tónlistarkvöld eru hugsuö sem tækifæri fyrir hljómsveitir að koma frumsömdu efni sínu á framfæri. Áheyrendur gefa lögum sveitanna síðan stig og þær þrjár hljómsveitir sem hlutskarpastar verða í stiga- keppninni fá í verðlaun 20 stúdíótíma. Þar skal m.a. hljóðritað það lag er flest stig hefur hlotiö og hefur SATT síðan útgáfurétt á efninu. Verði ágóði af útgáfu laganna, skiptist hann jafnt milli tónlistarmannanna og SATT. Hljómsveitir geta tilkynnt þátttöku til SATT, Hamraborg 1, sími 43380: Tónabæjar, Skaftahlíð 24, sími 35935, og til Gallerý Lækjartorgs, Hafear- stræti 22, sími 15310. Öllum hljómsveit- um, hvar sem er á landinu, er heimil þátttaka. PÁ Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Nýtt ráðherraefni á Suðurlandi Mál hafa skipast þannig á Suður- landi að Þorsteinn Pálsson hefur ákveðið að bjóða sig fram fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins, eftir að menn þar í kjördæminu höfðu látið ótvírætt í ljós að þeir vildu fá hann í framboð- ið. Samkvæmt reglum flokksins verður efnt til prófkjörs í kjördæm- inu. Eins og við er að búast munu margir taka þátt í þessu prófkjöri og velja þar hiö endanlega framboð. Suðurlandskjördæmi er eiginlega þrjú ríki og hefur löngum valdið nokkrum erfiðleikum metingur milli sýslna og má m.a. rekja framboð Rangvellinga síðast til slíks metings. Nú virðist farið með meiri friði, enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn varla efni á þvi að láta hinar mörgu Þjórs- ár landsins verða að vik milli flokks- bræðra í kjördæmunum. Þaö vekur óneitanlega bæöi for- vitni og ánægju að vita af Þorsteini Pálssyni á ferðinni í Suðurlandskjör- dæmi. Væntanlega bera Sjálfstæðis- menn í kjördæminu gæfu til að gera veg hans sem mestan. Sunnlendingar áttu lengi ráðherra, þar sem var Ingólfur Jónsson. í ráðherratíð sinni setti hann um margt mark sitt á Suðurland og er nóg aö minnast á austurveginn í þvi sambandi. Nú um sinn hefur ekki verið augljóst að Sunnlendingar sttu ráðherraefni á þingi og hafa Sjálf- stæöismenn þar mátt muna fífil sinn fegurri. Þá eru horfur á því að þeir hlutir séu að gerast í framboðsmál- um, að sérstaklega verði höfðað til ungs fólks, jafnvel verið talað um að til sérstaks framboðs verði stofnað sem höfði til þess að stærstum hluta. t sliku tilfelli riður flokkunum á að 'hafa frambærilega unga menn i framboði. Það er alveg ljóst að komi til fram- boða Þorsteins Pálssonar á Suður- landi, hafa sjálfstæðismenn þar fengið sitt ráðherraefni. Þótt Þor- steinn sé ungur að árum hefur hann þegar aflað sér viðtækrar þekkingar á velflestum sviðum þjóðmála, og raunar öllum, því áður en hann varð framkvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambandsins var hann ritstjóri Visis og stýrði blaðinu með glæsibrag þann tíma sem hann sat i stólnum. Áuk þess er Þorsteinn viðsýnn stjórnmálamaður, frjálsiyndur og auðveldur aðgöngu fyrir fólk, jafnt flokksmenn sem póútika andstæð- inga. Slík viðsýni er gifturík fyrir menn sem ætlast er til að gegni ábyrgðarstöðum í þjóðfélagi sam- steypustjórna. Enginn skyldi þó halda að Þorsteinn kunni ekki að flytja mál sin, eða að hann víki frá sannfæringu sinni. t framboði á Suðurlandi verða auð- vitað margir menn frá öllum flokk- um með ágæta stjórnmáialega eðlis- þætti. Svo hefur þetta verið og svo verður þetta enn. En Þorsteinn Páls- son lofar óvenju góðu á vettvarjgi stjómmálanna. Þess vegna er dálitið spennandi að fylgjast með þvi hvera- ig honum reiðir af i væntanlegu próf- kjöri flokksins. Þær undirtektir, sem hann hefur þegar fengið i kjördæm- inu, benda eindregið til þess að hon- um muni farnast vel, enda munu Sunnlendingar varla fara að slá hendinni á móti manni sem hefur allt til að bera til að skipa kjördæminu í fyrri virðingasess. Mikið hefur verið lagt upp úr bú- setu frambjóðenda og bafa Sunn- lendingar fcngið sinn skammt af þeirri togstreitu. Enginn verður út af fyrir sig góður og þarfur þingmaður eftir því hvar hann býr. Og varla era huldustu sveitarstjóraarflækjur svo í stakk búnar að ekki megi iæra á þær. Hins vegar má svo sem skilja bú- setukröfuna út frá mjög þröngum sjónarmiðum. En Sunniendingar þyrftu að hafa fleira í huga. Þeim er gert að vera í einu kjördæmi og því er brýn nauðsyn fyrir þá að eiga þingmenn sem hafa yfirsýn yfir það allt. En þessi mál eiga ekki að tefja Þorstein Pálsson. Hann er fæddur á Selfossi og uppalinn þar að nokkru. Mestu máli skiptir að Sunnlendingar velji sér vandaðan og gáfaðan mann þar sem hann er. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.