Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1982, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1982, Blaðsíða 8
DV. MIÐVIKUDAGUR17. NOVEMBER1982. Útlönd Útlönd Útlönd .Útlönd Kafa eftir leyni- skjölum í sokkn- um herskipum Kafarar breska flotans vinna um þessar mundir aö þvi aö ná upp dul- málslyklum, tölvuforskriftum og leyniskjölum öörum úr freigátunni Landgönguprammar eins berskipa Breta, sem sent var til Falklandseyja á siglingu til lands. Argentínumenn sökktu fjórum skipum en kafarar vinna' að því aö bjarga leyndarmálum úr þrem þeirra. Coventry, sem sökk á hundraö metra dýpi viö Falklandseyjar. Flotinn vill tryggja aö skjölin, sem lýsa herbrögðum sem bresk herskip kunna að beita í meirihátt- ar sjóorrustum, falli ekki í hendur útlendingum. Coventry sökk 26. maí, eftir aö argentínskar herþotur höfðu varp- aö spreng jum aö skipinu. Flotasérfræðingar sem aö köfun- inni standa segja aö kafararnir starf i þama á y stu mörkum nútima köfunartækni. Áöur hafa kafarar náö mikilvæg- um skjölum og gögnum úr freigát- unum Ardent og Antelope, sem sukku á miklu grynnra vatni viö strönd San Carlos, þar sem breska liðið gekk á land 21. maí. Til köfun- arinnar hefur flotinn leigt skip sem annars hefur veriö notaö á olíusvæðunum í Norðursjónum. Hræódýr mynd- bandatæki íÞýska- landi Talsmaöur vestur-þýska risafyrir- tækisins Grundig segir aö fyrirtækið hyggist nú bera fram kæru viö E vrópu- ráð EBE vegna innflutnings á ódýrum myndbandatækjum frá Japan. Áður en ráöiö tekur kæruna til greina verður Grundig aö sanna að innflutningurinn skaði framleiöslu tækja þessara innanlands. Um helmingur ailra seldra mynd- bandatækja I V-Þýskalandi seljast ein- mitt fyrir jólin og ríkja nú óhemju nið- urboð á markaði þessum. Evrópskir framleiðendur segja aö þetta stafi af því aö Japanir hafi misreiknaö þörfina heima fyrir og þurfi nú aö losa sig við Geimfararnir fjórir: Joseph Állen, Vance Brand, Robert Overmyer og William Lenoir. 5 geimferð- ir ráðgerðar á næsta ári Japönsk myndbandatæki á þýskum markaði: Slagur um verðið. offramleiöslu sína á evrópskum mörk- uöum þar sem þeir bjóöa tækin fyrir ótrúlegalágt verö. Philips í Hollandi á viö sömu vanda- mál aö stríða og Grundig. Segir tals- maður fyrirtækisins aö mál þetta verði rætt á fundi hjá Evrópuráði þótt um kæru verði ekki að ræða. Grundig telur heildarframleiöslu Japana nema um 13 milljónum tækja á þessu ári, Hins vegar er taliö að aöeins 9 milljónir tækja séu seljanleg á heims- markaöinum. Alitur f yrirtækiö að um 2 milljónir japanskra tækja séu nú í boöi í V-Þýskalandi einu saman. Neytendur hafa óspart notaö þetta tækifæri til aö komast yfir hræódýr japönsk tæki. Það hefur aftur leitt til offramleiöslu hjá Grundig og Philips sem neyöast nú til aö lækka verðið á sinni vöru til aö standast samkeppn- ina. Mikill fögnuöur ríkir meðal geim- feröaaöila í Bandaríkjunum eftir aö skutlan Columbía lenti heilu og höldnu i gær aö lokinni fimmtu geimför sinni. Er í bigerö aö senda geimskutlur i fimm geimferöir á næsta ári. Þá skulu geröar tilraunir með aö lenda geimskutlu aö næturlagi og senda fjölmennari áhafnir, sem gangi þrískiptar vaktir. I einhverri feröinni veröur reynt aö lenda með sjálfstýr- ingu og ýmislegt fleira. Nú veröur Columbía tekin til breyt- inga, svo aö unnt veröi aö senda hana með heila geimrannsóknarstöð, sem komið skal fyrir úti í geimnum. Systurgeimferja hennar, Challeng- er, veröur send næst út í geiminn um mánaðamótin janúar-f ebrúar. Þessi ferö Columbíu er sú fyrsta þar sem leyst eru af hendi verkefni fyrir einkafyrirtæki. Þaö eina sem þótti skyggja á ferðina voru bilanir sem fundust í geimbúning- um áhafnarinnar, svo að ekkert varö af 3 1/2 stundar göngu tveggja þeirra út i geiminn. Ekki tókst heldur aö ráöa fulla bót á flugveikinni sem jafnan herjar á geimfara, en þó ekki alla. Það besta sem Luft- hansa hef- ur upp á að bjóða farþegum Þessi mynd hefur valdið gifurlegu fjaðrafoki í V-Þýskalandi en hún sýn- ir Lufthansa-flugfreyjuna Gaby Annicette í engu utan einkennisjakk- ans. Þetta er auglýsing fyrir einu Play- boy-blaðanna sem gefið er út fyrir þýskan markaö og segja aðstandend- ur blaðsins að tiigangurinn sé aö kynna mönnum hvemig stúlkur líti út undir einkennisbúningi sinum því margir hafi þráð að fá þeirri spumingu svaraö. Boöar blaðiö áframhaldandi kannanir á þessu verðuga efni. Samstarfskonur Gabyar era sagð- ar mjög óhressar með þessa auglýs- isSchönstefWas tfíe LUFTHANSi bietert hcrt... vfG*£ $« GíCkfc Sfe dwflrécfn 1 nvt Gaby vcr» W'ftnn riá*. bwwteo wb hnnsuV' PlAY&OY dcn»ifvoc... AU ES WAS MANNERN SPASS MADtT „/,***•*****> ingu á flugfreyjustarfinu og fulltrúar Lufthansa sverja og sárt við leggja að þeir hafi hvergi komið nálægt. Sjálf segir Gaby aö hún hafi sam- þykkt myndatökuna vegna þess að hún hafi verið orðin leið á að tilheyra bara sauðsvörtum almúga sem eng- inntekur eftir. Þrír forsprakkar hryðju- verkahópa handsamaðir Vestur-þýska lögreglan handtók í gær Christian Klar, þar sem hann var að grafa upp falin vopn Baader-Mein- hof-glæpaflokksins. Hann var síöastur þriggja forsprakka „Rauöa hers-deild- arinnar”, sem lögreglan hefur nú náö öllum á fáum vikum. Klar var talinn potturinn og pannan í öllum hryöjuverkaráöum glæpaflokks- ins, sem áöur var kenndur við Baader- Meinhof. Nú gengur aöeins einn laus af forkólfum samtakanna. Lögreglan hefur lengi leitaö þeirra Klar, Adelheid Schulz og Brigitte Mohnhaupt, en þó lengst aö Klar, sem grunaöur er um hlutdeild í morðum á Siegfried Buback saksóknara, banka- stjóranum Júrgen Ponto og Hanns- Martin Schleyer, helsta talsmanni at- vinnurekenda, en þeir vora allir myrt- ir 1977. Klar sýndi enga mótspyrnu þegar hryöjuverkadeild lögreglunnar um- kringdi hann viö vopnabirgðir hryöju- verkaflokksins og var hann þó vopnað- ur marghleypu og vel birgur af skot- um. Þessi velgengni þýsku lögreglunnar í baráttunni viö hryöjuverkafólkiö er rakin til þess að hún fann niðurgrafnar vopnabirgðir nærri Frankfurt fyrir nær mánuði. Með því aö fylgjast meö staðnum í þrjár vikur haföi lögreglan uppi á vinkonunum Schulz og Mohnhaupt. Auk vopnabirgðanna fundust peningar og uppdrættir sem vísuðu (í dulmáli) á aöra felustaði sem hryöjuverkafólkiö notaði. Utanríkisráðherrar Sovétríkjanna og Kína á fundi saman Yuri Andropov hefur undirstrikaö vilja stjómar sinnar til þess að taka upp viðræöur við Kína um bætta sambúö rikjanna með fundi utanríkis- ráðherranna Gromyko og Huang Hua í gær. Síðustu 20 árin hefur mönnum þótt slíkur fundur næsta óliklegur. „Báöir aðilar létu í ljós vilja til þess að halda stjómmálaviöræöum áfram,” sagði Tass-fréttastofan um fund utanríkisráðherranna í gær. Ösætti þessara tveggja stærstu kommúnistarikja heims hefur nú varaö í nær tuttugu ár. Síðast ræddust við háttsettir embættismenn ríkjanna fyrir 13 árum en þá urðu Alexei Kosygin forsætisráðherra og Chou En lai, starfsbróðir hans, sammála um aö hef ja viöræður um landamæri Kína og Sovétríkjanna. Tass hafði eftir Hua í gær aö hann vonaðist til þess aö sambúö ríkjanna mundi smám saman færast í eölilegt horf meö því að báðir legðu sig fram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.