Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1982, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1982, Blaðsíða 9
DV. MIÐVIKUDAGUR17. NOVEMBER1982. Útlönd Útlönd Útlönd 9 Utlönd Fundu 80 beinagrindur úr eldgosi Vesúvíusar fráþví fyrir 19 öldum —íslendingur meðal þeirra sem vinna að uppgrefti rústanna Eitthvert mesta safn beinagrinda manna frá tímum Forn-Rómverja hefur nú verið grafið upp í bæ sem hvarf í öskugosi Vesúvíusar fyrir nitján öldum. Aður höfðu fræðimenn ætlað að flestir þeirra 4—5000' íbúa sem bjuggu í Herculaneum hefðu sloppið heilir úr gosinu, sem gróf á sinum tíma nágrannaborgina Pompeji. Bæjarrústirnar fundust á 18. öld en ekki höfðu fundist, til skamms tíma, nema um tíu beinagrindur í rústun- um. Nýr uppgröftur hefur leitt í ljós um 80 beinagrindur til viðbótar og viröist það hafa verið hópur flokks á flótta undan gosinu til strandar. Sýnist fornleifafræðingum ljóst aö fólkið hafi lent undir grjótskriðu og þaðgrjót hefur verið nær bráðið. Herculaneum hefur verið eins kon- ar snobbúthverfi heldra fólks frá Róm og Napólí. Meðal þeirra sem Reuterfrétta- stofan tilgreinir aö vinni að rannsóknunum er doktor Haraldur Sigurðsson, prófessor við háskólann á Rhode Island í New York, sem sagöurer eldf jallasérfræðingur. Hann segir að elfa ösku, leirs og grjóts hafi runniö á fólkið með 100 km hraða á klst. Margt af fólkinu hefur þó verið kafnað áður en það grófst undir skriöunni. — Allur bær- inn hvarf undir 18 metra þykkt lag af leir ogösku. Auk beinagrindanna hafa fundist í uppgreftinum ýmsir munir og meðal annars átta metra langur bátur sem greinilega hafði hvolft. Hjá honum lá ein beinagrind og vafði að sér stýri bátsins. Er talið að sú beinagrind sé af stýrimanni bátsins, sem hafi farist þegar hann gerði tilraun til björgunar á fólki. Bát hans hefur hvolft í öldurótinu. Dr. Sara Bisel er mannfræðingur- inn sem umsjón hefur með rannsókn- unum á beinunum og telur hún þau geta gefið haldgóöar upplýsingar um hvernig Rómverjar til foma hafa verið í hátt og útliti eða hvernig þeir hafi lifað. Þótt um 2.000 manns hafi farist í Pompeji, 16 km í burtu, hafa ekki fundist mannabein til þess að gefa greinargott úrtak til rannsókna á lifnaðarháttum íbúanna. Til þess þarf lágmark 75 beinagrindur. 36 beinagrindur hafa verið grafnar upp og teknar til varðveislu. Fundist hafa pyngjur með gull- og silfurpeningum og hringar og aðrir skartgripir með dýrum steinum, en það þykir benda til þess að þama hafi verið efnafólk. Dr. Giuseppe Maggi, einn af þjóð- minjavörðum Italíu, stjórnar uppgreftinum. Hann segir að minj- ar þessar hafi fundist þegar menn grófu fyrir skolpræsakerfi 1980 og rákust á fjórar beinagrindur á því dýpi sem talið var að gamla borgin væri, undir bænum sem stendur þar í dag. Flestar beinagrindumar hafa fundist á þessu ári. Um bæjarrústimar hafa menn vitaö frá því á 18. öld. ÁTÖK í TORONTO Mótmælaganga sem efnt var til í Toronto gegn forsætisráðherra Ind- lands, Indiru Gandhi, endaði með skot- bardaga og særðust fjórir í átökum þessum, þar af einn lögreglumaður. Það vom félagar í Hindúatrúflokki Sikka sem stóðu að mótmælagöngunni en til átaka kom í miöborginni er brenna átti mynd af Indíru Gandhi. Baráttumál Sikka er að koma upp sjálfstæðu ríki í Norður-Punjab á Ind- landi. Einn af göngumönnum segir að ræðuhöld hafi verið nýbyrjuð er ein- hver hleypti af byssu í miðjum hópn- um. Lögreglumaðurinn sem særðist til- heyrir deild innan lögreglunnar sem sér um vandamál milli þjóðar- brota og varhann óeinkennisklæddur. JÁTAÐIÁ SIG TÍU ÁRA GÖMUL MORD r A 30 MANNSI Dæmdur morðingi sem flúði úr fang- elsi í Illinois en náöist aftur fyrir skömmu hefur játað að hafa myrt a.m.k. 30 kynvillta karlmenn fyrir 10 árum. Bruce Davis, 34 ára, tókst að flýja fangelsið eftir að hafa drepið fanga- vörð meö exi og kom þaö mál hans fyrir rétt í gær. Davis var dæmdur í fangelsi 1971 fyrir að myrða prest í Chicago. Honum verður ekki stefnt fyrir þau morð sem hann framdi fyrir 10 árum en játaöi f yrst nú. Morðin framdi hann á árunum 1969—1971. Að eigin sögn var hann þá á fiakki um Bandaríkin. Á þessum ferðum sínum stofnaði hann til kynna við karlmenn sem hann rændi og myrti eftir að hafa haft kynferöisleg mök við þá. Segir lögreglan að hér hafi einkum verið um velstæða menn að ræða, eins og t.d. lækna og lögfræðinga. Er lögreglan var spurð hvers vegna Davis hefði játað á sig morðin eftir öll þessi ár sagði fulltrúi hennar: — Svo viröist sem hann hafi viljað létta á samvisku sinni. Unnusta Davis segir að hann hafi flúið úr fangelsinu þar sem hann óttaðist um líf sitt þar. T.d. hafði hann þá nýlega verið handleggsbrotinn í ryskingum við menn sem vildu neyða hann til kynmaka. Aður en Davis var fluttur í fangelsið á ný sagði hann fréttamönnum að það væru mörg vandamál sem hann vildi gjarnan ræða en gæti það ekki. ! Gert vlð Ábe Árlega fara fram viðgerdir á ásjónum forsetanna Abra- ham Lincoln, George Washington, Thomas Jefferson og Theodore Roosevelt, sem meitluð eru í klettahlíðar Rush- ■ more-fjalls í Suður-Dakóta. _ - Þetta er nœrmynd (að vísu tekin með aðdráttarlinsu) af ■ andlitinu á ,,Abe” Lincoln en einn viðgerðarmanna Bob Chrisman hangir í köðlum á nefinu á einum virtasta for- H seta Bandaríkjanna. Núna á þessu ári er talið að alls hafi 50 milljónir I manna komið til þess að skoða þennan minnisvarða, sem ■ Gutzon Borglum meitlaði ígranítklappir fjallsins á árun- um 1927 til 1941.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.