Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1982, Blaðsíða 10
10 •
DV. MIDVIKUDAGUR17. NOVEMBEE1982.
Útlönd
Utlönd
Utlönd
Utlönd
„Við vitum vel að heimsvaldasinn-
ar munu aldrei koma til móts við
fríðarviöleitni okkar. Máttur herafla
Sovétrík janna er það eina sem trygg-
irfriðinn."
Þannig mæltist Yuri Andropov,
arftaka Leonids Brezhnevs sem
aðalritari sovéska kommúnista-
flokksins, í fyrstu opinberu ræðunni
serh hann flutti eftir að valdaskiptin
voru kunngerð. Slik vísun til mikil-
vægis vígbúnaðar og hernaðarupp-
byggingu þótti mörgum ekki lofa
góðu um áhrif þessa nýja stórveldis-
leiðtoga á gang heimsmálanna.
Átakalítil
valdaskipti
Skipan Andropovs í valdamesta
embætti Sovétríkjanna kom engan
veginn flatt upp á neinn. Siðasta
hálfa árið hefur hann verið annar af
tveim mönnum sem líklcgastur
hefur þótt til þess að taka við af
Brezhnev. Hinn var Konstantin
Chernenko, sem síöustu árin hafði
verið hægri hönd Brezhnevs og nán-
astisamstarfsmaður. Chernenkovar
þó af flestum álitinn sá sem Brezhn-
ev sjálfur hafði helst augastað á sem
sinn ef tirmann þegar hann hyrfi frá.
Valdatakan virðist hafa gengið
átakaiaust fyrir sig, eða að minnsta
kosti stórbreytingalítið. En þó veita
menn því eftirtekt að Chernenko
héfur ekki verið í hópi innstu klfk-
unnar sem flutti ræðurnar viö minn-
ingarathöfnina yfir kistu Brezhnevs,
né heldur í móttöku hinna erlendu
gcsta vegna jarðarfararinnar. Þykir
það benda til þess að hans valdasól
sé hnigin og hér eftir muni Chern-
enko litið koma við sögu.
KGB-stimpillinn
Það sem menn höfðu helst talið að
gæti aðallega staðið i vegi þess að
Andropov yrði arftaki Brezhnevs í
stóli í stóli aðalritarans, var KGB-
stimpillinn, sem hann var markaður
eftir fimmtán ára stjórn þessarar ill-
ræmdu öryggislögreglu og leyniþjón-
ustu. Það hefur hingað til lítt þótt
samræmast þeirri landsföðurimynd
og lýðhylli, sem jafnán er reynt að
sveipa um leiðtogaSovétríkjanna, að
slikur komi úr hataöasta embætti
ríkisins. Beint úr sama stólnum, sem
þeir sátu í Dzerzhinsky, Yezhov,
Yagaoda, Beria og Schelepin svo að
nokkrir frægustu böðlar „gulags-lög-
reglunnar" séu nefndir.
öllu hærri þröskuldur á leiðinni að
valdasætinu þótti samt margra ára-
tuga rótgróin tortryggni og óvild f or-
ingja Rauða hersins í garð KGB-lög-
reglunnar og yfirmanna hennar. Og
enginn getur verið öruggur í sessi i
Kreml sem ekki getur reitt sig á
stuðning Rauða hersins. Hefur eng-
inn fyrri yfirmanna KGB-lögregl-
unnar komist í æðstu valdastöðuna,
nema þá Bería sem stóð enda stutt
við og er frekari sönnun á reglunni
iheir en hrein undantekning.
Með fylgi Rauöa hersins
Andropov sker sig þarna eins og í
flestu öðru úr hópi fyrri yfirmanna
KGB. Honum hefur tekist að tryggja
sér fylgi Rauða hersins í baktjalda-
makkinu í Kreml en naumast þó
öðruvísi en lofa herforingjunum að
hlutur Rauða hersins yrði ekki gerö-
ur minni en í tíð Brezhnevs sem linnti
ekki látum fyrr en Sovétríkin stóðu
jafnfætis Bandaríkjunum í hernaðar-
mætti (eftir því sem almennt er talið
ídag).
Yfirlýsingin, sem vitnað er hér til í
inngangi, er sjálfsagt út frá því
sprottin. Til þess einmitt að friða
Rauöa herinn og undirstrika valda-
sáttmálann.
Raunar. er það almannaálit í
Moskvu og víðar meðal þeirra, sem
lengi hafa stillt sjónauka sina á
Kremlarmúrana að sú yfirlýsing sé
alls ekki í anda Andropovs, eins og
hann hefur komið mönnum fyrir
sjónir. Því fer nefnilega fjarri að
Andropov hafi verið talinn í hópi
hinna herskárri eða ógnarstjórnar-
sinnaðri. Að sumra mati gaf skipan
Andropovs í embættið tilefni til þess
að vona að hóf samari öfl kæmu nú til
valda í Kreml með meiri friðarhorf-
um f yrir heim allan.
Maöurinn sem
lagaði ásjónu
KGB-lögregl-
unnar íSovét-
ríkjunum
Yuri Andropov: Hann befur þaggað niður í iiilum andófsmönnum.
Óaöi við embættinu
Andropov lét af stjórn KGB í maí
síðasta vor og leiddu menn strax þá
getum að því að það væri einmitt til
undirbúnings þvi að taka við af
Brezhnev.
Það er sagt að Andropov hafi verið
tregur til, þegar Brezhnev fól honum
1967 yfirstjórn KGB með þá dagskip-
un fyrst og fremst að gera „andlits-
lyftingu" á þessari illræmdu stofnun.
Enda enginn hægðarieikur að stýra
þessu milljón manna liði til þess að
bæla vægðarlaust niður sérhvern
uppsteit og þagga niður i andófsrödd-
um en um leið „efla vinsældir" þess.
Eða stunda njósnir og gagnnjósnir,
án þess aö geta hampað árangri og
njósnasigrum til vegsemdar KGB-
hetjum því að slíkt hefði auðvitað
ljóstrað of miklu upp fyrir fram-
haldsnjósnir.
En Andropov jók álit sitt í böðuls-
sæti Bería svo undarlega sem það
kann að hljóma, enda sæmdi Brezh-
nev hann medalíu oktoberbyltingar-
innar á 65 ára afmælisdegi hans.
Af lágum œttum
Andropov fæddist 15. júní 1914 í litl-
um kósakkabæ í norðurhluta Kákas-
us. Faðir hans var lágtsettur járn-
brautarstarfsmaður og talið er nær
'd*
Umsjón:
Guðmundur Pétursson
f ullvíst að móðir hans hafi verið gyð-
ingaættar þótt uppflettingabækur
segi hann hreinan Rússa. Lengi
hefur lifað orðrómur um að foreldr-
arnir hafi verið Armenar meir en
annað. Gyðingur eða Armeni þykir
ekki besta vegarnestið í hinu stétt-
lausa öreigaríki en það var enginn
þröskuldur á f ramabraut Andropovs
hins unga. Enda alveg sama hvaða
verkefhi honum hefur verið falið. Að
öllu er hann sagður ganga með
vinnusemi og einbeitni. Menntunar-
skort í æsku hefur hann bætt sérupp
með einkakennslu og námskeiðum
og er sagður tala fljúgandi nokkur
tungumál, vitmaður á list og bækur
og með smekk fyrir jass. Þótt hann
hafi aldrei farið út fyrir kommún-
istaríkin austantjalds, talar hann
ensku lýtalaust, enda sagt að einn
besti kennarí Moskvuháskóla hafi
reglulega veitthonum tilsögn þrisvar
í viku í tvær stundir hverju sinni.
Byrjaði meðal
ungkomma
Það var engin enskukennsla í smá-
bæjunum á bökkum Volgu þar sem
Andropov óx úr grasi og vann sér inn
rúblur við morsetæki ritsimans og
sem bíósýningarstjóri eða þá á
fljótabátum en hann varð sér úti um
próf til þess að stýra slikum f arkost-
um 1936. Það var árið sem Stalín hóf
hreinsunina miklu og Andropov var
sendur til þess að skipuleggja starf
ungkommúnista í skipasmiðastöð i
Rybinsk. Þaðan lá leiðin til frekari
trúnaðarstarfa á meðal ungliða.
Þegar vetrarstríðið braust út í
Finnlandi var Andropov sendur 1940
til þess að koma skipulagi á hlutina í
héraðinu Karelíu þar sem íbúarnir
þóttu ekki nógu traustir eftir nábýliö
við Finna. Þar vakti hann athygli
Otto Kuusinen sem Stalín ætlaði að
setja til stjórnar í Finnlandi eftir
hcrnám. Eftir því sem vegur Kuusin-
en jókst, óx Andropov af um leið.
1951 var hann orðinn trúnaðarmaöur
starfandi á vegum miðstjórnarinnar
og þá aðallega við að njósna um yfir-
boöara sina í einkalífi og opinberu
starfi.
í Ungverjalandi 1956
Þegar Krúsjoff komst til valda,
var Andropov falin stjórn fjórðu
deildar utanrikisráðuneytisins með
umsjón á tengslunum við Þýskalönd
bæði og Austurríki auk Póllands og
Tékkóslóvakiu. Síðan var það Ung-
verjaland þar sem hann var sendi-
herra, þegar dró að uppreisninni
1956.
Það var einmitt þá í Búdapest sem
Andropov þótti sýna, hvað í honum ¦
bjó \ diplómatiskrí lipurö og mála-
miðlun og síðan hörku og kaldrifjaðri
reikningskúnst, þegar alll var komið
í öngþveiti. A meðan andstaöan gegn
Sovétstjórninni óx var sendiherrann
alls staðar með smámannfagnaði,
jasskvöld og fleiri viöburði fyrir list-
unnendur. Hann var þolinmæðin og
skilningurinn uppmálaður, þegar
hann hlýddi á umkvörtunarefni
manna og svo innilega sammála
þeim oft og tíðum. Margir Ungverjar
kynntust honum sem frjálslyndum
menntamanní.
En það var ekkert hik á Andropov,
þegar járnhnef inn f éll. Hann f ullviss-
aði Imre Nagy forsætisráðherra um
að til innrásar gæti aldrei komið en
þegar ráðherrar vöknuðu morguninn
eftir, voru sovésku skriðdrekarnir
þegar komnir inn í Búdapest.
Eftir innrásina lék Andropov mik-
ilvægt hlutverk við að benda á þá
sem áður áttu víst hans skilningsríka
og samúðarfulla eyra og til þess að
setja Janos Kadar til valda og velja
lionum meðráðherra.
Tók við KGB í lægðinni
Þegar hann sneri til Moskvu frá
Búdapest varð hann einn af fram-
kvæmdastjórum miðstjórnarinnar
með Austur-Evrópu að meginverk-
efni. Með hæfilega blönduðum
skammti af undanlátsscmi og refsi-
aðgeröum, bældi hann alla óánægju
niður en var í tæka tíð risinn til æðri
metorða, þegar sú stefna brást i
Tékkóslóvakíu vorið '68.
Þá var Andropov kominn til KGB
því að þrem árum eftir fall Krúsieffs
þótti sú stofnun orðin hálf tætingsleg
í útliti. Pasternak og Svetlana höfðu
með skrífum sinum ekki aukið hróð-
ur öryggislögreglunnar. Semits-
hestny þáverandi yfirmaður KGB
hafði látið Svetlönu dóttur Stalins
sleppa úr landi og undir höfuð leggj-
ast að koma 1 veg fyrír útgáfu bókar
hennar. KGB hafði misst yfir 100
njósnara sina hér og þar um heim,
þegar þeir höf ðu verið afh júpaöir svo
að hróður hennar sem njósnastofn-
unarreisekkihátt.
Hóf KGB til aukins álits
Brezhnev fól Andropov að lappa
upp á þessar sakir og á 15 ára ferli
sinum sem yfirmaður KGB gerði
Andropov einmitt það. Hann hefur
aukið mjög álil njósnastofnunarinn-
ar og þrátt fyrir harðfylgi við alla
andóf smenn, hef ur minna borið á illu
umtali um KGB. Virðist hann hafa
dansað jafnvægis-linuna af lipurö
loftfimleikamannsins. Um leið hefur
hann treyst stöðu sína innan Kreml-
arklikunnar og það ekki bara með
því að luma á leyndarmálum hvers
einstaks valdamanns sem fyrirrenn-
arar hans notuðu til þess að hræða
aðra. Áróðursnilld Andropovs sýnir
sig meðal annars í því að fá rithöf-
undafélagið til þess að hampa leyni-
lögreglureyfurum og njósnasögum
þar sem KGB-maðurinn er gerður að
þjóðhetju. Það beindi auðvitað æ
fleiri rithöfundum inn á þá braut rit-
listarinnar og kvikmyndun slíkra
handrita nutu forgangs fyrir atbeina
Andropovs sem fyrir áhuga sinn á
listum átti vel innangengt hjá lista-
fólkinu.
Enda færðist fljótt í vöxt að KGB-
starfsmenn væru heiðraðir með orð-
um úr hendi Brezhnevs sjálfs og
KGB-menn komust til embætta og
setu í áhrifanefndum. Sjálfur var
Andropov kosinn í æðsta ráðið 1973,
fyrstur yfirmanna KGB síöan á dög-
um Stalíns. Stakk þaö mjög í stúf við
Krúsjeff-árin, þegar svo virtist sem
markvisst væni KGB-menn hreins-
aðir úr ö'llum slíkum áhrifastöðum.
Engin linkind
við andófsmenn
Þessu kom Andropov í kring án
þess að fórna nokkru af hörkunni í
framgöngu KGB gegn andófsmönn-
um eða mannréttindabaráttuhópum.
Hann hefur þaggað niður i þeim öll-
um og útrýmt, hvort það voru heilu
samtökin eða einstaklingar. Hann er
sagður hafa átt hugmyndina að því
að ýta andófsmönnum eins og
Solzhenitsyn úr landi og benda á að
vestantjalds mundu þeir fljótt
hverfa í fjöldann, þegar þeir sætu
ekki lengur í píslarvættisljósinu.
Andmælendurnotkunargeðspítala til
þess að loka hávaöaseggi inni hafa
þagnað. Sovéskir borgarar, sem
mynduðu Helsinkisamtökin (til að
fylgjast með framkvæmd mannrétt-
indakvæða öryggissáttmálans) hafa
þagnað. Formælendur óháðra verka-
lýðshreyfinga eru sömuleiðis þagn-
aðir. Með því að meina Sakharov inn-
göngu í Moskvu hefur nóbelshafinn
verið dreginn út úr flassglömpum
vestrænna blaðaljósmyndara.
Hvergi örlar á minnstu uppsteit. Allt
unnið með hægðinni en þó vægðar-
laust og engin meðul geölækning-
anna spöruð.
Alls staðar hefur Andropov skilað
árangursríku starfi. I Karelíu, í Ung-
verjalandi og í KGB. Vonlegt er að
Kremlverjar vænti sér einhvers af
lionum í úrlausn Af ghanistanmálsins
sem er að gera foringja Rauða hers-
ins gráhærða vegna mikils mann-
tjóns, eða efnahagsvandans sem
segiræmeirtilsín.