Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1982, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1982, Blaðsíða 11
DV. MIÐVKUDAGUR17. NOVEMBER1982. 11 Menning Menning Menning Menning íslonska óporan, Töfraflautan, 11. nóvembor. í hlutverkum hinir sömu og fyrr, mofl oftir- töldum breytingum: Hljómsveitarstjóri: Marc Tardue. ( hlutverki Papagenos: Eiríkur Hreinn Helgo- son. Oft hefur mönnum orðið tíðr^tt um aö umf jöllun gagnrýnenda um sviðs- verk sé einatt lítt marktæk, þar eð hún fjalli ævinlega um frumsýningu, sem sé yfirhlaðin spennu og gefi sjaldnast raunsanna mynd af gengi sýningarinnar. Á þetta að sjálfsögðu við um óperusýningar jafiit sem leik- rit. Ég verð nú samt að segja eins og mér finnst, að miklu fremur hefði ég viljað syngja á frumsýningu en á þeirri sýningu sem gagnrýnendum var boðið á til að endurskoða Töfra- flautuna með nýjum manni á stjórn- palli og öðrum Papageno. Byggi ég þessa fullyrðingu á því að á frumsýn- ingu var miklu léttara og jákvæðara hús, eins og það heitir á leikhúsmáli, en á téðri sýningu. Hjali af þessu tagi má svo aftur visa til föðurhúsanna með þeirri áminningu, að atvinnu- söngvari verði að standa jafnvel í sínu stykki hvort sem húsið er vont eðagott. Þegar sýningamar tvær eru Eiríkur Hreinn Helgason: söng Papageno afmiklu öryggi. Tónlist Eyjólfur Melsted ara. Þannig ræður til dæmis Júlíus Vífill Ingvarsson prýðilega við Móno- statos, þegar honum er sýnd tillits- semi í keyrslu hlutverksins. Þannig veröa þau Olöf Kolbrún og Guðmundur Jónsson ekki eins augljósir burðarósar sýningarinnar og á frumsýningu. Semsagt, Tardue fær meira út úr hverjum söngvara fyrir sig, þótt eitthvað af því megi kannski þakka meiri kjarki með endurtekningu sýninganna. Með þessu vinnulagi tekur hann líka ENDURSKODUN bornar saman, kemur í ljós að tölu- verðar breytingar hafa orðið á yfir- bragði Töfraflautunnar. Allt sem áður var sagt um leikstjóm, umg jörð og eðli uppsetningarinnar stendur óhaggaö, nema hvað ég var enn hrifnari af „geníölum” lausnum leik- st jóra og sviðssmiðs. Nýir siðir Töfraflautan hefur fengið á sig annað yfirbragð í höndum Marc Tardue en hún hafði h já Levine. Olíkir era þeir þessir ungu herra- menn á stjómpalli. Hjá Levine gildir einræði. Túlkun stjórnandans ræður og ekkert múður, söngvari jafnt sem hljómsveitarlimur skal beygja sig undir valdiö. Hjá Tardue ríkir annað andrúmsloft. Maður skynjar heimilislegan anda upp úr hljóm- sveitargryfjunni þegar í upphafi for- leiks. Og þegar að söngvuranum kemur skynjar maður hið sama. Tardue virðist taka tillit til getu söngvaranna, sérstaklega í hraða- vaU, og hann gerir það án þess að sýningin missi nokkurs af sínum eðU- lega ryþma. Hjá honum er að finna þá þrjá kosti, sem er svo sjaldgæft að finna hjá einum og sama stjórnandanum: tiUitssemi, samvinnuþýðni og stjóm- snilld. Þannig fær Tardue miklu meiri getu fram hjá hverjum söngv- áhættu á mistökum og aö mildi hans verði misnotuð. Það gerðist til dæmis þegar kórinn fylgdi ekki hljómsveit- inni, rétt fyrir hlé. En hér hefur Islenska óperan klófest frábæran stjómanda, sem skilur og tekur tillit tU vandamála okkar ungu óperu. Djarft tef It — góð uppskera Eirikur Hreinn Helgason söng Marc Tardue: Hór hefur ísienska óperan kiófest frábæran stjórn- anda, sem skilur og tekur tillit tH vandamála okkar ungu óperu. Papageno á téðri sýningu. Telja margir djarft teflt hjá Islensku óper- unni, að hafa tvo nær óreynda söngvara í svo viðamiklu og vanda- sömu hlutverki, en hún virðist upp- skera laun dirfskunnar. Þarna er á ferðinni annar stórefnilegur óperu- söngvari. Eiríkur Hreinn syngur hlutverkið af mun meira öryggi en Steinþór. Tónöryggi hans er langtum meira og söngurinn þjálli. En Steinþór bætir sér muninn upp, sem fyrr er sagt, með frábæram leik. Þó er ekki viö leik Eiríks Hreins neitt athugavert að finna og held ég raunar að hann teljist í góðu meðal- lagi óperusöngvara í þeim efnum. Við endurskoðun Töfraflautunnar staðfestist einungis fyrra álit mitt, að hér hafi tekist að koma upp sýningu þar sem músik Mozarts og texti Schikaneders fær að njóta sín á ofureðlilegan hátt, en það er langt því frá algilt að þessu meistaraverki sésýndursásómi. -EM. í DAG HEF ÉG SÉÐ LÍFIÐ Álfrún Gunnlaugsdóttir: AFMANNA VÖLDUM Tilbrigði um stef Mál og menning, Reykjavfk, 1982. 123 bls. Sögur Alfrúnar era niu að tölu. Fjórarþeirra gerastíReykjavíkeða nágrenni en fimm erlendis. Eiga þær sennilega rætur að rekja til reynslu höfundar af dvöl og háskólanámi í Sviss og á Spáni þar sem hún lagði stund á bókmenntir. Hún lauk doktorsprófi í miðaldabókmenntum frá háskólanum í Barcelóna og er nú dósent í almennum bókmenntum við Háskóla Islands. Ohætt er að segja að sögumar búa allar yfir mikilli spennu, samfara dulmögnuðu raunsæi. Spennan eða eftirvæntingin er ekki síst fólgin í aðferð höfundar við byggingu þar sem flogið er létt milli tímaskeiða, frásagnarmyndir tengd- ar og rofnar til að tengjast á ný í sögulok í sjálfsögðum og um leið óvæntum lausnum sem krefjast umhugsunar lesanda. Meö dulmögnuðu raunsæi á ég við það sem í oröunum f elst. Það birtist í samspili efnis og stíls. Tökum til dæmis fyrstu söguna (sögumar eru nafnlausar). Hún hefst á upphrópun: Guð minn góður. Hvað er að sjá barnið?” (9) og lýkur: „Hún herti takið um hönd mömmu þegar konan kom hlaupandi á móti þeim og hrópaði ...” (14). Innan þessa ramma vindur sagan sig, lýsir hug- ljómun barns sem uppgötvar fegurð sólarinnar í öruggri návist móður sinnar. I sömu ferð kynnist það ótt- anum við hið óþekkta, við her- manninn og byssuna. Heimur barnsins hrapar eins og „logandi fer- líkið sem hrapaði niður af himninum ívor”. (9).Enallterþettaíhæfilegri fjarlægð. Æskan kemst yfir áföllin ef ''T', þau særa ekki of djúpt. Lýsingin er ekki orðmörg, raunsæ mjög en þrungin dulúð. 1 sögu númer tvö segir frá Elfriede hinni þýsku. Hennar ógæfa var að vera útlæg báöum megin víg- stöðvanna. Faðir hennar pyntaður bæði af Þjóðverjum og banda- mönnum fyrir að sofa undir messu. Að aöhafast ekkert er líka glæpur. Oghefndin grimm. Þriðja sagan er um dreng. Hann Bókmenntir Rannveig Ágústsdóttir fer með peysu á sjúkrahúsið til hennar ömmu sinnar. En leiðin þaðan og heim verður löng þvi nú hefur hann kvatt ömmu í siðasta sinn. Enginn skal sjá hann gráta því i dag hafði hann séð lífið i gegnum dauðann. Fjórða sagan er um unga náms- konu sem dregst inn í stúdenta- óeirðir og múgæsingu. Hún uppgötvar óttalega staðreynd um s jálfa sig og spyr hver hún sé. Hin fimmta gerist lika á Spáni. Þar rekur faðir sögu sína vegna aðvörunarbréfs sem honum berst frá vinum um að sonur hans sé í tygjum við öfgahóp. Sagan endurtekur sig meðtilbrigðum. Saga númer sex segir frá lítilli stúlku sem fer með ömmu sinni í hús í Reykjavík til aö þrifa og fléttast við sögu þeirra sem heimilishjálpina Þiggja- Ungur drengur í Túnis, Habib að nafni, er sögumaður i sjöundu sögu. Hann er á leið til Sviss í heimsókn til eldri bróður síns sem þar er læknir fina fólksins. Sagan lýsir þeim hryggilegu áhrifum sem gáfnaflótt- inn frá fátæku löndunum hefur í för með sér fyrir þá sem þar búa. 1 áttundu sögu er aðalpersónan ung kona í Reykjavík sem ekki er lengur komung. Hún eignast dóttur, gefur ekki upp faðernið, en kennir telpuna til sjálfrar sin, kallar hana Helgudóttur. Vinkonur hennar era stórhneykslaöar. Þær fá ekki einu sinni tækif æri til að vorkenna henni. Níunda sagan og hin siðasta í Sviss. Frásögnin tengist stúdenta- óeirðunum 1968 og afdrifum ungs fólks sem lentu í þeim. Sagt er að sögurnar séu tilbrigði um stef ög getur hver og einn lesandi fundið sitt stef allt eftir eigin hugar- fari. 1 sögunum einkennast sam- skipti manna mjög af ótta, einnig ást. Ottinn einangrar þig og brýst út í hatri, einmanaleika, almennu lán- leysi, jafnvel dauða, mest af völdum manna. Bókarkápa Borghildar Oskarsdóttur dregur skýrt fram um- rædda þætti. Lýsingar höfundar era knappar, á fögra og tilgerðarlausu máli sem veitir sögunum reisn. Þetta er fyrsta bók Alfrúnar. Hún er auðsjáanlega enginn byrjandi. Sögur hennar era fágaöar og samstæðar, sönn lista- smíð. Rannveig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.