Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1982, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1982, Blaðsíða 12
12 DV. MIÐVIKUDAGUR17. NOVEMBER1982. DAGBLAÐIÐ-VÍSIR Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. ^ Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS H AR ALDSSON og ÓSKAR.MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFÚR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI 19. Áskriftarverö á mánuöi 130 kr. Verö í lausasölu 10 kr. Helgarblað 12 kr. Förum á iítsöluna Með því að heimila innflutning landbúnaðarafurða getur ríkið sparað sér og skattgreiðendum allar niður- greiðslur, sem samtals eiga að nema 840 milljónum króna á næsta ári. Slíkt mundi auk þess lækka verð til neytenda. Innflutningsbannið á kjöti og afurðum úr mjólk er einn mesti óleikur, sem Islendingum hefur verið gerður í lífs- baráttunni. Það hindrar ódýran aðgang okkar að offram- leiðslu Bandaríkjanna og Efnahagsbandalagsins. Ljóst er, aö mikil og vaxandi offramleiðsla land- búnaðarafurða er og verður um ófyrirsjáanlegan tíma eitt af einkennum iðnríkja Vestur-Evrópu og Norður- Ameríku. Efnahagsbandalagiö er raunar orðið að sjálf- virkri offramleiðsluvél. Vegna birgðafjalla á alþjóðamarkaði landbúnaðaraf- urða er betra að vera kaupandi en seljandi. Útflutnings- verð eru mjög lág, í Bandaríkjunum einkum vegna innri framleiðni og í Efnahagsbandalaginu einkum vegna út- flutningsuppbóta. Að undanfömu hefur Efnahagsbandalagið magnað landbúnaðarstyrkina, þrátt fyrir þrengri fjárhag. Það telur sig þurfa að keppa við þrefalt framleiðnari landbún- að Bandaríkjanna, sem er sex sinnum framleiðnari en ís- lenzkur. Til viðbótar er svo víða staðbundin offramleiðsla, sem keyrir heimsmarkaðsverðið niður. Þar á meðal er nýsjá- lenzkt dilkakjöt, sem hefur gert íslenzkt óseljanlegt. Á þessuvaranlega ástandi hagnastkaupendur. Smjör og ostur frá útlöndum mundu ekki kosta neyt- endur nema brot af núverandi verði og þar að auki spara niðurgreiðslumar. Innflutt mjólk mundi veita aðhald inn- lendu mjólkurverði og einnig spara niðurgreiðslumar. Erlent kjöt af svínum, kjúklingum og jafnvel lömbum mundi lækka fæðiskostnað íslenzkra heimila og létta niðurgreiðslum af ríkinu. Innlenda lambakjötið er néfni- lega næstum því eins illa samkeppnishæft og mjólkur- vörurnar. Innflutningsbannið gleymist oft. Margir ímynda sér, að hinn hefðbundni landbúnaður hér á landi sé atvinnu- vegur, en ekki dulbúið atvinnuleysi. En hann er raunar óvenju dýr tegund atvinnuleysis, sem lifir í skjóli skorts á samanburði. Dulbúna atvinnuleysið er mun dýrara í rekstri en venjulegt atvinnuleysi. Fjárfestingar, uppbætur og niður- greiðslur í hefðbundnum landbúnaði munú nema meira en 500.000 krónum á hvert býli á næsta ári. Ekki er svo vel, að hinn hefðbundni landbúnaður afli gjaldeyris. Erlend aðföng hans í formi eldsneytis, véla, fóðurbætis og áburðar em töluvert dýrari en útfluttar af- urðir hans í formi uppbótavöru, ullar- og skinnavöru. Að svo miklu leyti sem atvinnubótaframleiðsla væri látin víkja fyrir innflutningi mundi sparast gjaldeyrir, sem unnt væri að nýta til að kaupa hinar erlendu land- búnaðarafurðir á útsöluverði. Svo má ekki gleyma, að beina má umtalsverðum hluta starfsorkunnar og peninganna, sem nú brenna upp í hefðbundnum landbúnaði, til arðbærra verkefna, til dæmis í landbúnaði á borð við ylrækt og loðdýr, er aflar gjaldeyris. Fátt vitlegra er hægt að gera í efnahagsmálunum en láta frjálsan innflutning skera hefðbundinn landbúnað niður við trog, íslenzkum neytendum, skattgreiðendum og raunar einnig bændum til margfaldrar blessunar. Jónas Kristjánsson „Afmælisgrein”: KREPPAN MIKLA ER FIMMTÍU OG ÞRIGGJA Þann 28. október var afmælisdag- ur kreppunnar miklu, sem hófst áriö 1929 meö stórfelldu hruni á verö- bréfamarkaðnum í New York. Ein- mitt þessa dagana eins og í tilefni afmælisins hefur oröið eitt mesta hrun sögunnar í kauphöllinni í New York og víöa um hinn vestræna heim. Þaö er af þessum sökum sem mig langar til aö rifja upp nokkur at- riði úr sögu kreppunnar eins og til að minna fólk á aö margt bendir til aö skammt sé til næsta efnahagshruns. Árin eftir heimsstyrjöldina fyrri einkenndust af miklu sóknarskeiöi í efnahagslegu tiiliti í Bandaríkjunum og hinum vestræna heimi. Hagvöxt- ur var mikill og framan af einnig veröbólga vegna ofþenslunnar en hún minnkaöi aftur í byrjun þriöja áratugarins. Síöan fór einnig aö draga úr aukningu framleiöslunnar. Og þegar minna varö til skiptanna viö samdrátt raunverulegra tekna, uröu stöðugt fleiri ágreiningsmál um þaö, hverjum bæri aö bera byrðamar. Deilur um kaupg jald urðu talsverðar en aldrei af sama styrk og gerst hef- ur á umliönum áratug. Deilumar um uppskiptin snertu miklu fremur verð á öömm framleiösluaöföng- um, hráefnum, hálfunnum afuröum og síðast en ekki síst fjármagni. Þeg- ar kam fram undir miðbik áratugar- Birgir Bjðrn Sigurjónsson ins voru verðsveiflurnar orönar að þjóðhagslegu böli ef svo má segja. Þær juku á óvissuna, þaö dró úr fjár- festingum í framleiðslufyrirtækjum en á sama tíma hækkuöu vextir til aö standa vörö um viröi peninganna og hágengisstefnuna. „Monetarism- inn” eöa peningastefnan komst í al- gleyming. Aöalmarkmiöiö var aö koma í veg fyrir vaxandi veröbólgu (þrátt fyrir verðsviptingamar) og rýmun peningagildisins með því aö halda háu (gulltryggöu).gengi sem stutt var meö hækkandi vöxtum. Þetta þyngdi byrðarnar á fram- leiðslufyrirtækjunum sífellt meira á sama tíma og minnkandi atvinna og hækkandi vextir drógu úr eftirspurn eftir afurðunum. Hávaxtastefnan, sem var forsenda hágengisstefnunn- ar, jók kostnað fyrirtækjanna og dró úr löngun þeirra sem áttu peninga aö eyða þeim strax í neyslu á afuröum fyrirtækjanna. Jafnframt fór þeim fækkandi sem gátu eignast peninga vegna samdráttar í framleiðslunni og vaxandi atvinnuleysis. „Lyfið errétt," sögðuþeir Þeir sem studdu hávaxtastefnuna héldu því fram að aðeins hún gæti knúið hagkerfið á ný í jafnvægi sem myndi allt í senn tryggja stööugt verðlag, næga atvinnu og mikinn hagvöxt. Þrátt fyrir fögur orö, hækk- andi vexti og sterka stööu banda- ríska dollarans og annarra tengdra gjaldmiöla, jókst bara veröbólga ár- in eftir 1925 og enn meira dró úr framleiðslu og fjárfestingum fram- leiðslufyrirtækja og enn fleiri glöt- uðu vinnu sinni. Peningastefnuhag- fræðingamir sáu samt engin merki um efnahagskreppu, heldur þvert á Er sænsk heilsu- gæzla heppileg fyrir ísland? — í tilefni af skrifum Jóhanns Ág. Sigurðssonar læknis Þaö er aö veröa gömul reynsla okkar Islendinga að viö höfum gjaman veriö að taka upp sænskar „nýjungar” um þaö leyti sem Svíar hafa verið að leggja þær niður sem misheppnaöar. Víst er um það að margt getum við lært af Svíum en stundum mættum við líka læra af mistökum þeirra. Fréttapistill sem ég sendi frá Svíþjóð og birtist í DV 28. október síðastliðinn varö Jóhanni Ág. Sigurössyni lækni tilefni til að skrifa grein um heilsugæzlukerfiö á Islandi, (DV5.nóv.). Heilsugæzla á Skáni Grein mín fjallaöi um heilsugæzlu- kerfið í Lundi og nágrenni. Af þessu heilsugæzlukerfi hef ég raunar sjálfur slæma reynslu en það var þó ekki tilefni skrifa minna heldur sú mikla opinbera umræða sem varð um þetta kerfi hér á Skáni síðastlið- inn mánuð. Gagnrýnin á þetta heilsugæzlufyrirkomulag varö af- skaplega hörö í fjölmiðlum hér eins og kom fram í grein minni. Hún fjallaöi hins vegar ekki á neinn hátt um heOsugæzlukerfiö á Islandi. Engu að síður segir Jóhann um hana Gunlaugur A. Jónsson aö þar gæti „aUmikils misskilnings á uppbyggingu heilsugæzlukerfisins á tslandi” Auðvitaö finnst mér ánægjulegt aö fréttapistiU minn um heUsugæzluna í Lundi og nágrenni veröi tUefni blaöa- skrifa um heilsugæzlumál á Islandi. Hins vegar kemur mér á óvart að íslenzkum lækni skuU takast aö lesa út úr grein minni „misskilning og mistúlkanir” varðandi islenzka læknisþjónustu. Þaö eina sem tengdist íslenzkum heUbrigöismálum í grein minni var eftirfarandi málsgrein: „Á sama tíma og heUbrigðisyfirvöld á Islandi virðast stefna aö því aö leggja niður heimiUslæknakerfið og innleiöa í þess stað kerfi sem margfr telja að sé sniðið eftir sænskri fyrirmynd er ljóst orðið aö almenningur hér í á|| Vonandi fer ekki íslenzkum heilsugæzlu- ^ læknum eins og starfsbræðrum þeirra hér í Lundi að telja sér ógnað af annars konar læknisþjónustu en þeirri sem heilsugæzlustöðv- arnar bjóða upp á. ■L

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.