Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1982, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1982, Blaðsíða 19
DV. MIÐVIKUDAGUR17. NOVEMBER1982. 19 LÆTIÍVEÐRINU Það hafa heldur betur verið læti i veðrinu undanfama daga. Sjór hefur víða gengið á land og iðulaus stórhríð hefur fylgt þeirri djúpu lægð sem gekk yfir landið. Raunar fengu Akureyringar og aðrir norðanmenn smjörþefinn strax um siðustu helgi. Þá gerði áhlaup og varð þungfært um götur bæjarins og jafnvel ófært afogtil vegna blindu. Veðrið gekk niður á laugardagskvöld og var bærilegt þar til lægðin kom i fyrrinótt og gær. Myndin var tekin á Akureyri á laugardag af Eiríki Eirikssyni. Hann stendur galvaskur i hríðinni og lætur smámuni ekki á sig fá. Eiríkur var meðal margra Þórsara á Akureyri, er söfnuðu áskriftum fyrir D V um helgina. DV-mynd Guðmundur Svansson. FULLTRUARAÐIÐ SVARAR GUNNARI Stjóm fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík hefur sent frá sér at- hugasemdir við bréf dr. Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra til kjör- nefndar fulltrúaráðsins. Þar hafnaði Gunnar framboði í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins meö þeirri röksemd aö hertar reglur um þátttöku í prófkjör- inu séu „einn liður af mörgum í til- hneigingu og tilraunum vissra afla í flokknum til aö þrengja valfrelsi og lýðræði og auka fámennisveldi og flokksræði.” 1 svari fulltrúaráðsins kemur fram að ákvörðunin um breytingu á próf- kjörsreglum haö verið tekin á fundi fulltrúaráðsins 27. október síöastliðinn og haö Gunnar Thoroddsen setið þann fund. Hann haö þó hvorki þá né á síð- ari stigum málsins gert athugasemdir við prófkjörsreglumar. Er því afdrátt- arlaust vísaðá bug að táímanir séu lagðar fyrir þá sem hafa áhuga á þátt- töku í prófkjörinu og bent á að óflokks- bundnum stuðningsmönnum flokksins sé heimil full þátttaka óski þeir eftir því. ÓEF BLAFJÖLL: LYFTUSNUNINGUR FYRIR ÚTVALDA Ein lyfta hefur verið í gangi í Blá- f jöllum tvær undanfarnar helgar. Þar hafa skíðamenn verið við æfingar, tíu til tuttugu manns. Að sögn Stefáns Kristjánssonar íþróttafulltrúa er þó enn lítill snjór í fjöllunum og lyftur ekki komnar í gagnið fyrir almenning. Menn myndu skemma skíði sín vegna snjóleysis í f jöllunum að sögn Stefáns. -RR. AUSTURRIKI - SOLDEN SVISS - GRINDELVALD 2ja vikna ferðir Sölden skíöasvæöiö er 467 ferkílómetrar og telst stærsta skiöasvæöi Austurrikis. Hæöarmismunur er 1.673 m. Auðvelt er aö skíöa á milli ólikra skiöasvæöa eöa nema ný lönd meö áætlunarvögnum sem ganga um allan Ötzdaiinn. 2ja vikna ferðir. Möguleiki á framlengingu og/eða aukadvöl i Amsterdam. Eitt allra þekktasta skíðasvæöi Sviss er Jungfrau - Region og einmitt þar er áfangastaður okkar í bænum Grindelvald. Hæöarmismunur er 1.422 m. og meö þvi aö ferðast um dalinn í skíöalyftum eða lestarvögnum. sem reyndar flytja þig alla leið upp á fjallatoppana, er hægt aö ná yfir 2.000 m. hæöarmismun. Brottfarardagar: 27. jan. 4. feb, 18. mars. Flug: Áætlunarflug til Amsterdam og framhaldsflug til Zurich. Akstur: U.þ.b. 2Vz klst fra flugvelli til gististaða. Gisting: Hótel Residence og Derby hotel. Öndvegis góö hótel, öll herbergi meö baöi, síma, utvarpi og svölum og Derby hotel að auki með sjónvarpi og „Mini-bar” á öllum herbergjum. Morgunveröur innifalinn. Faeði: Unnt er aö fá V2 fæöi innifalið i veröi og er kvöldverður þá framreiddur a hótelunum. Lyftukort: Má greiöa i islenskum peningum fyrir brottför. Verð: Frá kr. 11.600.- Innifalið: Flug. gisting meö morgunverði, flutningur til og fra flugvelli erlendis. Brottfarardagar: 19. des, 16. jan, 30. jan, 27. feb, 13. mars. Flug :Beint leiguflug til Innsbruck. Akstur: U.þ.b. 1'/2 klst. frá flugvelii til gististaða. Gisting: Fjorir ..Gasthof'' - gististaðir. Litil og vingjarnleg gistihus Öll herbergi meö baöi. Morgunverður innifalinn. Fæði: Unnt er að fá V? fæöi innifaliö i veröi og er kvöldverður allra Sölden farþega þá framreiddur a einum staö, miösvæöis í bænum. Lyftukort: Má greiða i islenskum peningum fyrir brottför, Verð: Frá kr. 8.900.- Innifalið: Flug, gisting með morgunveröi, flutningur til og fra flugvelli erlendis. ' ■ Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 Verö miðað við flug og gengi 10. nóv. 1982. it

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.