Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1982, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1982, Blaðsíða 35
DV. MIÐVIKUDAGUR17. NOVEMBER1982. 35 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Frá Val Jónatanssyni, fréttarit- ara DV á tsafirði: Danska varðskipiö Hvidbjörnen kom til Isafjaröar sl. mánudag í bæjarheimsókn og var í þrjá daga. Skipiö hefur ekki komið til Isafjarðar fyrr en varöskipiö Ingolf kom til Isa- fjaröar fyrir sjö árum. Hvidbjörnen hefur skrásetningar- númeriö F 348 og er eitt af f jórum varöskipum Dana. Skipiö er smíðað í Arhus og sjósett 23. nóvember 1961, það er 72 metra langt, 11,62 á breidd og er 1778 brúttólestir að' stærö. I skipinu eru f jórar 1600 hestafla vélar og ganghraði 19 mílur og einnig er þyrla um borð. 72 manna áhöfn getur verið á skipinu en 35 voru í áhöfn nú. Skipiö er sérstaklega styrkt til siglinga í ís. Skipstjórinn Jespesen kvaö þá hafa verið viö gæslustörf við Vestur- Grænland og færu þeir aftur þangaö og veröa þar fram í miðjan janúar. Uthaldiö hjá þeim er þetta 3—4 mánuðir í senn. 4 skip eru i gæslu- störfum á vegum danska rikisins, tvö eru við Grænland, eitt viö Færeyjar og eitt i höfn. Störf þeirra eru ósköp álíka og störf íslensku varðskipanna, einnig er læknir um borð og rúm fyrir sex sjúklinga. Tilgangurinn með komu skipsins til Isafjarðar var að gefa áhöfninni fríogtakavistir. Skipstjórinn bauö bæjarstjórn Isa- fjarðar og helstu forráðamönnum bæjarins til skips og voru þar veittar veglegar veitingar, einnig var boðið til hádegisverðar og skipst á g jöfum. Bæjarstjómin bauð áhöfninni í skoðunarferð um bæinn, skoðað var byggðasafnið, frystihús og fleira. Jespesen skipstjóri hefur verið með þetta sk^) í tæp tvö ár. Umboðs- maður fyrir Dani á Isafiröi er frú RutTryggvason. -V.J. ísafirði. Móttaka vegna komu skipsins. Frá vinstri: Magnús Reynir Guðmunds- son, vara-bæjarstjóri, kona hans Guðrún Gunnarsdóttir, Jespesen, skipstjóri, Nieisson I. stýrimaður, Rut Tryggvason, konsúll, Þorvaldur K. Þorsteinsson bæjarfógeti og eiginkona hans, Magdalena Thoroddsen. DV-myndir: Valur Jónatansson. Hvidbjörnen i Ísafjarðarhöfn. Danskt varðskip heimsækir ísafjörð Forseti islands var meðal gesta á opnun Frönaku kvíkmyndavikunnar. Við hlið hennar er Madame Legendre franska sendiherrafrúin, en fyrir framan þær eru Þráinn Bertelsson kvikmyndaleikstjóri og Gunnar Gunnars- son rithöfundur. Vinstra megin við þær eru Bjöm Tryggvason aðstoðar-seðlabankastjóri og Rajehart, tékkneski verslunarfulltrúinn. Frá opnun Frönsku kvikmyndavikunnar Franska kvikmyndavikan hófst síöastliðinn laugardag. Sendiherra Frakklands á Islandi, Louis Legendre, ávarpaði gesti á frumsýningu fyrstu myndarinnar og setti kvikmynda- vikuna. Fyrsta myndin sem frumsýnd var heitir „Moliére eða líf heiðariegs manns” sem Ariane Mnouchkine leik- stýrði. Alls eru sýndar sjö nýlegar franskar kvikmyndir á hátíðinni, þar á meöal kvikmyndin Surtur (Anthracite) en leikstjóri og handrits- höfundur myndarinnar, Edouard Nier- mans, er gestur kvikmyndavikunnar. Svo skemmtilega vill til að Niermans er vel kunnugur Islandi, hefur komið hingaö nokkrum sinnum og dvalið hér um skeið. Þess má geta að leikstjóri Moliére, Ariane Mnouchkine, er öldungis ekki með öllu ókunnug Islendingum því Sigurður Pálsson Edouard Niarmans, gestur kvikmyndavikunnar, ásamt þeim Erni Snorra- syni sálfræðingi og Sigurði Pálssyni skáldi og leikstjóra og Hrafni Gunnlaugssyni kvikmyndaleikstjóra. DV-myndir: GVA. skáld og leikstjóri nam leikhúsfræði í París, meðal annars undir handleiðslu hennar. Að lokinni frumsýningu fyrstu myndarinnar, Moliére (fyrri hluta), var haldið hanastéisboö í húsa- kynnum Regnbogans en um kvöldið hélt franska sendiráðið kvöldverðar- boð og voru þar m.a. sérstaklega boðnir Edouard Niermans og íslenskir kvikmyndaleikstjórar. -ás.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.