Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1982, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1982, Blaðsíða 36
36 DV. MIÐVIKUDAGUR17. NOVEMBER1982. DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL ÞAÐER „Þaö fylgir spifínu afítaf viss spenningur. ..." ValgarOur Kr. Magnússon málarameistari. „Heppnin gengur í bylgjum” — segir Valgarður Kr. Magnússon „Mér finnst þetta góð afþreying, maður gleymir þessu daglega amstri á meðan,” sagði ValgarðurKr. Magnús- son málarameistari. „Ég er nú búinn að stunda þetta af og til í 10—15 ár, svona að jafnaði tvisvar í viku yfir vetrartímann. Það er líka spilaö mikið yfir sumarið, en þó heldur meira yfir veturinn. Við förum oftast saman, hjónin.” — Hvað hefurðu unnið mest? „Við unnum einu sinni sólarlanda- ferð hjónin og skelltum okkur utan. Annars er kostnaöurinn við þetta áþekkur því að fara í bíó. En það fylgir spilinu alltaf viss spenningur og auðvitað lifir maður alltaf í þeirri voii aö vinna eitthvað. En það er nú þannig um heppnina, að hún gengur í bylgjum. Maöur vinnur kannski tvo vinninga sama kvöldiö og svo líður kannski langur tími þangað til maður hreppir eitthvað næst. ” Fyrrum var bingó afþreying eldri kynsióðerinnar, en þaö hefur breyst, og nú stundar fólk á öfíum aldri þessa vinsœlu dœgradvöl. Katrín Frimannsdótdr ihugar stöðuna. Hún spilar & 8 spjöldum, sem er nokkuö algengt. Þegar spjöldin eru fíeiri er eins gott aö menn sóu fíjótir að skyggnast yfirþau og færa til eftir þörfum. U-BINGÓ „Það er U-bingó, það er U-bingó. Eru allir tilbúnir?” kallaði Magnús Ölafsson, stjórnandi á stórbingói í Sigtúni. Hann stóö uppi á sviðinu og skimaði yfir þéttsetinn salinn. Allir voru tilbúnir. Litlu hvítu kúlurnar! með númerunum stigu léttan dans i glerkassanum, Magnús hremmdi eina þeirra og las af henni í hátalar- ann: „G fimmtíu og einn, G fimmtíu | og einn.” Þaö voru 500 manns samankomi n í Sigtúni þetta fimmtudagskvöld, og þó var það frekar fámennt, miðað við það sem oft gerist. Þegar best tekst til koma hingaö 1300—1400 manns og þá er setið frá gafli út að dyrum. „B tólf”, kallaöi stjórnandinn, „B tólf” og þaö fór eins og súgur um salinn þegar keppendur gáðu aö hvort B12 væri nokkurs staðar að sjá á spjöldunum sínum. Hinir heppnu þokuöurauða blaðinuyfirnúmerið. Ekki man ég lengur hvaðan hugmyndir mínar um bingó eru runnar, en þær reyndust alrangar. Eg hafði alltaf séð fyrir mér fálm- andi hendur gramsa í spjöldunum, hvarflandi augu, glóðheita hvarma af hugaræsingu, þaö er hark og skarkali í salnum en skrumkennd raust stjómandans yfirgnæfir allan annan hávaða. En ekkert var fjær sanni en þessi ranghugmynd. Mér fannst andrúmsloftiö í Sigtúni þetta bingókvöld einna likast því sem maður hefur oftsinnis séð í kvik- myndum frá bandarisku geimrann- sóknastofnuninni: það er múgur manns samankominn og rýnir hver andaktugur í sín spjöld og færir rauðu blöðin meðsnöggri hreyfingu; stillt og þróttug raust Magnúsar kynnir númerin, og þessi góökunni skemmtikraftur verður heldur betur að sitja á strák sínum þetta kvöld, Bingó Baldur Hermannsson því að nú er það alvaran sem situr í fyrirrúmi. Allt fer fram með ýtrustu rósemi, en þó má skynja undiröldu í salnum, þaö er stórbingó og háir vinningar í boði. Heilladisirnar hafa enn ekki gert upp hug sinn um það, hverjir skuli arka heim að kveldi liðnu jafnnær og hverjir hreppi helgarferð til Amsterdam, tölvu- klukku á úlnliöinn eða myndsegul- bandstæki í stofuna. „N fjörutíu og fjórir, N fjörutíu og f jórir”, og nú fór einsog lágvær stuna um salinn þegar stjómandinn lauk orðinu, því að það var farið aö líða á umferðina, undiraldan orðin þyngri og spennan farin að koma upp á yfir- borðið. Þeir sem eygðu sigur bitu saman tönnum og litu ekki af spjöld- unum, suma vantaði bara eina tölu upp á. Ekki heyrði ég betur en stjórn- andinn læsi númerin hægar en áöur og kvæði fastar að, sennilega af til- litssemi við strekktar taugar kepp- enda, en þessi blæbrigðamunur varð til þess að magna spennuna enn frekar, dýpka andardráttinn, herða hjartsláttinn. „O sextíuog sex, O sextíuog sex.” Hann hafði varla lokiö oröinu þegar grannvaxinn unglingur spratt úr sæti sínu og kallaði „Bingó!”. Hann snaraðist upp á sviðið og brosti gleitt til stjómandans, sem setti í brýnnar og fór yfir spjaldiö, strangur á svip. Allt reyndist með felldu. Hvað það var sem drengurinn vann, man ég ekki, en hróöugur var hann þegar hann flýtti sér í sætiö aftur og bjó sig undir næstu lotu, því að ekki var kvöldið liðið og aldrei að vita hvað heilladísunum dettur í hug, þegar þær eru á annað borð farnar aö gefa manni hýrt auga. „T bingó, það er T bingó,” kallaði Magnús. „Eru allir tilbúnir? Þá skulum við drífa okkur í þetta. FyrstatalanBníú,Bníu......”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.