Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1982, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1982, Blaðsíða 40
CHOKIAO Fást hjá' flestum úrsmiðum ?sk ur. (ajjstajg -umboöiö. Sími 20350. MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982. Haf rannsóknastof nun leggur til: Hámarksafli verði 350 þúsund tonn sem er 100 þúsund tonnum minna en veiddist á síðasta ári Hafrannsóknastofnun hefur lagt til við sjávarútvegsráðuneytið að há- marksafli þorsks á næsta ári fari ekki fram úr 350 þúsund tonnum. Er það rúmum 100 þúsund tonnum minna en veitt var á síðasta ári en reiknað er með að á þessu ári verði þorskaflinn á bilinu 380 til 390 þúsund tonn. I skýrslu Hafrannsóknastofnunar um ástand nytjastofna á Islands- miðum og aflahorfur á árinu 1983 segir aö þorskstofninn muni minnka talsvert ef veidd verða 400 þúsund tonn á ári en nokkru minna ef miðað verður við 350 þúsund tonna ársafla. Hins vegar þyrfti að takmarka árs- afla við 300 þúsund tonn ef þorsk- stofninn ætti að standa í stað. aö telja virðast fara minnkandi og árgangurinn frá 1973 fer að hverfa úr veiðinni, en það var sterkasti ár- gangur sem komið hefur fram í nokkra áratugi, segir í skýrslunni. Þorskstofninn fer nú minnkandi 4>ar sem allir árgangar hans frá 1977 Er einnig bent á að ástand þorsk- stofnanna við Grænland sé nú þannig að ekki megi vænta umtalsverðra gangna þaöan á Islandsmið á allra næstu árum, að minnsta kosti ekki í líkingu við göngurnar árin 1980 og 1981. Á síðastliðnum áratug var þorsk- aflinn á Islandsmiðum mestur árið 1970, eða 471 þúsund tonn, en minnst- ur 330 þúsund tonn árið 1978 og hafði þá ekki orðið eins lítill í þrjá áratugi. Afli fór svo aftur vaxandi frá árinu 1979 og komst í 469 þúsund tonn árið 1981. ÓEF Brotist inn íMálog mennmgu Tuttugu og eins árs gamall utan- bæjarmaöur var handtekinn í Máli og menningu rétt eftir klukkan sex í morgun. Lögreglan fékk tilkynningu um aö maður heföi brotist inn í verslunina. Þegar komið var á staðinn var búið að brjóta stóra rúðu í aðalinngangi. Lögreglumenn fóru inn í verslunina og fundu þar manninn, sem var ofur- ölvi og gat enga skýringu gefið á ferðum sínum. Hann viðurkenndi þó innbrotið. Hann gistir nú fangageymslur lögreglunnar og verður yfirheyrður .síðarídag. -JGH. Umræðurumvan- trauststillöguna áþriðjudag Fyrirhugað er að vantrauststillaga Alþýðuflokksins verði tekin fyrir á Al- þingi nk. þriðjudagskvöld. Er ætlunin að útvarpa beint frá umræðunum um málið og einnig mun sjónvarpið gera ráð fyrir beinni útsendingu. Þingflokksfundir flokkanna munu taka lokaákvörðun um málið í dag. Bráðabirgðalög rikisstjómarinnar verða að líkindum tekin fyrir til fyrstu umræðu í efri deild á mánudag. PÁ Konan er hin keikasta en hundurinn lúpulegur, enda má með sanni segja að ekki hafi verið hundi út sig- andi i óveðrinu sem gekk yfir landið ígær. O V-mynd EÓ Ú 'é 1 - || , M..... 1 ■ 3 LOKI Litrófíð nær ekki lengur yfír skýrslur Hafrann- sóknastofnunarinnar. FLOTU HUSÞAKANNA Höfðað hefur verið mál á hendur ríki og borg vegna byggingu húsa með flötu þaki í Árbæjarhverfi I Reykjavík. Einn íbúi í hverfinu stefnir og byggir kröfuna á því að ákveðnu skipulagi hafi verið þröngv- að upp á íbúana þegar húsin voru byggð um 1965, þ.e. að öll þök skyldu vera flöt. Síðar hafi komið i ljós að húsin láku og hafi því þurft aö kosta naklu til við aö setja ris ofan á. Það var Húsnæðisstofnun ríkisins sem teiknaði húsin. Litið er á þetta sem prófmál fyrir 45 húseigendur í Arbæjarhverfi. Bótakröfur húseigandans eru 155 þúsund krónur eða tæpar 7 milljónir fyrir húsin öll. JBH Óskar Vigfússon, formaður Sjómanna- sambandsins: Fiskverð þyrfti að hækka ^ verulega — effaríð yrði að tillögum Hafrannsóknastofnunar „Það sér hver einasti maður að það hefur alvarlegar afleiðingar fyrir sjó- mannastéttina ef farið verður eftir þessum tillögum Hafrannsóknastofn- unar,” sagði Oskar Vigfússon, for- maður Sjómannasambands Islands. „Ef það yrði þyrfti að hækka fisk- verð til sjómanna all verulega. Á það ber aö.líta að sjómenn hafa orðið fyrir verulegum tekjumissi á þessu ári vegna aflarýrnunar og slæmrar sam- setningaraflans. Þessi vandi hefði verið miklu viðráð- anlegri ef flotinn hefði ekki verið stækkaður eins mikið og raun ber vitni. Við höfum margaðvarað ríkisvaldið um að hætta að veita leyfi til stækkun- ar fiskiskipaflotans, en á það hefur ekki verið hlustaö. Þetta er eins og köld vatnsgusa framan í sjómannastéttina, þótt þetta sé það sem menn gátu búist við,” sagði Oskar Vigfússon. OEF BANASLYS Á BLÖNDUÓSI Tæplega sjötugur maður lést á sjúkrahúsinu á Blönduósi um klukkan tvö í gærdag af völdum meiðsla er hann varð fyrir við grunn nýja sjúkra- hússins á Blönduósi um morguninn. Maðurinn, var að flytja steypu- styrktarjárn á vörubíl sínum í grunn nýja sjúkrahússins. Er hann bakkaði vörubílnum til þess að losa járnið festist billinn í snjó og hálku. Hann fór út og ætlaði að losa sérstaka jámkerru frá vörubílnum. Þegar hann tók splittið úr beisli kermnnar reistist hún upp og klemmdist maðurinn á milli vörubflspallsins og beislisins. Tveir menn voru nærstaddir þegar slysið varð og komu þeir honum strax til hjálpar. Hann var fluttur meðvitundarlaus í sjúkrahúsið en lést þar skömmu síðar. -HE/JGH. Stjómarskrámefnd: Lokaskýrslur í næstu viku Stjórnarskrámefnd heldur fund í dag þar sem ræddar verða lokaskýrsl- ur nefndarinnar um kjördæmamálið og aðrar breytingar sem fyrirhugað er að gera á stjórnarskránni. Að sögn Gunnars G. Schram, ritara nefndarinnar, er ekki ósennilegt að nefndin muni skila skýrslunum til þingflokkanna ínæstuviku. Taldihann að annar fundur yrði eftir nokkra daga þar sem gengiö yrði endanlega frá skýrslunum. -ÖEF.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.