Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1982, Blaðsíða 4
Þetta er duftker. AO meöaltali vega slik ker um tvö kiló. Einar Handan hurðarinnar sem sóst iá miðri mynd eru kisturnar settar i ofnana en aðeins ein ferinn i einu. inaniis verið breimdir kaldir aö viö verðum ekki á stundum fyrir einhverjum tilfinningalegum hræringum, einkum þegar ungt fólk á i hlut. Það er tii dæmis í okkar verka- hring að sækja látiö fólk, bæöi í heima- hús og á sjúkrahús, og þaö kemur fyrir að við þekkjum deili á viðkomandi, mismunandi mikil, eins og gengur, og það kemur að s jálfsögöu við mann. ” Það eru eingöngu karlmenn sem vinna þessi störf í Fossvoginum og þaö kom fram í tali þeirra allra að allir hefðu þeir farið í starfið af tilviljun. Flestir höfðu hafið störf í útivinnu í kirkjugörðunum og svo verið beðnir að hla upa í skarðið og h jálpa til inni við og svo ílenst í starfinu. — Er um það aö ræða að annaö hvort kynið sé í meirihluta hvað viðkemur líkbrennslu? „Þetta er ósköp svipað, þó eru ekki færri konur sem vilja þetta. Eg held bara ívið f leiri ef eitthvað er. ” „Jarðaö í duftre'rtunum um ókomin ár" — Að því er mér skilst eru kirkju- garðamir hér í Fossvogi, svo og við Suðurgötu, orðnir fullskipaðir. Hvað meö duftreitina? „Kirkjugarðarnir eru reyndar ekki alveg fullskipaðir. Þó eru öll lausu leiðin, ef svo má að orði komast, í tengslum við fjölskyldugrafreiti eða frátekin. Við höfum eitthvað laust hér enn í Fossvoginum, þótt ekki sé það mikið. Hins vegar koma duftreitirnir til með að endast næstu árin.” — Hefur líkbrennsla eitthvað aukist síðustu ár? „Nei, þaðeru sáralitlarsveiflur milli ára. Þetta hefur veriö jafnt og þétt, svo aðsegja frá upphafi.” — Eru fleiri hér í borginni sem láta brenna sig en úti á landi? „Ætli það sé ekki ósköp svipað, miöað viö fólksfjölda. Við sendum oft duftker út á land.” „L 'rtið var við draugagang " — Verðið þið aldrei varir við draugagang hér á þessum bæ? Það er útfararstjórinn sem verður fyrir svörum: „Nei, við verðum lítið varir við það. Og við sofum ágætlega á nóttunni. Eg hef reyndar verið hér á öllum tímum sólarhrings en aldrei orðið var við neitt slíkt. En sumir eru myrkfælnir og ein- hverjir hafa orðið varir við eitthvað, enda eru menn misnæmir á svona nokkuð,” sagði Einar Jónsson. -KÞ Og askan sett i kerfið. Einar Ólafsson fylgist með að allt só i lagi en hitinn getur farið uppi 1000gráður þegar brennsla ferfram. Kerið merkt og þó er ekkert eftir nema að jarðsetja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.