Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1982, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1982, Blaðsíða 6
 6 DV. LAUGARDAGUR 20. NOVEMBER1982. 1»Á SAGBIÉG... 1»4 sagði haw - AF ÍSIMSKRIFRÁSAGNARLIST Hér á eftir verður fjallaö um sögur og áhrif sögumanns, áheyranda og um- hverfis á þróun þeirra. Orðið saga er hér notaö í mjög víðri merkingu yfir hvers kyns f rásagnir. Afbrigði sagna Mismunandi geröir eða tilbrigöi sömu sögu er eflaust jafngamalt fyrir- brigði og sagan sjálf. Allir kannast við mismunandi afbrigði þjóösagna og ævintýra. Hér getur verið á ferðinni mismunur eftir löndum og landshlut- um. Einnig er mjög algengt að sögu- maður breyti sömu sögu svo og svo mikið við hvem flutning. Það er venja að gera ekki upp á milli svona afbrigöa eða gerða. Öll verða að teljast jafngild. Orsakimar fyrir þessu eru margar. Þjóðsaga eða ævintýri sem berst milli landa hlýtur að mótast af þeirri menn- ingarhefð sem fyrir er í hverju landi. Tilbrigði eins sögumanns eiga sér skýringu í þáttum eins og áhrifum frá áheyrendum. Áheyrendur geta gripið inn í eöa leiörétt. Mikill áhugi þeirra getur orkað hvetjandi. Ef þeir eru áhugalausir hneigist sögumaður til að stytta söguna. Aðrar sögur semsagna- maöur kann geta haft áhrif. Þrátt fyrir þetta er sagnamaöur ætíð fullviss um þaö aö hann sé að segja sömu söguna, nákvæmlega eins og hann hafi alltaf sagthana. Bændaþjóðfélag og baðstofulrf Hér hefur söfnun munnlegra frá- sagna einkum beinst að þjóðsögum og ævintýrum og öðru þjóðlegu og gömlu efni. Síðustu árin hefur þetta verið eins konar björgunarstarf. Reynt er að saf na sem mestu efni frá elstu kynslóð- inni áður en hún er öll og fer með fróð- leikinn meö sér í gröfina. Stundum er eins og menn haldi að þetta fólk sé síð- ustu fulltrúar munnlegrar frásagnar- listar hér á landi. Því er einnig oft haldið fram að bækur og f jölmiðlar séu að útrýma munnlegu frásögninni, eng- inn kunni að segja frá lengur. Ég held að hér hafi menn einblínt um of á aldamótakynslóðina. Sumir virð- ast halda að bændaþjóðfélag og baö- stofulíf séu alger skilyrði fyrir munn- legri frásagnarlist (og jafnvel bóklegri líka). En má ég minna á að Islendinga- sögurnar urðu til áður en við komumst á fjósbaðstofustigið og áður en við hættum að ferðast til útlanda. Stað- reyndin er sú að sögur og munnlegur sagnaflutningur haldast alltaf í hendur viö mannlegt mál. Og ég held að jafn- vel svartsýnustu málhreinsunarmenn geri ráð fyrir að Islendingar haldi áfram að tala um ókomna framtíð. Það má líta svo á að saga, munnleg frásögn, sé í raun máleining, rétt eins og málhljóð, morfem, orð og setningar. Breyttir tímar, breyttar sögur? Islenskar þjóðsögur og ævintýri eru mjög lituð af bóklegum áhrifum. Það er til dæmis vafasamt að Þjóðsögur Jóns Árnasonar gefi kórrétta mynd af sögunum eins og þær voru sagðar. Skrifararnir voru oft prestar eða vel lesnir menn. Það er auðséö að stíll Is- lendingasagna hefur sett mark sitt á mjög margar sögumar. Hér á landi hefur munnlegum nú- tímasögum lítið verið sinnt. En einmitt með því að rannsaka þær ætti að vera hægt að svara mörgum spurningum í sambandi við tilurð og þróun sagna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.