Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1982, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1982, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR 20. NOVEMBER1982. 7 Tungumál breytast með tímanum. Þar eru margir þættir að verki sem ekki verða raktir hér. E g held að þessu sé svipað farið með frásagnarhefðina. Auövitaö er það jafnmikið bull að munnleg frásagnarlist geti dáið út og að tungumál deyi án þess að neitt komi ístaðinn. Hefur íslensk frásagnarlist breyst? I þessu efni hafa ekki verið gerðar nein- ar rannsóknir. Eg bendi hér aðeins á eitt atriði sem gæti verið vísbending um breytingu. Mér virðast samtöl vera miklu umfangsmeiri í sögum gamals fólks en ungs. Oft koma fyrir í sögum gamals fólks langar lotur með „þá sagðiég.. .þásagðihann. . .”.Svoeru langar ræður lagðar ,,mér” og „hon- um” í munn. Stundum er auðvitaö inn- gangsorðunum sleppt. Ungt fólk virðist hneigðara fyrir óbeina ræðu: „ég sagði að það væri.. . hann sagðist vilja.. .” og reynir að hafa hana sem knappasta. Oft er eins og ungt f ólk noti bara beina ræðu þegar það er að herma eftir einhverjum (t.d. kennurum sínum). Þá eru upphrópanir mjög vinsælar hjá ungu fólki til áhersluauka (eins konar hljóðeffekt- ar). Ef til vill á þessi munur sér þá skýringu að gamalt fólk hefur meiri tima en ungt til að segja sögur. Rannsóknir Síðustu áratugina hefur athygli fraeðimanna beinst mjög að byggingu sögunnar og innsta eðli hennar. Hér hafa nýjarkenningar og aðferðir ímál- fræði vísað veginn. Sem dæmi má taka að menn hafa reynt að kvíslgreina sög- ur eins og málfræðingar fara að við setningar. Söguminni og söguskilning- ur hafa verið rannsökuö með umfangs- miklum tilraunum, bæöi á bömum og fullorðnum, með samstarfi bók- menntafræðinga, málfræöinga og sál- fræðinga. Eg tek það fram aö ég er alls ekki neinn sérfræðingur á þessu sviði. Bókakostur í þessum fræðum er mjög fábreyttur hér svo það eru miklu frek- ar óljósar hugmyndir sem ég hef getað aflað mér en staðgóð þekking. En ég held að það væri mjög skemmtilegt að bera saman söguminni og söguskilning ólíkra aldurs- og þjóðfélagshópa hér. Slíkur samanburður gæti til dæmis leitt í ljós hvort einhver munur er í raun á frásagnaraðferð ungs og gam- als fólks. Reynsla sögumanns og áheyranda Það hefur komið í ljós að söguminni og söguskilningur eru geysilega háð reynslu, aldri og öðrum „umhverfis- þáttum”. I hvert sinn sem við segjum frá ein- hverju, segjum sögu, grípur okkar eig- in reynsla meö einhverju móti inn í frá- sögnina. Svipaö er á ferðinni þegar við hlustum á sögu. Við ættum mjög erfitt með að skilja hana, hvað þá muna, ef við gætum ekki að einhverju leyti kom- ið henni heim og saman við eitthvað sem við höfum kynnst áður. Það ræðst af svipuðum þáttum hvort við höfum gaman af sögu eður ei. Ef söguefnið snertir eitthvað sem við höf- um enga þekkingu á er hætta á að al- veg slokkni á okkur. Sem dæmi getum við tekið frásögn stærðfræðings af glímu sinni við mjög erfitt dæmi. Ef áheyrandinn er lítt stærðfræðilega sinnaöur er hætta á að allt fari fyrir of- an garð og neðan hjá honum. Söguefni verður að vera á vissu millistigi ný- stárleika og kunnugleika til að það veki áhuga. Auðvitað skiptir framsetn- ingin, stíllinn, iika miklu máli. En víkjum aftur að reynslu sögu- manns og áheyranda. Ég get ekki stillt mig um að koma hér með skýringar- dæmi úr bókmenntunum. 1 skáldsögu Jakobinu Sigurðardótt- ur, 1 sama klefa, er sagt frá tveimur konum sem deila saman klefa í strand- feröaskipi eina nótt. Frásagnaraðferð- in er þannig að önnur konan er að rifja upp ferðina eftir mörg ár og segir frá í fyrstu persónu en aðallega frá því sem hin konan, Sala, sagöi henni. A einum stað rifjar hún upp lýsingu Sölu á fjall- göngu og segir siðan: „En vegna þess að ég hef gengið á „svona fjöll” skilur þú, að það er alls ekki víst að Sala hafi sagt svona frá. — Síðar hef ég oft hugs- aö til þessarar frásagnar Sölu af göngu hennar og mannsins hennar á Miðdals- fellið. Vegna eigin reynslu.” (Bls. 27). Vegna eigin upplifunar kemst sögu- maöur ekki hjá því að lita frásögnina. Reynsla Sölu verður reynsla sögu- manns, ef til vill í víðari skilningi líka. Svolítil „dæmisaga" Nú ætla ég að rekja fyrir ykkur dæmi um „þróunarferil” stuttrar sögu sem ég heyrði fyrst í sumar. Eg heyrði sögumanninn segja söguna tvisvar, með um það bil mánaöar millibili. Sið- ari útgáfan virtist heiimikið breytt frá þeirri fyrri. Eg sagði manni sem oft hafði heyrt söguna áöur mina útgáfu sem byggð var á þessum tveimur út- gáfum sem ég hafði heyrt. Hann leið- rétti heilmikið. Hér á eftir ætla ég að rekja efni sögunnar í stuttu máli og hvemig ég mundi hana eftir að mér var sögð hún fyrst. Þá ætla ég að greina frá viðbótum sögumanns í seinni útgáfunni og leiöréttingunum sem voru gerðar af þeim sem oft hafði heyrt söguna. Þá reyni ég að skýra orsakir þessara breytinga og viðbóta. Sagan er mjög stutt og flokkast undir frásögn af eigin reynslu, er hálfgerð dæmisaga. Efniö er í stuttu máli þetta: Þegar sögumaður var í menntaskóla var hann latur við latinunámiö. Þess vegna var fenginn prestur í bænum til að taka hann í aukatíma. Prestur tók alltaf ungan son sinn meö sér i þessa tíma. Ef sögumaður gataði, sem var oft, sneri prestur sér að syninum og spuröi hann. Sonurinn hafði alltaf rétt svar á reiðum höndum. Sögumanni þótti hin mesta hneisa aö lúta i lægra haldi fyrir smástráknum. Þess vegna fór hann að leggja hart að sér við nám- ið og náði ágætum árangri. Sagan eins og ég mundi hana: Eg náði efni sögunnar en bætti einu atriði við. Eg ímyndaði mér að aukatímarnir hefðu farið þannig fram að prestur hefði tekið sögumann með sér á göngu um bæinn og hlýtt honum yfir meðan þeir gengu um göturnar. Sonurinn hefði svo alltaf fylgt í humáttina á eftir þeim. En hvers vegna bætti ég þessu við? Þarna sló inn annarri frásögn sem ég heyrði fyrir nokkrum árum. Þar var sagt frá tveimur afskaplega lærð- um prófessorum í samanburðarmál- fræði sem héldu við sanskrítarkunnátt- unni með því að fara í gönguferðir og tala ekki annað en sanskrít á meðan. Auðvitað getur eitthvað fleira hafa verið að verki en það er þá mér hulið.. önnur útgáfa sögumánns Þessi útgáfa var lengri en sú fyrri. Meiri áhersla var lögö á smáatriði en jafnframt bar meira á ýkjum en í fyrra skiptiö. 1 þetta skipti var ég ein með sögumanni og greip ekkert fram í fyrir honum. I fyrra skiptið voru fleiri við- staddir og sumir þeirra am.k. voru hnútum kunnugir. Það er því greini- legt að þarna hefur sögumaður fengið betra ráðrúm til að skreyta frásögn- ina. Helstu breytingar sem sögumaður gerði þama voru þær að hann tók fram hvenær og hvar aukatímamir fóru fram. Þá lýsti hann prestinum nokkuð nákvæmlega en jafnframt svolitið ýkjukennt. Það sem mér þótti þó ósennilegast við söguna þama var ald- ur prestssonarins. Allt í einu var hann orðinn fjögurra til sex ára gamall. Ég hikstaði eitthvað við þessar upplýsing- ar en sögumaður stóö fast á sinu, strákurinn hefði verið ótrúlega ungur miöaö við alla latinukunnáttuna. Þegar ég bar söguna undir þann sem oft hafði heyrt hana áður gerði hann ýmsar leiðréttingar. Hann hélt því t.d. fram að aukatímamir heföu ekki verið jafnbundnir við stað og stund og sögu- maður hélt fram. Þá fullyrti hann að prestssonurinn hefði verið 11—12 ára þegar þetta gerðist. Það reyndist rétt. Þetta dæmi sem ég hef rakið er ósköp hversdagslegt. Við rekumst á svona breytingar í svo til hvert skipti sem við heyrum eða segjum sögu. Eg vona að mér hafi tekist að gera nokkra grein fyrir hverjar orsakimar geta verið. Það skal tekiö fram að vel getur ver- ið að þessi lýsing mín sé meira og minna lituð af einhverri reynslu eða viðhorfum sem ég átta mig ekki fylli- legaáíbilL Rit um efnið Ekkert rit hefur komið út á islensku svo ég viti til um sagnaminni eöa sagnaskilning. Þær ritsmíðar sem ég hef mína litlu vitneskju úr eru flestar saman komnar í bókmenntatímaritinu Poetics Intemational Review for the Theory of Literature, 9. árg. hefti 1—3, júní 1980. Ritið er gefið út í Amster- dam. Þessi hluti árgangsins er helgað- ur sagnaskilningi. Þama vil ég sérstaklega benda á inngangsgrein eftir Teun A. Van Dijk, Story Comprehension: An Intro- duction. Þar em kynntar ýmsar kenn- ingar um söguskilning, sagnabyggingu o.fl. Þá má nefna grein eftir Perry W. Thomdyke og Frank R. Yekovich, A Criticue of Schema — Based Theories of Human Story Memory. Þeir fjalla um (og gagnrýna nokkuð) þá skoðun að til að muna sögu notist fólk við viss- an ramma eða skema, myndað af öðr- um sögum sem það hefur heyrt eða at-- burðum sem það hefur upplifað. Að síöustu nefni ég hér grein eftir Guy Denhiere og Jean-Francois Le Ny, Relative Importance og Meaningful Units in Comprehension and Recall of Narratives by Children and Adults. Höfundar létu böm og fullorðna endur- segja sömu sögur. Þaö kom í ljós að það voru ólík atriði sem breyttust eða duttu út hjá hvorum um sig. Arið 1932 kom út bókin Rememb- ering. A Study in Experimental and Social Psychology, eftir breska sál- fræðinginn Frederic C. Bartlett. Bókin er brautryðjendaverk í þessum fræð- um og hefur verið fáanleg í Bókabúð Máls og menningar til skamms tíma. Eftirmáli Þegar þessi grein var fullsamin og tilbúin til birtingar fékk ég nýjar upp- lýsingar í sambandi við „dæmisög- una” hér á undan. Presturinn sem kenndi latínuna var reyndar enginn prestur heldur kennari. Það var sonur- inn sem varð prestur síðar meir (og er víst enn). Þarna sjáum við hvað saga getur verið geysilega fljót að taka breytingum, ef enginn verður til að taka í taumana. Um leið sjáum við aö ef saga gengur innan tiltölulega þröngs hóps og er oft sögð innan þess hóps get- ur hún haldist óbreytt lengi, hún leið- réttir sig eiginlega sjálf við stöðugan flutning. Helga Jónsdóttir PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS 28.-29. 11. 1982 SKRIFSTOFA STUÐNINGSMANNA PÉTURS SIGURÐSSONAR SKIPHOLTI 31, GÖTUHÆÐ (Vestan við Tónabló) VEROUR OPIN KL. 12 - 23 ALLA DAGA. SÍMAR: 25217 OG 25292 FYRSTA FLOKKS FRA FÖNIX Sérstakt kynningarverð hrærivélar Heimsþekktar vesturþýskar úrvalsvélar á góðu verði. Hérlendis fékkst stærri gerðin einkum fyrr á árum, og hefur reynst nær óslítandi vinnuþjarkur. Nú hefur Fönix fengið umboðið og býður bæði ... PAUL MIXI - afkastamikla vinnuþjarkinn fyrir stóru heimilin - og PAUL KUMIC - lipra dugnaðarforkinn fyrir smærri heimilin. Báðar eru fjölhæfar: Hræra, þeyta, hnoða, kurla, mauka, blanda, hrista, hakka, móta, mala, rífa, sneiða, skilja, pressa - og fara létt með það.' Frábær hönnun, fyrir augað, þægindin og endinguna: Þú þeytir t.d. eða hrærir á fullu, án þess að upp úr slettist eða hveiti sogist inn í mótorinn. /rönix Hátúni 6a Sími 24420 Ótrúlega hagstæðir greiðsluskilmálar ,20% Allt niður, útborgun og eftirstöðvar allt að 0 mánuðum • FLÍSAR • HREINLÆTISTÆKI • • BLÖNDUNARTÆKI • BAÐHENGI • • BAOTEPPI • BADMOTTUR • MÁLNINGARVÖRUR • VERKFÆRI • • HARÐVIÐUR • SPÓNN • • SPÓNAPLÖTUR • GRINDAREFNI • VIÐARÞILJUR • • PARKETT • PANELL • EINANGRUN • ÞAKJÁRN '• ÞÁKRENNUR • • SAUMUR • RÖR • FITTINGS O.FL., O.FL. mánudaga — fimmtudaga ki. 8—18. Föstudaga kl. 8—19. Laugardaga 9—12. IJ i WJM BYGGlNGflVÖRURl Hrinabraut 120 — sími 2RROO II Hringbraut 120 — sími 28600 (aðkeyrsla frá Sólvallagötu). \F=M----------,Hf U

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.