Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1982, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1982, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR 20. NOVEMBER1982. J9, Á sjúkrabörunum . . . Aires sem nýlega hafði verið útbúin fyrir hana og hafði ekkert verið til sparað. Þar sat hún ásamt tugum einkaritara og tók á móti þúsundum fátækra Argentínumanna og veitti þeim af rausn úr Hjálparsjóðnum. I fyrstu var s jóöurinn 20.000 krónur sem Evita sjálf lagði til. Þremur árum síðar var hann orðinn 20.000.000.000 krónur! Evita fjármagnaði hann þannig, að fína fólkið og peningamenn- irnir, sem hún hataði frá blautu barns- beini, borguðu þunga skatta í sjóðinn. Ef einhver þeirra var með múður var honum þegar hegnt. Einhverju sinni neitaöi brjóstsykursframleiðandi að borga í sjóðinn. Næsta dag mætti heil- brigðiseftirlitið í verksmiðju hans og fann strax tvö rottuhár í brjóstsykri. Verksmiðjunni var þegar lokað og eig- andinn látinn gréiða himinháa sekt sem öll rann í Evitusjóðinn. Þegar einhver neitaði að greiða þurftu heil- brigðiseftirlitsmenn ekki annað en að stinga upp í sig brjóstsykri með leyndardómsfullu augnaráði og við- komandi dró þegar tékkheftið fram! Enginn veit hversu mikið af þessum peningum rann beint á bankareikning í Sviss eða til kaupa á skartgripum, fötum og öðru þvíumlíku fyrir Evitu. Hins vegar vissu allir að það var hún sem útvegaði peninga í sjóðinn, hún . sem stóð fyrir byggingum skóla, kaupum á meðulum fyrir þá fátæku, byggingum sjúkrahúsa, heimila fyrir ógiftar mæður, foreldralaus börn, elli- heimiliogguð veithvað. Sjálf sagði hún: ,,Eg vil gefa allt, sem ég á, til f átækra, óhamingj usamra og veikra. Ekke'rt er of gott fyrir þá." Fátæklingamir tilbáðu Evftu - fangelsin yfírfull! Og ekki vantaði að f átæklingarnir til- báðu Evitu. Þeir litu hana sem frels- andi engil. Hún var verndari barnanna þeirra.Hvarsemhún sýndi sig hneigðu þeir sig fy rir henni og stráðu blómum á göturnar er hún fór um, hnarreist, klædd minkapels, dýrindis Parísar- fötum og glitrandi djásnum og lét það orð falla að einn góðan veðurdag yrðu þau öll klædd eins og hún! Þetta hafði sín áhrif. Þrisvar sinnum var Juan Peron endurkjörihn forseti Argentinu. En það var ekki bara nauðum statt f ólk, sem gekk upp að skrifborði Evitu. Hún hafði um sig hirð hjósnara og manna sem hún gat vafið um fingur sér. Þeirra hlutverk var að ryðja burt óvinum forsetahjónanna. Fangelsin voru yfirfull. Ekki bara af pólitískum andstæðingum þeirra heldur og kvik- myndaframleiðendum, sem höfðu hafnað Evitu á sinum tima, blaðaút- gefendum, sem höfðu gert grín að henni, háttsettum frúm, sem höfðu gert litið úr henni, hermönhum sem einhvern tima höfðu látið þau orð falla að hún væri lauslát og svo framvegis og svo framvegis. Hver ritstjóri er ekki birti myndir af henni daglega á forsíðu var settur í fangelsi, einnig hver sá útvarpsstjóri sem rétti henni ekki hljóðnemann þegar henni þóknaðist að lofa og prísa Peron sem „guð Argentínu, sólina, sem skín á okkur, loftið, sem við öndum að okkur, og blóðið sem rennur í æðum okkar!" Embættismönnum, sem létu í ljós óánægju yfir því að ættingjar og vinir Evitu sætu að öllum embættum, var umsvifalaust varpað í fangelsi, eins leikurum sem mörgum árum áður höfðu gert grín að henni vegna hæfi- leikaskorts á leiksviðinu! Juan Domingo Peron var jafn- kaldur og metorðagjarn og Evita. Hann varlika afsama sauðahúsi og hún: alinn upp i fátækrahverfi. Þaö var samt hún en ekki hann sem skópþeim völdin. Hún „kunni lagið á fátæklingunurn ". En fólkið, það er að segja sauð- svartur almúginn, sá þetta ekki eða vildi ekki sjá það. Þegar hún kvaddi til að fara í ferðalag um Evrópu grét fólkið fögrum tárum, það saknaöi hennar svo! Sjálf geislaði Evita af gleði og eftirvæntingin skein úr svip hennar. I Madrid hitti hún Franco, í París Auriol forseta og í Róm sjálfan páfann. Allir sem einn dáðust þeir að henni og sá síðastnefndi hengdi blóma- kransum hálshennar. Þegar hún sneri heim aftur hélt hún ræðu: „Eg er svo glöð að vera komin. aftur til landsins míns, til þegnanna minna og elskulegs eiginmanns," sagði hún með grátstafinn I kverk- unum og fólkið táraðist af hrifningu, kirkjuklukkurnar hringdu, flugvélar hentu niður blómum og silkiborðum sem á stóð: Við elskum þig, Evita! Börnín áttu að færa aðsegjaPeron i á undan mammal Evita var nú valdameiri en nokkru sinni fyrr. Hún réð yfir öllum útvarps- stöðvum landsins svo og blöðum. Mynd af henni var uppi á vegg á hverju einasta verkamannaheimili i landinu. Stærsta gasstöð landsins hét i höf uðið á henni, líka stærsta farþegaskipið. 1 hverjum bæ og þorpi var gata sem hét Evitu Peron-gata! Samkvæmt skipun hennar áttu öll börn að læra að segja Peron á undan mamma og pabbi! Já, Evita átti svo sannarlega annríkt þessa daga. Hún var ákveðin í því að veröa aðstoðarforseti, en tíminn var naumur. Hún vissi að hún var dauð- vona. Hún þjáðist af krabbameini sem . . . og likbörunum. breiddist út um líkama hennar ótrú- legahratt.... I nóvember 1951 gengu Argentínu- menn enn til forsetakosninga. Allt benti til aö Juan Peron yrði enn einu sinni endurkjörinn og Evita yonaðist eftir að verða kosin aðstoðarforseti, enda bjuggust allir við því að leikar færu þannig. En þetta átti eftir að verða mikið áfall fyrir Evitu. Tveimur dögum fyrir kosningar gengu nokkrir ofurstar fyrir Juan Peron og bentu honum á að ef kosningar færu eins og útlit var fyrir yrði Evita valdamesta persóna Argentínu ef eitthvað kæmi fyrir hann sjálfan. Það gætu ofurst- arnir engan veginn sætt sig við. Þess vegna yrði Juan Peron að fá Evitu til að draga framboö sitt til baka ella gerði herinn uppreisn sem þýddi byltinguílandinu. Juan Peron féllust hendur og Evita var sem lömuð. I mikilli geðshræringu gekk hún að hátalara á svölum stj órnarrá ðsins og talaði til f ólksins: „Það er endanleg ákvörðun mín að gefa ekki kost á mér í þetta embætti sem mínir elskulegu landsmenn hafa kvatt mig til að setjast í," sagði hún og rödd hennar skalf. „Eg geri þetta af frjálsum vilja. Eg er ákveðin að standa við hlið mannsins míns, Peron hershöfðingja. Þá getur staðið í sög- unni: Við hlið hans stóð trú og trygg eiginkona sem hét Evita." Aðeins33ára erhúnlóst Þegar Evita hafði sagt þessi orð féll hún fram yfir sig, yfirbuguð af sjúk- dómi sínum. Tveimur vikum seinna var hún skorin upp vegna krabba- meins í móðurlífi. Sagan segir að þegar búið var að hálfsvæfa hana hafi hún hrópað. „Lifi Peron, lifi Peron!" Fyrir utan sjúkrahúsið voru saman komnir þúsundir manna sem grétu sáran. En uppskurðurinn hjálpaði ekki Evitu. Hún hafði beðið lægri hlut fyrir þessum vágesti sem krabbamein er. Að siðustu lá hún meðvitundarlaus, lfktist heLst lif andi beinagrind. Hún var ekki nema 33 ára þegar hún lést og í fangi hennar lá blómakransinn, fing- urnir voru krepptir utan um visnuö blómin, sem hún hafði fengið hjá páfanum. Þetta var árið 1952. Allar útvarpsstöðvar í landinu gerðu hlé á útsendingum til að tilkynna lál Evitu. Allar kirkjuklukkur landsins hringdu. Göturnar fylltust af grátandi f ólki. I augum Peron var dauði Evitu ekki aðeins persónulegt úfall heldur og póli- tískt. An hennar hafði hann engin völd. Og þremur áruni siðar, 1955, var hon- um steypt af stóli og varð hann að flýja land. Bananabáturfrá Paraguay flutti hann til Spánar. Um borð var glerkista og í henni smurt lfk Evitu. Dáin fylgdi hún manninum sem gerði henni kleift að bergja á ódáinsveigum valdsins. Og i farangri flóttamannsins var konan, þótt dáin væri, sem gerði honum kleift að ná þeim völdum er hann náði. -KÞ.þýddl. / 3 sólarhringa lé smurt lík Evltu í anddyri forsetahallarinnar. fíúmar tvær milljónir Argentinumanna vottuðu hinni látnu virðingu sína og viluðu ekki fyrir sér að standa úti í öskrandi rigningu i 15 tima til að ganga framhjá kist- unni. Móðursjúkar konur köstuðu sér grátandi á glerlok kistunnar. Hvorki meira nó minna en fjögur þúsund manns þurfti að flytja á sjúkrahús,- slikur var hamagangurinn, og 1B létu lifið erþeir urðu undir i troðningnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.