Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1982, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1982, Blaðsíða 12
DV. LAUGARDAGUR 20. NOVEMBER1982. DV. LAUGARDAGUR 20. NOVEMBER1982. sjóræningjar ____________________ ' rætt við Jéhannes Gndhnundsson skipstjóra sem um sex mánaða skeið var við fískveiðirannsóknir íBurma , I/ið vorum alltaf alvopnaðir um borð. Það var vegna hræðslunnar við sjóræningja, mest frá Thailandi. A þessum slóðum er alvæpni um borð í öllum fiskiskipum.' „Þetta er alveg týpisk sjoppa! Þær eru viðs vegar um landið og þar er selt einkum tóbak, te og þess hátt- ar." (D V-myndir Jóhannes Guðmundssonl. Allmargir Islendingar hafa undan- farin ár starfaö á vegum Matvæla- og landbúnaöarstofnunar Sameinuöu þjóöanna eöa annarra líkra stofnana í fjarlægum löndum. Þessir menn hafa yfirleitt dvaliö um skemmri tima í við- komandi landi til aö kenna landsmönn- um réttu handtökin viö fiskveiðar eöa annað í þeim dúr. Einn þessara manna er Jóhannes Guömundsson skipstjóri. Hann er nýkominn heim frá Burma, þar sem hann dvaldi um sex mánaöa skeið á vegum FAO. Starf hans var í senn rannsókn á hvort grundvöllur væri fyrir landsmenn aö stunda nóta- veiðar svo og þjálfunarnámskeiö fyrir heimamenn. Jóhannes hefur áður fariö í samskonar feröir bæöi á vegum FAO, svo og Fideco, sem er norsk hjálpar- stofnun, og hefur hann meöal annars dvalið víðs vegar í Mið-Austurlöndum, Norður- og Suður-Yemen, viö Rauöa- haf og Indlandshaf. Við hittum Jóhannes aö máli til að forvitnast örlítið um Burma, land og þjóð, sem flest okkar vitum lítiö um nema þá helst aö þaö er eitt landanna í „gullna þríhymingnum”. „Ótrúleg fátækt" Burma er stórt land eða um 678 þúsund ferkílómetrar. Þaö liggur aö Bangladesh og Indlandi að vestan en Thailandi að austan. Aö norðan liggur landið að Kína og Laos. tbúafjöldi er ekki mikill, miðað viö stærö landsins og fjölda íbúa í nágrannalöndunum, eöa um 38 milljónir. Rúmur helmingur landsins er skógi vaxinn, enda er timbur aðalútflutningsvara lands- manna. Rangoon heitir höfuöborgin og þar búa hátt í fjórar milljónir manna. Um 90 prósent landsmanna aöhyllast búddatrú, og má sjá þess víöa merki, enda em líkneski og musteri af eða helguö Búdda hvar, sem litið er, mörg hver úr skíra gulli. „Og eiginlega alveg ótrúlegt vegna fátæktarinnar, sem þarna ríkir,” sagði Jóhannes. Til skamms tíma tilheyröi Burma Bretum eöa á áranum 1897 til 1942, en fullt sjálfstæði fékk landið áriö 1948. Áriö 1962 tók herinn völd í Burma og hefur haldiö í stjórnartaumana siöan. Landiö hefur verið mjög lokað siöustu tuttugu árin og því lítið um ferðamenn. Alls konar handiönaöur þrífst í Burma, einkum málaralist og teikn- ingar af ýmsu tagi. Þá eru samgöngur mjög erfiðar, ekki síst vegna skóg- anna, og vegir afleitir. „Þó eru jám- brautir frá breska tímanum um 2.600 kílómetrar að lengd og vegir sagöir um 200.000 kílómetrar, ef allt er talið. En þeir eru aö mestu ófærir meðan á regn- tímanum stend ur. ” „Mikið afgömlum bílum frá síðari heimsstyrjöld" „Þaö sem þó vekur mesta athygli, þegar komiö er til Burma, er hversu mikiö er af gömlum bílum og strætis- vögnum frá síöari heimsstyrjöldinni. Þaö er hreint óskiljanlegt hvernig þeir fara að þvi að halda þeim gangandi, ekki síst vegna þess aö varahlutir í þessa biia hafa ekki veriö framleiddir í áratugi! Almenningsvagnarnir era alltaf yfirfullir af fólki og þaö hangir út um alia glugga og dyr og jafnvel utaná vögnunum! Myntin þeirra kallast Kyags og eru um 7 1/2 slíkur í einum dollar og mjög strangar reglur eru varöandi gjald- eyri. Þó virðist hægt aö kaupa flesta hluti í Burma og þá á svokölluöum „svörtummarkaöi”. Geta allir verslaö þar, en vörunum er næstum öllum smyglað frá Thailandi. Til marks um smyglið hafa 4.750 smyglarar veriö teknir fyrstu sjö mánuöi þessa árs! Þarna er hægt aö skipta dollurum fyrir 18 til 20 Kyags og allt verðlag er eftir því, sem sagt alveg hrikalega hátt! Hótel era fá í Rangoon, en þægileg, enda eru ferðamenn mjög sjaldséöir og þeir sem koma fá aöeins sjö daga landvistarleyfi. Hins vegar geta útlendingar, sem þarna starfa, fengið ágætt húsnæði og er leiga þar ekki mjög há. Fyrir gott einbýlishús meö garöi og íbúðum fyrir þ jónustufólk, bil- stjóra og svo framvegis þarf aö greiða um 500 dollara. Laun þessa fólks eru „Þarlendir krakkar. Þótt allt sé þama af mjög skornum skammti var fólkið allt svo hreint og vel til fara, þrátt fyrir að sumir þurftu að fara langt eftir vatni." mjög lág eöa um 30 til 40 dollarar á mánuði og allir, sem einhvers mega sín, hafa þjónustufólk. Mörg veilingahús eru í Rangoon og flest af kínverskum toga. Næturlif er ekkert og allt er dautt eftir klukkan tíu ákvöldin. Dagblöö koma út daglega og eru þau á ensku, þrátt fyrir aö Burmabúar tala sitt eigiö mál, burmísku. Fréttir eru mjög fátæklegar, einkum er sagt frá þvi hvað hæstráðandi menn landsins eru aö gera þá og þá stundina. ” „Lrtið var við eiturlyf" „Maður veröur óskaplega lítiö var viö þessi eiturlyf þótt gjarnan sé talaö um „ópíum þríhyminginn” og þá átt við Thailand-Laos-Burma. Þó les maöur um þetta í blöðum. Svo viröist sem engin samvinna sé milli stjórn- valda þessara landa og því erfitt aö spyrna við fótum. Hins vegar hefur komiö fram sú skoöun að eina leiðin til aö uppræta þetta sé að brenna svæðin sem ópíum er ræktaö á. En hætt er viö, að þau spryttu þá bara upp einhvers staöar annars staöar. Reyndar viröist áhuginn hjá stjórnvöldum ekki mikill til þess heldur. Þetta skapar mikil verðmæti.” — Hvernig er menntun fólks hagað þama? „Þaö eru svo til allir læsir og skrif- andi.” — Enhúsnæðismálin? „Fólk býr yfirleitt í húsum úr bambus eöa timbri. Þökin eru úr trjá- blööum sem sett era saman í eins konar mottur. Þó era nokkur bára- jámsþök, einkum í Rangoon, en þau eru frá breska tímanum. Annars er það nú svo aö næstum engin framför hefur orðiö í Burma síöan Bretinn fór þaöan, varla aö hús hafi verið málað! Samt er alveg til þess tekið hversu hreint og vel til fara fólkið er þótt sumir eigi langt í vatn. Fólkiö lifir fábrotnu lífi, er trúað og viröist hamingjusamt. Þaö hefur engin hús- gögn í húsunum, en boröar og sefur á gólfinu.” — Hvað boröar fólk einkum? „Þetta er strætisvagn! Það er athyglisvert hversu mikið er af gömlum bíl- um og strætisvögnum frá siðari heimsstyrjöld. Og reyndar óskiljanlegt hvernig innlendir geta haldið þeim gangandi!" „Þaö eru hrísgrjón í öll mál og te drukkið meö. Þaö er mjög lítið borðað af fiski og kjöti. Ég man til dæmis aö ef viö fengum kjúklinga um borö í skipi, sem taldi 23 manna áhöfn, voru tveir agnarlitlir kjúklingar fyrir allan mannskapinn! Svo var boöiö upp á hrísgrjón með.” „Fiskuraf skornum skammti" — HvaðmeðþittstarfíBurma? „Já, fiskveiðar í Burma hafa verið mjög vanþróaðar. Fyrir nokkru var reynt aö breyta þar um, en sú tilraun misheppnaöist að mörgu leyti. Þá var keypt mikið af skipum, af ýmsum gerðum og stærðum, öll búin mismun- andi tækjum og vélum, en þau hafa flest legið ónotuö síöan. Astæður era margar, skortur á skipstjóram og vél- stjóram, varahlutir og viögeröarþjón- usta ekki fyrir hendi og erfitt aö fá brennsluolíu. Og til að kóróna állt viröist fiskur af skornum skammti á þessu svæði! Annars eru fiskveiöar í landinu tölu- veröar upp á gamla mátann. Er áætlaö aö 142 þúsund fiskimenn séu í fullu starfi og um 200 þúsund er starfi aö fiskveiöum einhvem hluta ársins. Árs- afli er nálægt 470 þúsund tonnum, en strandlengjan er um 1800 mílur. Þannig er hver fiskimaöur talinn afla eins og hálfs tonns á ári. Þegar ég var þama fékk ég til umráða eitt tíu nótaskipa, sem keypt vora frá Noregi á árunum ’79 til ’80 og hafa legið ónotuö siöan. Var þetta eins konar lokatilraun til aö kanna hvort einhver grundvöllur væri fyrir nútíma- nótaveiöar. Eg var nokkurs konar leiöangursstjóri um borð. Viö fórum margar feröir til aö rannsaka þetta, en nokkuö var um tafir vegna þess aö ekki voru til peningar til olí ukaupa. ” „Hræðslan við sjóræningja" „Við vorum mikiö úti fyrir suður- hluta landsins. Þar eru margir eyja- klasar. Á mörgum þessara eyja þrifast apar og er það taliö vita á gott að brenna blóöi þeirra og boröa svo heilann hráan! Áhöfninni á skipinu, sem öll var innlend, varö mjög tíðrætt um apa þessa og fór oft í land til veiða, en án árangurs. Ég held að þeir hafi verið hálfhræddir, þegar allt kom til alls, því að á eyjum þessum er mikiö af slöngum, villtum svínum og ööram skepnum. En þaö sem þeir óttast þó mest á þessu svæði era sjóræningjar, einkum frá Thailandi, og til að verjast þeim erú öll skip með alvæpni um borö. Viö, til dæmis, voram með 10 riffla og 4 vél- byssur til aö verjast þessum sjó- ræningjaflota. Þessir menn áttu þaö til, þegar þeir réöust til uppgöngu á skipi fyrir utan náttúrulega að stela öllu steini léttara, að strádrepa alla um borð! En viö urðum til allrar ham- ingju ekki fyrir áreitni þessara „Leiðangrarnir árangurslitlir" — Hvemig tókst til um þessar fisk- veiðirannsóknir í Burma? „Útkoman varö sú aö leiðangramir reyndust árangurslitlir. Þaö er ekki hægt aö stunda veiðar nema tak- markaöan tíma ársins vegna monsún- vinda og oliuskorts. Þess utan fundum við ekki nótafisk, þaö er aö segja sardínur og makríl.” — Hvert veröur framhaldið á þessum rannsóknum? „Þaö veröur tekin ákvörðun um þaö síðar, hvort áfram veröur haldiö. Ég gef mína skýrslu, en ég held ég geti fullyrt aö þama er enginn grundvöllur fyrir nútíma nótaveiðum.” — Átt þú von á að fara aftur til Burma? ,,Ekki í bili aö minnsta kosti, en maöur veit aldrei,” sagöi Jóhannes Guðmundsson. -KÞ. , Likneski á borð við þettaer mjög algeng sjón.' „Þetta er skipið sem óg var á. Burmabúar eiga 10 svona nótabáta, er smiðaðir voru i Noregi, en hafa að mestu legið ónotaðir, kannski vegna þess að þeir kunna ekki á þá." „Skipshöfnin. Þetta var i senn rannsóknarleiðangur og þjálfunarpró- gramm." Jóhannes sitjandi lengst til vinstri. „Og þetta er innlendur nótabátur. Þama er allt svo miklu fábrotnara en á norsku nótabátunum." .Þetta er týpisk götumynd utiá landi. . . . . . en þessi er aftur á móti af einni aðalgötu Rangoon. slegin hof, sem viða er að finna þarna. . ;; sí' ■■ ;: lmg/: _ ““ ; ____________________________________________________ — ' ss? ''' .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.