Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1982, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1982, Blaðsíða 14
14 DV. LAUGARDAGUR 20. NOVEMBER1982. Meindýr í Reyhjavíh og er þar átt vid rottur, mýs, dilfur og villlketti Saga meindýra hefst líklega við upphaf mannkynssögunnar. Svo hafa þau dýr verið nefnd frá önd- verðu sem á einn eða annan hátt hafa gert manninum lífið leitt, jafnt með óþrifnaði og farsóttum er þeim bafa fyigt. Helstu meindýr mannabyggða hafa jafnan verið talin rottur og mýs. Sú imynd hefur fylgt þessum smáu spendýrum að þau væru hvhnleið og ógeðsleg. Þrátt fyrir stsrðarmuninn hefur maðurinn hræðst þessar skepnur og brugðist ókvæða við nærveru þeirra. Oftar en ekki hefur verið reynt að útrýma rottum og músum úr sam- félagi fólks. En þær aðfarír hafa allar farið á sömu leiö; mistekist. Þessi meindýr eru sióttug og reynslan hefur kennt þeim að umgangast manninn með varúð. Smæð þeirra hefur hjálpað að finna skúmaskot að hírast i þegar mikið iiggurvið. 1 gegnum tiðina hefur maðurinn séð fyrir beistu iifsnauðsyn þessara dýra. Og þar hefur sjaldan verið skortur á. Allur sá úrgangur sem honum hefur fylgt, allt það sorp og sú mengun er hann hefur leitt af sér, hefur að geyma gnægð fæðu sem þessl dýr hafa þrifist á. Og óhætt mun að fullyrða að þetta tvennt haldist nokkuð i hendur; meindýr verðl til svo lengi sem úrgangur manna. Talið er að mýs hafi flust bingað til iands með fyrstu mönnum og hafi þær fljótt brelðst út um allt iand. Rottur námu bins vegar ekki land hér fyrr en á fyrri bluta átjándu aldar. Er þeirra fyrst getið á SnæfelLsnesi fyrir miðja þá öld. Eins og mýs, breiddust þær fljótt út um landið og settust að í og við flesta þéttbýliskjama landsins. Hér á eftir fræðumst við lítillega um lifnaðarhætti rottna og músa í Reykjavík og baráttuna gegn þessum „óboðnu gestum híbýla fólks” eins og þessi meindýr hafa oftlega verið nefnd. Við förum í smiðju tii verkstjóra meindýra- eyðingarinnar I Reykjavik, Ásmundar Reykdal. Það verða ekki aðeins rottur og mýs sem hann minnist á, heidur nefnir hann tvær dýrategundir tU sem hann telur til meindýra borgarinnar; viliiketti og dúfur. „Okkar hlutskipti er að drepa rottur og mýs, halda dúfna- og villikatta- stofninum í skef jum og y firleitt öllu því sem fólk er að amast út í frá degi til dag,” segir Asmundur Reykdal. Músum og þá sérstaklega rottum hefur fækkað jafnt og þétt innan borgarmarkanna á síöustu árum,” heldur hann áfram. „Það sem af er þessu ári hafa okkur borist um sjö hundruð kvartanir vegna þessara meindýra. Þetta hafa verið mýs í um áttatiu prósent tilvika og afgangurinn svo rottur. Þessar tölur held ég að gefi nokkuð rétta mynd af þeim f jölda sem er af þessum kvikindum í borginni. Áhrrfaríkt eiturefni Eins og þessar tölur bera með sér þá er mun meira af músum meðal okkar en rottum. Þessu var öfugt farið fyrir um tíu árum. Þá var yfirgengilegur rottugangur í borginni en lítið sást til músarinnar. Rottum hefur því fækkað gífurlega á síðasta áratug og ætla ég að þakka það árangursríkum eitrunaraðferðum okkar er við höfum staðiö í á síðustu misserum. Við höfum gengið mjög röggsamlega fram í því að eitra í öllum brunnum og holræsakerfum þar sem aðal heimkynni rottnanna eru. Á síð- Ásmundur fíeykdal, verkstjóri viÓ meindýraeyðingu Reykjavikurborgar, segir okkur sitt um Hfnaöarhættí meindýra i borginni og baráttuna gegn þeim. D V-mynd Bjarnieifur. En þaö er hægt að halda fjölda þess- ara meindýra í skefjum og það er helsta hlutverk okkar hjá meindýra- eyðingunni. Við gerum okkur fulla grein fyrir að við getum aldrei gengið af rottustofninum dauöum. Ef marka má þann árangur sem verið hefur á eiturherferð okkar gegn rottunum á síðustu árum þá get ég fullyrt aö rottur verði orðnar mjög sjaldgæfar innan fimm til tíu ára. Þá muni kvartanir vegna rottugangs heyra til undantekn- inga í borginni. En þær hverfa líka aldrei úr borginni. Mýsnar eiga sér fjölbreytt irfsmunstur Það er annaö mál með mýsnar. Þeirra heimkynni eru í úthverfum borgarinnar og þar hafa þær lifað svo að segja allt frá landnámi. Við erum sífellt að þrengja að heimahögum þeirra með byggingu nýrra hverfa við borgarjaðarinn. En mjög erfitt er að ganga á stofn þeirra og fækka þeim. Þær leita nefnilega mjög inn í útihús og íbúðir þegar þeim finnst orðiö of þrengt að sér — og í slíkum tilvikum er ekki hægt að eitra fyrir þær, sakir nálægðar efnisins við menn og heimilisdýr. Það er einnig erfiðara að fást við mýs en rottur af þeirri ástæöu að mýsnar eiga sér mun fjölbreyttara lífsmunstur en rottumar. Þær era á eilífum þönum frá einum staö til „Drepnm þúsundlr kvikinda á ári” Einhver hvimleiðustu dýr i heimahúsum eru að flestra mati rottur. Við greinum litíllega frá þessum meindýrum borgarinnar hár á siðunni, auk músa, dúfna og villikatta sem einnig teljast til þeirra skepna sem fólk amastútí. asta sumri munum við hafa eitrað í um þrjú þúsund brunnumborgarinnar. Eiturefnið sem við notum er mjög áhrifaríkt og hefur reynst veL Því er blandaö saman við svonefnt parafín- vax og eyðir það storknunarefnunum í bióði neytandans. Afleiðingin er sú að æðar hans springa, til dæmis í meltingarvegi. Það eru svo innvortis blæðingar sem draga dýrið til dauða. Það liður um vikutími frá því dýrið neytir efnisins þíu- til það drepst. Rattus IVorwegidus — Geturðu kastað tölu á þann f jölda rottna sem lifir á Reykjavíkursvæðinu um þessar mundir? „Það er ómögulegt að segja nokkuð um það. Rottan dafnar í samræmi við það framboð sem er á fæðu handa henni. Þetta er því spuming um það hversu auðveldlega hún nær í fæðu. Ef hún á auðvelt meö þaö þá tímgast hún ógurlega fljótt Það hefur verið nefnt aö ein rotta geti getið af sér allt aö tvö þúsund einstaklinga á ári, ef góö skilyrði eru fyrir hendi.” — Hvaða tegund rottu býr í landinu? „Henni hefur verið gefið nafnið Ratt- us Norwegidus, eða norska rottan á ís- lenska visu. Þessi skepna getur verið frá tuttugu sentimetrum upp i f jörutíu sentímetrar að stærð. Fyrir þá sem ekki hafa barið hana augum þá er hún yfirleitt gráleit að lit, dökkbrúnleit eða svarbrún.” Hvæsa og láta hátt — Eruþettagrimmdýr? „Þau fullorðnu mega teljast nokkuð grimm. Þessi dýr verja sig ef þau verða fyrir áreitni, það er ábyggilegt. Eg hef séð ketti sem ráðist hafa á rott- ur en hafa þurft að hörfa. Rotturnar hvæsa bara á þá og láta hátt. Flestir kettir mega sín litils gagnvart harð- gerðustu rottum. En þetta er bara eðlileg sjálfs- bjargarviðleitni, eins og villtum dýrum er eðlileg. Þau leggja líf sitt að veði gegn utanaösteöjandihættum.” — Á hverju lifa þessi kvikindi? „Þau lifa á því sem til fellur hverju sinni. Flestar máltíðir sækja þau í hol- ræsakerfin sem eins og fyrr segir eru heimkynni þeirra. Innan á rör holræs- anna fellur jafnan fituskán og hana virðast rotturnar sleikja og nærast á. Þau sækja líka mikið til alls konar vinnslustöðva þar sem mikið fellur til af mat — og þar halda þau sig ef þau eru látin óáreitt. Þá fjölgar þeim líka að sama skapi. Þannig helst fjöldi rottna og framboð á fæðu nokkuö í hendur.” Ekkihægtað útrýma rottum — Verður hægt að útrýma rottunni úr borginni, jafnvel úr öllu landinu? „Nei, það tel ég óhugsandi, af þeirri einföldu ástæðu að rottur eiga mjög auövelt með að dyljast mönnum. Þær eru það séðar að þær halda sig á þeim stöðum þar sem erfitt er að ná til þeirra. Þær geta tímgast við erfiðustu aðstæður — og þó svo að hægt verði að komast fyrir þetta tvennt þá er alltaf hætta á að þessi kvikindi berist með vöruflutningaskipum til landsins. Það hefur oftar en ekki verið reynt að útrýma rottum á erlendri grund með æmum tilkostnaöi. Slikar, tilraunir hafa jafnan farið út um þúfur.i Rottur verða til svo lengi sem maöurinn þrífst hér á jörðu. annars í stað þess að rottumar halda sig mjög innan ákveðins svæðis.” Komastinn um sex millimetra göt — Er mikið um það að mýs leiti sér skjóls í íbúðum f ólks? „Það er töluvert um það. Það gerist sérstaklega á haustin þegar kólna tekur í veðri. Þá leita þær inn í hlýj- una. Og þrátt fyrir að íbúðir fólks viröist músheldar og almenningur telji óhugs- andi að þær geti skotist inn á heimili sín, þá er meö ólíkindum hvaö mýs eiga auðvelt með að br jóta sér leið inn í hús manna. Þær komst inn um minnstu göt, jafnvel þó ekki séu nema rifuráhúsveggjum. Það hefur raunar verið mælt að full- orðin mús kemst í gegnum allt að sex millimetra breitt op og sú staðreynd held ég að sé óþekkt meðal fólks. Mýs virðast geta teygt úr búknum og lagt saman höfuöbeinin svo úr verði grann- ur þráður, ef svo má segja. Á þann hátt smokra þær sér í gegnum þrengstu göt og hvort sem þær hafa eitthvert erindi í þau eða ekki þá leita þær þangaö því mýs eru að eðlisfari einhver forvitn- ustu dýr jaröarinnar. Þetta er vissulega lygilegt en þetta er samt sem áður heilbrigðasta skýringin á þessu framferði músanna. Það er því ekki furðulegt þótt margur verði undrandi á því að mús leiki laus- um hala í íbúð sinni sem hann hélt vera helda fyrir öllu utanaðkomandi. ” i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.