Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1982, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1982, Blaðsíða 15
DV. LAUGARDAGUR 20. NOVEMBER1982. 15 Þaö hefur verið mæft að fullorðnar mýs komast igegnum allt að sex millimetra þröng göt, sem mörgum kann að finnast lygilegt. Það þarfþvi mikið til að gera íbúðarhús músheid. — Þú segir að erfiölega gangi að ráða niðurlögum músarinnar vegna veru hennar við heimkynni fólks og því sé ekki hægt að eitra. Er þá gamla góða músagildran enn í fullu gildi? „ Já, hún stendur alltaf fyrir sínu. Og hún er ennþá notuö mikið, enda reynist hún enn haldbesta lausnin tii að losna viömýs. En tæknin hefur leitt af sér fullkomn- ari músagildrur eins og margt annað. Þannig notumst við nú við afar full- komna gildru er við nefnum búrgildru og hefur hún það sér til ágætis að geta torgað allt að fimmtán músum í einu. Þetta er vélvætt tól, upptrejdrt og kast- ar hverri mús inn í ákveðið hólf um leiö og hún stígur á fjöður í miöju opi er liggur í gegnum gildruna. Þessar gildrur hafa reynst okkur mjög vel og hafa verið dyggur förunautur okkar í herferöum gegn músagangi.” Kvartanir síðustu ára vegna rottu- og músagangs — Áður en tali um rottur og mýs er lokið og horfið verður að hinum tveim- ur vágestiun borgarbúa — dúfum og villiköttum — er rétt aö leyfa lesendum að skoöa yfirlit yfir þær kvartanir sem meindýraeyði hafa borist vegna músa- og rottugangs allt frá árinu nítján hundruð sjötíu'og fimm. Þaö segir okkur meira en mörg orð um þá fækkun sem orðið hefur á þessum kvik- indum innan borgarmarkanna á síð- ustumisserum: AR FJÖLDIKVARTANA 1975 1854 1976 1354 og útihúsum og eitthvað er um að þeir gisti hitaveitustokkana í öskjuhlíö. Það er ekki hægt að benda á einn stað frekar en annan þar sem mikið er um þessi dýr, og þar af leiðandi er ekki hægt að kasta tölu á villiketti bæjar- ins.” — Hvaða ráðum er beitt til aö ráöa villiketti af dögum? „Við megum ekki nota annað en búr til að ginna þá inn í með agni — og er þaö nokkuð seinvirk leið. Eftir að þeir hafa lokast inni í þessum búrum eru þeir skotnír með litlum og látlausum byssum.” — Hvað eru margir drepnir á ári? „Við förguðum um þrjú hundruð villiköttum á síðcsta ári — og ætli við drepum ekki annað eins í ár. ” Slóttug dýr... — En er ekki erfitt að eiga við villi- kettina. Eru þeir ekki svo grimmir í návígi? „Þær valda oft vandræðum á hús- þökum vegna óþrifnaðar. Það kemur fyrir að þær stífli þakrennur með saumum úr sér. I þeim tilvikum kvart- ar heimilisfólk og við erum kvaddir á staðinn búnir smáum og hljóðlitlum rifflum. Við neyðumst svo til þess að skjóta á dúfurnar til að losa íbúana viö þennan ófögnuð. Þáð versta við dúfurnar er að þær halda sig undantekningalítiö alltaf á sömu stöðunum. Þær gera sig heima- komnar á vissum húsþökum í borginni. Og það eh ekkert óeðlilegt að eigendur þeirra húsa kvarti yfir þeim óþrifnaði sem þessum fiöurfénaði fylgir.” — En á að útrýma dúfum úr borg- inni? „Nei, við ætlum okkur ekki að gera þaö. Við viljum hins vegar halda stofni þeirra í skefjum og sjá til þess að þær angri ekki sömu húseigendurna svo vikum og mánuðum skipti.” 1977 1302 1978 1363 1979 1080 1980 1145 1981 988 1982 700 „Góðæri músanna Eins og taflan ber meö sér hefur kvörtunum vegna músa- og rottugangs fækkað jafnt og þétt á þessum árum, ef undan eru skilin árin uítján hundruð sjötíu og átta og áttatíu. Að sögn Asmundar blossaði þá upp „óskiljan- legur” músagangur sem helst má rekja til þess að óvenju mikið hafi verið um æti fyrir mýsnar. Þessi ár hafi verið góöæri músanna, bætir hann við. Búast megi jafnvel við að músa- gangur komi í sveiflum næstu árin. Samkvæmt yfirlitinu mætti því fara að búast við verulegri fjölgun músa í borginni um þessar mundir. Ásmund- ur kvaðst þó ætla að mýsnar hefðu í lítið æti aö sækja núna og þeim f jölgaöi því ekki í bráð. En lifnaðarhættir mús- anna væru óútreiknanlegir og því væri kannski best aö fullyrða ekki neitt um þessar lífverur. Villikattahópar — En þá víkjum við sögunni að villi- köttum. Ásmundur er spurður aö fjölda þeirra í Reykjavík? „Það er erfitt að segja eitthvað um fjölda þeirra. Þeir halda sig í litlum hópum og eru nokkuð dreifðir um borg- ina. Þeir halda sig mikið I geymslum Þessi mynd stendur enn fyrir sinu þó tekin sé fyrir nokkrum arum. Hun sýnir úrangur margra daga baráttu gegn músagangi i einu ibúðarhúsa Reykjavikur. „Þeir geta vissulega verið það. Þar er á ferðinni sama sjálfsbjargar- viðleitnin og áöur var sagt um rotturn- ar. Eldri kettir geta oft reynst ansi harðir og erfiðir viðureignar. Þetta eru það slóttug dýr aö harkan er sjaldnast utan seilingar þegar við förum á villi- kattaveiðar.” — Stefnið þið að því að útrýma villi- köttum úr borginni? „Við stefnum að því en hvort það verður hægt ferkar en hægt verður að útrýma rottum og músum, er erfitt aö segja um. Við förum okkur líka hægt í því að drepa þessi dýr. Margir bera tilfinningar til þessara skepna og vilja þeim líf. Svo eru villikattaveiðar einnig spurning um það hvort verið er að drepa sannan villikött eða heimilis- kött sem villst hefur að heiman. Við gefum okkur því góðan tíma í að veiða þessi dýr og ef um greinilegan heimiliskött er að ræða sem veiðst hefur í búriö þá sleppum við honum. Annars ríöur skotið af.” — Hvað með dúfurnar. Hvers vegna megaþærekkilifa? — Hvað falla margar í valinn á ykkar vegumáári? „Ætli við aflífum ekki um þúsund stykkiáári.” Hrikalegir sóttberar — Hver er svo kjaminn í starfi meindýraeyða borgarinnar? „Hann er sá að ganga svo langt á stofn þessara dýra að lítil hætta verði á að sóttir blossi upp vegna fjölda þeirra. Það er vitað að þessi viÚidýr borganna eru einhverjir mestu sótt- berar sem þekkjast og því er mikils- vert að halda þeim verulega í skef jum. Svo tekin séu dæmi þá geta rottur og mýs hæglega borið með sér einhverja verstu sjúkdóma sem mannskepnan getur sýkst af. Má þar nefna ófögnuöi á borð við svartadauða, taugaveiki og hundaæði og er þá aðeins smábrot nefnt af þeim ótölulega fjölda sjúk- dóma sem þessi meindýr geta smitaö manninn af. Það er því ekki aðeins mikilsvert að ráða einhvern hluta af þessum dýrum af dögum, heldur má jafnvel segja að það sé manninum lífsnauðsynlegt.” -SER. BREIÐH0LT1 SÍMI76225 Fersk blóm daqleqa. MIKLATORGI jSÍMI 22822 f HÚSEIGENDUR Önnumst alhliða gluggasmíði; f ranskir gluggar, iaus fög, viðgerðir á gömlum gluggum, glerísetningar. Smíðum eldhúsinnréttingar, önnumst einnig breytingar á gömlum innréttingum. Uppl. á verkstæðinu daglega í síma 16980 milli kl. 10 og 12 f.h. ’ Pl*»n<;hiirn Snoghoj Folkehojskole er en nordisk folkehojskole, hvor du udover nordiske emner bl.a. kan vælge mellem mange tilbud indenfor: musik, litteratur, vævning, keramik, samfundsforhold, psykologi m.m. Du vil mode mange elever fra de ovrige nordiske lande, og vi tager pá studietur i Norden. Forstander: Jens Ftahbek Pnrlarc'on Kursustider: 2. nov. • 24. april eller 4. januar - 24. april Skriv efter vor nye skoleplan SNOGH0J NORDISK FOLKEH0JSKOLE DK 7000 Fredericia Opið virka daga kl. 9-22. Laugardaga kl. 9—14. Sunnudaga kl. 18-22. SMÁAUGLÝSINGAR ÞVERHOLT111 Húsbyggjendur Að halda aðykkur hita er sérgrein okkar. Afgreiðum einangrunarpiast á Stór- Reykjavikursvæöið frá mánudegi til föstudags. Afhendum vöruna á bygg- ingarstað viöskiptamönnum aö kostnaöariausu. Hag- kvæmt verö og greiðsluskilmálar viö flestra hæfi. Aörar söluvörur: Glerull — Steinull — Múrhúöunarnet — Útloftunarpappi — Þakpappi — Plastfólía — Álpappír Borgamesi simi93-7370 11 Kvöldslmi og helgarslmi 93—7355

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.