Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1982, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1982, Blaðsíða 23
DV LAUGARDAGUR 20. NOVEMBER1982. 23 Helgarvísur Helgarvísur Helgarvísur Helgarvísur 34. þáttur Villa slæddist inn í síöasta þátt. Þaö var í einni vísna Jónatans Jakobssonar, en svona er húnrétt: Víða kem ég vid og gisti veizlusali, þjódhöfdingja merka mæri, mörgum öðrum kvædi færi. Eg átti eftir aö gera skil nokkrum bréfum, sem ekki var unnt aö birta úr síðasta þætti. O.V. segist hafa ort í stríðslok, þegar her- inn fór („vafasamt, hvaö rættist”): Leit ég yfir lygnan sjá, liðugt fleyin renna, munu binda endi á ástandsferil kvenna. Haukur, sem ég veit engin deili á nú frem- ur en er ég birti e-ð eftir hann í síðasta þætti, botnar: Gleði nýt ég, sorg og sút sinnið lœt ei hrella, þótt ýmsir flösku opni stút, sem í sig víni hella. Samkoman, sem svallar hér, segir fátt af viti, enda spratt á enni mér áðan kaldur sviti. Eysteinn G. Gíslason, Skáleyjum, er ómyrkur í máli við þá, sem vilja skera niður sem mestan búpening í landinu. Eysteinn kveöur: Dáur, sem leynir nafni sínu algerlega, sendir langt bréf með misjöfnun skáldskap. Húnbotnar: Nokkra alveg nýja parta núna læt ég Skúla fá. Ef aftur fer svo aulinn kvarta, ekkert gott hann skilja má. Ungar konur efla þrótt allra hraustra sveina. Úrþví verða œtti gnótt, sem yrði bótin meina. Og „Dáur botnar, en hiröir ekki nóg um innrím: Glösum nettum klingjum kátt, kyrjum létta bragi. Klauf úr skvettum, kveðum hátt hver með sínu lagi. Eg læt „Dáur” um að endurbæta 4. ljóð línuna. Björn Ingólfsson, sem lesendur DV ættu nú aö þekkja, botnar: Afgleði syng við sortulyng einn sólskinsbrag, og mjakast kringum mykjubing og moldarflag. Sá, er kallar sig Kristin Erlend, botnar: Peir, sem bjóða hœttum heim, hunza góða siði. Ýmsir hafa iðkað geim uppi’í Grænáshliði. Ekki er það min sök, þótt Sigurgeir hafi ;gert sig aö skotspæni Margrétanna og vilji nú kenna mér um. Sigurgeir beinir orðum sínum til Margrét- anna: Ýmsir reyna að yrkja á blað, orðum kuðla saman — Margrétunum þykir það þokkalega gaman. Og í næstu vísu er Sigurgeir með „ábend- ingu” til Margrétar Tómasdóttur: Þér að segja, Margrét mín, mig að beygja vonlaust er. En að sveigja orð til þín ekki ’ er úr vegi fyrir mér. Og Sigurgeir lýsir sjálfum sér svo: Þótt ég sjálfur, Sigurgeir, sýnist álfur mesti, vil ég þjálfa meir og meir mína hálfu lesti. Vísur mínar virðast œ verri ’ á mannafundum. — Eyrum fjöldans orðið nœ ekki nema stundum. En í tilefni „skeytis” Sigurgeirs og yrk- inga fær hann þessa kveðju, sem ég veit, að hann tekur ekki illa upp: Ein er báran aldrei stök á œvi þungum sænum. Margurþarna verst í vök völtum lífs á kœnum. Glitra daggardropar í daufu morgunskini. Geislar sólar gegnum ský geðjast björk og hlýni. V.L. segist hafa ort þessa sléttubandavísu unguraöárum: Háttinn detta láttu létt, Ijóðin nettar settu, þáttinn flétta reyndu rétt, rímið gretta sléttu. Og V.L. bætir þessari við að síðustu: Stakan fögur mun og má mörgum létta geðið. En sérhver œtti að þagna þá, þegar nóg er kveðið. Eg þakka þessum landskunna kvæöa- manni fyrir framlag hans, og heföi hann mátt koma fyrr við sögu í þessum þáttum. Ingþór Sigurbjörnsson, landskunnur kvæöamaður, sendir bréf meö vísum eftir bæði sig og aðra og er þessi síðust: Skúli! Ei meiri lep hér leir, lýk nú kjaftœðinu. En segðu mér, hvað Sigurgeir sagði í upphafinu. Fyrir skömmu birti ég þessa vísu og var Oli Hermannsson heimildarmaður minn: Munur er d mér og þét\ uum því hver ehm trúu Skjótum allar œr og kýr, enda bættur skaðinn: Sníkju-, mein- og möppudýr mætti rœkta í staðinn. Og Eysteinn botnar: Járnfrú Breta' er fagurt fljóð, frýr henni’enginn hugar. En til að gera járnfrújóð járnkarl aðeins dugar. Fáa rekur fyrriparta á fjörurnar hjá Skúla Ben. En það er engin þörf að kvarta, þó að vanti stóru trén. Af gleði syng við sortulyng einn sólskinsbrag, því forkosning mér fleytti á þing ífyrradag. Sumar kveður, senn erhaust, svalir vindar gnauða. Fjandinn hrellir linnulaust lifendur og dauða. Ríkisstjórnin ráðalaus rembist við að lifa. Önnur stjórn með annan haus yrðihún tilþrifa? Þessi Skúla þáttur er þarfur mjög og góður. Bætir margt, sem miður fer, magnar skálda hróður. Þótt ég vilji aldrei einn úti ’ í byljum standa, guðir skilja naumast neinn, naprar kiljur anda. Enn er stakan okkarþjóð orkuvaki í hugarsölum; en hið slaka atómljóð eins og brak t lausum fjölum. Amor hefur ýmsa beitt ótal klækjum sínum; gerir einum lífið leitt, leysir hinn frá pínum. Stundum verða þjóðmál þung þegnunum ískauti. Þá dreg ég annað auga ’ ípung, — ekki er ,,Sláni” fauti. Hjalti Jónsson, Víðiholti í Skagafiröi á óbirtar vísur hjá mér, vegna þess hve erfitt ég á með að lesa skrift hans, þótt skriftin sé engu að síöur áferðargóö. Eg bið Hjalta og aðra, sem í hlut eiga, aö vanda vel skriftina, aö hún sé skýr, — eða þá vélrita bréfin, sem er bezti kosturinn. Hjalti sendir m.a. þessa hringhendu: Þó að margt sé mærðin tóm, misjöfn art í hótum, ennþá skartar ástarblóm undir hjartarótum. Sigurgeir í Keflavík átti óbirta botna frá síðasta þætti eins og fleiri. Hann botnar: Sveipar rjóður svellkalt hrím, , sölnar gróður jarðar. Um vort sóða fleip og flím flestar þjóðir varðar. Ægis kalda úfnar brá, öldufaldar rísa. Þó að aldan þyki há, þunn er sjaldan vísa. Margrétarnar óði ærðar œtla að ríða Geira að fullu. Þeim skal báðum fórnir fœrðar fyrir mikla andans (d)rullu. Nú hefur borizt nýtt bréf frá Sigurgeiri. Hannskrifar: „Þótt mér falli ákaflega vel viö bæði þig og vísnaþáttinn, get ég ekki stillt mig um aö senda þér eitt lítiö „bitbein”, sem ég vona þó, aö veröi ekki aö stóru ágreiningsefni okkar á milli og spilli ekki því góöa sam- bandi, sem ríkt hefur með okkur fram til þessa: Yfir flesta ertu hafinn eins og þátturinn. — En ekki verður afþér skafinn aulahátturinn. ” Þér hefur mikinn andans aflann uuðnan veitt. — En þó erhitt, að stuttu fyrir neðan naflann nánast allt er skynið þitt. Frægur kvæðamaöur í Kópavogi, sem vill, aö ég kalli sig aðeins V.L., sendir bréf með afbragðs botnum. Hann botnar: Ægis kalda úfnar brá, öldufaldar rísa. Samt skal haldið hafið á, heljar valdiðprísa. Margur fellur freisting í, fær því skell á svelli. Hraustur velli held ég, því hrædd er kelling Elli. Þegar gaman grána fer, Gunnar sýnir snilli. Vænleg göng þá grefur sér Geirs og Alberts milli. Allar mínar œr og kýr eru tómir lestir. Flestar sér að baki brýr brjóta jarðar gestir. Næst notar V.L. óbotnandi fyrripart og gerirúrvísu: Fullið stœkkar, smánin smœkkar, smáður lokkur er að detta. Gullið hækkar, gengið lœkkar, getur nokkur botnað þetta ? OgennbotnarV.L.: Þegar hrím á foldu fellur, fölna lauf og deyja blóm, haustsins röddþá geigvæn gellur, grípur lifið heljarklóm. Við að stuðla þessiþjóð þrautum sínum gleymdi. Stökur, rímnalög og Ijóð landann ávallt dreymdi. Safnar auði sitt í ból, sínkur brauð að gefa. Ihaldsgauð og eiturtól ota dauðans hnefa. Þó ég fari á fyllirí og fái skelli, stend ég aftur upp á ný og í mig helli. Nú hefur Björn Dúason sent mér bréf, og segir hann vísuna alls ekki eftir Teit Hart- mann, heldur Harald Hjálmarsson. Ég skal ekki dæma einn í þessu máli og bið lesendur aðstoðar. Björn Dúason segir: „Mér er kunnugt um, að H.H. glataöi „kompum”, sem hann hafði skrifað í kvæði sín og vísur, en ekki hafa komið í leitirnar. Kannski gæti einhver af lesendum þínum gefiö upplýsing- ar um, hvar þær eru niðurkomnar.” Sigmundur Jónsson Furugeröi 1 kveður: Rímið kært er kvœðaþjóð kosti stærstu metur, eitt ófœrt við ,,atómljóð enginn lært þau getur. Þá er komið að nýjum fyrripörtum. Sigur- geiríKeflavík: Munur er á mér og þér, má því hver einn trúa. Hús á stangli hér og hvar, hundar rangla víða. Vilja’að stjórnin fari frá flestir landsmenn núna. Og svo V.L. í Kópavogi: Löngum kátt ég lék og dátt lífs að sáttaboðum. Viltu ráð ég veitiþér vits úr snjáðum kylli. Og svo læt ég þennan flakka meö: Enda’ ég bráðum óö. sem mér eykur dáð og snilli. Auðvitað má þetta líka vera seinnipartur. Utanáskriftin er: / Helgarvisur Pósthólf 37 230 Keflavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.