Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1982, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1982, Qupperneq 6
6 DV. ÞRIÐJUDAGUR 30. NOVEMBER1982. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Raddirneytenda: Það vantar frímerkjavélar á pósthúsin Pennaglaður hafði samband við DV: „Daglega þarf ég að fara með um 20 bréf í póstog finnst mér ömurlegt að alltaf þurfi aö líma 2—3 frímerki á hvert umslag. Hátturinn er sá hjá Pósti og síma að fyrst hækkar póst- buröargjald, eins og síöast var í 3.50, síöan skömmu áður en gjaldiö á aö hækka aftur þá kemur út eitt frí- merki sem nemur 3.50 krónum. Þaö er sama hvaða póstburöargjald er í gildi, aldrei kemur út eitt frímerki sem þeirri upphæð nemur fyrr en um það leyti sem gjaldið hækkar aftur og sama sagan endurtekur sig. Ut- gáfa frímerkja er því ávallt fáeinum mánuðum á eftir því sem vera skyldi. Nú eru þaö mörg fyrirtæki sem stimpla öll sín umslög og láta þau fara þannig frímerkjalaus í póst. Geta ekki fleiri tekiö upp þessa þjón- ustu. Hvers vegna eru ekki svona frí- merkjavélar á pósthúsum?” Frímerki eru vöm fyrir neytandann —vélarnar ætlaðar minni fyrirtækjum Þannig lita þær út frímerkjavélarnar frá Magnúsi Kjaran. Þær eru af gerðinni Frama E-4 og kosta 28.430,- krónur. Rafn Júlíusson hjá póstmálaskrif- stofusvarar: „Pósthúsin gætu í sjálfu sér veriö meö frímerkjavélar en þaö er ekki taliö eölilegt. Frímerkin eru ætluö sem nokkurs konar vöm fyrir neytandann. Ef þú kemur til dæmis með tíu bréf á pósthús og greiðir 350 krónur fyrir aö láta renna þeim í gegnum frímerkjavél þá hefur þú enga tryggingu fyrir því aö þaö sé gert. Hins vegar ef þú færö frímerki upp í hendurnar, sem þér er ætlað aö láta á umslögin, þá er þaö mikið öryggisatriði fyrir þig.” Þetta voru orö Rafns Júlíussonar, jafnframt sagöi hann aö þessar stimpilvélar væru ekki útbúnar til að vera á póst-, húsum. Notkun á þeim væri aöallega hugsuö fyrir minni fyrirtæki, sem senda frá sér mikinn póst. „Þaö eru þrír aöilar sem eru meö þessar vélar til sölu,” sagöi Rafn. Þeir eru Skrifstofuvélar, Magnús Skrifstofuvélar eru með frimerkjavélar af gerðinni Neopost 2205, þær kosta um 18.000 krónur stykkiö. Kjaran og Otto B. Amar, en sam- band við hann náöist ekki. Frímerkjavélar frá Magnúsi Kjaran kosta 28.430,- krónur, þær eru af gerðinni Frama E-4. Þarna er um að ræöa fjögurra stafa frímerkinga- vél sem getur frímerkt allt að krón- um 99,99 í einu. Á einni klukkustund getur vélin frímerkt 7000 umslög, þaö er því augljóst aö vélar af þessu tagi geta þjónaö jafnt stórum sem smáum fyrirtækjum. Þá eru þessar vélar jafnframt þeim kostum búnar að þær geta prentaö haus fyrirtækis á umslögin um leiö og frímerkja- stimplunin fer fram. Skrifstofuvélar hf. eru meö vélar af gerðinni Neopost 2205 og kosta þær um 18.000,- krónur. Þær eru hljóölát- ar og auðvelt aö hreinsa. Þaö nýjasta í Noregi og Finnlandi em sjálfsalar meö límmiöum í stað frímerkja. Þá er látin í sjálfsalann sú upphæð sem greiöa þarf í póst- buröargjald og út kemur límmiöi með þeirri sömu krónutölu. Rafn Júliusson sagöi jafnframt aö notkun frímerkja væri hugsuö þannig aö neytendur gætu keypt til dæmis um 100 stykki, gripiö til þeirra á heimili sínu þegar meö þyrfti og komið sendibréfum í næsta póst- kassa. Áöur en frímerkin komu til sögunnar þurftu menn aö fara meö hvert bréf á pósthús og fá þaö stimplað. Fyrstu frímerkin komu út í Bretlandi árið 1840, en áriö 1873 komu þau fyrstu út hér á landi. Þaö er því miður staöreynd aö póstburöargjöld hækka þaö ört aö neytendur ná tæplega aö fylgjast með hve mikið kostar undir lokaö umslag eöa opið, innanlands eöa utan, póstkort eöa pakka. Flestir velja því þann kostinn aö fara á póst- hús fremur en aö nota póstkassa. Ef- laust myndi þaö flýta mikið fyrir af- greiöslu á pósthúsum ef frímerkja- vélar væruþar. -RR. Svavar fær skammlr fyrlr að hengja bakara fyrir smið. Verðlagsstof nun veitir Svavari ofanígjöf Veröhækkanir stiórnvöldum að kenna Verðlagsstofnun hefur nú veitt Svav- ari Gestssyni ofuriitla ofanígjöf. Á fundi flokksráðs Alþýðubandalagsins las Svavar upp stjómmálaályktun í 10 liðum. Sá tíundi fjallaði um verölags- stjóm. Segir í honum: „öll verölags- stjóm verði tekin til gagngerðrar endurskoðunar í ljósi þeirrar reynslu sem fengin er af núgildandi verölags- lögum, sem eru mjög gölluð og skapa ekki þá aöhaldsmöguleika sem stjóm- völd verða aö hafa til að ráöa viö efna- hagsvandann. Hrikalegar verö- hækkanir aö undanförnu eru til marks um hversu haldlítil em núgild- andi lagaákvæði í verölagsmálum. ” Verölagsstofnun telur aö þama sé verið aö hengja bakara fyrir smiö. Veröhækkanir séu tilkomnar vegna stefnu stjórnvalda en ekki vegna lélegs aðhalds í verölagsmálum. Segir meðal annars í fréttatilkynningu frá stofnun- inni: „Orsakir verðhækkana era margvíslegar þó kostnaðarhækkanir vegi þyngst. Kostnaðarhækkanir stafa aðallega af gengisþróun, eriendum verðhækkunum, launahækkunum, hækkun á opinberum álögum (þ.m.t. vörugjald) og hækkun opinberrar þjón- ustu (hiti, rafmagn, póstur og sími). Verölagsyfirvöld hafa lítil sem engin áhrif á þessa kostnaðarliöi, en glíma hins vegar viö afleiöingar þeirra. Ekki verður í fljótu bragöi séö meö hvaöa hætti breytt verölagslöggjöf getur dregið úr áhrifum fyrmefndra kostnaöarþátta.” I lok fréttatUkynningar Verðlags- stofnunar segir aö hinar miklu veröhækkanir síöustu mánaöa ættu ekki aö hafa komið neinum á óvart, miöað viö stefnu ríkisstjómarinnar og efnahagsaðgerðir hennar. DS r Ábending til umferðarsala: SYNIÐ TILUTSSEMI OG MINNI FREKJll Jólin eru því miður orðin kaup- hátíö. Þá nota allir sem vettlingi geta valdið tækifæri til aö reyna að selja aUt mUU himins og jaröar. Þetta er sök sér þegar þaö er gert í verslunum, en sú er ekki raunin á eingöngu. Þaö er orðinn næsta dag- legur viöburöur að bankaö sé upp á hjá fólki og því boðiö eitthvað tU kaups. Er þá ekki skeytt um hversu klukkan er orðin margt eða hver býr innan dyra. Þegar gamalt fólk er annars vegar getur það kostaö mikiö átak aö rífa sig upp úr stólnum, ég tala nú ekki um úr rúminu, tU að gæta aö því hver sé aö banka eöa hringja. Og eftir aUar árásir síðustu daga er gamalt fólk þar fyrir utan oröið hrætt viö að opna. Dyrasölumenn hvers konar eru upp til hópa tiUitslausir. Þeir knýja jafnvel dyra í fjölbýlishúsum, þar sem þar er sérstaklega tekiö fram að sölumennska sé bönnuö. Og þar sem fjölbýlishús meö mörgum íbúöum eru óneitanlega girnileg tU aö reyna aö koma út einhverri vöru, er freist- andi aö hafa þessar áminningar aö engu. Því er þaö aö fólk í f jölbýlis- húsum er rifiö upp jafnvel oft á dag til þess aö bjóöa því eitthvað tU kaups. Gamalt fólk og jafnvel ungt fólk á erfitt meö aö neita kaupum þegar verið er aö selja til ágóöa fyrir eitthvert lUcnarmálefni. Því freistast fólk jafnvel til aö kaupa eitthvaö sem það aUs ekki vantar. Jólakort tU 10 ára, jólasveinahúfur, jólaskraut, jólapappír. Þó þetta sama fólk kysi margfalt heldur aö fara í einn verslunarleiöangur aö kaupa þetta og f á aö vera í f riöi heima h já sér. Svona ótUUtssemi í sölumennsku er helst skiljanleg þegar börn era annars vegar. En þeir foreldrar eru undarlegir sem brýna ekki fyrir bömum sínum að sölumennska seint aö kvöldi á dyraþrepum annarra er ekki viðeigandi. Þegar fuUorðiö fóUc er hins vegar að falbjóða pllt miUi himins og jarðar á nær hvaöa tíma sólarhringsins sem er er þetta ekkert annaö en f rekja og yfirgangur. Það stendur í stjómarskránni aö heimUi manna séu friöhelg. Umferöarsalar, hafiö þetta í huga. DS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.