Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1982, Page 10
10
DV. ÞRIÐJUDAGUR 30. NOVEMBER1982.
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Utlönd
Kókaínfíknin í Bandaríkjunum
hefur breiöst til Vestur-Evrópu, þar
sem löggaaslan er farin aö rekast æ
oftar á sífellt stærri sendingar
kókaíns. Samtímis gætir í Bretlandi
og fleiri Evrópulöndum vaxandi
heróínneyslu, sem nærist á stór-
sendingum f rá Pakistan.
Sérfræöingar í fíkniefnamálum í
Bandaríkjunum og annars staöar,
þar sem menn berjast viö eiturlyfja-
smyglið, kvíöa því aö metuppskera á
ópíum í hinum svokallaða Gullna þrí-
hyrningi í Suðaustur-Asíu eigi eftir
aö auka verulega á vandann. Reynsl-
an hefur nefnilega sýnt aö því meira
heróín sem er framleitt því meira
stækkar markaöurinn. Því meira
f jölgar ungu fólki á borgarstrætum í
Ameríku og Evrópu, fjötraö.í hinu
gullnu hlekki eiturlyfjaávanans.
Smyglið vex
þrátt fyrir aukið
átak í vörnum
Þrátt fyrir betra skipúlag og aukið
samstarf eiturlyfjalögreglu hinna
ýmsu landa, auknar fjárveitingar til
fíkniefnavama og sífellt stærri sigra
í baráttunni viö smyglhringa þá virö-
ist smygliö fara í vöxt og neyslan
aukast.
I Evrópu eykst neyslan mest á
kókaíni frá Suöur-Ameríku, eftir því
sem eiturlyfjadeild Sameinuöu þjóö-
anna (meö aöalstöövar í Vínarborg)
telur sig hafa orðið áskynja. Æ stærri
smyglfarma rekur á fjörur lögregl-
unnar í Frakklandi, Hollandi, Bret-
landi og fleiri löndum. Bandarískur
fíkniefnasérfræöingur, sem fylgst
hefur með þróun mála í Lundúnum,
segir aö þar stefni kókaínneysian í
stórmarkað eftir eitt ár eöa svo, eftir
öllum sólarmerkjum aö dæma.”
Franska tollgæslan komst yfir
áttatíu og sex kíló af kókaíni í fyrra,
en þaö er f jórfalt meira magn en rak
á fjörur hennar 1980.
Stórsigurí
Bandaríkjunum
Kókaínið kemur frá Kólombíu,
Perú og Bólivíu, sem hafa lagt stór-
an skerf til svarta markaðarins í
Bandarikjunum á síðustu árum. En
það er hald sumra sérfræöinga aö
kókaínstraumurinn hafi beinst í
meiri mæli til Evrópu vegna þess aö
markaðurinn í Bandaríkjunum sé aö
mettast, eöa í þaö minnsta sé frekari
útþenslu hans takmörk sett. Auk
þess er sagt aö aukið átak stjóm-
valda í Bandaríkjunum til þess aö
stemma stigu við eiturlyfjasmyglinu
hafi skotið eitursölunum skelk í
bringu.
Stórátak hefur verið gert 1 Flórída
til þess aö efla lögreglu, toll- og
strandgæslu meö þeim árangri að
stórsendingar hafa veriö stöðvaðar.
Tvívegis hafa skip meö 30 smálesta
sendingar frá Kólombíu veriö
stöðvuö og nokkrum sinnum hefur
höndum veriö komiö yfir bæði miklar
birgöir heróíns og kókaíns og stóra
hópa smyglara. Frá því síöast í júní
síðasta sumar hefur löggæslan í
Flórída komist yfir 211 smálestir af
maríjúana, sem er tíu sinnum meira
magn en fannst á öllu árinu 1981.
Lagt hefur veriö hald á ellefu smygl-
báta og 144 menn veriö handteknir.
Enda hafa menn orðið þess varir aö
eiturlyfjagrósserar í Flórída séu
famir aö þreifa fyrir sér á vestur-
ströndinni meö tilliti til þess aö flytja
sig um set. Þótt markaðurinn í Kali-
forníu sé stór, einkanlega í kvik-
myndaborginni, þá er hætt viö aö
slíkir aösetursflutningar eiturlyfja-
gróssera yröu skammgóöur vermir
því aö Reaganstjórnin hefur á
prjónunum að efla fíkniefnavamirn-
ar um allt land. Einkanlega þá í
eftirliti meö hinum smærri flug-
völlum og allri flugumferð frá
Kólombíu og fleiri Suöur-Ameríku-
löndum. Stærsta veiöi bandarísku
tollgæslunnar í allri sögu fíkniefna-
varna landsins kom í net hennar í
mars sl. þegar fannst eiturlyfja-
farmur í flutningavél frá Kólombíu,
en hann var metinn til eins millj-
arös dollara.
Aðeins 10% í hendur
löggæslunnar
Þótt aukinn straumur kókaíns
valdi fíkniefnalögreglu Evrópu
áhyggjum, er þaö samt heróínið sem
Opiumbændur i Gullna þríhyraingnum selja heróínframleiðendum uppskeru sína.
EITURLYFIN VINNA
SÉR MEIRIMARKAÐ
í VESTUR-EVRÓPU
br,eyst í stórframleiöslu á heróíni.
Herstjóm landsins, undir forystu
Mohammad Zia-Ul-Haq, hershöfð-
ingja og forseta, hefur lýst yfir
„jihad” (heilögu stríöi) gegn eitur-
lyfjasölunni og hefur frá því í ágúst
haft til yfirvegunar aö láta brot
varöa dauðarefsingu. En armur lag-
anna nær skammt upp í hrjóstrugar
f jallabyggöirnar, þar sem hver ætt-
flokkur ríkir í sinni dalsbyggö aö
mestu afskiptalítið af landsstjórn-
inni. Engum lögum veröur komið yf-
ir hémöin næst Jandamæmm
Afghanistan, þar sem vitaö er aö
komiö hefur verið upp flytjanlegum
verksmiðjum, sem framleiða heróín
úr ópíum valmúans. — Þaö kom
skýrast í ljós fyrr í þessum mánuði
þegar William French Smith dóms-
málaráöherra varö aö yfirgefa í
skyndingu þorp eitt í grennd við
Khyber-skaröið, þegar pakistönsk
yfirvöld treystu sér ekki að tryggja
öryggi hans meöan á heimsókninni
stóð.
Eiturlyfjalögreglan á Vesturlönd-
um gerir sér helstar vonir um aö
Pakistanstjórn muni bretta upp
ermamar þegar heróínneyslan fer
að horfa til vandræöa hjá Pakistön-
um sjálfum, en þar hefur neysla
vægari fíkniefna eins og á hassi lengi
veriö landlæg.
Pakistan aðalfram-
leiðandi eftir 1979
Pakistan varð einn aöalframleiö-
andi heróíns eftir byltinguna í íran
1979 og innrás Sovétmanna í Afghan-
istan. Pólitísk ólga í þessum löndum
setti úr skorðum fyrri tíma fram-
leiöslu og smyglkerfi. Þegar síðan
fylgdi metuppskera ópíumvalmúans
í Pakistan spruttu heróínverk-
smiðjumar upp hver af annarri í
herbúðum viö norövestur-landamær-
in. Þaö var vatn á myllu pakistönsku
framleiðslunnar þegar uppskeru-
brestur varö 1979 í Gulina
þríhymingnum, eins og landamæra-
svæðin í Thailandi, Burma og Láos
eru gjamankölluö.
Smyglað til Ítalíu
Frá Pakistan er heróíninu
smyglað til Evrópu í gegnum Tyrk-
land og þaöan áfram til Amsterdam
og annarra stórborga. Þaö er vitað
að unnið er úr hráu ópíum frá
Pakistan í verksmiöjum á Italíu og á
Sikiley áður en því er síðan smyglaö í
formi heróíns til Bandaríkjanna og
aðallega þá til austurstrandarinnar,
oft þó fyrst til Kólombíu og svo til
Bandaríkjanna. En eftir forseta- og
stjómarskiptin í Kólombíu, þar sem
nýi forsetinn hefur heitið aö skera
upp herör gegn eiturlyfjaversluninni
og spillingunni meðal herforingja- og
embættismannaaöaisins, gera menn
sér vonir um aö loka senn þeirri leið.
Eftir er þó Perú og Bólivía sem hafa
einnig veriö vinsælar umskipunar-
hafnir eiturlyfjagrósseranna.
Metuppskera / vændum
Eftir að heróíniö tók að streyma
frá Pakistan hefur minna boriö á
Asíuframleiöslunni á mörkuöunum í
Bandaríkjunum og Evrópu. 1 Frakk-
landi telja menn sig hafa orðiö þess
áskynja í ár aö aftur sé fariö aö
streyma heróín frá Gullna
þríhyrningnum. Og nú hafa
fíkniefnasérfræöingum borist njósn-
ir af því aö metuppskera á ópíum sé í
vændum í Guilna þríhymingum.
Sennilega alit aö 600 smálestir.
Á fundi fíkniefnasérfræöinga
fjölda ríkja í Kuala Lumpur nú á
dögunum þóttust menn s já f ram á aö
verö á heróíni ætti eftir aö falla,
þegar Asíuframleiðslan reynir aö
ryöjast aftur inn á sína gömlu
markaði í samkeppni viö Pakistan-
heróíniö. Og ekki mun þaö líklegt til
þess að draga úr eiturlyf janeyslunni.
Auk þess verða menn varir viö *
tilburöi eiturlyfjasala til þess aö
vinna nýja og stærri markaöi í Asíu
ogíÁstralíu.
mönnum stendur mestur stuggur af.
Heróín hefur flætt til Vestur-Evrópu
frá Pakistan á síðustu þrem árum.
Hafa tollverðir slegið hvert metið á
eftir öðru í hvalrekum stórsmygl-
farma, en þaö þykir einvöröungu
sýna aö umsetningin sé sem því
nemur meiri. Það er mat manna aö
þaö séu ekki nema 10% alis heróín-
smygls sem komist í hendur löggæsl-
unnar. Hitt sem sleppur í fölskum
botni ferðatösku smyglarans, eða í
gúmmísmokkum, sem smyglarinn
gleypir sé eins og sá hluti ísjakans
sem hulinn er sjónum manns undir
yfirborði sjávar.
Sjúklingum fjölgar
Það sem liðið er af þessu ári hafa
yfirvöld komist yfir 1.200 kíló af
Pakistan-heróíni, eftir því sem'vitaö
er. Heimingur þess náöist í Pakistan,
en hinn helmingurinn var kominn til
Vestur-Evrópu. Þaö er meir en
tvöföldun þess magns sem yfirvöld
komu höndum yfir í fyrra.
Fjöldi heróínsjúklinga hefur aukist
hratt. I Bretlandi voru 3.400 eitur-
lyfjasjúklingar (heróínneytendur) á
skrá í fyrra, en þaö voru þúsund
fleiri en 1980. Hitt ætla menn aö sé þó
sönnu nær aö fjöldi heróínneytenda
sé um fjörutíu þúsund. Heróín-
neytendum í Frakklandi hafði einnig
fjölgaö um þúsund upp í 4.200 sem
þar eru á opinberri skrá.
Löglausir landshlutar
Sá illi bifur, sem menn höföu áö-
ur á ópíumræktun Tyrkja, snýst nú
gegn Pakistönum. Verst þykir
mönnum aö þar hefur ópiumræktun
Maríjúanafannarair frá Kólombíu eru taldir í tugum smálesta sem löggæsla
austurstrandar Bandarikjanna hefur komist yfir, en það er kókaínið og þó
fyrst og fremst beróinið, sem mestum áhyggjum veldur.