Alþýðublaðið - 13.06.1921, Page 3

Alþýðublaðið - 13.06.1921, Page 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 Mi iagiaa og vegiu. t\MSKlPA rJEn- *^ÍSLANDS Q E.s. Sterling fer héðan á þriðjudeg 14. júní ki. io árdegis, i austur og norður kringum land. Bannlagabrot. Fyrir nokkru urðu mecD ino á Kleppi varir við ískyggilegan farangur, sem verið var að bera neðan frá sjó upp í bifreið sem beið á veginum; grun- aði þá að hér væri ekki alt með feldu og gerðu lögreglunni aðvart. Náði hún f bílinn og rannsakaði flutninginn, sem reyndist að vera ýmsir hiutir, þar á meðal vía. Við rannsókn kom það i Ijós, að Ja- kob Havsteen heiidsali hér i bæ átti flutnin^inn og var hann sekt- aður um 200 kr. Þá hafði áfengi verið tekið af botnvörpungnum Ara, þegar hann síðast kom frá Gngiandi, en um sektir höfum vér ekki heyrt. Skátafélag stofnaði hinn áhuga sami og duglegi barnakennari Eyr- bekkinga, Aðalsteinn Sigmunds- son, á Eyrarbakka í haust. Kom hann á laugardaginn að austan ásamt 5 lærisveinum sínum og ætlar að dvelja hér um tíma með- an þeir !æra að synda. Þeir fé- lagar komu á þremur hjólhestum, gengu til skiftis, og ætla að halda til í tjaldi inni hjá laugum, meðan þeir standa hér við. Fylkir, 6. hefti, er nýkomið út. Er þar sitt af hverju og ekki alt sem áreiðanlegast. Verður síð- ar vikið nánar að ritinu. Lðgrétta er nú flutt að fuilu og öliu inn i Ísaíoldarprentsmiðj- una og búin að fá á sig Morgun- blaðsletur og einkenni. Þó er ekki síðasta Lögréttublaðið nema að hálfu leyti uppprentun úr Morgun- blaðinu, — Eggert Stefánsson söngyarl hélt koncert í Nýja Bío í gærdag kl. 4 e. h. Söngskráin var fjöl- breytt mjög og mörg lögin prýð- isfalleg. Áheyrendurnir virtust hin- ir ánægðustu og klöppuðu söngv- aranum óspart iof í iófa. Bezt tókst honum við lögin eftir Sigfús Einarsson, „Gígjan* og „Drauma- iandiðv, svo og annað lagið á söngskránni, „Serenata* eftirTosti. Laglega meðfarin var „Nótt" eftir Árna Thorsteinsson, þó verður breyting sú er söngvarinn gerði í enda þess lags, að teljast til skemdar á því og hæpið að hún sé leyfileg. Annars vantáði víða þrótt í rödd hans, og kom það einkum tilfinnanlega fram í „Erlkönig* eftir Schubert. Eins átti söngvarinn fremur erfitt með háu tónana. Er líklega ekki jafn- góður af kvefinu ennþá. Skipstjórasklfti verða nokkur á skipum landssjóðs Og skipum Eimskipaíélagsins. Þórólfur Bech tekur við Steriing, Júlíus Júliníus- son tekur við Lagarfossi, Jón Ei- ríksson, sem um tíma hefir verið skipstj. á Lagarfossi tekur um stund við Villemoes, en Einar Stefánsson, áður á Steriing, tekur hinn nýja Goðafoss. Knattspyrnan í gær iór svo, að Valur vann Víking með 3 : o. Leikurinn var fjörugur og ýmsir leikarar efnilegir í báðum flokkum. Sjimannajéiagsjnnðnr var í gær í Bárunni. Bættust 116 nýir féiagar í hópinn. Jón Bald- vinsson aiþm. sagði helstu fréttir af þinginu og að því loknu kom fram eítirfarandi fundarályktun, sem samþykt var í einu hljóði: „Sjómannafélagið þakkar einum rómi þingmanni Alþfl., hr. Jóni Baldvinssyni, fyrir góða og ötula framgöngu á alþingi og sérstak- lega fyrir þann dugnað og lægni, að bera fram til sigurs frv. til laga um hvíldartima háseta á islenzkum botnvörpuskipum. “ Ríkislánið. Ræðismaður Dana hér.hefir sent blaðinu eftirfarandi athugasemd í tilefni af ummælum þess um rík- islánið, og birtum vér hana hér, enda þótt hún í sjálfu sér sé óþörf, því blaðið hefir aldrei haidið því fram að Danir vilji hindra oss í því að taka iáa í t. d. Englandi eða Areerfku; hitt dylst enguni, að dönskum auðmönnum er hag- ur að því, að halda í viðskiftin við ísland í lengstu lög. „í tileíni af greinum yðar í „Alþýðublaðiau" 6. og 10. þ. m. viðvíkjandi væntanlegu ríkisláni f Danmörku vildi eg mega benda á, að það er svo langt frá þvf, að menn í Danmörku æski þess, að binda meira fé hér á landi. Sem sjá má af yfirlýsingu dönsku stjórnarinnar, sem birt er í Al- þýðublaðinu 30. apríl þ. á., þá er það langt frá því, að Daair óski að koma í veg íyrir að ísland fái margra ára lán í Englandi eða Bandaríkjunum, til þess að leysa með því út hið d&nska auðmagn sem er í íslandsbanka, eða tii annara þarfa." Hrirfilbylur fór yfir suðurhluta Arkansas. f Ameríku í apríímánuði, eyðilagði fjölda húsa, skemdi akra og drap 50 manns. Ritstjóri og ábyrgðaraiaðnr: ólafur Friðriksson. Frentimiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.